Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 12.02.2000, Blaðsíða 1
Tveir sagðir til í formaimsslag SamstarCsmeim þeir- ra Guðmundar Ama Stefánssonar og Öss- urar Skarhéðiussonar segja þá vera ákveðna að fara í formanns- slaginn hjá Samfylk- ingunni. Ásta Ragn- heiður og Bryndís Hlöðversdóttir háðar volgar í varafor- mannsslag gegn Mar- gréti Frímannsdóttur. „Eg held mínu striki alveg óháð þessari yfirlýsingu Margrétar Frí- mannsdóttur," sagði Bryndís Fllöðversdóttir alþingismaður, sem ásamt Astu Ragnheiði Jó- hannesdóttur hefur verið orðuð við varaformennsku í Samfylking- unni. Ásta Ragnheiður sagði: „Ég hef sagt það áður að ég hafi áhuga á varaformannssætinu. Þessi yfirlýsing breytir engur varðandi mínar fyrirætlanir en ég vil taka fram að ég hef enga ákvörðun tekið ennþá um hvað ég geri.“ Margrét Frímannsdóttir hefur lýst því yfir að hún gefi ekki kost á sér til for- mennsku hjá Samfylkingunni en að hún gefi kost á sér sem varaformaður flokksins. ffún segir varafor- manninn hafa það hlutverk að sinna innra starfi flokksins. Ffún hafi meiri og betri tengsl við fólk um allt land en flestir aðrir í samtökunum og því hafi hún áhuga á varaformennskunni. Það má þvf allt eins gera ráð fyrir all snörpum varaformanns- slag á stofnfundi Samfylkingar- innar ef svo fer sem horfir. Sjóðheitir kandidatar Ossur Skarphéðinsson sagðist skilja vel ákvörðun Margrétar. Fíún hefði staðið vaktina vel og sem varaformaður ættu hennar starfskraftar eftir að vera flokkn- um mikilvægir nái hún kjöri. Hann sagðist myndi taka endan- lega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í formennskuna á næstu dögum. Ossur hefur sagt að hann færi ekki fram gegn Margréti Frímannsdótt- ur. Nú er gatan greið fyrir hann og þótt hann segist ekki hafa tekið ákvörðun ganga allir nán- ustu samstarfsmenn hans og vin- ir út frá því að hann gefi kost á sér. Guðmundur Árni Stefánsson, sem talið er að keppa muni um formannssætið, sagði að þessi ákvörðun Margrétar kæmi sér dálítið á óvart en það breytti engu varðandi sínar áætlanir. Hann vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að taka ákvörð- un um að gefa kost á sér til for- mennsku. Samkvæmt heimild- um frá einum af nánustu stuðn- ingsmönnum Guðmundar Árna hefur hann þegar tekið ákvörðun um að gefa kost á sér. Hann bíði bara eftir því sem hann telur vera rétta augnablikið að til- kynna það opinberlega. Halda sínu striM Bryndís Hlöðversdóttir segist enga ákvörðun hafa tekið um að gefa kost á sér sem varaformaður. „Ég hef sagt, og stend við það, að ég hef áhuga á að starfa í framvarðasveit flokksins en sú framvarðasveit er nokkuð breið. Áður en ég tek ákvörðun um hvort ég gef kost á mér til vara- formennsku vil ég sjá hvernig sjálft formannskjörið fer,“ sagði Bryndís. „Ákvörðun Margrétar kemur mér á óvart en hún breytir í sjálfu sér engu fyrir mig. Ég hef áhuga á varaformennskunni. Ég veit að starfið útheimtir mikla vinnu við innra starf flokksins og hef áhuga á að sinna því. Því fer fjarri að ég vísi því frá mér vegna þessarar yfirlýsingar," sagði Ásta Ragnheiður. - S.DÓR Árni Mathiesen yfirgefur fundarstað. Raukádyr Fundur sem Markaðs- og at- vinnumálanefnd Reykjanesbæj- ar efndi til í Svartsengi í gær- morgun um tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar varð sögulegur fyrir þær sakir að Árni Mathiesen, starfandi sam- gönguráðherra og þingmaður kjördæmisins, rauk á dyr í fússi. - Sjá ítarlega umfjöllun á hls. 8-9. í tilefni af menningarborgarárinu héldu nemendur og kennarar Rimaskóla menningardag hátíðlegan í skólanum í gær og opnuðu dyrnar upp á gátt. Sýnd voru listaverk nemenda sem unnin höfðu verið á þemadögum í skóian- um, leikrit flutt, stiginn dans og kór Rimaskóla söng. Einnig var sett upp kaffihús og boðið upp á dýrindis veiting- ar. Þessir tveir piitar sem kljást við eldspúandi dreka skemmtu sér konunglega. Sjiikilommíiin »:r eins ui| f.ilimi eliitir Baráttan vlð krabba- ineiii Lítið hefur borið á Árna Ragnari Árnasyni á þingi síðustu misseri enda kannski eðlilegt, hann hef- ur þurft að kljást tvisvar sinnum við krabbamein frá árinu 1995. Rannsóknir sýna að batahorfur hans eru góðar. I helgarviðtaii Dags fjaliar hann um um sjúk- dóminn og pólitíkina. Grimmasti og jafnframt hatað- asti gagnrýnandi landsins og einn dáðasti leikstjórinn eru gengin f eina sæng, leiklistinni til eflingar. Þau standa saman að forskóla fyrir leikara og áhuga- menn um leiklist framtíðarinnar. Helgarblað Dags ræðir við þau um leiklistina og gagnrýnina. Nú eru flestir komnir með GSM síma og vinsælaslir eru þeir hjá unglingunum. Helgar- blað Dags hitti hressa krakka í Olduselsskóla og spjallaði við þá um gemsana. „Upphefðin kemur að inn- an,“ segir Einar Már Guð- mundsson, en hann var ný- lega verðlaun- aður á kvik- myndahátíðinni í Gautaborg fyr- ir handrit sitt að Englum alheimsins sem Frið- rik Þór Friðriksson kvikmyndaði. I viðtali við helgarblað Dags ræð- ir Einar Már um skáldskap og ritstörf. Og svo er það allt hitt efnið: helgarpotturinn, maður vikunn- ar, bókahillan, bíórýnin, matar- gatið, kynlífið, líf og stíll, flugu- veiðar, sönn dómsmál, land og þjóð og margt margt fleira. Góða helgi! 74.900,- My RdDIONAUST Glerárgötu 32 • Akureyri • Sími: 462 3626 skrifstofu- og heimílísfaxtækí Leitið nánciri upplýsinga hjá sölumönnum okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.