Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. febrúar 2000 83. og 84. árgangur - 33. tölublað Skattfrj áls lífeyris- spamaður autóun ahds ISl verslunabrað VIDSKiPTAÍ^iNG^ u ITÍBARlHM&R ÐAL 10 BESTU atvinn Davíð Oddsson sagði það jákvæða þróun að sífellt fleiri heimili taki þátt íhinum unga og vaxandi verðbréfamarkaði. Forsætisráðherra sagði á viðskiptaþmgi að enn aukið skattfrelsi lífeyrisspamaðar væri í imdirbúnmgi, til að ýta undir frekari spamað. „Ríkisstjórnin er að undirbúa að auka enn skattfrelsi lífeyrissparn- aðar frá því sem nú er til að ýta undir almennan sparnað í land- inu,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra á Víðskiptaþingi Verslunarráðsins. Þetta ásamt vaxtahækkun Seðlabankans og auknum sveigjanleika gengisstefn- unnar væri hugsað sem sam- ræmdar aðgerðir, sem ætlað sé að slá á verðbólguvæntingar. EkM Ijúft, en skylt Davíð vék að væntanlegum kjara- samningum. „Mér er alls ekki Ijúft, en á hinn bóginn skylt, að viðurkenna að ríkið og sveitarfé- lögin hafa í kjaramálum ekki gengið á undan með góðu for- dæmi að þessu sinni." Ríkið hafi freistast til þess að beita nýju verk- lagi við útfærslu þegar gerðra kjarasamninganna, með því að láta stofnanirnar sjálfar fylla út í meginrammann. Þetta hafi farið stórlega úr böndunum og fjöl- margar stofnanir farið langt útfyr- ir alla ramma, auk þess sem ein- stakir hópar hafi síðan beitt vafasömum aðferðum, hópupp- sögnum, til að knýja fram auknar kjarabætur. Lofað að gera það aldrei aftur „Af þessum sökum hefur þeim góða anda verið spillt nokkuð sem ríkt hefur á vinnumarkaði allt frá hinum sérlega árangursríku samn- ingum árið 1997,“ sagði Davíð. „Ríkisstjómin hefur því beitt sér fyrir lagasetningu þar sem leik- reglurnar eru gerðar einsleitar á almenna og opinbera markaðnum svo slík mistök verði ekki endur- tekin.“ Forsætisráðherra sagði vonandi að samningsaðilar drægju þann lærdóm af stöðunni sem upp er komin, m.a. þeim verðbólgukipp sem látið hafi á sér kræla, að nú sé bráðnauðsynlegt að kynda ekki undir - þvert á móti. Verði að treysta því að á vettvangi opin- berra samninga takist í þetta sinn að gæta þess sama, „þótt þeir sem þar takast á virðist telja að almenn efnahagslögmál eigi síður við í op- inberum rekstri en á almennum markaði". Olía og íbúðir enn á uppleið Davíð sagði verðbólguna hafa lækkað meira í febrúar en bjart- sýnustu menn bjuggust við. Því fari þó fjarri að við séum þar með komin fyrir vind í verðlagsmálum. „Þvert á móti þarf að gæta sérlega vel að á næstunni. Enn eru vís- bendingar um að olíuverð og fast- eignaverð muni ýta vísitölunni upp þótt flestir hafi talið að þar væri komið hámark." Hlutabréf lækka lika stundum Davíð sagði það jákvæða þróun að sífellt fleiri heimili taki þátt í hin- um unga og vaxandi verðbréfa- markaði. „Mikilvægt er þó að fag- menn minni leikmenn á að hluta- bréf hækka ekki alltaf í verði held- ur lækki stundum. Varast ber að draga upp þá mynd að hlutabréfa- markaður sé eins konar eilífðarvél sem sífellt skapi aukinn auð. Gullæðið á sínum tíma fékk held- ur snautlegan endi.“ Or vöxtur bréfaviðskipta hafi einnig leitt í ljós að menn eigi ýmislegt ólært. Ekki svo mjög í flóknum fræðum. „Fremur þurfum við að taka á okkur rögg á hálu svelli freisting- anna." — HEI Spi lalfkilsmáli visað frá Ingveldur Einarsdóttir héraðsdóm- ari vísaði í gær frá dómi máli sem Kjalnesingur á sjötugsaldri, Olafur M. Olafsson, höfðaði gegn Is- lenskum söfnunarkössum sf., Rauða krossinum, Landsbjörgu, Slysavarnarfélaginu og SAA. Olaf- ur krafðist bóta vegna tjóns, sem hann taldi sig hafa orðið (yrir með því að eiginkona hans varð spilafi'kill af þeirra völdum. Ólafur vildi skaðabætur uppá 7 milljónir króna vegna Ijárhagslegs tjóns og 45 milljóna króna miska- bætur. Hann heldur því fram að fyrrum kona hans hafi farið að stunda fjárhættuspil í spilakössun- um og verið haldin spilafíkn frá ár- inu 1989. Árið 1992 hafi hann orð- ið þess var að 1,2 milljóna króna lífeyrissjóðslán hafi ekki farið í þær framkvæmdir sem ætlast var til. 1994 tók konan að hverfa Iangtím- um saman frá vinnu og oft mátti hann sækja hana í sjoppur til að fá hana frá kössunum. Sama árið leit- aði hún meðferðar, en í árslok skildu þau að borði og sæng. Segir hann fyrrum konu sína hafa áætlað að hún hafi að jafnaði farið með um 25 þúsund krónur á dag í kass- ana flesta daga vikunnar. — FÞG mmammam HH bbmmm Nýjar „kjötviðræður“ milli Kaupfé- lags Héraðsbúa á Egiisstöðum, Kjötbandalagsins á Hvammstanga og Kjötumboðsins i Reykjavík um sameingu og stofnun kjötbanda- lags, án þáttöku KEA. Nýtt „kjöt- bandalag“ ánKEA? Á síðasta ári var stefnt að samein- ingu kjötiðnaðar og sláturhúsa Kaupfélag Héraðsbúa, Kaupfélags Eyfirðinga, Norðvesturbandalags- ins á Hvammstanga, og Kjötum- boðsins í Reykjavík. Ingi Már Aðal- steinsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Héraðsbúa á Egilsstöðum, segir að komið hafi í Ijós að þrír þessara aðila hafi verið tilbúnir í slaginn á upphaílegum forsendum og þeir hafi sýnt áhuga, og sé ásetningur þeirra að halda áfram með viðræður án KEA sem gætu leitt til sameiningar fyrirtækjanna. Upp úr viðræðum þessara fjögurra aðila hafi slitnað þar sem upphaf- legar forsendur voru brostnar. Ætla að ræða við KEA „Við höfum hugsað okkur að ræða þetta mál við stjórnendur KEA við fyrsta tækifæri, en þeir héldu því mjög til streitu að aðalstöðvar þessa stóra kjötbandalags yrðu á Akureyri, en það var einnig áherslumunur í öðrum atriðum. M.a. lögðum við áherslu á að höf- uðstöðvarnar yrðu í Reykjavík, þar sem stærsti markaðurinn er, en ágreiningurinn snérist einnig um eignarhlutann, en það var grund- vallarbreyting frá því sem lagt var af stað með í viðræðurnar. Ymsar ástæður voru fyrir því að uppúr slitnaði s.s. staðsetning höfuð- stöðva og mat eigna. Þegar KEA- menn höfðu endurmetið sína stöðu í viðræðunum voru þeir ekki sáttir við sinn hlut og aðrir ekki til- búnir í breytingar á móti,“ segir Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfé- lagsstjóri. Enginn fundur hefur enn verið boðaður með fulltrúum Kaupfé- lags Héraðsbúa, Norðvestur- bandalagsins og Kjötumboðsins. Húsvíkingar hafa m.a. verið að framleiða vörur fyrir Kjötumboðið og náist niðurstaða um það mál hefur myndast flötur fyrir viðræð- ur áðurnefndra þriggja fyrirtækja um sameiningu. — GG Myndlampi Black Matrix Nicam Stereo 50 stöðva minni Allar aðgerðir á skjá Skart tengi Fjarstýring Islenskt textavarp Sími 5S0 2 80Ö Myndlamþi Black Matrix Nicam Stereo 100stöðvaminni Allar aðgerðir á skjá Skart tengi Fjarstýring Aukatengi fyrir hátalara Islenskt textavarp lyndlampi Black Matrix^ Nicam Stereo lOOstöðvaminni s Ilaraðgerðir á skjá s Skart tengi Fjarstýring Aukatengi fyrir hátalara ° Islenskt textavarp i | 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.