Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 Diupir ERLENDAR FRETTIR Wolfgang Sdtauble segir af sér Þrýstingur vex stöðugt á forsætis- ráðherraim í Hessen að segja lika af sér. Wolfgang Scháuble tilkynnti í gær afsögn sína úr tveimur hélstu embættum Kristilega demókrataflokksins í Þýska- landi, þ.e. bæði sem formaður flokksins og formaður þing- flokksins. Scháuble sagði í gær að þessi ákvörðun yrði vonandi til þess að auðveldara verði fyr- ir flokkinn að ná sér upp að nýju eftir fjármálahneykslið undanfarnar vikur. Rætt hefur verið um að Ang- ela Merkel, framkvæmdastjóri flokksins, sé líklegur arftaki Scháubles í embætti flokksfor- manns. Formaður þingflokksins er þó líklegast að verði Friedrich Men, sem verið hef- ur varaformaður. Scháuble heldur því statt og stöðugt fram að hann beri enga ábyrgð á fjármálahneykslinu, en þurfti að viðurkenna að hafa tekið á móti peningaframlagi frá vopnasalanum Karl-Heinz. Schreiber. Hann neyddist til að segja af sér eftir að ljóst var að flokksfélagar hans treystu hon- um ekki Iengur til þess að taka á málunum svo trúverðugt þætti. I þýska sambandslandinu Hessen vex einnig stöðugt þrýstingur á Roland Koch for- sætisráðherra að segja af sér embætti, en landsdeild CDU í Wolfgang Scháuble á tali vlð Angelu Merkel, en hún er meðal þeirra sem koma til greina sem eftirmaður hans. Hessen ber ábyrgð á stórum hluta fjármálahneykslisins. Koch sagðist þó í gær ætla að sitja sem fastast og sagðist hafa fullan stuðning ílokksins til þess. Hann boðaði að á næstu vikum muni hann fara fram á traustsyfirlýsingu þingsins, og sagðist þess fullviss að hún fengist. Frjálsir demókratar, sem eru samstarfsflokkur CDU í lands- stjórninni í Hessen, hefur hins vegar verið að tapa töluverðu fylgi samkvæmt skoðanakönn- unum fyrir að slíta ekki stjórn- arsamstarfinu. Ljóst er að sá þrýstingur fer vaxandi frekar en hitt. Wolfgang Scháuble tók við sem formaður Kristilega demókrataflokksins í Þýska- landi í árslok 1998, en hefur verið formaður þingflokksins frá því 1991. Forveri hans í báðum þessum embættum var enginn annar en Helmut Kohl, en hann var formaður flokksins í aldarfjórðung og kanslari Þýskalands í sextán ár. Þeir voru nánir samstarfsmenn um langt skeið, en heldur hefur versnað vinskapurinn frá því uppvíst varð um leynireikning- ana sem Kohl ber að stórum hluta ábyrgð á en Scháuble seg- ist ekkert hafa vitað um. Svo virtist sem almennur létt- ir hafi ríkt í gær meðal flokksfé- laga Scháubles vegna ákvörð- unar hans um að segja af sér. Flokksfélagarnir lofuðu hann lyrir að taka þcssa ákvörðun og sömuleiðis Iuku þeir lofsorði á störf hans í flokknum. HEIMURINN McCain og Bush rökræða í sjónvarpinu. Flokksbræðux í hár saman BANDARÍKIN - Repúblikanarnir John McCain og George W. Bush, sem báðir sækjast eftir því að verða forsetafram- bjóðandi flokksins, komu fram í einvígi í bandarísku sjónvarpi á þriðjudagskvöld. Þar létu þeir ýmislegt flakka og var ekki annað að sjá en að þeim þætti stundum sjálfum nóg um hamaganginn. McCain er þekktur fyrir að vera óhræddur að tjá sig í fjölmiðlum, en fullyrti í sjónvarpsþættinum að kosningabarátta hans byggðist ekki á því að níða niður andstæðinginn heldur væri um jákvæða málefnabaráttu að ræða. Bush sagði hins vegar að sumar ásakanir McCains væru svo ómerkilegar að neðar væri ekki hægt að komast. Rússland og Nató hefja samskipti á ný RUSSLAND - George Robertson, framkvæmdastjóri Nató, átti í gær fundi með rússneskum ráðamönnum og fagnaði því að samskipti væru væru hafin á ný. Hann ræddi m.a. við Vladimír Pútín, sem gegnir stöðu forseta Rússlands, Igor Ivanov utanrfkismálaráðherra og ígor Sergejev varnarmálaráðherra. Algjörlega slitnaði upp úr sam- bandi Rússlands við Nató eftir að Kosovostríðið hófst, þegar herþot- ur Nató gerðu árásir á Júgóslavíu í óþökk Rússa. Robertson sagði bæði Rússa og Nató hafa lært ýmislcgt á því sem gerðist. Rússnesku ráðamennirnir sögðust þó eiga erfitt með að taka upp samskipti við Nató að nýju. Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra, benti þó á að Rússar ættu í raun ekki neitt val þarna. Hins vegar var eldd að sjá að Téténíustríðið stæði í vegi lýrir því að tengsl hæfust á ný. Vilja heilhrigdisgagnagruim í Noregi NOREGUR - Norskir vísinaamenn hafa lýst eindregnum vilja sín- um til þess að komið verði upp miðlægum gagnagrunni á heilbrigð- issviði í Noregi. Hugmyndin er að erfðafræðilegar upplýsingar ásamt upplvsingum úr læknaskrám og þjóðskrá verði færðar í gagnagrunn- inn. 1 Bretlandi eru samskonar mál sömuleiðis nokkuð á veg komin og hópur breskra vísindamanna vill hefjast handa strax á næsta ári við að koma upp gagnagrunni með erfðaupplýsingum. Piiiodiet er heilaskemmdiir I læknaskýrslu Pinochets segir að hann þjáist m.a. af sykursýki og nýlega til- kominni heilahrörnun. Dagblöð á Spáni birtu í gær út- drætti úr skýrslu lækna sem skoðuðu fyrir skömmu Augusto Pinchet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile. Spænski rannsóknardómar- inn Baltasar Garzon, sem upp- haflega fór fram á framsal Pin- ochets, neitaði því í gær að hafa lekið skýrslunni í fjöl- miðla. I skýrslunni fullyrða læknarnir fjórir, sem rannsök- uðu Pinochet, að hann hafi orðið fyrir alvarlegum heila- skemmdum sem gera honum ókleift að fylgjast með í réttar- höldum, hvað þá að taka ákvarðanir varðandi málflutn- ing við réttarhöldin. Að sögn læknanna er bæði skammtímaminni og iangtíma- minni Pinochets skcrt. Minnis- leysið gerir honum meðal ann- ars erfitt fyrir að skilja flóknar setningar og spurningar. Sömulciðis á hann erfitt með að tjá sig skýrt og skilmerki- lega. Heilaskemmdirnar stafa m.a. af tveimur heilablóðföllum sem Pinochet fékk síðastliðið haust, eftir að hafa verið tæpt ár f vörslu bresku lögreglunnar. Dómstóll í London komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að breskum stjórnvöldum bæri að afhenda þeim ríkjum, sem far- ið hafa fram á framsals Pin- ochets, afrit af læknaskýrsl- ÍÞRÓTTIR SR vann Bjömiim í fyrsta leik íslands- mótsins í íshokkí Islandsmótið f íshokkí hófst um helgina með leik Bjarnarins og SR (Skautafélags Reykjavíkur) og fór leikurinn fram á sunnudagskvöldið í Skautahöllinni í Laugardal. Leiknum lauk með 2-7 sigri SR, eftir að staðan í (ý'rra leikhléi var 1-0 fyrir Birnina, en í því seinna 1-4 lyrir SR. Lcikurinn, sem fór rólega af stað, var nokkuö fast spilaður og þurfti dómari leiksins, Magnús Finnsson, að vísa fimm leikmönnum af velli í 10 mínútur. Mörk SR í leiknum skoruöu Sigurður Sveinn Sigurðsson 2, Vla- dimir Nikoleviz Baranov 2 og þeir Elfar Jósteinsson, Hallur Árnason, Jónas Rafn Stefánsson og Guðmundur Rúnarsson eitt mark hver. Mörk Bjarnarins skoruðu Sigurður Einar Sveinbjörnsson og Jón Ragnar Jónsson. Keflvödngar leika gegn úrvalslidi KSÍ Atli Eðvaldsson, Iandsliðsþjálfari, hefur valið sextán manna úrvalshóp KSI sem mun leika vígsluleik gegn Keflvíkingum, þegar Reykjanes- höllin verður formlega vígð á laugardaginn. Athöfnin í höllinni hefst kl. 14:00, en leikurinn mun vera á dagskrá kl. 16:00. Urvalshópurinn: Markverðir: Birkir Kristinsson, ÍBV og Fjalar Þor- geirsson, Fram. Aðrir leikmenn: Sigurður Orn Jónsson, KR, Sigþór Júlíusson, KR, Þórhallur Hinriksson, KR, Ingi Sigurðsson, IBV, Stein- grímur Jóhannesson, ÍBV, Sigurvin Ólafsson, Fram, Valur Fannar Gíslason, Fram, Gunnlaugur Jónsson, IA, Jóhannes Þ. Harðarson, IA, Óli Stefán Flóventsson, Grindavík, Hlynur Birgisson, Leiftri, Marel Baldvinsson, UBK, Gylfi Einarsson, Fylki, og Veigar Gunnarsson, Stjörnunni. Borðtennislandsliðið ásamt Hu Dao Ben, þjálfara. F.h.: Adam Harðarson, Guðmundur £ Stephensen, Markús Árnason og Hu Dao Ben. Borðtennislandsliðið til Malasíu íslenska borðtennislandsliðið í karlaflokki, sem skipað er þeim Adam Harðarsyni, Guðmundi E. Stephensen og Markúsi Arnasyni, sem all- ir eru lélagar í Vfkingi, heldur til Kuala Lumpur í Malasíu í næstu viku þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramóti landsliða í borð- tennis. Keppni á mótinu hefst þann 19. fcbrúar og stendur til 26. febrúar, en þátttökuþjóðirnar eru um 100 af þeim 183 sem eru í al- þjóða borðtennissambandinu. Mótherjar íslcnska liðsins í fýrstu um- ferð mótsins eru Ástralía, Israel og Uzbekistan. Þjálfari liðsins er Kín- veijinn Hu Dao Ben. Yorke ekki með gegn Leeds Nú er ljóst að Dwight Yorke ÍTamherji Manchester United getur ekki leikið með United gegn Leeds á sunnudaginn, þegar liðin mætast í leiknum mikilvæga í ensku úrvalsdeildinni. Dwight Yorke sem nú er staddur með landsliði Trinidad og Tóbagó í Bandaríkjunum, þar sem liðið leikur í Mið-Ameríkukeppninni, hafði áður fengið leyfi knatt- spyrnusambands Trinidad til að leika gegn Leeds og eftir að Trinidad hafði tapað 4-0 gegn Mexikó, þótti Ijóst að ekkert væri í veginum. En nú hefur hagur Trinidad vænkast f keppninni, eftir að liðið vann 4-2 sigur á Guatemala og knattspyrnusambandið þvf krafist þess að Yorke verði áfram með landsliðinu í keppninni. Ekki síst vegna þess að Yorke átti mjög góðan leik gegn Guatemala og skoraði lokamark leiksins. Landsliðsþjálfarinn hefur því farið fram á að Yorke verði áfram með landsliðinu eins lengi og það kemst áfram í keppninni. Útsala hjá Newcastle Bobby Robson, framkvæmdastjóri Newcastle, hefur sett 13 leikmenn liðsins á sölulista og þar á meðal þá Stephen Glass og Silvio Maric. Robson er að hreinsa til eftir Ruud Gullit og ætlar sér í staðinn að ná í sterkan miðjuleikmann áður en lokað verður á leikmannaskipti í næsta mánuði. Robson verður að fara þcssa leið þar sem sjóðir félags- ins eru þurrausnir eftir kaupin á þeim Kevin Gallacher og Diego Gavilan. Þeim Glass og Maric, sem var keyptur til liðsins frá Króatía Zagreb fyrir 3,5 milljónir punda í tíð Gullits, hefur verið tilkynnt um að þeir verði seldir og sama er að segja um 1 I aðra leikmenn. Þar hafa verið nefndir þeir Carl Serrant, Des Hamilton og Garry Brady úr að- alliðinu, auk markvarðanna Lionel Perez, John Karelse og Ian Mart- in. Robson vill ekki viðurkenna þann orðróm að hann sé á eftir Neil Sullivan, markverði Wimbledon og segist ekki ætla að kaupa nýjan markvörð fýrir Shay Given eða Steve Harper. „Það sem okkur vantar er sterkur miðjuleikmaður og sú leit er hafin,“ sagði Robson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.