Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 2
2 -FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 FRETTIR Vaka kaimar undir fiSlskn flaggi Röskvumenn fagna kosningasigri í fyrra. Vaka fékk leyfi til að kanna, en kynnti sig sem allt annan félags- skap. Kært til Tölvn- nefndar. Gríðarleg harka er hlaupin f kosningabaráttu stúdenta í Há- skólanum, en kosið verður til stúdentaráðs og háskólaráðs í næstu viku. Harkan stafar fyrst og fremst af því að fulltrúar Röskvu, félagshyggjufólks og vinstrisinna, telja að Vaka, félag hægrisinna í Háskólanum, hafi efnt til skoðanakönnunar þar sem fyrirspyrjendur leyndu því að könnunin væri á vegum Vöku. Framkvæmd könnunarinnar hef- ur verið vísað til Tölvunefndar. Samkvæmt heimildum blaðs- ins fékk Vaka samþykki Tölvu- nefndar fyrir því að gera skoð- anakönnun meðal stúdenta og var leyfið í nafni þcss félags. Nú þegar framkvæmd könnunarinn- ar er að Ijúka hefur kornið í Ijós að fyrirspyrjendur hafa kynnt sig sem könnuði á vegum „Akadem- íu" og hafa flestir svarendur tengt það við útgáfufélag á veg- um Stúdentaráðs, sem meðal annars gefur út símaskrá stúd- enta. Hafa menn verið spurðir hvað þeir kusu síðast í kosning- um innan Háskólans og hvað þeir ætli að kjósa nú. „Margir reiöir“ Stúdentaráð hefur að kröfu Röskvu sent Tölvunefnd fyrir- spurn um málið og þá hvort leyfilegt sé að fá úthlutað Ieyfi í nafni Vöku en framkvæma könn- unina undir öðru nafni. Röskvu- menn benda á að um siðleysi og blekkingarleik sé að ræða hjá Vökumönnum, því Akademía sé til sem styrktarfélag Vöku, sem meðal annars stóð fyrir fjáröfl- unarsamkomu í Perlunni nýver- ið, þar sem Geir Haarde fjár- málaráðherra var heiðursgestur. Röskvumenn telja einsýnt að ef Vökumenn hefðu í könnuninni spurt undir sínu rétta nafni hefði svörunin orðið önnur og rninni. „Það er rétt, að það hafa marg- ir haft samband vegna þessa máls og spurst fyrir um þcssa könnun. Margir hafa orðið reiðir að uppgötva að könnunin er ekki á vegum útgáfu Stúdcntaráðs, heldur á vegum styrktarfélags Vöku. Og ég sem framkvæmda- stjóri er mjög óhress með að út- gáfa ráðsins skuli dregin inn í þetta mál,“ segir Pétur Maack Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. „Ótrúleg viðbrögð“ „Við vorum alls ekki að sigla und- ir fölsku flaggi," segir Þórlindur Kjartansson, formaður Vöku. „Við vildum kanna afstöðu stúd- enta til ýmissa málefna og þetta voru 28 spurningar. Þegar við fréttum að það gæti valdið úlfúð að spyrja um kosningarnar ákváðum við að sleppa slíkum spurningum, en þó voru nokkrir spurðir eða óverulegur hluti úr- taksins. Leyfi Tölvunefndar er til eins manns scm er mcðlimur í Akademíu, félags eldri Vöku- manna og mér finnst ótrúlegt hvernig Röskvufólk vill blása þetta út. Við ætluðum okkur aldrei að reyna að kortleggja kjós- endur með þeim hætti sem hald- ið er fram,“ segir Þórlindur. - Fl>c; EkkL í skjóli Iramsóknar Einar Már Sig- urðarson, sem tók sæti Stein- gríms J. í stjórn Lánasjóðs bænda segist taka sætið sem einstaklingur en ekki sem skjól- stæðingur Fram- sóknarflokksins „Það blæs ekki mikið um mig hérna þannig að þetta er bara notalegt en annars hefur Stcin- grímur meiri reynslu en ég af þessu skjólstæðingshlutverki. Hann var í því í tvö ár, þannig að nær væri að spyrja hann. En grínlaust þá Iít ég nú ekki á þetta þannig að ég sé í skjóli eins eða neins. Eg er sammála Guðna Agústssyni um að það er nauð- synlegt að stjórn sjóðsins sé blönduð," sagði Einar Már. Hvernig myndi hann taka því ef því væri skellt á hann í heitri pólitískri umræðu að hann sæti þarna í skjóli Framsóknar? „Ég myndi hrista það af mér eins og annað. Ég er í stjórninni án allra skuldbindinga og ekki í skjóli neins. Ég sit í stjórninni sem einstaklingur en ekki sem fulltrúi Samfylkingarinnar né sem fulltrúi stjórnarandstöðunn- ar. Ráðherra hefur skipunarvald- ið og leitaði til mín sem einstak- lings,“ sagði Einar Már Sigurðar- son. -S.dór Stemgrímiir féll á eigin bragði Kristiim H. Gimnars- son, formaður þing- ílokks Framsóknar- flokksins, segir það rangt hjá Steingrími J. Sigfússyni að hon- um hafi liðið Hla í skjóli framsóknar. Hann hafi hins vegar faUið á eigin hragði. I fréttinni um að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefði sagt sig úr stjórn Lánasjóðs bænda, kom fram hjá honum að framsóknarmenn hefðu sagt hann sitja í stjórninni í skjóli Framsóknarfiokksins og því vildi hann ekki una og þvf sagt af sér. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, segir þessa ástæðu, sem Steingrímur gefur upp, vera ranga. Astæðan fyrir því að hann sagði af sér sé önnur. Hann hafi í raun fallið á eigin bragði. „Ég myndi orða þetta þannig að Steingrímur vilji ekki sitja í skjóli cigin yfirlýsinga. Þannig var að hann tók þátt í því að semja ný lög um Lánasjóð land- Kristinn H. Gunnarsson. búnaðarins og koma á því fyrir- komulagi sem var lögfest. Þar var það lögfest að yfir sjóðnum væri stjórn sem landbúnaðarráðherra skipar. Aður hafði þetta verið þingkjörin stjórn. Hann sóttist síðan eftir því að sitja í stjórninni og fékk samþykki fýrir því í þing- flokki Alþýðubandalagsins sál- uga. Hann bæði Iagði til og vildi þetta fyrirkomulag um skipan í stjórnina og hefur starfað eftir því,“ segir Kristinn H. Ástæðan Síðan kemur að aðalþætti þessa máls að dómi Kristins H. Gunn- arssonar. „I umræðunni um Byggða- stofnun fyrir jól réðst Steingrím- ur J. mjög harkalega á frumvarp- ið. Þá sagðist hann vilja óbreytt kerfi þar sem þingið kaus mcnn í stjórnina. Að hafa ráðherraskip- aða stjórn væri afleitt fýrirkomu- lag og valdi því hin vcrstu orð. Þá gerði Valgerður Sverrisdóttir það af stríðni sinni að fara upp og minna Steingrím á að hann væri ekkert á móti þessu íýrirkomu- lagi. Hann hefði samþykkt það þegar Iögin um Lánsjóð bænda voru samþykkt og þar sæti hann í stjórn. Þar með hafði hún dregið fram ósamræmi í afstöðu hans,“ segir Kristinn H. Hann segir að Steingrímur J. hafi reiðst því óskaplega að vera minntur á þetta. Skömmu síðar sagði hann sig úr stjórn Lána- sjóðsins. „Hann gerði það vegna þess að hann átti ekki nema tvo kosti. Annar var sá að draga aftur líín- mæli sín um Byggðastofnun til að vera samkvæmur sjálfum sér eða scgja sig úr stjórninni. Hann er því að hrekjast úr stjórninnin undan eigin ummælum en ekki vegna þess að honum hafi Iiðið illa í skjóli Framsóknarflokksins þar í tvö ár,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. - S.DÓI? Europay eykur siuu hlut Hagnaður EUROPAY Islands á árinu 1999 nam tæpum 110 milljónum króna eftir skatta, samanhorið við 108 milljóna króna hagnað á árinu 1998. Hreinar rekstrartekjur voru saiiv tals um 797 milljónir króna og hafa þær aukist um 22,8% frá lýrra ári. A aðalfundi kom fram að markaðshlutdeild Europay jókst á síðasta ári. Þannig jókst fjöldi krcditkorta undir merkjum Europay um 45% á inilli áranna 1998 og 1999 og eru kreditkort- hafar nú rúm 64 þúsund. Aukn- ing í kortaútgáfu leiddi til þess að markaðshlutdeildin fór úr 24,6% í 27,8% milli ára. Korthöf- um Maestrp fjölgaði um 13% og eru nú 90 þúsund taisins. Suðumesjablað með Degi á morguu Sextán síðna sérprentað blað um Suðurnes fylgir Degi á morgun, föstudag. Af því tilefni verður blaðinu dreift til viðskiptavina verslana Samkaups og Sparkaups á Suðurncsjum. I blaöinu er m.a. ljaliað um Vogana, Reykjanesbrautina, nýju Reykjaneshöllina, rætt við Ómar Kristjánsson Leifsstöðvarforstjóra, ljallað um þá krölu Sandgerðinga að Keflavíkurflugvöllur verði nefndur Sandgerði Airport og ýmislegt fleira forvitnilegt sem er í gangi á Suðurnesjunum. ístak byggir íyrir Norðurál Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga hafa ákveðið að taka til- boði ístaks í byggingu á kerskála vegna stækl<unar álversins upp í 90 þúsund tonn. Tilboðið, sem bæði tekur til jarðvegsframkvæmda og byggingar kerskálans, fj'rir utan tæknibúnað, hljóðar upp á 800 millj- ónir króna. Að sögn Björns Höghdal, forstjóra Norðuráls, er það ánægjuefni að eitt stærsta einstaka verkið í væntanlegri stækkun verði í höndum íslenskra verktaka. Gert er ráð lýrir að framkvæmd- ir hefjist á næstunni, að fengnum tilskildum leyfunt opinberra aðila. Altur penisilíulausir kjúklingar Danskir alifuglaframleiðendur hættu að nota fúkkalyf f fóður kjúk- linga, kalkúna, alianda og aligæsa fyrir um ári, samkvæmt frétt í Politiken, sem Neytendablaðið segir frá. Þar sem „fúkkalyfjaeldið" var m.a. tekið upp til að auka vaxtarhraða fuglanna er ekki að undra að afleiðingarnar hafi komið dönskum fuglaframleiöendum rækilega á óvart. Kjúklingarnir hafa nefnilega síður cn svo vaxið hægar síðan lyfjagjöfinni var hætt, enda heldur lystugri á fóðrið og heilbrigði fugl- anna hcldur ekki hrakað. - HEl Iðngrein og heilbrigðismál Katrín Fjelsted alþingismaður telur að skoðanir sínar varðandi frumvarp um löggildingu á starfsheiti tann- smiða hafi verið settar fram á villandi hátt í frétt blaðsins á laugardag. Hún vill þvf benda á eftirfar- andi: „Ég til dæmis tel mig ekki hafa sagt neitt um afstöðu mína til frumvarpsins (samanber „Flokkssyst- ir hennar.....er ósammála), heldur ræddi ég um mál tannsmiða á almennum nótum, ekki sízt út frá menntunarkröfum og með tilliti til þess hvernig stað- ið er að málum í Danmörku. Einnig talaði ég um samanburð á tann- læknum/tannsmiðum annars vcgar og á læknum/stoðtækjasmiðum hins vegar og sagði að til væru rök fýrir því að um heilbrigðismál væri að ræða ekki síður en iðngrein. Þriðja atriðið sem ég talaði um í nokk- uð ítarlegu rnáli við blaðamanninn var tannstatus á Islandi. Því fer liarri að ée hafi Iýst vlir andstöðu við að tannsmiðir starfi sjálfstætt án tengsla við Lannlækna. Eg vakti hins vegar athygli á því að stoðtækja- smiðir þyrftu tilvísun frá lækni til að TR tæki þátt í kostnaði."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.