Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 6
6 -FIMM TUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 .Vafíur XWur Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Aöstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Sfmar auglýsingadeildar: cREYKjavíK)563-i615 Ámundi Ámundason CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reynlss. CAKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmbréf ritstjórnar: 460 6i7icakureyrí) 551 6270 creykjavík) Samræður s veitar stj ómarmaima í íyrsta lagi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kallaði á fundi um byggðamál á Akureyri í gær, eftir aukinni samræðu sveitarstjórnarmanna til að sporna við þeirri búseturöskun sem einkennir íslenskt sam- félag nú um stundir. Tónninn í þessu ákalli borgarstjórans í Reykajvík endurspeglar þá staðreynd að byggðavandinn er ekki eingöngu vandi landsbyggðarinnar, heldur er hann jafnframt vandi höfuðborgarinnar. Það er ekki bara dýrt að missa fólk frá sér, heldur getur líka verið dýrt að taka við því. Borgarstjóri upplýsti til dæmis að nettó stofnkostnaður við að byggja Graf- arvogshverfi nam um 700 þúsund krónum á hvern íbúa. í öðru lagi Ollum er ljóst að sú byggðastefna sem rekin hefur verið und- anfarna áratugi hefur ekki náð að snúa byggðaþróuninni við. Vissulega gefa njjar áherslur í þingsályktun um byggðamál íyr- irheit um breyttar áherslur hjá ríkisvaldinu, en málinu hefur ekki oft, ef einhvern tíma, verið stillt upp sem sameiginlegu verkefni sveitarstjórnarmanna. Því vekur tillaga borgarstjórans um samræður sveitarstjórnarmanna vonir um að þar megi ef til vill velta upp ferskum flötum og nýjum hugmyndum. í þriðja lagi Samræður sveitarstjórnarmanna einar og sér munu þó að sjálf- sögðu ekki breyta heiminum. En það verður auðveldara að móta langtímastefnu, sem tekur til landsins alls - dreibýlis og þéttbýlis - ef slík umræða kemur til viðbótar hefðbundinni stefnumörkun ríkisvaldsins. Borgarstjóri sagði á Akureyrar- fundinum í gær að til að ná fram markmiðinu um sterka höf- uðborg og lífvænlega landsbyggð, þyrfti að koma til ábyrg byggðastefna, sem m.a. fæli í sér langtíma pólitíska stefnu um að byggja upp byggðakjarna á ákveðnum stöðum á landsbyggð- inni. Sú skoðun er í sjálfu sér ekki ný, nema fyrir þá nálgun að sjá vandann líka sem sameiginlegt viðfangsefni sveitarstjórnar- stigsins. Og sú nálgun verðskuldar vissulega athygli. Birgir Guðmundsson Stórbrotin sýning Lcikhússtjórinn: Uppfærsla LR Höfundur: Sjeikspír Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson Lýsing: Sjónvarpsstöðvar og flöss Ijósmyndara Aðalhlutverk: Þórhildur Þorleifsdótt- ir, Páll Baldvin Baldvinsson, stjórn LR, borgarstjórinn í Reykjavík, leikar- ar og starfsfólk Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið setur þessa dagana upp óvenjulega Sjeik- spírsýningu, þar sem brotin er upp hin hefðbundna aristótel- íska grundvallarregla um einn stað lyrir leikritið. Þvert á móti gerist leikverk þetta út um allan bæ og þó stundum líði nokkuð langt á milli atriða má segja að grundvallar- reglan um einn tíma ( í þessu tilfelli rauntíma) og eina atburðarás sé í heiðri höfð. Trúlega er þó mesta nýjungin sú að verkið fer fram á mörgum stöðum og tekur langan tíma í flutningi en slíkar leiklistartil- raunir hafa ckki verið algengar í íslensku leikhúslífi þó ýmsir tilhurðir í þessa veru hafi raunar verið hafðir uppi hjá Leikfélagi Reykjavíkur í gegn- um árin. Þannig má í raun tala um nýja og gamla dramatúrgíu í þessu merkilega stykki. Hefðbimdið Atburðarásin og dramað er að mörgu leyti hefðbundið, því hetjan í verkinu, Leikhússtjór- inn sem leikinn er af Þórhildi Þorleifsdóttur, stendur í upp- hafi verks með pálmann í höndunum allt virðist leika í lyndi. Aðsókn að leikhúsinu hefur stóraukist og leikhús- stjórinn hefur fengið mikið lof. í fyrsta þætti er því gleðin við völd og skapar þannig góða V andstæðu við það sem á eftir kemur. Á bak við öll gleðilætin, undir yfirborðinu, kraumar hins vegar myrkari hluti tilver- unnar. Oánægja, fjárhagsá- hyggjur og persónuleg and- staða við Leihússtjórann. Höf- uðpersónan í þessum hluta til- verunnar er Stjórnarformaður- inn sem leikinn er af Páli Bald- vini Baldvinssyni. Stax í öðr- um þætti verksins varð Ijóst að til átaka og uppgjörs myndi koma þegar Stjórnarformaður- inn fékk stjórnina til að ákveða að auglýsa stöðu Leikhússtjór- ans. Hápunktiir- inn I dag er leikverkið þar komið að hápunktur verksins er brostinn á. Leikhússtjórinn hefur nú komið einn fram á sviðið og flutt sína ein- ræðu á áhrifamikinn hátt. Hann kastar frá sér starfinu og dregur til baka umsókn sína vegna þess að hann hefur verið svikinn af jieim sem hlífa skildi - „et tu Brute“ er í raun það sem hún segir áður en hún yfirgefur sviðið helsærð á sál og sjálfs- inynd, og öll jijóðin (sem eru áhorfendur í þessu verki) horf- ir hrærð á glæsilega frammi- stöðu Leikstjórans. Það mun verða erfið raun fyrir Stjórnar- formanninn að yfirtrompa þessa frammistöðu þegar kem- ur að því að hann flytur sína einræðu á föstudag - eftir að búið verður að ráða hann sjálf- an í starf Leikhússtjórans. Leikhæfileikar Páls Baldvins eru hins vegar miklir og ekki að efa að hann muni túlka vel þennan viðkvæma en mikil- væga texta. GARRl Þórhildur Þorleifsdóttir. JÓHANNES SIGURJÓNS- 'J * SON í y */ skrifar Fjárbændiir og fjáreigendur Tugmilljónamæringum fjölgar dag frá degi á Islandi og ungir trúboðar kunngjöra fagnaðarer- indið um fjölskyldurnar 3000 sem eru guði svo þóknanlegar að þær munu eiga meira en 70 milljónir hver eftir fáein misseri og hallelújah! Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem góðæri grasserar í landinu með sívaxandi þunga og er raunar að sliga ýmsa þó aðrir (leyti J)ar rjó- mann ofan af. Það var engin skemmtilesning að glugga í vikunni í umfjöllun Dags á könnun Rauða krossins um helstu þrengingar í jijóðfé- laginu t' miðju góðærinu. Þar kemur glöggt fram það sem ríkis- stjórnarliðar hafa þverskallast við að viðurkenna, að bilið milli fátækra og ríkra er að aukast á Islandi. Sem raunar er allsstaðar óhjákvæmilegur fylgifiskur átrúnaðar þar sem aucðgildið er sett ofar manrigildinu. Fæði eða fatakaup Könnunin bendir á ýmsa hópa sem búa við óbærilcg kjör og að- stæður. M.a. var komið inn á það að fátækt for- eldra, einkum í dreifljýli, hefði í för með sér rýrari menntun barna þeirra þar sem víða væru ekki lengur efni til að senda unglingana í heimavistar- skóla. Þetta kemur heim og saman við tvær fréttir í DV fyrir nokkru. I þeirri fyrri var rætt við fjár- bónda á Norðurlandi sem stað- festi að það væri orðið mjög erfitt að senda börn í heimavist- arskóla, því tekjur búsins nægðu ekki til að greiða uppihald jieirra þar. Daginn eftir var önnur frétt í DV þar sem rætt var við stúlkur í Verslunarskóla Islands. Þær höfðu aungvar áhyggjur af mat og húsnæði, heldur því að til þess að vera gjald- gengur í þessum snobbskóla þyrfti að eyða tugum þúsunda á mán- uði í fatakaup og framundan var árshátíð skólans sem kostaði með öllu ekki undir 50 jjúsundum. Þessar tvær fréttir endur- spegluðu betur en flest annað jrjóðirnar tvær sem nú lifa í þessu landi. Menntaðir fávitar? En er þetta ekki í lagi? Er ekki nóg af menntafólki í landinu og skiptir máli hvort það kemur úr dreifbýli eða úr borginni? Og sagði ekki Jesús að fátækir verði alltaf á meöal okkar? Ha? Til er hugtak sem flestir styðja, a.m.k. f orði og er „jafnrétti til náms“. Jafnrétti til menntunar þykir ekki aðeins sjálfsögð mannréttindi heldur byggir einnig á þeirri staðreynd að gáf- ur og hæfileikar barna fara ekki eftir efnahag foreldra þeirra. Þeir sem stýra samfélögum vita sem sé að það kann ekki góðri lukku að stýra, m.a. annars með hliðsjón af hagvextinum, ef treggáfuð og illa innrætt af- kvæmi auðmanna eigi miklu greiðari aðgang að menntun en fluggreind og velviljuð börn fá- tækra foreldra. Samfélag sem byggir á slíku misrétti á ekki mikla framtíð fyrir sér. Hér þarf því að taka í taumana áður en í óefni er komiö. Ekki aðeins í þágu viðkomandi ung- menna hcldur einnig með jijóð- arhagsmuni að leiðarljósi. Ereðlilegtað Umhverfis- vinir leiti erlendis eftirliðveislu í haráttu sinni? Einar Rafn Haraldsson formaðurAfls fyrir Austurlaiids. „Einhverntím- ann hefðu þetta verið kölluð landráð. Mér finnst þetta afar ógeðfelld fram- koma sem sýn- ir lítilsvirðingu á lögum og Alþingi Islendinga. Ríkisstjórnir annarra landa hafa auðvitað skynsemi til að ansa þessu ekki, en framferði svokall- aðra umhverfisvina er jafn and- styggilegt fyrir því. Þessi fram- koma lýsir ekki öðru en [jví að svokallaðir Umhverfisvinir segi okkur þá það að þeir hafi tapað stríðinu hér heima og eru flúnir úr Iandi. Og eiga Norðmenn þá að fara að segja okkur fyrir verk- um.“ Katrín Fjeldsted þ i ugmaður Sjálfstxðisflokhs. „Umhverfismál eru fjölþjóðleg. Þannig hefur verið áhugi víða um Iönd, svo sem á ís- landi, að berj- ast fyrir vernd- un regnskóganna í Amason, svo dæmi af þessum vettvangi sé nefnt. Samstarf jijóða í milli í umhverfismálum er afar mikil- vægt, bæði samstarf ríkisstjórna en ekki síður samstarf einstak- Iinga og frjálsra félagasamtaka. Því er nijög eðlilegt að þeir sem líta svo á að umhverfinu sé ekki sýnd næg virðing Ieiti fulltingis þar sem líklegt er að stuðning sé að fá.“ Valdimar Jóhannsson kvótabani. „Já, og J)að er vegna þess að íslensk stjórn- völd daufheyr- ast við röddum fólksins í land- inu. Það virðist vera að þetta geri stjórnvöld í þessum efnum - og þá grípur fólk til ráða sem þessarra til að ná fram réttlátum kröfum sínum, einsog að melin verði umhverfisáhrif fram- kvæmda á Eyjabökkum." Steingrímux Hermannsson umhverfisvinur. „Ég er ekki samþykkur þessari aðferð og tel að við ættum að vera menn til þess að leysa þetta mál hér heima. Hinsvegar er sjálfsagt að leggja norskum stjórnvöldum lið vilji þau sjálf eitthvað í málununi gcra - og ég veit einmitt að slíkt hefur verið gert. Eg tel það þó mikil- vægast í þessu máli að þrýst verði á Norsk Hvdro að ef fyrirtækiö byggi álver hér á landi verði um- hverfismálin í góðu lagi, en ekki með þeim hætti einsog umhverf- ismál stóriðjuvera hafa í sumum löndum verið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.