Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 13
FIMMTVDAGVR 17. FEBRÚAR 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Boseman skaut KR í kaf Fjögur lið eru nú jöfn að stigum á toppi úr- valsdeildar karla í körfuknattleik eftir leiki 19. uinferöar sem fram fóru í fyrra- kvöld. Haukar, sem u n iiu sigur á KR-ing- um, náðu toppsætinu af Njarðvíkingum, sem töpuðu gegn Tindastóli. Haukar eru komnir í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfuknatt- leik í fyrsta skipti í vetur eftir ör- uggan sautján stiga útisigur, 80- 97, á KR-ingum í fyrrakvöld og var staðan 41-57 fyrir Hauka í hálfleik. Þar með eru fjögur lið, Haukar, Grindavík, Njarðvík og Tindastóll, jöfn að stigum á toppi deildarinnar, eftir að Njarðvík- ingar, sem fyrir umferðina voru með tveggja stiga forskot í efsta sætinu, töpuðu fyrir Tindastóli á Sauðárkróki og Grindvíkingar unnu Hamar á útivelli í Hvera- gerði. Boseman frábær í fyrri hálfleik Haukarnir mættu ákveðnir til Ieiks í Frostaskjólið í fyrrakvöld og náðu fljótlega undirtökunum í Ieiknum og höfðu mest náð 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik. Skotnýting þeirra var frábær og fór Stais Boseman þar fremstur í flokki og raðaði hann niður alls 24 af 57 stigum Haukanna í fyrri hálfleiknum. Það má því segja að hann hafi skotið KR-inga í kaf í upphafi Ieiks, því þeir áttu aldrei möguleika í leiknum, þó þeir hafi með mikilli baráttu náð að minnka muninn í sjö stig um miðjan seinni hálfleik. Þeir settu Boseman í gjörgæslu eftir leikhlé, sem varð til þess að hann skoraði aðeins 5 stig til viðbótar. En þá tóku aðrir leikmenn Hauka við og var Ingvar Guð- jónsson þar fremstur í flokki, en hann skoraði alls 19 stig í leikn- um. Hann átti frábæran leik hæði í vörn og sókn og tók alls 8 fráköst. Guðmundur Bragason var líka drjúgur og skoraði alls 18 stig, auk þess sem hann tók I 2 fráköst. Vassel stigahæstur KR-inga Hjá KR-ingum áttu þeir Keith Vassel, Ólafur Ormsson og Jesper Sörensen bestan leik og var Vassel þeirra stigahæstur með 22 stig. Hann gat þó ekki beitt sér að fullu í Ieiknum vegna meiðsla og hvíldi því mikið á þeim Ólafi og Jesper, sem öðrum fremur áttu heiðurinn að því að KR-ingum tókst að minnka muninn í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega Jesper, sem var frábær í vörn og sókn. Það dugði þó ekki að þessu sinni, þar sem munurinn var of mikill og breiddin hjá KR-ingum alls ekki næg til að ráða við „ránfuglana" úr Firðinum, sem nú eru komnir hátt á loft í toppbaráttunni. Ólafur Ormsson var næst stiga- hæstur KR-inga með 19 stig og Jesper Sörensen næstur með 13 stig. Myers sparaðux A Suðárkróki fór fram hörku- spennandi Ieikur Tindastóls og Njarðvíkinga, þar sem hart var barist. Heimamenn, með Shawn Myers í broddi fylkingar, byrjuðu mun betur og náðu fljótlega ör- uggri forystu í leiknum, en Njarðvíkingar gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og höfðu náð að jafna í 37-37 í hálfleik. Þar munaði mestu fyrir Stólana að Myers hafði krækt sér í þrjár villur og var hann því sparaður hluta hálíleiksins. Allt loft úr NjarðvíMngtun í lokin I upphafi seinni hálfleiks skipt- ust liðin á forystunni og höfðu Njarðvíkingar þá náð fimm stiga forystu um miðjan hálfleikinn, 51-56. Þá skoruðu Stólárnir átta stig í röð og breyttu stöðunni í 59-56 sér í hag. Þar með má segja að mest allt loft hafi verið úr Njarðvíkingum og nýttu Stól- arnir sér það til fulls og juku for- skotið jafnt og þétt til loka leiks- ins, en lokatölur urðu 90-75. Tindastóls, en í seinni hálfleik skoraði hann 22 af 32 stigum sínum í leiknum. Annars var það góð liðsheild Stólanna sem skóp þennan sigur öðru fremur og komust níu af tíu leikmönnum liðsins á stigalistann, þar sem þeir Lárus Pálsson og Sune Hendriksen komu næstir á eftir Myers með 10 stig hvor. Þetta var fimmti sigurleikurinn í röð hjá Stólunum, en fyrir áramótin gerðu þeir enn betur og unnu sjö leiki í röð. I jöfnu liði Njarðvíkinga er erfitt að gera upp á milli leik- manna, en Friðrik Ragnarsson var þeirra stigahæstur með 13 stig og Hermann Hauksson næstur með 12 stig. Njarðvíking- ar spiluðu góða vörn á köflum, en náðu sér ekki á strik í sókn- inni gegn sterkri vörn heima- manna. Þriggja stiga veisla 1 Hveragerði Grindvíkingar unnu sjö stiga sig- ur, 89-96 á Hömrunum úr Hveragerði þegar liðin mættust í fyrrakvöld austan íjalls. Grind- víkingar voru betra Iiðið mest all- an leikinn og munaði þar mestu um frábæra hittni þeirra úr 3ja stiga skotunum. Einnig áttu Hvergerðingar í mesta basli með pressuvörn Grindvíkinga í lyrri bálfleiknum og var staðan í leik- hléi 35-43 fyrir gestina. Grindvíkingar héldu upptekn- um hætti í seinni hálfleik og röð- uðu niður þriggja stiga körfum sem voru orönar 16 í lok leiks- ins. Þeir héldu Hömrunum í hæfilegra fjarðlægð þar til líða tók á leikinn, en þá tókst Hömr- unum á tímabili að minnka muninn í sex stig. Mikill hama- gangur fylgdi í kjölfarið og Hamrarnir reyndu sitt ýtrasta til að koma Grindvíkingum úr jafn- vægi með mikilli baráttu. En Grindvíkingar stóðust álagið og kláruðu dæmið eftir mikla spen- nu á lokamínútunum. Titus langbestur Hvergerðinga Hjá Hvergerðingum átti Brandon Titus langbestan leik og var hann stigahæstur með 35 stig. Aðrir voru honum langt að baki í þessum leik, en liðsheildin barðist þó vel og náði til dæmis 43 fráköstum á meðan Grindvík- ingar tóku 39. Það má því segja að 3ja stiga hittní Grindvíkinga hafi gert gæfumuninn, en þar fóru fremstir þeir Brenton Birmingham, sem skoraði alls 31 stig í leiknum og Guðlaugur Eyj- ólfsson, sem skoraði alls 23 stig og átti frábæran seinni hálfleik. Lágstigametið jafnað á ísafirði Keflvíkingar unnu 36 stiga stór- sigur, 45-92, á vængbrotnu liði KFI á ísafirði í fyrrakvöld, þar sem heimaliðið jafnaði lágstiga- met Skagamanna, sem þeir settu gegn Harmi íyrr í vetur. Þetta mun einn slakasti leikur KFl sem sést hefur á Isafirði og þurf- tu Keflvíkingar því lítið að hafa fyrir sigrinum. Það munaði miklu íyrir Isfirðinga að þeir Clifton Bush og Halldór Krist- mannsson léku ekki með vegna meiðsla og munar um minna. Tómas Hermannsson var þeirra stigahæstur með 11 stig, en þeir Hjörtur Harðarson og Guðjón Skúlason hjá Keflvíkingum, báð- ir með 17 stig. Þórsarar styrktu stöðuna Þórsarar styrktu stöðu sína í bar- áttunni um að komast í átta liða úrslitin, þegar þeir unnu fjórtán stiga sigur, 64-78, á Snæfelli í Hólminum. Þeir voru betra liðið allan leikinn og höfðu náð sjö stiga forskoti í hálfleik, 29-36. Maurice Spiller var langbestur Þórsara og skoraði alls 28 stig og tók 18 af 40 fráköstum liðsins. Hjá Snæfelli var Kim Lewis best- ur og stigahæstur með 23 stig en afar lélega nýtingu. Snæfell situr nú eftir í slæmri stöðu í næst neðsta sæti deildarinnar og hlas- ir hörð fallharátta við liðinu. Skagamenn endanlega faUnir Skallagrímur sendi nágranna sína af Skaganum endanlega niður úr úrvalsdeildinni, þegar þeir unnu þá með 56 stiga mun á Akranesi í fyrrakvöld. Yfirburð- ir Skallagríms voru algjörir og staðan orðin 37-60 í hálfleik. Hjá Skagamönnum, sem losuðu sig við erlendu leikmennina fyrir síðustu umferð, var Brynjar Sig- urðsson, þjálfari liðsins, stiga- hæstur með 26 stig og nafni hans Sigurðsson næstur með 10 stig. Hlynur Bæringsson skoraði mest fyrir Skallana, eða 21 stig og Torrey John kom næstur með 1 8 stig. Staðan: Haukar 19 14 5 1598:1433 28 Grindavík 19 14 5 1654:1478 28 Njarðvfk 18 14 4 1630:1405 28 TindastóII 19 14 5 1621:1442 28 KR 18 12 6 1449:1344 24 Keflavík 19 10 9 1774:1522 20 Hamar 18 8 10 1416:1487 16 Skallagr. 19 7 12 1591:1661 14 KFÍ 18 6 12 1400:1536 12 Þór Ak. 18 6 12 1434:1627 12 Snæfell 19 5 14 1387:1564 10 fA 18 1 17 1109:1564 2 Shawn Myers var bestur í liði Körfubolti - Úrslit lerkja í Epson-deildinni Keflav. Njarðv. KR Þór Tindast. ÍA Snæfell KFI Haukar Grindav. Haniar Skallag. Keflavík 93. 101-98 133:72 23. 105:53 119-84 89:77 82:87 78-88 124:65 107:76 Njarðvík 77:74 § 102:65 104:91 101:84 33. 98:67 103-76 74-71 84:93 95-74 53. KR 64:58 29.2. [- v,. í 79-71 80:86 75:58 93. 81:66 80-97 81:67 82:69 98:64 Þór 75:70 86:103 82:100 ' ’ j 68:77 93. 74:72 33. 82-106 76:109 17.2. 75:70 TindastóII 93:79 90-75 69:67 53. | |ggj 111:74 100:62 87-74 87:99 97:77 69-83 80-60 ÍA 53. ■ 64:91 59-71 84:101 60-95 W/M 72-76 68:82 81:76 52-88 45:54 53-109 Snæfell 81:104 77-91 69:77 64-78 70-73 75:56 pil 68:66 53. 74:57 89:72 87:88 KFÍ 45-92 84:104 87:86 89:90 58:73 11.2. 90-80 82-77 53. 73:74 76-75 Haukar 77-76 80:71 63:85 94:67 88:70 89:54 75:60 93. 73-60 23. 90:79 Grindavík 119:107 74-71 74-82 99-82 93. 96:54 23. 85:73 82:76 ■q 110:65 90:76 Hamar 87-88 76:80 53. 76:65 98:93 91-54 88:59 75:70 94:97 86-96 85:98 Skallagr. 103:88 74:106 23. 101-96 69:80 i 81:66 86:73 129:132- -66-85. 87-93 W/M Spennandi lokasprettur Nú þegar þrjár umferðir og þrír frestaðir Ieikir eru eftir í úrvalsdeild karla í körfuknatt- leik, er staðan sú að sex lið, Haukar, Grindavík, Njarðvík, Tindastóll, KR og Keflavík hafa tryggt sér réttinn til að leika í úrslitakeppninni. Bar- áttan um tvö laus sæti í keppn- inni mun því standa á milli Hamars, Skallagríms, Þórs og KFI, þar sem staða Hamars er best, en alls ekki örugg. Þar stefnir því í hörku spennandi keppni, þar sem allt verður lagt í sölurnar til að komast í úrslitakeppnina um leið og sömu lið reyna að forðast fall- ið. Tvö lið falla beint niður um deild og eru Skagamenn þegar fallnir. Staða Snæfells, sem er í næst neðsta sætinu er óneit- anlega slæm, þar sem liðið á eftir þrjá erfiða leiki gegn Grindavík, Haukum og KR. KFI á aftur á móti heimaleik gegn IA og útileik gegn Þór á Akureyri, áður en þeir mæta Grindavík og Haukum. Staða Þórsara virðist vænleg, en þeir eiga eftir þrjá heimaleiki, gegn Hamri, KFÍ og ÍA og síðan úti- leik gegn Tindastóli. Fall- draugurinn ætti því ekki að flækjast fýrir þeim í baráttunni um að komast í úrslitakeppn- ina. Skallagrímur, sem er nú í 8. sætinu, á eftir tvo heima- leiki gegn KR og Hamri, en útileik gegn Njarðvík. Tveggja stiga forskot á Þór og KFI sem bæði eiga leik til góða, gæti þó fleytt þeim langt ef vel gengur á Iokasprettinum. Spennan á toppi deildarinn- ar er síst minni, þar sem íjögur lið eru jöfn að stigum og það fimmta, KR á einnig tölfræði- lega möguleika á deildarmeist- aratitlinum. Þar stefnir því líka í spennandi keppni, en óneit- anlega er staða Hauka og Grindvíkinga best miðað við þá leiki sem eftir eru. Sídustu leiMx: Haukar: 02.03. Haukar - Hamar 05.03. Snæfell - Haukar 09.03. Haukar - KFI Grindavík: 02.03. Grindavík - Snæfell 05.03. KFl' - Grindavík 09.03. Grindavík - Tindastóll Njarðvík: 29.02. KR - Njarðvík 03.03. Njarðvík - ÍA 05.03. Njarðvík - Skallagr. 09.03. Keflavík - Njarðvík Tindastóll: 02.03. Keflavík - Tindastóll 05.03. Tindastóll - ÞórAk. 09.03. Grindavík - Tindastóll KR: 29.02. KR - Njarðvík 02.03. Skallagrímur - KR 05.03. Hamar - KR 09.03. KR - Snæfell Keflavík: 02.03. Keflavík - Iindastol! 05.03. ÍA - Keflavík 09.03. Keflavík - Njarðvík Hamar: 17.02. Þór Ak. - Hamar 02.03. Haukar - Hamar 05.03. Hamar - KR 09.03. Skallagrímur - Hamar Skallagrímur: 02.03. Skallagrímur - KR 05.03. Njarðvík - Skallagr. 09.03. Skallagrimur - Hamar KFÍ: 18.02. KFÍ-ÍA 25.02. Þór Ak. - KFÍ 05.03. KFI - Grindavík 09.03. Haukar - KFÍ Þór, Ak.: 17.02. ÞórAk. - Hamar 25.02. ÞórAk. - KFÍ 05.03. Tindastóll - Þór Ak. 09.03. ÞórAk. - ÍA Snæfell: 02.02. Grindavík - Snæfell 05.03. Snæfell - Haukar 09.03. KR - Snæfell ÍA: 18.02. KFÍ - ÍA 03.03. Njarðvík - ÍA 05.03. ÍA - Keflavík ._atA03^.1i4rAk_„Ll__________í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.