Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 - 5
rD^tr.
FR ÉTTIR
Kaupa 20% í nýju
fj arskiptafyrirtæki
Símiim, FBA og Opin
kerfi fjárfesta í al-
þjóðlegu fjarskipta-
fyrirtæki. Bréf FBA og
Opiima kerfa hækka
enu og inuherjavið-
skipti í Opnum kerf-
um vekja athygli.
Gcngið hefur verið ffá kaupum
þriggja íslenskra fyrirtækja,
Landssímans, FBA og Opinna
kerfa hf. á um 20% hlut í nýju al-
þjóðlegu fjarskiptafyrirtæki,
@IPbell. Meðal annarra
hluthafa eru breska fjárfestin-
garfyrirtækið Skye Capital og
forstjóri fyrirtækisins ásamt
nokkrum öðrum stofnendum
fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtæk-
isins byggist á nýrri tækni, sem
nýtir internetstaðal (Internet
Protocol, IP) til fjarskipta.
Meðal samstarfsaðila @IPbell
\að þróun þessarar nýju tækni
eru stórfyrirtækin Cisco,
Hewlett Packard og Oracle.
Að auki koma Cisco Systems
og Hewlett-Packard að fjár-
mögnun fyrstu áfanga í upp-
byggingu fjarskiptakerfisins.
Eignarhluti Landssímans, FBA,
Opinna kerfa og
Skye Capital er í
upphafi um 40%.
Stefnt er að
skráningu á
Nasdaq-hluta-
bréfamarkaðinn á
næstu misserum. Islenskir fjár-
festar fá tvo menn í stjórn
félagsins en hún er skipuð sjö
mönnum.
Hvað vissu iimherjar Opinna
kerfa?
Tíðindi nú vekja athygli í ljósi
tilkynninga sem hafa verið að
berast Verðbréfaþingi um
innherjaviðskipti hjá Opnum
kerfum sfðustu daga. I gær var
tilkynnt að innherji hefði selt í
lok janúar bréf fyrir 283 þúsund
að nafnvirði. Miðað við sölu-
gengi bréfanna þá, f kringum
150-160, má ætla að innherjinn
hafi fengið á bilinu 42 til 45
milljónir króna fyrir sinn snúð.
Hækkun bréfa Opinna kerfa
hefur hins vegar verið ævintýra-
leg síðustu
mánuði, og var
gengið komið í
193 í gær.
Hefði innher-
jinn selt þá
hefði hann
fengið tæpar 55 millljónir fyrir
bréfin. Bréf FBA hafa einnig
hækkað verulega í verði síðustu
vikur en innherjar hafa haldið að
sér höndum frá áramótum.
A síðustu fjórum mánuðum
hafa bréf Opinna kerfa hækkað
um rúm 100%. Um miðjan
október 1999 var gengið í 90 en
var í gær 193 eins og áður sagði.
Hækkunin nemur nákvæmlega
114%. Sem dæmi má nefna að
hefði einhver keypt bréf í
Opnum kerfum að nafnvirði 100
þúsund kall í október á genginu
90, eða fyrir 9 milljónir, fengi
hann í dag rúmar 19 milljónir
fyrir sinn hlut. Dágóð ávöxtun
það!
Athygli vekur að fyrrnelndur
innherji og reyndar fleiri, miðað
við tilkynningar til
Verðbréfaþings síðustu daga, eru
að versla með bréfin í janúar
skömmu áður en frétt birtist á
Stöð 2 þann 30. janúar um
hugsanleg kaup Opinna kerfa,
Simans og FBA á erlendu tækni-
og fjarskiptaíyrirtæki. Fyrirtækin
báru þá frétt reyndar til baka
daginn eftir en viðurkenndu þó
að hafa átt f viðræðum um að
fjárfesta saman í erlendu
fjarskiptafyrirtæki. Nú hefur
fréttin semsagt endanlega verið
staðfest en tilkynningar um
síðustu innherjaviðskipti Opinna
kerfa eru frá 14. og 15. febrúar
sl. Þess má að lokum geta að
aðalfundur Opinna kerfa verður
haldinn 9. mars nk. - BJB
Genasala
bönnuð
Heilbrigðis-
ráðuneytið
hefur sent
frá sér yfir-
Iýsingu þess
efnis að
óheimilt sé
að greiða íyr-
ir þátttöku í
gagnagrunni
á heilbrigðis-
sviði.
Yfirlýsing
ráðuneytisins
kemur aug-
ljóslega í
kjölí’arið á málflutningi Valdi-
mars Jóhannessonar og Jóns
Magnússonar, sem þessa dagana
standa fyrir kennitölusöfnun og
vilja umboð frá viðkomandi til
að semja við Islenska erfða-
greiningu um verð fyrir að taka
þátt í gagnagrunninum.
Ráðuneytið bendir hins vegar
á, að Islenskri erfðagreiningu
eða sambærilegum fyrirtækjum,
sé ekki heimilt að greiða ein-
staklingum fyrir þessa þátttöku í
grunninum. A það er bent að ef
íslensk erfðagreining tekur upp
á því að greiða fyrir þetta þá
varðar það sviptingu rekstrar-
leyfis íýrirtækisins. - FÞG
I/aldimar Jóhannes-
son vill fá fólk til að
selja þátttöku sína í
gagnagrunninum.
Sýnir stjómkerfis-
vandann í LR
Borgarstjóri telur
ekki óeðlilegt að leik-
hússtjórastaðan hafi
verið auglýst, en sterk
rök þurfi til að skipta
um leikhússtjóra.
„Mér þykir það mjög miður
hvernig þetta hefur þróast, en
þetta sýnir kannski þá galla sem
eru á því stjórnkerfi sem menn
húa við í Borgarleikhúsinu,"
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri aðspurð um þró-
unina í Borgarleikhúsinu, en
Þórhildur Þorleifsdóttir leikhús-
stjóri hefur sem kunnugt er dreg-
ið umsókn sýna til baka og talað
um að enn einu sinni sé búið að
ldjúfa leikfélagið í herðar niður.
Borgarstjóri kveðst aðspurð
um stjórnkerfisveikleika vera vísa
til þess sama sem hún talaði um
fyrir fjórum árum þegar uppi-
standið var með Viðar Eggerts-
son, og felist í því að stjórnend-
ur eru í senn yfirmenn Leikfé-
lagsfélaga og undirmenn þeirra.
Ingibjörg Sólrún kveðst þó
ekki vilja tjá sig sérstaklega um
þá stöðu sem nú er komin upp í
leikhúsinu, og vísar til þess að
þarna sé um málefni Leikfélags-
ins sjálfs að ræða hér sé um
ráðningarmál að ræða, en ekki
spurningar um stærri stefnu-
mörkun.
1 yfirlýsingu sinni, sem greint
var frá í Degi í gær, er Þórhildur
Þorleifsdóttir ósátt við þá ákvörð-
un leihúsráðs að auglýsa leikhús-
stjórastöðuna og talar í því sam-
bandi um „sjeikspírsk óheilindi"
hvað varðar þátt Páls Baldvins
Baldvinssonar formanns ráðsins.
Borgarstjóri segir þó aðspurð
að almennt séð hafi það átt full-
an rétt á sér að auglýsa stöðuna
líkt og gert sé í öðrum menning-
arstofnunum, en hins vegar sé
ljóst að það þurfi sterk rök ætli
menn að skipta um leikhússtjóra.
Varðandi það að svipuð staða er
nú að koma upp í annað sinn á
fjórum árum - staða sem rekja
má til stjórnkerfisins í Borgar-
leikhúsinu - segir hún að á um-
liðnum misserum hafi borgar-
yfin'öld átt í viðræðum við LR
um endurskoðun á þessum mál-
um og vonandi komist niður-
staða í það sem fyrst. - BG
„Ekki skemmtileg staða“
„Þetta er náttúrlega ekki
skemmtileg staða sem upp er
komin, en ég vil að öðru Icyti
ekki láta uppi nein viðbrögð við
þessari ályktun að svo komnu
máli,“ segir Þór Magnússon
þjóðminjavörður, spurður um
ályktun starfsmannafundar Þjóð-
minjasafnsins í tilefni af brott-
rekstri Hrafns Sigurðssonar fjár-
málastjóra, þar sem Þór var
hvattur til að axla ábvrgð og segja
af sér.
Mikill hiti er í starfsmönnum
safnsins vegna uppsagnar l lrafns
og eru þeir flestir sannfærðir um
að Hrafn sé blóraböggull, en
raunveruleg sök liggi annars
staðar. Samkvæmt heimildum
blaðsins var þróunin í fjármálun-
um löngu kunn eða eftir hálfs-
ársuppgjör í fyrra, en engu að
síður fékkst sú staða ekki á dag-
skrá funda þjóðminjaráðs og
framkvæmdaráðs safnsins - þeim
lið var alltaf frestað. Heimildar-
menn hlaðsins fullyrða að af 46
milljóna króna framúrkeyrslu
megi rekja eingöngu um 10 millj-
ónir til rekstrarins, en helftina til
ákvarðana yfirmanna í tengslum
við endurbætur og flutninginn
og þau útgjöld hafi byggingar-
nefndin lofað að greiða, en ekki
staðið við.
Þó er á það bent að Hrafn hafi
átt frumkvæðið að því að ýta
undir öryggiskröfur varðandi eld-
varnir og fleira áður en flutt var í
húsnæði safnsins við Vesturvör
og að það hafi tafið fyrir flutningi
og leitt til umframkostnaðar. Þar
hafi Hrafn einfaldlega verið að
gæta skyldu sinnar samkvæmt
starfslýsingu. " - EÞG
AKVA lindir vegita Evrópureglna
Vantslindir vatnsveitu HVA á Glerárdal verða hér eftir nefndar AKVA
lindir. Beiðni um þessa nafngift harst Hita- og vatnsveitu Akureyrar
(HVA) frá AKVA hf. og hefur veiturstjórn heimilað að nota nafnið og
mun HVA gera slíkt hið sama þegar það á við. Astæðan fyrir beiön-
inni er að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins verður að
vera sama nafn á vatninu og Iindinni. AKVA hf. er meðal annars að
selja allnokkuð magn vatns til Danmerkur og því var nauðsynlegt að
gefa umræddri lind á Glerárdal nafnið AKVA lindir. Fyrirtækið tclur
að við útflutning á vatni til Evrópu geti fyrirtækið ekki markaðssett
vatnið undir öðru heiti og því sé nauðsynlegt að lindirnar fái nafnið
AKVA lindir. ' - Hl
Samnmaferli á lokastigi
Samrunaferli Krossaness hf. á
Akureyri og Isfélags Vest-
mannaeyja hf. er á lokastigi og
reiknað með að formlega verði
gengið frá samruna fyrirtækj-
anna í þessum mánuði. Hlut-
hafafundur í Krossanesi verður
á föstudag þar sem samruna-
áætlunin verður borin upp og
reiknað er með hluthafafundi
hjá ísfélaginu síðar í mánuðin-
um, þannig að fyrir lok febrúar
verði formlega komin niður-
staða í málið. Miðað er við
sameiningu frá 1. september í
íyrra og segist Jóhann Pétur
Andersen framkvæmdastjóri Krossaness bjartsýnn á að samruninn
gangi eftir. Nú þegar hafi samrunaáætlun verið samþykkt í stjórnum
beggja félaganna og þar sitji ráðandi hluthafar í félögunum. Jóhann
Pétur er þegar fluttur til Vestmannaeyja og verður að líkindum með
umsjón uppsjávardeildar í sameinuðu fyrirtæki. - hi
Skora á ráðherra vegna Bamáhúss
Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa nvetur ráðherra dóms- og félags-
mála að leita nú þegar lausna á þeim vanda sem steðjar að starfsemi
Barnahúss þar sem tilvist hússins sé stefnt í voða með breytingum
sem urðu á lögum um meðferð opinberra mála á nýliðnu ári. Þetta
kemur meðal annars fram í ályktun félagsins um málefni Barnahúss.
Þar segir einnig að lagabreytingin hafi ekki náð þeim tilgangi sem
löggjafinn stefndi að. „I stað þess að auka gæði málsmeðferðar hefur
þessi lagabreyting haft í för með sér að notkun á þjónustu Barnahúss
hefur dregist verulega saman og heildarsýn yfir málaflokkinn tapast,“
segir ennfremur. Þá segir að það að tilvist Barnahúss sé nú stefnt í
voða hafi ekki verið tilgangur löggjafans en sé engu að síður átakan-
leg staðreynd. þélagsráðgjalár skora á iöggjafar- og framkvæmdavald-
ið að tr\'ggja áíramnaldandi starfsemi Barnahúss. - m
Krossanesverksmiðjan sameinast ísfélagi
Vestmannaeyja.