Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 FRÉ T TA SKÝRING Skól astoftir hverfa Keimsluliættir og skólastarf breytist. Tölvur, fjarskipti og upplýsingatækiii. Ein- staklingur í stað fjöld- ans. Færibauda- kennsla nrelt. Sveigj- anleiki. Töluverðar breytingar eru fyrir- sjáanlegar í kennsluháttum og skólastarfi í framtíðinni og m.a. vegna tilkomu tölva, fjarskipta- og upplýsingatækni. Þessar breyt- ingar taka mið af því að þjóðfélag- ið sé að breytast úr iðnaðarsamfé- lagi til upplýsingasamfélags. Þetta hefur jafnframt í för með sér breytingar á kjarasamningum kennara og einnig í áherslum í kennslu. Þar verður áherslan á einstaklinginn í stað fjöldans með miklum sveigjanleika í öllu starfi. Fyrir vikið verður hver skóli sér- stakur og markar sína sjálfstæðu stefnu innan aðalnámsskrár. Þá verður lögð auldn áhersla á þró- unarstarf innan skóla og hlutverk kennarans mun breytast úr því að vera sá sem miðlar þekkingu yfir í það að verða verkstjóri og leið- beinandi. Umhverfi kennslunnar tekur einnig þeim breytingum að skólastofur í núverandi mynd munu hverfa. Þess í stað mun kennslan fara fram í opnum rým- um þar sem nemendur hafa hver sín skrifborð og vinnuaðstöðu. I þessum framtíðarskóla verður skólabókasafn og jafnvel tölvuver í miðpunkti. Þetta hefur einnig áhrif á allan undirbúning skóla- bygginga þar sem starfsemin mót- ar húsið en ekki öfugt. Hópvúma Þetta er meðal þess sem fræðslu- yfirvöld borgarinnar eru farin að huga að í framtíðarmótun kennsluhátta og skólastarfs grunnskólanna og reifað var á sérstakari námsstefnu sem haldin var nýlega. Þegar er kominn vísir að þessum breytingum, m.a. í Korpuskóla. Sá skóli er skipu- lagður sem opinn skóli í rými og er ennfremur tölvuvæddari en margir aðrir grunnskólar í borg- inni. I undirbúningi fyrir þessar breytingar hafa fulltrúar fræðslu- yfirvalda farið m.a. til Minnesota í Bandaríkjunum til að kynna sér hönnun skólabygginga og til Sví- þjóðar vegna kjarasamninga grunnskólakennara. Gerður G. Oskarsdóttir fræðslustjóri segir að áherslurnar í kennsluháttum séu að færast yfir f það að nem- endur leiti sér þekkingar undir verkstjórn kennara í stað þess að þeir séu að miðla henni til nem- enda. Það verði til þess að ekki sé lengur unnt að kenna öllum eitt- hvað ákvcðið magn sem allir þurfa að læra. Þess í stað sé lögð áhersla á ákveðin þemu sem nemendur vinna meira í hóp- vinnu en áður hefur verið. Hún telur að hópvinnan verði örugg- lega meira ríkjandi kennsluform e^rt fólk hefur átt að venjast til þessa. Það sé afleiðing af þeim breytingum sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Þótt námsefnið sé sífellt að verða tölvuvæddara, þá telur fræðslustjórinn að bókin hverfi seint og allavega ekki í bráð. I stað þess að nám sé skipu- lagt með þarfir bekkjarins í huga séu líkur á því að það verði gert fyrir hvern einstakling fyrir sig þar sem m.a. verður tekið tillit til áhugasviðs hans. Þá bendir allt til þess að vinna sérhvers nemanda verði sjálfstæðari en verið hefur. Þetta hefur í för með sér að sam- vinna og samábyrgð kennara um nemendahópa verður á þann veg að nokkrir kennarar í senn munu bera ábyrgð á stærri nemenda- hópuni og jafnvel fleiri en einum árgangi. MiMð fyrir Htið Allar þessar breytingar snerta á einn eða annan hátt kjarasamn- inga kennara en þeir renna úr gildi í árslok. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands ís- lands, segir að þótt það sé hægt að setja þessa mynd upp með fal- Iegum slagorðum og þessháttar, þá hafi flestar breytingar af hálfu borgarinnar og fleiri miðast við að fá sem mesta vinnu frá kennur- um fyrir sem minnstan pening. Hann segir einnig að það sem viðsemjendur þeirra séu tilbúnir að gera sýnilegt í launahækkun- um sé tekið einhvers staðar innan úr kerfinu. Það leiðir til tilfærslu á milli einstaklinga og raskar um leið öllu innbyrðis jafnvægi. Hann segir engar viðræður hafa farið fram á milli kennara og launanefndar sveitarfélaga um tilraunasamning að sænskri fyrir- mynd eftir að slitnaði uppúr sl. vor. Hinsvegar séu kennarar farn- ir að undirbúa gerð nýrra kjara- samninga. Þá sé óvíst hvort borg- in muni semja sér eða með öðr- um undir forystu Iaunanefndar sveitarfélaga. Hann segir að öll framþróun í skólamálum verði að taka mið af hagsmunum nem- enda og að laun kennara verði að vera með þeim hætti að eftirsókn- arvert sé að kenna. I því sam- bandi minnir hann á að hlutfall Ieiðbeinenda hefur sjaldan verið hærra í grunnskólum borgarinnar á sama tíma og þeim hefur hlut- fallslega fækkað í öðrum sveitar- félögum. Það segir meira en mörg orð um stefnu borgaryfirvalda í málefnum grunnskólans. Færibandið úrelt Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Selásskóla, leggur áherslu á að samið verði við hvern skóla þar sem samningar taka mið af sér- stöðu hans og því starfi sem þar fer fram. Þá þarf að skilgreina kennarastarfið upp á nýtt þar sem þróunarstarf verður hluti af vinnu kennara, kennaraskyldan verði afnumin og vinnutfmi breytist. Hann segir nemendur hafna gamla skólanum og vilji sé meðal kennara um aðrar áherslur og önnur vinnubrögð. Enda sé samfélagið að breytast í upplýs- ingasamfélag sem hefur ekki þörf á fyrirkomulag færibandsins heldur frumkvæði og atorku ein- staklinga með aðlögunarhæfni í stað staðlaðs hugsunarháttar. Til að gera góðan skóla enn betri sé því nauðsynlegt að brjóta upp miðlæga kjarasaminga kennara og skapa meiri sveigjanleika þar sem tekið sé mið af sérstöðu hvers skóla. Alþjóðavæðing skóla Aukin fjarskipti í upplýsingasam- félaginu hafa óneitanlega áhrif á allt skólastarf. Þar má nefna net- samskipti, fjarkennslu og sam- vinnu milli skóla innan lands og utan. Þess utan er alþjóðavæð- ingin þegar hafin í skólastarfinu þar sem margir grunnskólar borg- arinnar eru í samstarfsverkefnum með skólum í öðrum Iöndum. Þarna er m.a. um að ræða ýmis þemaverkefni sem nemendahóp- ar vinna sameiginlega að. Fræðslustjóri segir að það sem hefur mikil áhrif á skólana og starfsemi þeirra séu breytingar í þjóðfélaginu og breyttar kröfur atvinnulífsins. Enda sé það svo að jafnframt því sem nemdand- inn sé að þroskast í skólanum þá sé hann líka að búa sig undir það að verða fuliorðinn og taka fullan þátt í þjóðlífinu. Bæði persónu- lega og þá ekki síður þátttöku sína í atvinnulífinu. Af þeim sök- um verður skólinn að taka mið af þeirri þróun sem á sér stað í þjóð- félaginu til að búa nemendur sína sem best til að takast á við verk- efni framtíðarinnar. Til að svo geti orðið þarf að kenna nemend- um að nýta sér þá tækni sem sé á boðstólum hverju sinni og til- heyrandi vinnubrögð. Allt miðar þetta að því að gera einstakling- inn sem best úr garði til að takast á við sinn samtíma. Ein helsta breytingin í atvinnulffinu er m.a. alþjóðavæðing markaðar, þ.e. all- ur heimurinn samhliða áhrifum frá tölvu- og fjarskiptatækni. Þá Gerður G. Úskarsdóttir fræðslu- stjóri: Hópvinna verður meira ríkj- andi kennsluform. ú.í..-.. n.. q...-- Eiríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands íslands: Meiri vinnu fyrir sem minnstan pening. Anna Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri en ekki öfugt. Ragnheiður Hermannsdí á svo til óbundna stund,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.