Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.2000, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2000 FRÉTTIR Lækkun á „mesta hraða" skilar sér ekki aðeins í fækkun á slysum heldur dregur um leið úr alvarleika þeirra slysa sem verða og á það einkum við um slys á gangandi og hjólandi vegfarendum. Umferðarhraði lækkað mildð Umferðarhraði hefur Iækkað um allt að 27 af hunc'raði í svokölluðu 30 kíló- metra hverfi á Akureyri, það er í Inn- bænum og á Syðri-Brekkunni (Skóla- hverfi), þar sem settar voru upp ýmiss konar hraðahindranir í haust. Aætlað er að taka fyrir annað hverfi á þessu ári og talið líklegast að það verði Hlíða- hverfið. Fyrir liggja niðurstöður athugana Gunnars Jóhannessonar deildarverk- fræðings á tæknideild Akureyrarbæjar á reynslu af 30 kílómetra hverfinu svo- kallaða. Þar kemur fram að töluverður árangur hefur náðst í Iækkun umferð- arhraða þrátt fyrir að ekki sé lokið við allar þær framkvæmdir sem áætlaðar voru. Mesti hraði hefur lækkað á bil- inu 10-23 km/klst. (17-27%), meðal- hraði hefur lækkað um 5-6 km/klst. (13-14%) og svokallaður 85% hraði hefur lækkað um 4-7 km/klst. (9-13%). Þegar mældur er svokallaður 85% hraði er miðað við undir hvaða hraða 85 af hundraði ökutækja á ákveðnum stað ekur á. Mælingarnar sem hér um ræðir voru gerðar á tveimur stöðum á Eyrarlandsvegi (nr. 20-22 og austan MA) og við Hafnarstræti 28-30. Sem dæmi um lækkun var mesti hraði bif- reiðar á Eyrarlandsveginum 85 km/klst. fyrir framkvæmdir en 62 km/klst. eftir. Mikil fækkun slysa I skýrslu Gunnars segir meðal annars: „Mest er um vert við mat á þessum niðurstöðum að svo virðist að vcrulega vel hafi tekist að draga úr mesta hraða en þeir ökumenn eru líklegastir til að valda alvarlegum slysum.“ I samræmi við niðurstöðurnar og erlendar rann- sóknir megi húast við fækkun slysa á bilinu tíu til fimmtíu af hundraði. Lækkun á „mesta hraða“ skilar sér ekki aðeins í fækkun á slysum heldur dreg- ur um leið úr alvarleika þeirra slysa sem verða og á það einkum við um slys á gangandi og hjólandi vegfarendum. 1 skýrslunni metur Gunnar fjárhags- þátt framkvæmdanna lauslega og mið- ar þá við upplýsingar frá Umferðarráði um kostnað vegna slysa. Sparnaður sem orðið gæti með fækkun slysa ætti samkvæmt ágiskunum að greiða upp framkvæmdakostnað í hverfinu á um sex árum. Gunnar bendir á að óvissu- þátturinn varðandi þessar niðurstöður sé stór en vísbendingarnar þó það sterkar að vart verði framhjá þeim gengið. - iii Pottverjar hafa undan- farið deilt um árangur- imi af undirskriftarsöfn- un Umhverfisvina vegna lögformlegs umhverfis- mats á Fljótsdalsvirkjun. Virkj- anasinnar gera htið úr árangrin- um, 45.300 manns ogberasam- an við Varið land (55.522 manns), enda kallaði Ólafur F. Magnússon forsprakki söfnunar- imiar slíkan samanburð yfir sig. Umhverfissimiar benda aftur á móti á að ekki sé hægt að bera þessa undir- skriftasöfnun við það átak sem herstöðvasimiar efndu til 1974 með átaki lýðræðisflokkanna svokölluðu og fyrirtækja landsins. Sú staðreynd standi óhögguð að 16,3% þjóðartnnar skrifaði undir, en þar af 21,6% landsmanna 16 ára og eldri eða 22,5% kosningabærra manna (18 ára og eldri). Það er vel yfir lágmarksmörkum þegar talað er um lágmarksljölda sem þarf til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu!!!... Olafur F. Magnússon. En í herbúðum umhverfisvina virðist nú kominn upp nokkur klofningur eftir för fulltrúa sam- takanna til Noregs. í pottinum er fullyrt að margir af „borgara- legri“ stuðiúngsmömium undir- skriftaima kunni því ekki vel að verið sé að sækja liðsinm í iim- anlandsmálefnum íslands til útlanda - að verið sé að biðja útlendinga um afskipti af íslenskum málefnum. í þessmn borgaralega hópi eru menn eins og t.d Steingrímur Hermamisson o.fl... Steingrímur Hermannsson. Pottverjar ræddu klámbylgjuna í pottinum í gærmorgun. Settu sumir sig í stellingar og kvörtuðu undan því að fjölnúðlar skyldu hafa gert Akureyri að einhverju klámbæli með því að vera sífellt að hamra á fjölda nektardansstaða í bænum. Og svo kom Losti 2000 og bætti gráu ofan á svart (eða bláu ofan á margt?). Pottverji sem engar áhyggjur liefur af þessu orðspori vildi raunar ganga emi lengra og lagði til (svona í til- efni af því að búið er að eyðileggja ámar í Evr- ópu) að nafni Gleráryrðibreyttí.... jú, auðvitaö: Dóná!!!!... V___________ FRÉTTAVIÐTALIÐ Hállur Hallsson talsmaðurKeikó á íslandi. Tímamóteru framundati hjá háhymingnum Keikó. Fser 7 hektara leikvöll. Stefn- an eraðKeikó fari úrmann- heimum í dýrheima í sumar. Keikó betri en nokkru sinni - Segðti okkurfrá þeint breytingum sent eiga að verða á högtint Keiliós t næstu viku? “Það er aldrei á vísan að róa, en við erum að vonast til að geta sleppt Keikó út í Kletts- vík. Hann er húinn að vera í kví sinni á stærð við fótboltavöll í rúma 17 mánuði. En nú er búið að girða víkina, strengja grfðar- lega mikið net úr Heimakletti íYstaklett og við vonumst til að sleppa honum þar út, þannig að fótboltavöllurinn hans stækkar í rúma 7 hektara. Núverandi kví er besta að- staða sem Keikó hefur haft í 20 ár, en þetta mun náttúrulega bæta aðstöðuna enn meir og gera okkur kleift að undirbúa skepnuna betur undir að verða sleppt út í náttúruna." - Hvenær gæti sá atburður hugsanlega gerst? “Menn vonast til þcss að það verði í sum- ar, á árinu 2000.“ - Hvernig hefttr þróunin verið í ttndir- búningnum undir slíka sleppingu? Er hann að veiða lifandi fisk? “Lifandi fiski hefur ekki verið sleppt í ' kvípp tíl 'hájis frá því jið tilnjurt vór ge'rð fyr- ir ári síðan. En þaö cr eitt af verkefnunum sem híða okkar. Keikó hefur verið í stans- lausum æfingum í víkinni og Iíkamlegt ástand hans er miklu betra en nokkru sinni. Hann er hraustur til heilsunnar og líkist sí- fellt rrteira háhyrningi; hann er meir og meir í eigin heimi og að yfirgefa mannheima til að fara yfir í hvalheima. Samskiptin við mannfólk verða sífellt minni." - Þeim samskiptum er haldið í lágmarki? “Já það er kerfisbundið dregið úr sam- skiptunum við mannfólkið.“ - Hvað segja bjartsýnustu og svartsýn- ustu menn um drauminn um sleppingu í sumar? “Hvernig sem þctta endar þá er ekki hægt að tapa þessari skák. Menn binda vonir til að Keikó fari frjáls út í náttúruna. Það væri það besta. Það „versta“ sem gæti gerst er að Keikó verði einfaldlega áfram í mannheim- um ef svo má að orði komast, en fari ekki út í náttúruna. Ekki þá eins og heimalningur í kringum eyjarnar, heldur í aðstöðu sem teldust ásættanlegar út frá dýraverndunar- 'sjónármiði|rp.“ - Menn hoifðtt nokkuð til Keiltó sem að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Hefttr þetla ekki brugðist? “Menn verða að skilja að Keikó-verkefnið er ckki ferðaþjónusta, heldur vísindaverk- efni. Island hefur fengið feikilega athygli í gegnum Keikó. Hclstu fjöhniðlar heims hafa komið til Eyja, fullir af áhuga. Nú eru þeir áhugasamir um þennan næsta áfanga og má búast við því að öflugir fjölmiðlar komi. Þó erum við ekki að hvetja til þess sérstaldega, því við verðum að takmarka mjög aðgang að því þegar þetta gerist. Keikó er mjög áhugasamur um mannfólkið, sér- staldega nýja gesti, og allt sem truflar ferlið kann að koma í veg fyrir að hann fari þarna út. Þjálfarar hans þurfa því að fá mikið næði þegar þetta gerist." - Þetta gæti misheppnasl efumstangið er ofmikið? “Við bindum okkar vonir til að af þessu verði, en það er aldrei á vísan að róa í þessu Irekar en hjá sjómönnum í Eyjum“. - n>(.;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.