Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 4
4 — LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 . FRÉTTIR ,, Varaformaims - göngulag66 víða Þeir sem sótt hafa fundi Framsóknarflokksins vitt um land að undanfömu segja nokkra þingmenn flokksins vera komna með „vafaformannsgöngulag. “ Auk þess sem þeir tali með landsföðurlegum tón. Framsóknarflokkurinn hefur gengist fyrir stjórnmálafundum um land allt að undanförnu. Þar hafa þingmenn og ráðherrar flokksins rætt stjórnmálaá- standið og lífsins gagn og nauðsynjar. Nú er ekki nema rúmlega hálft ár þang- að til flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið. Þar verður kosinn nýr varaformaður í stað Finns Ingólfssonar seðlabankstjóra. Ymsir sem mætt hafa á fyrrnefnda fundi Framsóknarflokks- ins segjast sjá þess merki að ákveðnir þingmenn séu komnir í varaformanns- stellingar. Einn framsóknarmaður orð- aði það svo að nokkrir þingmenn væru konir með „varaformannsgöngulag" og landsföðurlegan tón. AU mörg nöfn eru nefnd til sögunnar þegar rætt er um varaformannsemb- ættið. Þau nöfn sem flestir nefna eru Valgerður Sverrisdóttir, Jónína Bjart- marz, Siv Friðleiisdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Hjálmar Arnason, Guðni Agústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Kvennavæðing Sumir telja að Halldór Asgrímsson, for- maður flokksins, vilji að kona taki við varaformannsembættinu. Hann hefur verið að „kvennavæða" forystusveit flokksins, sem sést best á því að helm- ingur ráðherrahópsins eru konur. Vitað er að Siv Friðleifsdóttir sækir það fast að verða varaformaður enda keppti hún við Finn Ingólfsson um embættið þeg- ar hann var kjörinn. Eins og mál standa nú munu þær Valgerður og Ingibjörg ekki sækja þetta fast. Jónína Bjartmarz er nýr þingmaður, tók við af Finni. Margir telja hana góðan kost ef kona verður fyrir valinu. Framsóknarmenn sem Dagur hefur rætt við um þetta mál telja Guðna Agústsson ekki sækja það fast að verða varaformaður. Þeir eru hins vegar sam- mála um að hann hafi staðið sig mjög vel og hvergi misstigið sig sem ráðherra og hafi því sterka stöðu. Menn telja hins vegar líklegt að þegar til kastanna kemur muni baráttan standa milli þeirra Hjálmars Arnasonar og Kristins H. Gunnarssonar og að þeir muni sækja fast á í þessu máli. Flokksmönnum þótti Hjálmar standa sig afburða vel sem helsti aðstoðarmað- ur Finns Ingólfssonar í Fljótsdalsvirkj- unarmálinu og eins þykir hann hafa unnið vel að vetnismálunum, svo vel að málið vekur líka orðið athygli utan lands. Enginn efast um hæfileika og dugn- að Kristins H. Gunnarsonar. Hann er enda orðinn formaður þingflokks og formaður stjórnar Byggðastofnunar þannig að frami hans innan Framsókn- arflokksins er skjótur og mikiil. Það sem Krisinn hefur á móti sér varðandi varaformennsku er að hann er nýkom- inn í flokkinn úr Alþýðubandalaginu og því varla innvígður í flokkinn. Auk þess sem starf varaformanns snýr að öllu innra starfi flokksins og þar sé Kristinn ekki öilum hnútum vel kunnugur. Eitt er Ijóst og það er að baráttan um formannssætið verður hörð og vonandi skemmtileg. - S.DÓR Guimlaugsson hafi sést þar miMð, jafnt á göng- um sem í mötuneytinu. Settu margir það í sam- band við deilumál Hrafns við Kristínu Jóhamis- dóttur og fréttastofnuna. Veltu menn fyrir sér hvort nýtt Hrafnsmál væri í uppsiglíngu eða eitthvað annað af þeim toga. Ástæðan langdvöl Hrafns í Efstaleitinu mun þó hafa verið sú að hami var að lesa inn á band Píslarsögu Jóns Magnússonar. Hafa menn í stofnuninni það til marks um ástandið í stofnuninni að sumir memi megi ekki sjást þar án þess að víðtæk taugaveiklun grípi um sig!!!.... í heita pottinum heyrast yfirlýsingar amiars vegar úr herbúðum sjálfstæðismanna og vinstri grænna og hins vegar úr herbúðum framsóknar- manna og samfylkingarmanna. Það merkilega er að þessar yfirlýsigar falla ótrúlega vel saman. Þannig hafa bæði framsóknarmemi og samfýlk- ingarmenn miMð gert úr því síðustu daga að komið sé upp óheilagt skjallbandalag ílialds og vinstri-grænna, einkum og sér í lagi vegna þess að þeir hafi sömu afstöðu í Evrópumálum. Úr röðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks tala menn hins vegar um „Evrópubandalag" Fram- sóknar og SamíýlMngar.. Hin árlega þingveisla var haldin í gærkvöldi og haft er fýrir satt að síðustu daga hafi einstaka þing- memi undirbúið sig í andanum með því að setja saman visur fyr- ir kvöldið. Hjálmar Jónsson sá lúns vegar fram á frí frá skáld- skap í gær, því nú situr á þingi fýrir hann sem varamaður Siglfirðingurinn Sig- ríður Ingvarsdóttir, sem að sögn getur vel bjarg- að sér með að setja saman vísur. Það var því ekM að ástæðulausu sem Hjálmar kvað í gær; Hjálmar Jónsson. t veislu hefég varamann, og verð ég því í næði. Afþví Sigga kveða kann, kveður liúnfyrir bæði. FRÉTTA VIÐTALID Lúðvík Ólafsson liéraðslæknir Reykjavíkur Itiflúensa herjará krakka. Berstmeð hóstaúða og handsmiti. Fyrstu sýnin úr Skagafirði. Ekkert yfirálag í heilbrigðisþjónustu. Flensuupptök íAsíu. Handþvottur á aUtaf rétt á sér - Bitnar þessi inflúensa sem er að ganga aðallega á bömnm? „Já, fyrst og fremst. Það er vegna þess að þessi veira sem veldur henni er búin að vera í umferð síðan 1977. Hún hefur hinsvegar ekki komið hér síðan 1990-1991. Þá gekk síðasti faraldurinn hérna. Þannig að flest eldra fólk er orðið ónæmt fyrir þessu að mestu leyti. Auk þess eru mótefni gegn veirunni í bólsetningunni sem fólk fékk sl. haust. Af þcim sökum eru það aðllega krakk- ar sem veikjast sem ekki hafa kynnst þesari veiru áður. Flensan hlýtur Iíka hafa gengið úti á landi því fýrstu tvö af sjö sýnum sem voru ræktuð komu úr Skagafirðinum." - Af hvaða stofni er þessi veira? „Þetta er A-stofninn en hara önnur hjúp- gerð. Þessi veira hefur verið í nágrannalönd- unum á undanförnum árum en þó ekki vald- ið neinum stórfaröldum, enda búin að vera lengi á ferðinni. Hún hefur hinsvegar ekki komið hingað fyrr en núna fyrir utan eitt til- felli sem greindist 1996. Það var hjá manni sem var að koma erlendis frá og olli þá ekld neinum faraldi." - Er mikið um veikindi hjá krökkum af völdtmt þessarar veirti? „Mér skilst að það sé töluvert mikið og m.a. í fjarvistum í grunnskólum. Það virðist Jjó ekki hafa valdið neinu yfirálagi í heil- brigðisþjónustunni." - Verða krakkamir mikið veikir? „Samkvæmt þeim lýsingum sem við fáum frá iæknum virðist þarna ekki um að ræða jafn kröftug veikindi og var í áramótaflens- unni. Það sem læknar sjá er fyrst og fremst kvef, hiti og hósti með áberandi barkaein- kennum. Þá er erfitt að segja hvað krakkarn- ir þurfa að standa lengi í Jæssu en þetta virð- ist standa yfir í svona fimm daga. Það er eitt- hvað styttra en veikindin um áramótin." - Af hverju eru þessar flensur alltaf á veturna? „Það er bara hnattrænt því flensur ganga bara á vetrum. Það eru þó til ræktanir um einstök tilfelli á öðrum árstímum. Faraldar ganga hinsvegar bara á vetrum. Það tengist því kannski eitthvað hvernig veiran berst því þetta er mjög áberandi vetrarsjúkdómur, eða frá nóvember og fram í mars, apríl.“ - Er vitað um einhverra inflúensustofna er ástæða er til að húa til sérstaklega undir? „Nei, í rauninni ekki neitt sem menn bíða eftir að hellist hérna yfir. Við höfum yfirleitt búið svo vel hérna að þegar flensur koma hingað, þá eru þær búnar að ganga einhvers- staðar í heiminum og oftast í Kína eða þarna í suðaustur Asíu. Þar virðast nýir stofnar koma. Þessvegna er hægt að búa til bóluefni gegn því áður en það kemur hingað til okk- ar.“ - Af hverju koma þessir stofnar tipp í Asíu? „Það held ég að sé ekki vitað. A-stofninn er ekki aðeins bundinn við manninn heldur líka ýmis dýr og m.a. verið kenndur við svín og kjúklinga. B-stofninn er hinsvegar eingöngu hundinn við manninn. Þá er C-stofninn sem veldur aldrei neinum faröldum heldur aðeins einstökum veikindum er líka aðeins bundinn við manninn. Það er aftur á móti hulin ráð- gáta af hverju uppsprettan er þarna í Asíu. Flensufræðingar gætu kannski svarað þessu betur með kenningum, en ég hef ekki rekist á neínar útskýringar á Jrví af hverju þetta er.“ - En flensan bersi aðallega á tnilli fólks með úða, þ.e. hósta ekki satt? „Já, sennilega og kannski líka með hand- arsmiti. Eg held að með bjartsýnistímabilinu með sýklalyfjum og slíku eftir stríð hafi menn farið að vanvirða handþvottinn. Hann á hinsvegar alltaf rétt á sér og menn eiga að þvo sér oftar frekar en sjaldnar." - crh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.