Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 7
LAVGARDAGVR 26. FEBRVAR 2000 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Strídscldar Afríku ELIAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Það fer óneitanlega minna fyrir fréttum af Afríku í vestrænum fjölmiðlum nú um stundir en var á tímum kalda stríðsins þegar öll pólitísk átök þar suðurfrá voru nánast sjálfkrafa sett í víðara samhengi - það er túlkuð sem liður í baráttu stórveldanna um völd og áhrif í heiminum. Fyrir utan ítarleg tíðindi af Nelson Mandela og þeim miklu um- skiptum sem fylgdu í kjölfar lausnar hans úr fangelsi í Suður- Afríku, er fyrst og fremst fjallað um afrísk málefni þegar talið berst að eyðnifaraldrinum eða sagt er frá valdaráni hér og þar. Og svo auðvitað hinum villtu dýrum sem enn gleðja augu ferðamanna sem fara í nokkurra daga safari til ríkja á borð við Kenýa eða Tansanfu en flýta sér svo aftur heim í vestræna góðær- ið. I augum margra vesturlanda- búa er Afríka ennþá eitthvað fjarlægt, stórt, myrkt og frekar óþægilegt sem best sé að hugsa sem minnst um, nema kannski smástund þegar safna þarf pen- ingum fyrir fórnarlömb náttúru- hamfara eða hungursneyðar af mannavöldum. ->v;. % :á j Á flótta undan stríðsátökum í Kongó. Þar hafa tugir þúsunda fallið og hundruð þúsunda lent á vergangi vegna bardaga á milli stuðningsmanna og and- stæðinga ríkisstjórnar Laurent Kabila. Dapurlegur arfur Samt er það svo að harmsaga Afríku hefur öldum saman verið nátengd áhrifum vestrænna ríkja. I eina tíð var myrka megin- landið svokallaða helsta hráefn- isuppspretta víðtæks þrælahalds á vesturlöndum. Þangað sigldu flutningaskip frá Evrópu og Am- eríku til að sækja ungt fólk sem síðan var selt hvíta manninum til ævilangs þrældóms á bómullar- ekrum eða í verksmiðjum vest- rænna auðmanna. Á nýlendutímanum skiptu vestræn ríki Afríku á milli sín eins og hverju öðru herfangi og knúðu íbúana til að lúta vilja sín- um, hefðum og trúarbrögðum. Landamæri voru búin til með reglustriku á kort á skrifstofum stjórnarherranna í London, París eða Berlín án nokkurs tillits til þess hvernig aðstæður voru á þeim landsvæðum þar sem lín- urnar urðu að óhjákvæmilegum veruleika lifandi fólks. Þegar nýlendurnar fóru fyrir alvöru að berjast fyrir sjálfstæði sínu frá evrópsku herraþjóðun- um fljótlega eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar, og þó alveg sérstaklega á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar, fengu þær yfirleitt þessi oft fá- ránlegu landamæri í arf, eins og svo margt annað evrópskt sem illa hentaði afrískum veruleika. Og hin efnahagslega og pólitíska nýlendustefna hélt áfram eftir að þjóðirnar fengu að nafninu til sjálfstæði. Stórveldin komu sér upp Ieppum, gjarnan í formi ein- ræðisherra sem rændu og rupluðu þjóðir sínar ekki aðeins í eigin þágu heldur einnig til að þóknast ríkisstjórnum og auð- mönnum gömlu nýlenduríkj- anna. Inn í þetta spilaði líka stór- veldapólitíkin. Bandaríkjamenn voru einkar duglegir við að velja sér harðstjóra og moka í þá vopn- um og peningum til hernaðar- legrar uppbyggingar - allt í nafni baráttunnar gegn kommúnisma. Sérfræðingar á vegum banda- rískrar stofnunar hafa tekið það saman að á txmum kalda stríðs- ins hafi vopn og herþjálfun Bandaríkjamanna í Afríku kostað hátt í tvö hundruð milljarða ís- lenskra króna. Og það vekur auðvitað sérstaka athygli að flest þau ríki sem nú berast á bana- spjótum í álfunni fengu hernað- araðstoð, vopn og þjálfun frá Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Þetta er því allt saman hluti af hinum dapurlega vestræna arfi Afríkubúa nútímans. Afrisk „heimsstyrjöld“ Þegar litið er á kort af Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar sést strax að eitt ríki er þar mið- svæðis - Kongó, sem reyndar hét Zaire á um það bil þriggja ára- tuga valdatíma harðstjórans Mó- butu. Landflæmið er geipimikið. Kongó er þannig tuttugu til þrjá- tíu sinnum stærra að flatarmáli en Island. Eða álfka víðfeðmt og sá hluti meginlands Evrópu sem taldist vestan við járntjaldið á tímum kalda stríðsins. Nú logar þetta risastóra land í ófriði. Og flest þeirra níu ríkja sem eiga Iandamæri að Kongó taka með einum eða öðrum hætti beinan þátt í stríðsátökun- um. Reyndar er það svo um þess- ar mundir að styrjaldir af einu eða öðru tagi eru háðar án lillits til landamæra þvert yfir alla álf- una - allt frá Suður-Atlantshafi til Rauða hafsins. Inn í þau átök blandast Angóla, Namibía, Kongó, Rúanda, Uganda, Búr- undi, Súdan, Sómalía, Eþíópía og Eritrea. Sérfræðingar í afrískum mál- efnum tala um hildarleikinn í Mið-Afríku sem fyrstu „heims- styrjöld" álfunnar og segja hana geta haft jafn afdrifarík áhrif á framtíð Afri'ku og fyrri heims- styrjöldin hafði á þróun mála í Evrópu. Og þeir óttast að átökin eigi eftir að dragast mjög á lang- inn og jafnvel breiðast enn frek- ar út. Auðlegð og hatur Þegar leitað er að orsökum stríðsins í Mið-Afríku er af mörgu að taka; aðeins spurning hversu langt aftur í tímann eigi að leita. Almennt séð má segja „Þess verður vafalaust langt að bíða að græðgin, valdasýkin og hatrið vOd fyrir Mðsam- legri uppbyggingu samfélagsins.“ að á bak við þessi átök liggi hefð- bundnar ástæður styrjalda; það er hatrömm barátta um auð og völd. Flestir eru Iíka sammála um að hina beinu rót stríðsins megi finna í hræðilegustu fjöldamorð- um álfunnar til þessa - blóðbað- inu í Rúanda árið 1994 þegar hálf til ein milljón manna af Tutsi-ættum, karlar, konur og börn, var myrt af Huti-mönnum, nágrönnum sínum, í pólitísku morðæði. Það hefur lengi ríkt mikið hat- ur á milli þessara tveggja þjóðar- brota sem hafa búið í nábýli ekki aðeins í Rúanda heldur einnig í nágrannaríkinu Búrundi. Mann- fórnir hafa oft á tíðum verið miklar. Nú hefur þessi forni fjandskapur blandast inn í gam- alkunn átök um þann gífurlega auð sem er að finna í iðrum Kongó. Sú hryllilega blanda hat- urs og gróðafíknar hefur gert mikinn hluta Mið-Afríku að víg- velli. Enginn veit í raun og veru tölu fallinna frá því að bardagar hófust að nýju fyrir einu og hálfu ári eða svo. Þeir skipta að minnsta kosti mörgum tugum þúsunda. Hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafa hrakist frá heimilum sínum og eru á ver- gangi sem flóttamcnn. Efna- hagslíf svæðisins er í rúst. Auð- æfin mildu í jörðu eru fyrst og fremst ránsfengur herflokka og gráðugra stjórnenda þeirra, en gagnast ekkert til að bæta hag al- þýðu manna. Af mannavöldum Einræðisherrann blóðugi, Mó- butu, var hrakinn frá völdum í Kongó fyrir aðeins þremur árum, 1997, eftir að hann hafði merg- sogið þjóðina áratugum saman til að safna óheyrilegum per- sónulegum eignum í útlöndum. Mildar vonir voru bundnar við að Laurent Kabila, sem vann sig- ur á stjórnarher Móbutu með að- stoð hersveita frá Rúanda og Ug- anda, myndi koma á friði og breyttum stjórnarháttum. Hon- um var þvf vel fagnað í fyrstu. En vonbrigðin urðu mikil því Kabila reyndist þegar til kom lítt skárri en fyrirrennari hans. I ágúst árið 1998 hófust stríðsátök á nýjan leik. Kabila lenti þá í andstöðu við suma fyrrum samherja sem höfðu komið honum til valda, ekki síst eftir að hann laut svo lágt að gera bandalag við her- sveitir fjöldamorðingjanna frá Rúanda. Kabila er þó langt í frá eini skúrkurinn í þessum hildarleik. Leiðtogar sumra nágrannaríkj- anna eru einnig að skara eld að sinni köku með því að taka þátt í bardögunum í Kongó og komast þannig yfir hluta af auðlindum landsins. Það á við um Robert Múgabe, forseta Zimbabwe - en hann er einn þeirra sem gerir til- kall til afgerandi foiystu á þessu svæði. Leiðtogar Angóla og Namibíu hafa einnig komið Kab- ila til hjálpar, enda eru það í reynd hersveitir þessara þriggja nágrannaríkja sem halda honum í valdastóli. Fyrir utan uppreisnarmenn í Kongó eru það einkum hersveit- ir frá Rúanda og Uganda sem reynst hafa Kabila skeinuhættar - en þau ríki áttu mestan þátt í því að koma Móbutu frá á sínum tíma. Yoweri Museveni, forseti Uganda, lítur á sjálfan sig sem sjálfkjörinn leiðtoga svæðisins - engu síður en Múgabe. Þessi valdabarátta á sinn þátt í átökun- um, en að baki er ekki aðeins hatur einstakra þjóðarbrota heldur líka takmarkalaus ágirnd á öllu því gulli, demöntum og margvíslegum öðrum dýrmætum auðlindum sem gæti gert Kongó að einu auðugasta ríki álfunnar, ef það fengi að þróast og dafna í friði. Því miður bendir ekkert til þess að óöldinni linni í bráð. Þess verður vafalaust langt að bíða að græðgin, valdasýkin og hatrið víki fyrir friðsamlcgri upp- byggingu samfélagsins. Obreyttir borgarar í ríkjum Mið-Afríku munu því nevðast til að þola ólýsanlegar hörmungar af mannavöldum um fýrirsjáanlega framtíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.