Dagur - 26.02.2000, Síða 2

Dagur - 26.02.2000, Síða 2
2 - LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 2000 ro^tr FRÉTTIR Fatnadurinn verður seldur til styrktar þurfandi íAfríku Söfiiun áfotum Rauði kross íslands stendur fyr- ir landssöfnun á notuðum fatn- aði til styrktar baráttunni gegn alnæmi í Afríku, í samstarfi við OIís, Gámaþjónustuna, Sam- skip og Sjónvarpshandbókina. Safnað verður í dag og á morgun og tekið við fatnaði á fjölmörg- um stöðum um land allt. Allir sem eiga afgangsfatnað eru hvattir til að styðja gott málefni með þessu móti og mega fötin sem gefin eru vera óflokkuð. Fatnaðurinn er seldur óflokkað- ur beint til útlanda og mun sölu- andvirðið renna í Hjálparsjóð RKÍ til styrktar baráttunni gegn alnæmi í sunnanverðri Afríku. Alnæmi er orðið helsta dánaror- sök Afríkubúa og nú er svo kom- ið að heilu samfélögin eru að kikna undan þessum þöglu hamförum sem hafa þegar lagt sextán milljónir manna að velli, þar af ellefu milljónir manna í Afríku sunnan Sahara. Rúmlega átta milljónir barna í Afríku hafa misst móður eða báða foreldra í helgreipar alnæmis. - HI S ellafieldmálid áfall fyrir Breta Halldór Ásgrímsson sagði eftir fnndinn með Robin Cook í gær að ljóst væri að það sem gerðist í SeUafi- eld væri mikið áfaU fyrir bresku ríkis- stjómina. Bretar vilja reyna að endurheimta traust vegna þessa máls. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með Robin Cook, utanríkisráðherra Rretlands, í London, þar sem ör- yggis- og varnarmál sem og ástandið f kjarnorkuverinu í Sellafield voru til umræðu. „Varðandi Sellafieldmálið tjáði ég Cook það að við Islendingar hefðum alltaf verið á móti þess- ari stöð og yrðum það áfram. Eg sagði honum að við værum and- vígir slíkum rekstri við hafið og teldum að það yrði alltaf hættu- legt. Cook ítrekaði að það væri þeirra stefna að halda áfram að draga úr þeirri mengun sem Áfall fyrir Breta Robin Cook benti á varðandi Sellafield að þar starfa 10 þús- und manns og að þetta samfélag væri algerlega háð þessari starf- semi. Hitt lægi ljóst fyrir að það væri í þágu Breta að sem mest traust ríkti í þessu. „Það er mér alveg ljóst að það sem gerðist í Sellafield verinu er mikið áfall fyrir bresku ríkis- stjórnina og að þeir eru að sjálf- sögðu mjög ósáttir við það sem þarna hefur gerst. Það kom fram að Cook hefur fullan skilning á ótta okkar sem búum norðan við þá. Hann sagðist vita að íslensk- ur fiskur væri mjög góður og ómengaður og því skilja ótta okk- ar og að við vildum ekki taka neina áhættu í þessu sambandi," sagði Halldór. Hann sagði að fundurinn hefði verið bæði góður og gagnlegur. Þeir utanríkisráðherrarnir hefðu Iíka rætt um öryggis- og varnar- mál og það sem er að gerast í Evrópusambandinu. Það liggi fyrir hugmyndir sem séu ásætt- anlegur grundvöllur fyrir frekara starfi og Bretar hafí heitið því að vinna mjög náið með okkur að því máli. - S.DÓH Halldórsagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands að Islendingar hefðu alltafverið á móti kjarnorkuverinu ÍSellafield og yrðu það áfram. kæmi frá stöðinni. Þeir teldu að mögulegt væri að ná því niður í núll á næstu 20 árum. Ég sagðist telja það allt of langan tíma og fór þess á leit við hann að þessu yrði hraðað. Hann sagðist myndi að sjálfsögðu gera það en hann vildi ekki vera með yfirlýsingar sem hann gæti svo ekki staðið við þótt það væru hagsmundir Brcta að gera þetta á sem skemmstum tíma,“ sagði Halldór Asgrímsson í samtali við Dag eft- ir fundinn í gær. Segj a pass við skattakröfum Atviiiniilífíð til hlés. Neitar að tjá sig. Ólík ar hugmyndir í skatta- iii álimi. Krafan um rökstuddar uppsagnir greiðir ekki fyrir. Ari Edvvald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segir að hugmyndir þeirra um skatt- kerfið í heild séu verulega frá- brugðnar þeim sem verkalýðs- hreyfingin hefur haldið á Iofti. Hann segir að atvinnulífið styðji það að skattkerfið sem tekjuöfl- un fyrir ríkið verði sem einfald- ast. Það sé því grunnafstaða at- vinnurekenda að félagsmálaþátt- urinn sé leystur á öðrum vett- vangi. Þessutan sé krafan um fjölþrepa tekjuskattkerfi fráhvarf frá staðgreiðslu sem þeim hugn- ast ekki. Neita að tjá sig Framkvæmdastjórinn segir að samtökin hafi ekki komið að um- ræðu verkalýðshreyfingarinnar um skattamál á hendur ríkinu í tengslum við gerð kjarasamn- inga. Af þeim sökum sé ekki tímabært að tjá sig um það. Þar er þess krafist að hækkun skatt- leysismarka sé í samræmi við hækkun launa og dregið verði úr jaðaráhrifum í skattkerfinu vegna tekjutengingar barnabóta. Hann segist ekki geta svarað því á þessari stundu hvort at- vinnurekendur muni styðja við bakið á verkalýðshreyfingunni í þessum kröfum á hendur ríkinu til að koma í veg fyrir að hugsan- legar launahækkanir renni að hluta til beint í ríkissjóð. Það sé vegna þess að óskir verkalýðs- hreyfingarinnar í þessum efnum muni á sínum tíma verða metnar af stjórnvöldum og þá með hlið- sjón af því útliti sem þá verði um það hvort samningar náist al- mennt á vinnumark- aðnum. Hann vill heldur eld<i tjá sig um það hvort atvinnurek- endur muni þrýsta eitthvað á stjórnvöld til svara kröfum verkalýðshreyfingar í skattamálum til að það gæti liðkað til fyr- ir gerð kjarasamn- inga. Greiöir ekki fyrir Samtök atvinnulífsins telja ennfrémur að krafa verkalýðshreyf- ingarinnar á hendur stjórnvöldum um full- gildingu á samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, ILO, númer 1 58 muni ekki greiða fyr- ir samningum. Þar er kveðið á um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki án rökstuðnings. Ari Edwald segir að þetta muni hafa f för með sér aukinn kostnað, draga úr áhuga fyrirtækja á nýráðningum auk þess sem þetta mundi bitna á sveigjanleika vinnumarkaðarins. I það heila tekið mundi þetta einna mest bitna á atvinnumöguleikum ungs fólks. Hann bendir á að örfá Evr- ópuríki hafi fullgilt þessa sam- þvkkt. Það séu fyrst og fremst ríkiíAfríku. - GRH Færeyingar veiða aftur lax í sjó Færeyingar hara fengið úthlutað 260 tonna Iaxakvóta í sjó og hafa þegar hafið veiðar. Tíu ár eru liðin síðan Færeyingar hættu að veiða villtan lax í sjó, en þá greiddi verndarsjóður villtra laxategunda fær- eyskum útgerðarmönnum sem höfðu laxveiðileyfi verulegar fjárupp- hæðir gegn því að hætta laxveiðum í sjó. Meirihluti þess lax sem Fær- eyingar veiða er ættaður frá Noregi, en einnig héðan. Alþjóðastofnunin NASCO, sem ísland á aðild að, gefur út þennan kvóta til Færeyinga, og telja þeir sem að uppkaupunum stóðu að ekki hafi tekist að ákveða kvótann í samræmi við niðurstöður vísinda- manna. Þessar laxveiðar Færeyinga muni fljótlega hafa mjög slæm áhrif á laxagengd í austfirskum laxveiðiám og þá um leið eftirspurn cftir veiðileyfum í þeim, en fjölmargir hafa tekjur af laxveiðum og sölu laxveiðileyfa fyrir austan. - GG Bamasáttmáli í möppu Þórhildur Líndal, umboðs- maður barna, afhenti í gær fyrstu eintökin af möppu er hefur að geyma Barna- sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Nemendur í 5. bekk Austurbæjarskóla voru þeir fyrstu er fengu möpp- urnar. Þær eru gefnar út hér á landi f tilefni af 10 ára afmæli sáttmálans, sem fjallar um grundvall- armannréttindi barna yngri en 18 ára. Við afhendingu mappanna var kynnt smásagnasamkeppni meðal 10 ára barna sem RÚV og Umboðsmaður barna efna til. Brýtur KSÍjafnréttisIög? Á fundi jafnréttisnefndar Akureyrarbæjar í vikunni var samþykkt að fela jafnréttisfulltrúa að óska eftir því við Jafnréttisráð að kannað verði hvort þriðja grein leikmannasamnings Knattspyrnusambands íslands brjóti í bága við jafnréttislög. I a-lið þriðju greinar leikmanna- samnings KSÍ segir: „Leikmannasamning er heimilt að gera til allt að fjögurra keppnistímabila í Landssímadeildinni og allt að þriggja keppnistímabila í 1. deild karla, en ekki í öðrum deildum karla eða kvenna.“ - HI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.