Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Endurvinnslustöðin í Sellafield. Þúsuiidir Serba mótmæla JUGOSLAVIA - Þúsundir Serba í borginni Mitrovica mótmæltu í gær skiptingu borgarinnar. Fyrr í vikunni kom til átaka milli friðar- gæsluliða á vegum Nató og albanskra Kosovobúa þegar þeir efndu til svipaðra mótmæla í borginni. I höfuðstöðvum Nató var í gær tekin sú ákvörðun að fjölga ekki strax friðargæsluliðum í Kosovo, en þeir eru nú 37.000. liins vegar var ákveðið að fækka þeim ekki heldur í bráð, eins og annars hefði orðið, en í upphafi voru um 45.000 frið- argæsluliðar sendir til Kosovo. Viðbrogðin á eina lund Halldór Ásgrúnsson segir ekki raunhæft að búast við lokun endur- vinnslustöðvarinnar. Viðbrögðin við fréttum af skjala- falsi starfsmanna endurvinnslu- stöðvarinnar Sellafield á Bretlandi hafa flest verið á eina lund. Krafist hefur verið tafarlausra endurbóta á öryggismálum endurvinnslu- stöðvarinnar, og alvarleg gagnrýni verið höfð uppi á starfsemi henn- ar. Umhverfisráðherrar Norður- landanna sendu fyrr í vikunni frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýstu alvarlegum áhyggj- um sínum af öryggismálum í end- urvinnslustöðinni. Einnig ítrek- uðu þeir gagnrýni sína vegna Ios- unar á geislamenguðu úrgangs- vatni út í hafið. Þeir kreijast þess að þeirri losun verði þegar í stað hætt. Sumir ráðherranna hafa einnig látið í Ijósi þá skoðun sína að best væri að loka stöðinni hið bráðasta. írsk stjórnvöld hafa hins vegar eindregið krafist þess að endur- vinnslustöðinni verði lokað þegar í stað, en hún stendur við austur- strönd írlandshafs sem liggur á milli Irlands og Bretlands. Orku- málaráðherra Irlands vill láta stöð- va alla starfsemi í Sellafield þang- að til breytt hefur verið um stjórn- arhætti þar. Þýska kjarnorkuverinu Unter- eweser hefur verið lokað tíma- bundið vegna falsana á gæðavott- orðum frá Sellafield, en eldnseyti þaðan hefur verið notað í verinu. Verið verður Iokað í um tvær vikur meðan skipt er um eldsneyti. Fyr- irtækið PreussenElektra, sem rek- ur karnorkuverið, sagðist í gær ætla að fara fram á skaðabætur frá British Nuclear Fuels, en svo nefnist fyrirtækið sem rekur end- urvinnslustöðina í Sellafield. Stjómvöld í Japan hafa farið fram á það að Bretar taki til baka eldsneyti frá Sellafield, en Japanir hafa árum saman notað endur- unnið eldsneyti þaðan í kjarnorku- verum sínum. Bæði Japanir og Þjóðverjar neita að taka við fleiri eldnseytisbirgðum frá Sellafield meðan öryggismál eru þar í ólestri. I gær hitti Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra svo Robert Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, að máli og sagðist við það tækifæri vilja að endurvinnslu- stöðinni í Sellafield verði lokað. En bætti reyndar við að hann teldi það ekki mjög raunhæft að búast við því. Forráðamenn endurvinnslu- stöðvarinnar viðurkenndu í lok síðustu viku að öryggismálum í stöðinni væri áfátt og að starfs- menn þar hefðu m.a. falsað örygg- isvottorð og stundað þá iðju um nokkurra ára skeið. Þessi viður- kenning kom eftir að kjarnorkueft- irlitsstofnun Bretlands birti þrjár skýrslur, þar sem bent er á þetta. Myndir af voðaverkum Rússa í sjónvarpi Gamall maður í Grosní, einn þeirra sem þurfti að hírast í kjöllurum mán- uðum saman meðan árásir Rússa stóðu yfir. Rússar segja myiidirnar falsaöax, en samt Imrfí að skoða þær betur. Fréttamaður þýsku fréttastöðvar- innar N24 tók myndir af rússnesk- um hermönnum í Téténíu vera að henda líki niður í Ijöldagröf þar sem sjá má fleiri limlest lík vafin inn í gaddavír. Breska sjónvarpsstöðin BBC sýndi myndirnar í fyrrakvöld og í gær voru þær einnig sýndar á rúss- neskri sjónvarpsstöð. Mannrétt- indasamtök og stjórnvöld á Vestur- löndum hafa krafist þess að fram fari rannsókn á því sem gerðist. Viðbrögð rússneskra stjórnvalda við birtingu myndanna hafa ekki verið á einn veg. Rússneska lcyni- þjónustan, FSB, sagði myndirnar vera falsaðar. Sama segir mann- réttindafulltrúi rússnesku stjórn- arinnar. Sergei Jastrsjemskí, aðaltals- maður rússnesku stjórnarinnar í málefnum Téténíu, sagði þó of snemmt að draga ályktanir af þess- um mvndum. Ekki komi fram á þeim hvernig Téténarnir létu lífið. Hins vegar segir hann fulla ástæðu ti! þess að skoða þessar myndir vandlega. Þýska sjónvarpsstöðin N24 vís- aði á bug öllum fullyrðinguni um að myndirnar væru falsaðar. Fréttaritari stöðvarinnar í Moskvu tók myndirnar sjálfur, en þær voru teknar í bænum Gajtí, sem er suð- vestur af Grosní. Sjálfur gaf frétta- maðurinn í skyn að rússnesku her- mennirnir, sem sjást á myndun- um, væru sjálfir ósáttir við að þurfa að vinna sh'k verk. Þess vegna hafi þeir ekki hindrað hann í að taka mvndirnar. Rússar hafa jafnan harðneitað því að stunduð séu mannréttinda- brot í Téténíu, og segja ásakanir um slíkt vera áróður úr herbúðum Téténa. Svo hittist á að í gær, sama dag og mvndirnar voru sýndar í sov- ésku sjónvarpi, kom Alvaro Gil- Robles, mannréttindafulltrúi Evr- ópuráðsins, til Moskvu þar seni hann ræddi við rússneska ráða- menn um áslandið íTéténíu. Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna sendir í næstu viku hjálparsveitir til Grosní, og verða sendir þangað tíu flutningabílar með nauðsynjavörum af ýmsu tagi. Harðir bardagar geisuðu enn í suðurhluta Téténíu í gær. Rússar gerðu meðal annars harðar árásir á Sjatoí, en þar er talið að Aslan Maskado\, forseti Téténíu, haldi sig þessa dagana, auk þess sem þúsundir íslamskra skæruliða munu staddir þar. Öryggisráðstafauir hertar vegna páfaheimsóknar EGYPTALAND - Stjórnvöld f Eg- yptalandi hafa hert til muna allar öryggisráðstafanir vegna heim- sóknar Jóhannesar Páls II. páfa, en óttast er að trúarofstækismenn kunni að gera tilraunir til að ráða páfa af dögum. Athygli vakti að tveir íslamskir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi í Egyptalandi í gær, en þeir voru hátt settir í hreyfingunni Heilagt stríð, eða Djíhad. Páfinn gerði ofbeldi í nafni trúarbragða sérstaklega að umræðuefni í ræðu sinni, og for- dæmdi slíkt athæfi. Egyptalands- för páfa er fyrsti áfanginn í ferða- lögum páfa um Mið-Austurlönd í tilefni af aldamótaárinu, en í lok mars heldur hann til Jórdaníu, Israels og Palestínusvæðanna. Páfi söng messu í Kafró í gær, en í dag heldur hann til fjallsins Síon. Betty Lou Beets tekin af lífi BANDARÍKIN - 62 ára kona, Betty Lou Beets, var tekin af lífi í Texas f gær, daginn eftir að George W. Bush ríkisstjóri og forsetafram- bjóðandi hafði rætt við hana og hlustað á tilfinningaþrungna beiðni hennar um náðun. Samtal þeirra var sýnt í sjónvarpi, en Bush hefur vart talið sig hafa efni á að náða hana því dauðarefsingar munu njóta mikils stuðnings með- al bandarískra kjósenda. Andstæð- ingar dauðarefsingar sögðu Bush þarna hafa misst af einstæðu tæki- færi til þess að sýna miskunnsemi íhaldstefnu sinnar í verki. Beets var fundin sek um að hafa myrt fimmta eiginmann sinn fyrir sautján árum. Alþióðleg nefnd í blásýnimálið Alþjóðleg nefndmeð fulltrúum frá Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, náttúruverndarsamtökunum WWF ásamt Ungverjalandi og Rúmeníu á að fara ofan í saumana á því sem gerðist þegar blá- sýrumengað vatn slapp út úr uppistöðulóni gullnámu í Rúmeníu og olli gífurlegu tjóni á lífríki árinnar Tísu og verulegri mengun í Dóná að auki. Jóhannes Páll II. Baxák ver hótanir Levys ÍSRAEL - Ehud Barak, forsætis- ráðherra Israels, varði í gær um- mæli utanríkisráðherra síns, sem hótaði Líbanonum öllu illu í ræðu á ísraelska þinginu í gær. Ummæli Davids Levys þóttu óvenju harka- leg, en meðal annárs hótaði hann líbanonskum börnum lífláti í hefndarskyni fyrir ísraelsk börn sem kynnu að láta lífið í árásum frá Líbanon. Skæruliðar úr Hisbolia-hreyfingunni skutu í gær sprengjum á bækístöðvár ísraelska hersins í Suður-Líbanon. Israels- menn svöruðu í sömu mynt, en nokkru áður höfðu fsraelskar herþotur ráðis! á bækistöðvar Hisbolla austan við hafnarborgina Tyros. Svínarækt leyfö í Tyrklandi TYRKLAND - Tyrknesk stjórnvöld hafa nú heimilað svínarækt, en fram til þessa hefur hún verið bönnuð af trúarlegum ástæðum. Leyf- ið er veitt til þess að aðlaga reglur í Twklandi að reglum Evrópusam- bandsins. Þó er gert ráð fyrir að svínakjöt, sem boðið verður til sölu í verslunum, verði haldið greinilega aðskildu frá öðru lyjöti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.