Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - S FRÉTTIR Stjórar fóru offari Skattmann klófesti 20.000 tekjulága 20% lækkun skatt- leysismarka. Tekju- skattsgreiðendum fjölgaði um fjórðung á 8 árum. Fjöldi ein- hleypinga og ein- stæðra foreldra í hópi „nýrra“ skattgreið- enda. Lækkun persónuafsláttar og skattleysismarka hefur haft það í för með sér að fjöldi framteljenda undir skattleysismörkum er nú 44,3% af framteljendum, en hlutfallið var 51,2% árið 1993. Miðað við að síðarnefnda hlut- fallið hefði haldið sér hefðu rúm- lega 14.700 framteljendum fleiri verið undir skattleysismörkum árið 1999 en raunin varð á. Þetta kemur fram í gögnum Ríkisskattstjóra. Þar kemur fram að frá árinu 1991 til ársins 1999 fjölgaði framteljendum um 19.692 eða um 10,2%. Fjölgun framteljenda yfir skattleysis- mörkum, fólks sem greiðir tekju- skatt, var á sama tíma 23.306 manns, sem er 24,4% fjölgun. Skattleysiö 16 þúsund krón- umneðar Skattleysis- mörk hafa lækkað um 16 þúsund krón- ur eða um 20,4% frá því að stað- greiðsla skatta var tekin upp árið 1988. Framreiknað til núvirðis voru skattleys- ismörkin 78.320 krón- ur árið 1988 samkvæmt neysluvfsitölu, en um 84 þúsund samkvæmt lánskjaravísitölu, en mörkin eru nú 62.320 krónur. Launamaður, sem í dag er með 78.320 krónur á mánuði, greiðir 6.140 krónur í skatt (án frádrátts á lífeyrisiðgjaldi) en hefði ekkert greitt af sambærilegri upphæð árið 1988. Nettóskatthlutfall sama launamanns hefur því vax- ið úr 0% í 7,8%. Samkvæmt útreikningum Rannveigar Sigurðardóttur hag- fræðings ASl voru um 20.600 landsmenn á tekjuhilinu 60 til 80 þúsund krónur við álagningu 1999 eða um 14% heildar- innar, þar af um 13 þúsund einhleypingar og 1.559 ein- stæðir foreldr- ar (um 18% allra ein- stæðra for- eldra). Þessir 20.600 greiða nú skatt sam- kvæmt þessu, en hefðu ekki gert það miðað við skattleysismörkin 1988. Markviss aukning skattbyröi „Við höfum vitað það í mörg ár að skattbyrðin hefur verið að aukast og að skattleysismörkin hafa rýrnað verulega," segir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins. „Það skatt- kerfi sem komið var á á árinu 1988 er ekki til lengur og það er löngu búið að rífa úr því alla þætti sem áttu að virka til sjálf- virkrar jöfnunar. I rauninni hafa ákvarðanir í sambandi við skatt- leysismörkin verið notaðar mark- visst til þess að auka skattbyrði tekjulægstu hópanna." Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir það liggja í augum uppi hverra hagsmuna stjórnvöld hafa ekki verið að gæta á síðsustu árum. „Þessar tölur sýna svart á hvítu að það hefur verið unnið mark- visst að því að rýra stöðu tekju- lægstu hópanna með skattkerf- inu. Það kemur t.d. ekki á óvart að það séu um 20 þúsund manns sem ættu að vera skattfríir sem nú borga skatt. Þótt ekki sé fjall- að um það hér gildir þessi skatt- píning líka gagnvart barnafólki sem er í mildu verri stöðu skatta- lega séð en þegar þetta skattkerfi var tekið upp,“ segir Margrét. - FÞG Hæstiréttur hefur dæmt Flugafgreiðsl- una ehf. og tvo fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins til að greiða Jóhannesi R. Guðnasyni 400 þúsund króna miska- bætur vegna ósannaðra ásakana á hann um þjófnað. Jóhannes starfaði hjá fyrirtæk- inu sem hlaðmaður við ferm- íngu og affermingu flugvéla á Keflavíkurflugvelli. I september 1994 sögðu framkvæmdastjór- arnir Jóhannesi upp starfi fyrir- varalaust. Var hann borinn sök- um um að hafa tekið varning úr farmi flugvéla ófrjálsri hendi. Óskuðu framkvæmdastjórarnir eftir Iögreglurannsókn á meint- um þjófnaði úr vörusendingum. Lauk þeirri rannsókn án þess að sannanir kæmu fram um mis- ferli. Hæstiréttur taldi að upp- sögn Jóhannesar hefði ekki ver- ið reist á nægilegum efnislegum forsendum og hefði í henni fal- ist ólögmæt meingerð gegn per- sónu hans og æru. Hefðu fram- kvæmdastjórarnir gengið fram af stórkostlegu gáleysi og var fallist á sameiginlega skyldu þeirra með fyrirtækinu til greiðslu miskabóta. - FÞG Ari Skúlason: Löngu búið að rífa úr alla þætti sem áttu að virka til sjálfvirkrar jöfnunar. Margrét Frímannsdóttir: Markvisst unnið að því að rýra stöðu tekju- lægstu hópanna. Hlaðmaður Flug- afreiðslunnar var sýknaður Sjómeim segja skýrslu pantaða Mikið hefur verið deilt um hvernig heppilegast sé að verðmyndun á sjávarfangi verði. Sjómeun segja skýrslu um kvótaþiug pantaða, eu útvegs- meim telja niðurstöð- ur ekki koma á óvart Kvótaþing hefur ekki komið í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum, og hindrar ekki við- skipti með tonn á móti tonni, eins og þeim var þó ætlað og ekki stuðlað að hækkun á aflamarki. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu dr. Birgis Þórs Runólfs- sonar sem hann vann fýrir sjáv- arútvegsráðherra urn áhrif Kvótaþings á íslenskan sjávarút- veg. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og varaformaður Sjómannasam- bands íslands, segir tilraunina með Kvótaþing hafi mistekist hrapallega. Konráð segir það góða spurningu nú af hverju hafi verið farið af stað með „apparat" sem ekki hafi gengið upp, en það hafi verið gert að undirlagi út- vegsmanna, og átt að vera lausn í kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Það eina sem eitthvað hafi komið út úr sé Verðlagsstofa skiptaverðs, hún hafi sannað sig en úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hafi ekki leyst neinn vanda. Konráð segir að Verðlagsstofa skiptaverðs verði einnig óþörf ef fallist verði á þá réttlætiskröfu sjómanna að allur fiskur fari á markað. „Það sem nú er að gerast er nálvæmlega það að þessi skýrsla er pöntuð af sjávarútvegsráðherra í þágu út- vegsmanna en ég skal ekki segja hvort þetta er innlegg ríkisvalds- ins í komandi kjarabaráttu, en samningar voru lausir 15. febrú- ar,“ segir Konráð Alfreðsson. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir niðurstöðu skýrslu um að Kvótaþing hafi ekki náð árangri, ekki koma á óvart. „Þetta voru mistök í upp- hafi, en það átti að slá á eitthvað sem kallað hefur verið kvóta- brask sem er hugtak sem er illa skilgreint, jafnvel óskiljanlegt í umfjöllun sumra. Kvótaþing hef- ur heft möguleika sumra sjávar- útvegsfyrirtækja mjög mikið. Eg er hins vegar algjörlega ósam- mála því að hér sé um pantaða skýrslu að ræða hjá dr. Birgi Þór. Eg ætla að hann sé meiri sér- fræðingur en það að hann selji heiður sinn með þeim hætti. Það skilar framþróun sjávarútvegsins engu, eru þrotin rök, ef menn ætla að ræða málin á þessum nótum. Best væri að það næðust samingar við sjómenn við samn- ingaborðið en ekki kæmi til laga- setningar eins og stundum áður,“ segir Björgólfur Jóhanns- son. Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, segir Kvóta- þing aðeins til óþurftar og það hljóti að verða Iagt niður í núver- andi mynd. Hann býst ekki við að umræður um Kvótaþing nú hafi áhrif á komandi kjaravið- ræður, markmiðinu með Kvóta- þingi verði náð með öðrum hætti. Útgerðarmenn geti hins vegar sætt sig við starfsemi Verð- lagsstofu skiptaverðs. - GG Dæmdax bætur vegna faUslvss Norðurvík ehf. á Húsavík hefur verið dæmt til að greiða starfsmanni sem féll af þaki nýbyggingar Borgarhólsskóla á Húsavík þegar hann vann við að festa kjöljárn á þak byggingarinnar þann 18. október 1995, rúmar fimm og hálfa milljón króna ásamt vöxtum frá slysadegi til 1. mars 1999 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Norð- urvík var enn fremur dæmt til greiðslu tæplega 570 þúsund króna málskostnaðar til ríkissjóðs. Maðurinn krafðist tæpra níu milljóna króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum en Héraðsdómur taldi eðlilegt að hann bæri sjálfur þriðjung sakar á slysinu en fyTÍrtækið tvo þriðju. - Hl Hagnaður hjá Guuuvöru Hraðlrystihúsið-Gunnvör í Hnífsdal var rekið með 54 milljóna króna hagnaði á nýliðnu ári. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 138 millj- ónum króna, en 24 milljónum króna árið 1998. Rekstrartekjur námu 2,7 milljörðum króna en 1,7 milljörðum króna árið 1998. Eigið fé nam í árslok liðlega milljarði króna og hafði hækkað um tæpar 500 milljónir króna milli ára, eða hartnær helmingi. Nettóskuldir fyrirtæk- isins lækkuðu um 650 milljónir króna síðustu fjóra mánuði ársins, meðal annars vegna sölu á rækjufrystiskipinu Bessa IS til Færeyja og vegna hlutafjárútboðs. Reksturinn einkenndist af erfiðleikum í útgerð rækjuskipa en góðum árangri í bolfiskvinnslu og veiðum. Aðalfundur félagsins verður haldinn 24. mars og þar mun stjórn leggja til að hluthöfum verði greiddur 8% arður. - GG Kári treystir Kristínu Kári Jónasson fréttastjóri Ríkisútvarpsins segist treysta Kristínu Jóhannsdóttir fréttaritara útvarpsins f Berlín hér eftir sem hingað til til allra góðra hluta, enda sé hún bæði heiðarleg og vandvirk. Hann seg- ist ekki efast um að hún hafi rétt fyrir sér varðandi fréttaflutning af kvikmyndahátfðinni í Berlín. Sem kunnugt er þá hefur Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri kvartað formlega við útvarps- stjóra vegna fréttaflutnings Kristínar af honum og mynd hans Myrkrahöfðingjanum sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fram fór fyrir skömmu. I framhaldi af því hefur útvarpsstjóri farið fram á að frétta- stjórinn veiti umsögn um þennan fréttaflutning. Kári Jónasson segir að fréttastofan hafi svarað að hluta þeim kvörtunum sem Hrafn hefur borið fram, en sé að bíða eftir frekari gögnum frá Kristínu og kvik- myndahátíðinni í Berlín. - GRH Kári Jónasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.