Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 9
8- LAVGARDAGVR 26. FEBRÍJAR 2000 X^MI- LAVGARDAGVR 26. FEBRÚAR 2000 - 9 FRÉTTASKÝRING L J FRÉTTIR L J Kappsfullt bam - lítil forsjá? m HJANN BJORNSSON íslenskur verðbréfa- markaður virðist vera að taka út sína vaxtar- verki. Þaukagaugur- inn er annar og meim tilbúuir að taka áhættu. Kynslóð að vaxa úr grasi sem ekki þekkir mótlæti? Ahyggjulaus ótti, seg- ir prófessor í við- skiptafræðum. Holl lexía þegar áfaHið kemur, segir ritstjóri Viðskiptablaðsins. Verðbréfamarkaðurinn á íslandi hefur verið í brennidepli undan- farnar vikur og mánuði. Tilefnið er ekki síst einkavæðing ríkis- bankanna; FBA, Búnaðarbanka og Landsbanka, fréttir af hækk- andi hlutabréfaverði, frjálsleg meðferð verklagsreglna, meint óhöf í launakjörum o.s.frv. At- byglinni var beint að markaðnum á Viðskiptaþingi Verslunarráðs í síðustu viku og meðal forvitni- legra fyrirlestra var ræða Sigurðar Gísla Pálmasonar, höfuðs Hag- kaupsfjölskyldunnar. Hann sagði íslenskan peningamarkað ekki enn hafa slitið barnsskónum. Hann væri að sumu leyti eins og þriggja ára barn, sem gæti gengið, hlaupið og gert sig skiljanlegt, væri uppfullt af orku en vissi ekki að vatn gæti bæði verið heitt og kalt. „Barnið hefur mikið kapp en litla forsjá,“ sagði Sigurður meðal annarrs. Hann tiltók líka nokkur skemmtileg dæmi um tungutak verðbréfamiðlara sem varð kveikj- an að meðfylgjandi orðalista hér í opnunni. í lagi að skulda mikið Hann sagði mikilvægt að sýna fyrirhyggju og framsýni og ekki mætti falla í þá gryfu að halda að við værum búin að ná árangri í eitt skipti fyrir öll. Hann sagði til- komu hins fijálsa markaðar hafa breytt miklu um það hvernig kaupin gerðust í eyrinni. Nú væri í tfsku að „gíra sig í botn“, skulda sem mest. „Eg var alinn upp við allt annað viðhorf. I mínu ung- dæmi þótti góð búmennska að hafa borð fyrir báru. Eg sef ekki rólegur á nóttunni, ef skuldir hlaðast upp án þess að tekjur og eignir aukist hraðar á móti,“ sagði Sigurður og bætti við að til skjal- anna væri komin ný kynslóð sem hugsaði öðruvísi. Kynslóð sem þekkti ekki mótlæti. Það væri í lagi að skulda mikið, ekkert gæti farið úrskeiðis. Hann sagði mark- aðinn hins vegar fara niður, hann vissi ekki hvenær, en þá gæti ver- ið gott að hafa borð fyrir báru. Sigurður Gísli hefur annað hvort vitað hvað væri í aðsigi eða þá að markaðurinn hafi hlustað á hans orð, því tveimur dögum eftir að ræðan var flutt tóku hlutabréf á Verðbréfaþingi að lækka í verði! Hvað um það. Erindi Sigurðar var athyglisvert og innileggið tímabært í umræðuna um fs- Ienskan verðbréfamarkað. Hann sagðist ekki vera gagntekinn af bjartsýni „krakkanna" á markaðn- um. En í hina röndina dáðist hann að þessu unga og vel menntaða fólki sem væri uppfullt af sjálfstrausti. Sennilega væri þetta fyrsta „ókomplexaða kyn- slóðin í íslandssögunni11. Unga fólkið muni klára sig af þessu en ekki án áfalla. „Það er kaldhæðn- islegt en því fyrr sem markaður- inn verður fyrir áfalli því betra.Sannleikurinn er oft þver- stæðukenndur en við skulum hafa í huga að stór uppsveiflaget- ur kallað á stóra niðursveiflu ef grunnurinn er ekki traustur,11 sagði Sigurður Gísli Pálmason m.a. á Viðskiptaþinginu. Víðar gott árferði En hvað skyldu þeir segja sjálfir sem starfa á þessum markaði, Qalla um hann eða þekkja til hans? Kannast þeir við Iýsingar Sigurðar? Við leituðum viðbragða á nokkrum stöðum og fyrstur íyr- ir svörum varð ungur verðbréfa- miðlari hjá Landsbréfum, Þor- steinn Gunnar Olafsson. Hann minnti á að undanfarin tvö ár hefði leiðin nánast aðeins verið upp á við á markaðinum, að skuldabréfum undanskildum. Margir þekktu ekki annað, líkt og Sigurður Gísli gaf í skyn. Þor- steinn sagði menn hins vegar vera misjafnlega varkára. Þeir sem fylgdust með alþjóðlegum verð- bréfamarkaði upplifðu bæði skin ogskúrir. „Arferðið almennt hefur verið gott hér á landi, ekki bara á verð- bréfamarkaðinum. Fólk er al- mennt mun bjartsýnna en áður. Atvinnulífið er fjölbreyttara og við ekki eins háð sjávarútvegi og áður. Við getum varið okkur gagnvart sveiflum sem áður fyrr gátu skipt sköpum í efnahagslíf- inu. Menn eru farnir að horfa út fyrir Iandsteinana og setja ekki fyrir sig að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum. Hugsunin í dag er ólík því sem áður var. Það er meira einkennandi um markað- inn að menn eru tilbúnir að taka áhættu. Enginn hefur brennt sig ennþá og fengið skell á þessum áhættumarkaði. A meðan svo er ekki þá er freistandi fyrir suma að ganga alltaf lengra og lengra. Kannski kemur skellurinn ein- hvern tímann, hver veit,“ sagði Þorsteinn Gunnar en taldi skell- inn ekki fyrirsjáanlegan í bráð. Hlutabréfamarkaður væri þess eðlis að sveiflast talsvert. Þessa dagana ætti sér stað ákveðin Ieið- rétting en ólíklegt að hrun sé í vændum. Hann minnti á að búið væri að spá hruni á markaðinum á Wall Street undanfarin ár en það væri ekki enn komið fram. Vaxtarverkir fylgja Aðspurður um samlíkingu Sig- urðar Gísla á peningamarkaðnum og þriggja árabarni, sem ekki vissi muninn á heitu og köldu vatni, sagðist Þorsteinn geta verið sam- mála að mörgu leyti. Markaður- inn væri vissulega ungur en hann Meðalaldur starfsmanna verðbréfafyrirtækja er ekki hár. Þetta er ung atvinnugrein sem virðist vera að taka út sína vaxtarverki, enda þroskast hratt á skömmum tíma. Deildar meiningar eru um hvort reynsluleysið sé jákvætt eða neikvætt og hvort ungir verðbréfamiðlarar þekki ekki mótlæti. hefðiengu að síður tekið út ákveðinn þroska á mjög skömm- um tfma. Fyrir tveimur árum hefði þetta verið allt öðruvísi og það sama mætti segja eftir önnur tvö ár, þegar Iitið yrði til baka. „Þetta er gríðarleg vaxtargrein í augnablikinu og auðvitað er hægt að gagnrýna hana. Þetta tekur sinn tíma og auðvitað fylgja því vaxtarverkir að taka út svo skjótan vöxt. Umræðan upp á síðkastið hefur verið þörf en hún var það kannski ekki fyrir um þremur árum eða svo. Þá var markaður- inn ekki á því stigi að svona vangaveltur væru timabærar. Eg lít á þetta sem þroskamerki, taka á málum, leysa þau og gera mark- aðinnsífellt skilvirkari og betri. Það er kappsmál allra að það ger- ist sem fyrst og best,“ sagði Þor- steinn Gunnar Ólafsson. Sama fólMð - breytt umliverfi Starfsmenn verðbréfafyrirtækja koma flestir úr viðskiptafræðinni í Háskólanum. Meðal kennara þar er Agúst Einarsson prófessor. Hann sagðist hafa góða reynslu af þeirri kynslóð sem þar væri að Ijúka námi og hefði gert síðustu misseri. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neinn mun á unga fólk- inu nú og t.d. fyrir 10 árum. Um- hverfið hefði hins vegar breyst mjög mikið. „Þetta fólk hefur lagað sig að breyttum aðstæðum og gert það mjög vel. Þeir sem eru að starfa á fjármálamarkaði eru upp til hópa betur menntaðir en var hér á árum áður. Aðalbreytingin er ekki fólkið og viðhorf þess heldur mun frekar markaðurinn sjálfur og at- vinnugreinin. Þetta hefur breyst mjög hratt. Við erum í fyrsta skiptið að upplifa alvöru fjár- magnsmarkað, nokkuð sem aðrar þjóðir hafa verið að þróa með sér í nokkra áratugi. Við slíkar að- stæður, þar sem ekki er byggt á hefðum og venjum, er eðlilegt að menn keyri útaf öðru hvoru. Eg finn samt ekki annað en að fólkið Sigurður Gísli Pálmason: „í mínu ungdæmi þótti góð búmennska að hafa borð fyrir báru. Ég sef ekki rólegur á nóttunni, ef skuldir hlaðast upp án þess að tekjur og eignir aukist hraðar á móti.“ Þorsteinn G. Ólafsson, Landsbréf- um: „Enginn hefur brennt sig enn- þá og fengið skell á þessum áhættumarkaði. Á meðan svo er ekki þá er freistandi fyrir suma að ganga alltaflengra og lengra. Kannski kemur skellurinn einhvern tímann, hver veit.“ Ágúst Einarsson, prófessor við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands: „Að agnúast út I þennan markað, tala um reynsluleysi, ungt fóik og barnaskap, er að mínu mati byggt á vanþekkingu og hefð- bundnum fordómum gagnvart nýj- um atvinnugreinum og tækifærum.“ Örn Valdimarsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins: „Það mun koma að því að markaðurinn fer niður, verður fyrir áfalli. Hvenær það gerist veit enginn. Það mun verða mörgum holl lexía og þörf." sem þarna starfar sé afskaplega vel í stakk búið til að takast á við þessa nýju og síbreytilegu at- vinnugrein. Fólk sækist eftir að starfa þarna, sækir sér framhalds- menntun á þessu sviði, og kann vel að vinna úr þessum nýju að- stæðum og læra af reynslunni," sagði Ágúst. Lært af reynsliumi Hvort hann væri sammála því að unga fólkið á verðbréfamarkaðn- um þekkti ekki mótlæti sagðist Ágúst ekki geta tekið undir það. Það vissi mætavel að verðbréf gætu hækkað og lækkað og hefði einnig lært í fræðibókunum að í upphafi nýs verðbréfamarkaðar þróuðust hlutirnir líkt og þeir hefðu gert hér á landi. Ekkert ætti að koma þvi á óvart. „Þetta er eins og hver önnur at- vinnugrein sem á sínar björtu stundir um leið og einhvern tím- ann dregur fyrir sólu. Menn læra bara af reynslunni. Aðalatriðið er að fólkið skili góðu starfi, góðum launum og framlagi til landsfram- leiðslunnar. Það er þetta fólk að gera. Hins vegar er alveg greini- legt að menn hafa ekki viðmið á tæru í samfélaginu, sem sést kannski best á þeirri launaum- ræðu sem hefur verið síðustu daga,“ sagði Ágúst ennfremur. Hefðbundnir fordómar Hann sagðist ekki sjá betur en að viðskiptafræðingar á þessum markaði væru að hegða sér í takt við fræðin sem þeim eru kennd í Háskólanum. Þeir væru að nota réttu verkfærin og skilja sam- hengið í hlutunum. Vonandi mætti það að einhverju leyti þakka kennslunni sem þeir fengju í háskólum, hér á landi sem ann- ars staðar. „Menn ættu líka að passa sig á því að vera ekki að hafa vit fyrir markaðnum. Þetta eru viðskipti sem byggjast á framboði og eftir- spurn. Ef eftirspurnin er fyrir hendi, sem og framboðið, þá finn- ur markaðurinn sér leið. Fólkið sem þarna starfar er fyrst og fremst að miðla upplýsingum og koma á viðskiptum. Framtíðar- vonirnar eru góðar, það er ásókn í viðskiptafræðina hjá okkur og sýnir að fólk hefur trú á þessum nýja heimi. Að agnúast út í þenn- an markað, tala um reynsluleysi, ungt fólk og barnaskap, er að mínu mati byggt á vanþekkingu og hefðbundnum fordómum gagnvart nýjum atvinnugreinum og tækifærum, sem ekki liggja alltaf í augum uppi og eru stund- um framandi," sagði Ágúst Ein- arsson. Á við um fleiri Orn Valdimarsson, ritstjóri Við- skiptablaðsins, hefur fylgst náið með verðbréfamarkaðnum síðast- liðin ár. Hann sagði það rétt hjá Sigurði Gísla að íslenskur fjár- málamarkaður hefði breyst mjög mikið á afar skömmum tíma og ekki enn slitið barnsskónum. Þessi lýsing ætti við um alla sem kæmu að markaðnum beint eða óbeint, ekki bara verðbréfafyrir- tækin og starfsmenn þeirra, held- ur Iíka íslensk fyrirtæki almennt, fjárfesta stóra sem smáa, opin- bera aðila og stjórnsýslu, fjölmiðla og almenning. „Hluti af þeirri öru þróun sem orðið hefur á fjármálamarkaðnum er ekki aðeins breytt viðhorf held- ur hefur einnig verkfærunum Ijölgað, ef svo má að orði komast. Þá á ég við að það hafa opnast ýmsir nýjir möguleikar í Qármögn- un viðskipta, aðferðir til að draga úr áhættu og svo framvegis. Þetta á sinn þátt í að skýra ýmsar breyt- ingar svo sem aukna skuldsetn- ingu. Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að ýmsir á mark- aðnum taki ekki nægjanlegt tillit til þeirrar áhættu sem ávallt er til staðar í fjármálaviðskiptum og að því leytinu til er ef til vill ástæða til að hafa áhyggjur af því að þess- ir aðilar séu ekki nægjanlega vel undir það búnir ef niðursveifla verður," sagði Orn. Áfallið keinur Hann sagði að orð sín mætti alls ekki túlka þannig að tilefni væri til aukinna afskipta opinberra að- ila af markaðnum. „Að undanförnu hefur gengið mjög vel á fjármálamarkaðinum eins og almennt í þjóðfélaginu og því eru margir á markaðnum sem ekki hafa kynnst af eigin raun mótlæti. Að þessu leytinu til má vel líkja fjármálamarkaðnum við þriggja ára barn. Það mun koma að því að markaðurinn fer niður, verður fyrir áfalli. Hvenær það gerist veit enginn. Það mun verða mörgum holl lexía og þörf, og það er brýnt að þegar þetta gerist verði ekki hlaupið upp til handa og fóta í einhverju óðagoti með kröfur og hugmyndir um stórauk- ið eftirlit og reglusetningu. Þegar þetta gerist þarf markaðurinn að Iæra af því, og það vel að merkja á ekki síður við um fjárfestana sjál- fa og almenning, en verðbréfafyr- irtæki og -miðlara," sagði Örn Valdimarsson. OrðatiltæM verðbréfasala Strippa: Yfirtaka fyrirtæki, eða ná stjórn á því, og hreinsa úr því öll verðmæti, selja eignir sem eru verðmætari en fyrirtækið í heild sinni. T.d. algengt í sjávarútvegi og kvótabraski. Swappa: Þegar skiptasamningar af ýmsu tagi eru gerðir á hlutabréf- um. Taka stöðu: Taka stöðu í fyrirtækjum, kaupa hluti þegar búist er við hækkunum í viðkomandi fyrirtækjum, ná skammtímasveiflu og selja síðan þegar hækkunin kemur. Gíra sig í botn: Að skulda sem mest! Taka t.d. gjaldeyrislán upp á 1 milljón og kaupa fyrir 20 milljónir. Eða taka framvirkansamning i hlutabréfum og vera með þriðjung sem veð. Tjakka upp verðið: Lyfta verði upp á bréfum með það fyrir augum að selja þau í toppi. Líta (ekki) í baksýnisspegilinn: Sölu- eða fjárfestingareftirsjá. Að hafa ekki keypt í fyrirtæki sem hækkaði mikið, eða ekki selt! Framleiðsla áætluð um 500 tonn af kjöti, sem mun vera nálægt sautján af hundraði markaðarins í dag. KjuMingabú í Skjaldarvík Stærsta kjúklingabú landsins rís hugsanlega rétt norðan Akureyr- ar. Auðbjörn Kristinsson að Hraukbæ og Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum í Glæsibæjarhreppi hafa óskað eftir því við Akureyr- arbæ að fá leigt land undir kjúklingabú í landi Skjaldarvík- ur, ofan við þjóðveg eitt, rétt norðan Akureyrar. Bæjarráð Ak- ureyrar tók málið fyrir á fimmtu- dag. Jákvætt var tekið í erindið og bæjarverkfræðingi falið að fara yfir beiðnina og gera tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu. Þeir félagar hafa í nokkurn tíma undirbúið stofnun kjúklingabús og leitað hentugrar staðsetningar, meðal annars með tilliti til þess að stutt sé í hitaveitulögn. Samkvæmt erindi til Akureyrarbæjar hafa þeir nú augastað á lóð í landi Skjaldar- víkur og segja ábúandann, Ás- björn Valgeirsson, hafa tekið já- kvætt f hugmyndina. 17% markaðarms Áður hefur komið fram í fréttum að við væntanlegt kjúklingabú skapa störf fyrir um fimmtán manns og er framleiðsla áætluð um 500 tonn af kjöti, sem mun vera nálægt sautján af hundraði markaðarins f dag. Samkvæmt áætlunum þarf allmikið land undir búið, því ætlunin er að byggja búið upp í fjórum eining- um, þannig að í það minnsta einn kílómetri verði á milli ein- inganna, það er móðurfugla- stöðvar, kjúldingaeldis, útung- unarstöðvar og sláturhúss. Með þessu er ætlunin að reksturinn verði eins faglegur og skipulegur og nokkurs er kostur og til dæmis munu starfsmenn ekki fara á milli eininga þannig að þarna verður boðið upp á „hreinna" framleiðsluferli en þekkist hérlendis í dag. Reiknað er með að framleiðsla verði kom- in á fullt um mitt næsta ár. — H1 Skípaður prestur 1 Svípjoð Séra Bolli Gústavsson, vígslu- biskup á Hólum, hefur ákveðið að skipa séra Skúla Sigurð Ólafsson, prest í ísafjarðar- prestakalli í embætti prests með- al Islendinga í Svíþjóð. Biskup Islands hafði vikið sæti og því fór séra Bolli með málið. Fimm sóttu um starfið, séra Flóki Kristinsson, séra Hannes Björnsson, séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir og séra Sigurður Arnarson, auk séra Skúla Sig- urðar. Sérstaldega skipuð hæfis- nefnd vegna vals á presti í þetta embætti komst að þeirri niður- stöðu að allir umsækjendur væru hæfir en taldi séra Skúla Sigurð hæfastan umsækjenda til Sr. Skúli Sigurður Ólafsson. að gegna stöðunni. Embættið veitist frá 1. mars. Þess má geta að Skúli er sonur Ólafs Skúla- sonar biskups. — HI Siávarútvegiiriim og landsbyggðm í Deigluimi Sjávarútvegurinn og landsbyggð- in er yfirskrift fundar sem Stefna, félag vinstrimanna, heldur í Deiglunni á Akureyri í dag klukkan 14. Reifuð verða og rædd einkavæðing fiskistofna, söfnun veiðiheimilda á sífærri hendur, staðan í sjávarplássum landsins og hinn stríði straumur til Stór-Reykjavíkur. Meðal ann- ars er fjallað um þá spurningu hvort hægt sé að snúa þróuninni við. Málshefjandi er Magnús Reynir Guðmundsson frá Isa- firði. Eftir framsögu verða al- mennar umræður og eru allir velkomnir á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.