Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 rO^ftr ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstodarritstjórí: birgir guðmundsson Framkvæmdastjórí: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK Simar: 4bo 6ioo og soo 70so Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf rítstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK) FBA og Símiim í fyrsta lagi Þegar ríkið seldi eignarhlut sinn í Fjárfestingabankanum töld- um menn sig vera að fá gott verð fyrir bankann. Síðan hefur verðmaetaaukning bankans verið gríðarleg og margir spyrja nú upphátt þeirrar spurningar hvort bankinn hafi verið seldur á undirverði. Þær upphæðir sem þar um ræðir eru vitaskuld margfaldar á við þær launaupphæðir sem stjórnendur bankans eru að fá og valdið hafa miklu uppþoti. I raun er því eðlilegra að pólitíkusar reyni að greina það ferli sem leiddi til niðurstöð- unnar um það hverjum ætti að selja, hvenær og við hvaða verði og læra af því, en að þeir hafi áhyggjur af hinum smekklausu launagreiðslum til stjórnenda. í öðru lagi Verðmætaaukning FBA hefur ekki orðið á mjög löngum tíma. Spurning um nokkra mánuði. Utskýringar um að bankinn sé metinn á ákveðnum tímapunkti og erfitt sé að meta hugsan- legt verðmæti hans á einhveijum öðrum tímapunkti í framtíð- inni eru vissulega gildar, svona almennt séð. Hins vegar vek- ur svo mikil hækkun, svo fljótt og á svo stuttum tíma eftir söl- una, efasemdir bæði um matið sem stuðst var við við söluna og ákvörðunina um að selja á þessum tíma. Spurningin er því hvort hin pólitíska hugmyndafræði einkavæðingarinnar hafi ekki rekið full mikið á eftir sölunni? 1 þriðja lagi Þessi spurning er brýn vegna þess að fleiri stórtæk einkavæð- ingaráform eru á döfinni. Landssíminn er þar á meðal og það væri daufdumbur stjórnmálamaður sem ekki staldraði við, eft- ir reynsluna af FBA. Úr óvæntri átt heyrast nú líka varnaðar- orð, en forstjóri Islandssíma minnir á það í samtali við Dag í gær að FBA hafi verið „stórt mál, en Símamálið sé risamál“. Landsíminn hefur slíka yfirburðastöðu í fjarskiptum að sala hans felur í raun í sér ákvörðun um fyrirkomulag íjarskipta í landinu til frambúðar. Slíkar ákvaðanir þarf að vanda og helst að ná sátt um. Þar dugar ekki sú nauðhyggja einkavæðingar, sem hefur verið svo áberandi síðustu misseri og einkavæðir til þess eins að einkavæða. Birgir Guðmundsson. Flensan, Beddiain og Garri Það bar til um þessar mundir að ungur sonur Garra lagðist í flensu. Og þar sem kona Garra gegnir ábyrgðarstarfi sem varðar marga miklu en Garri er veru- lega fjarri því að vera ómissandi á sínu sviði, var að sjálfsögðu ákveðið að frúin færi í vinnuna en Garri yrði heima hjá flensupilti. Og þá var að hringja í vinnuveitandann og tilkynna forföll og það var svona smá uggur í brjósti Garra vegna þess, því nýverið hafði ungur maður í Englandi, Davíð nokkur Beckham, ver- ið heima hjá sjúkum syni sínum dagpart og skrópað í vinnu. Og Davíð þessi var sektaður um hvorki meira en minna en 6 milljónir fyrir sonarumhyggjuna. Væl En Garri herti upp hugann, hringdi í bossinn og sagði si svona: „Já, hérna hvað ég vildi sagt hafa. jú, hann sonur minn er með flensu og ég hafði hugs- að mér að dvelja við sjúkrabeð hans í dag. Hvað hyggstu nú, minn elskaði yfirmaður og leið- togi, draga mikið af kaupinu mínu fyrir að mæta ekki í dag?“ - Nú, það verður varla undir 6 milljónum. Það er svipað mál í gangi í Bretlandi sem hefur stefnumarkandi fordæmsgildi fyrir fyrirtæki í Evrópu og við verðum að fylgja þróuninni, Garri minn, annars sitjum við eftir í samkeppninni. - Sagði bossmann. Garri bar sig heldur aumlega við þessu tíðindi og sagði að ef hann þyrfti að borga 6 milljónir í sekt fyrir flensuvaktina yfir syninum, þá yrði hann að láta dótturina hætta í Versló, þar V. sem rekstrarútgjöld dóttur þar væru ekki undir hálfri milljón á mánuði. „Er þetta ekki of mikið, ó þú aðdáunarverði yfirmaður, og er eðlilegt að taka mið af því sem forríkir feður eru að borga í sektir í útlöndum?", spurði Garri og var farinn að væla. Alþjóðlegt við- skiptaumhverfi Og þá hélt forstjórinn ræðu: „Sjáðu nú til Garri minn, þú skilur ekki frekar en aðrir launamenn lögmál hins alþjóðlega við- skiptaumhverfis, ekki einu sinni þó þið hafið lýsandi dæmi beint fyrir framan nefið á ykkur. Hversvegna heldur þú að for- stjórar FBA hafi 20-30 milljónir á ári? Ef miðað væri við aðstæð- ur á vinnumarkaði á íslandi ein- göngu þá væri þarna á ferðinni taumlaus græðgi, siðleysi, ábyrgðarleysi, skeytingarleysi um þjóðarhag og gott ef ekki guðleysi einnig. En svo er auðvitað ekki. Þessi laun taka mið af alþjóðlegri samkeppni um stjórnendur í peningakaupafyrirtækjum og því eru þau eðlileg og sann- gjörn. Og heimildarákvæði feðra til að vera heima hjá sjúk- um sonum sínum er einnig al- þjóðlegt fyrirbæri, þannig að ef enskur pabhi þarf að borga 6 milljónir fyrir slíkt, þá verður þú, Garri minn, að greiða sömu upphæð.“ Sagði bossinn og sannfærði Garra. Sem auðvitað kvaddi grátandi son sinn að bragði og hentist af stað í vinnuna þar sem hið alþjóðlega viðskiptaum- hverfi beið hans með opinn faðminn. — GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Sælt er hverri þjóð / að eiga sægarpa enn..., var ort áður en fiskislóðin var gefin nokkrum fjöl- skyldum og takmarkaðar auðsupp- sprettur dreifðust um samfélagið, nokkuð ójafnt, en dreifðust samt. Þá var álitið að sjómennirnir legðu nokkuð til reksturs samfélagsins og væri það þakkarvert. Nú eru sjómannaskólar tómir en nokkrir viðskiptaháskólar teknir viö og fer hluti af kennslu eins þeirra fram í stærsta samkomusal þjóðarinnar. Samt komast færri að en vilja í faktúrufræðin. En sælust er samt þjóðin með þá aflamenn sem nú róa á þau mið sem fengsælust eru. Eins og allir reikningsgiöggir menn vita skapa fjármálastofnanir og peningahluta- félög auðinn. Ofurvextir og van- skilagjöld streyma inn í tölvukerfi þeirra, eins og Islandssíldin í næt- urnar þegar auðurinn var sóttur út á Grímseyjarsund. Samt eru vænt- ingar og bjartsýni helsti hvatinn að Sælt er hverri þjóð að eiga gróðagarpa eim þeim hagnaði sem gróðagarparnir hampa framan í þá sem fúsir eru til að leggja fé í hlutabréf sem hækka með rykkjum og skrykkjum í verði til eilífðarnóns. Svoleiðis auðmyndun kall- ar Margreir Pét- ursson, verð- bréfasali, „meira- fíflsaðferðina", sem byggist á því að kaupa hluta- bréf á yfirverði, sem reiknað er með að hægt verði að selja enn meira fífli í fram- tíðinni á enn hærra verði. Audmenn vitna Að aflokinni sýningu á gleðileikn- um „Aðalfundur Framkvæmda- banka atvinnulífsins FBA“ hófust nokkrar umræður um hvernig þeir sem þar stóðu í sviðsljósinu fóru með rullur sínar. Þar fóru nokkrir hálaunamenn og auðkýfingar á kostum. Þeir voru sammála um að stjórnunarstörf og bankarekstur á íslandi séu stórlega vanmetin. Víglundur, Magnús og Pétur voru látnir vitna í ríkisfréttum, eins og venjulega, og telja þeir mikla gæfu að þjóðin skuli fá að njóta hæfileika og menntunar allra hinna frábæru stjórnenda sem skapa auðinn í bönkum og verð- bréfafyrirtækjum. Eru þeir síst oflaunaðir fyrir aftrek sfn, þar sem erlendar fjármála- stofnanir ganga með grasið í skón- um á eftir snillingunum til að lokka þá til sín með gylliboðum um enn betri kjör. Þeir sem vitið hafa meira Það er föst regla hjá ríkisupplýs- ingunni að kalla Jóhönnu til hvenær sem henni þóknast að hneykslast á sanngjörnum kjörum hinna útvöldu. Hún er alltaf jafn nýhissa á hvað bankamenn gera það gott. En hvað hún og aðrir þingmenn hafa til mála að leggja skiptir engu máli. Alþingi er búið að afsala sér öllu valdi yfir efnahagsmálum og látið það í hendurnar á þeim sem vitið hafa meira, og una þeir við Austur- völl glaðir við sitt á meðan Kjara- dómur sér um að þeir njóti nota- legrar framfærslu. Þegar þeir af- henda ríkisbankana fyrir slikk, eru þeir Iostnir töfrasprota og marg- faldast að verðgildi á nokkrum vik- um. Svo er okkar dýrmætu gróða- görpum fyrir að þakka og verður þcim aldrei oflaunað fyrir þær fórnir að leyfa íslensku þjóðinni að njóta starfskrafta sinna. Hvaða lag værí besta framlag íslendinga í Eurovisionþetta áríð? (Lagiðveríkir valið í kvöld í símakosningu í þættinum Stutt í spunann í Sjónvarp- inu.) Geirmundur Valtýsson tónlistamiaður. „Það eru tvö lög sem koma til greina, að mínu mati. Það er annars- vegar lag Sverris Storm- skers, Sta sta stam, sem Halla Vilhjálmsdóttir syngur. Og hins vegar lagið Hvert sem er sem þau Einar Ágúst úr Skítamóral og Telma Ágústsdóttir, dóttir Gústa í Ríó, syngja. En ég ætla þó að veðja á síðara lagið, enda er það gríp- andi Eurovisionlag sem ætti að virka vel og vera öllum til sóma." Pétur Kristjánsson tónlistarmaðurog útgefandi. „Eg hef heyrt tvö af þessum lögum, það er lag Sverris Stormskers og annað tveggja laga Valgeirs Skagfjörð, það er lagið Barnagæla sem Guðrún Gunnarsdóttir eiginkona hans syngur. Lag Valgeirs var tvímæla- laust betra og kemur þar til frá- bær söngur Guðrúnar og einnig melódfan, sem er mjög góð. Síð- arnefnda atriðið er tvímælalaust það mikilvægasta í góðu Euro- visionlagi.“ Eyjólfur Kristjánsson tónlistamiaður. „Því miður er ég ekki búinn að heyra nema eitt laganna fimm, það er lagið með Sverri Storm- sker. Og það verður að segjast einsog er að oft hef ég áður heyrt betri lög eftir Sverri en þetta. Frómt frá sagt er ég miklu hrifnari af Sverri sem lagahöfundi en persónu. En al- mennt talað þá þarf gott Eurovisionlag að vera grípandi slagari sem aihylgi fólksins fang- Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og útvarpsmaður á Rás 1. „Því miður hef ég bara heyrt tvö af þessum lögum sem komin eru fram, það eru lög Valgeirs Skagfjörð; Barnagæla sem Guðrún kona hans syngur og Söknuður en það lag er sungið af Páli Rósinkrans. Bæði þessara laga þótti mér falleg og frambærileg. En annað get ég sagt þér, að annað hvöld verð ég límd fy'rir framan sjón- varpstækið að fylgjast með þess- ari skemmtilegu keppni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.