Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000- 25
LÍFIÐ í LANDINU
alþjóðlegan markað?
„Eina skiptið sem ég hef ver-
ið sannfærður um að búið væri
að uppgötva mig sem leikstjóra
á stórum markaði var á kvik-
myndahátíð á Indlandi.
Klukkutíma fyrir sýningu gekk
ég að kvikmyndahúsinu og sá
gífulega langa biðröð. Ég velti
því fyrir mér hvort allir þessir
Indverjar væru raunverulega
komnir til að sjá mynd eftir
mig. Enginn virtist tala ensku
en loks rakst ég á mann sem
þreif í mig, benti á stórt plakat
af myndinni og sagði hrifinn:
„Naked blonde, naked blonde."
Ég spurði hann hvort þetta
væri íslensk mynd. „No, no,
naked blonde, naked blonde,"
svaraði hann. Þá sá ég að í
þessari feiknlöngu biðröð voru
eingöngu karlmenn.
A Indlandi sleppur enginn
mynd þar sem kynin snertast
framhjá kvikmyndaeftirliti. I
þessari mynd snertust ekki
kynin, heldur sér lítill strákur
unga konu baða sig. Myndin
hafði sloppið í gegnum ritskoð-
un og sló í gegn á Indlandi
vegna þess að það spurðist út
að þar væri „naked blonde".
- Ertu ekki nokkuð gefinnfyr-
ir að sýna naktar konur í mynd-
um þt'num?
„Ekkert fremur en nakta
karlmenn. Annars er ég orðinn
mikill femínisti í seinni tíð,
kannski vegna þess að ég á
þrjár dætur. Innst inni hef ég
trúlega alltaf verið femínisti.
Framleiðandinn minn Bo Jon-
son heldur því fram að I
skugga hrafnsins og Myrkra-
höfðinginn séu femíniskar
myndir og þær amerísku konur
sem keyptu Myrkrahöfðingjann
fyrir Bandaríkjamarkað eru
sannfærðar um að hún sé há-
femínísk."
- Þú hefur verið gagnrýndur
nokkuð fyrir ofheldi í myndum
þt'num.
„Menn gagnrýna ekki íslend-
ingasögurnar fyrir ofbeldi en
margar þessara mynda gerast í
sama andrúmi. Ef þú bærir
myndirnar saman við íslend-
ingasögurnar sérðu að ofbeldið
er ekki mikið samanborið við
þær. Ef þú fjallar um fyrstu
ástina kemstu sennilega ekki
hjá því að sýna nekt og ef þú
fjallar um fyllibyttu verðurðu
að sýna flösku og brennivín.
Það fer eftir yrkisefninu hvað
er sýnt. Ég hef ekki meiri
áhuga á ofbeldi og nekt en
öðru, en þetta tvennt hefur
stundum verið hluti af sögu-
efninu, því sem fleytir sögunni
áfram. En ég hef gert myndir
sem engin nekt er í, ég hef gert
myndir þar sem er engin kona
og ég hef gert myndir þar sem
er ekkert ofbeldi.“
- Eru það þér ekki mikil von-
brigði hvað aðsóknin hér á landi
að Myrkrahöfðingjanum er litil?
„Eitt sinn var Oðal feðranna
úthrópað fyrir mannfyrirlitn-
ingu og ofbeldi, Hrafninn flýg-
ur var kölluð þriðja flokks
kúrekamynd full af kvenfyrir-
litningu, Vandarhögg var kölluð
sjúk klámmynd, - það tíðkast
gjarnan breiðu spjótin í um-
fjölluninni, þegar eitthvað er
sagt, sem allir vissu ekki áður.
Einhverjir húmoristar gerðu að
aðalatriði að í Myrkrahöfðingj-
anum væri yfirþyrmandi hroða-
legt ofbeldi þar sem étin væru
kynfæri. Slík umfjöllun fælir
trúlega áhorfendur frá. Utlend-
ingar hafa hins vegar ekki séð
þennan voðalega hrylling í
Myrkrahöfðingjanum, svo ég
viti.“
- Ertu sáttur við tslenska
kvikmyndagerð?
„Ég vildi sjá meiri áherslu
Iagða á raunverulegt höfundar-
verk í íslenskum kvikmyndum.
Margar af þeim myndum sem
hafa verið gerðar síðustu árin
eru mjög vel kvikmyndaðar
skreytingar á vinsælum bókum.
Þær eru að litlu leyti kvik-
myndahöfundarverk, bæta að
minnsta kosti engu við það sem
bækurnar hafa ekki þegar sagt
og gerast í öruggri fortíð.
Kannski er helsti vandi Kvik-
myndasjóðs að í úthlutunar-
nefnd situr fólk sem hefur
mest vit á fagurbókmenntum
og á að taka afstöðu til kvik-
myndahandrita. Kvikmynda-
handrit er ekki Iitteratúr. Ekki
frekar en teikning að húsi er
ekki hús. Það er auðvitað
miklu öruggara fyrir slíkt fólk
að veðja á kvikmyndahandrit
sem byggja á bókum sem aðrir
eru búnir að segja þeim að séu
góðar. Mér sýnist þessi þróun
verið að aukast undanfarið.
Maður hefði viljað sjá meira af
raunverulegum frumsömdum
kvikmyndum.
Besta mynd Friðriks Þórs
finnst mér vera Skytturnar, því
þar er hann að verki algjörlega
sem kvikmyndahöfundur. Og
ein af mínum uppáhaldsmynd-
um íslenskum er Nýtt líf eftir
Þráin Bertelsson. Hún er frum-
leg og sýnir á skemmtilegan
hátt ákveðinn kafla í atvinnu-
sögu þjóðarinnar sem nú er
horfinn. Kristín Jóhannesdóttir
er frábær leikstjóri. Hún er
kvikmyndahöfundur, en hefur
ekki gert mynd í óratíma. A
meðan þessi eltingarleikur við
vinsælar bækur og ofvaxin
rokkvídeó, stendur yfir, sér
maður fólk eins og Þráin og
Kristínu vera verkefnalaus. Það
„Einhverjir húmoristar
gerðu að aðalatriði að í
Myrkrahöfðingjanum
væri yfirþyrmandi
hroðalegt ofbeldi þar
sem étin væru kynfæri.
Slík umfjöllun fælir trú-
lega áhorfendur frá. Út-
lendingar hafa hins veg-
ar ekki séð þennan
voðalega hrylling í
Myrkrahöfðingjanum,
svo ég viti.“
er synd því þau eru hvort fyrir
sig mjög sérstakir leikstjórar."
Trú á erfðaefnið
- Áttu þér draumaverkefni?
„Einhvern tímann á æskuár-
um fæddust innra með mér
einar fjórtán myndir. Ég hef
gert átta af þessum fjórtán
myndum og veit ekki hvort mér
endist aldur, heilsa og tími til
að^era hinar sex.
Ég á eftir að gera unglinga-
mynd. Hún er reyndar fulltil-
búin í höfðinu. Ég á líka eftir
að gera mynd um íslenska
þorpið gagnvart einhvers konar
náttúrukatastrófu, eins og til
dæmis snjóflóði, eldgosi eða
sjávarháska.
Einnig er eftir mynd sem
sækir innblástur í Islendinga-
sögurnar, hefst í fjörunni eftir
Flóabardaga. Ég sé alltaf fyrir
mér þessa fjöru þar sem skipa-
floti landsmanna liggur brotinn
ogþá föllnu rekur á land.
Eg á eftir að gera mynd sem
hefur að bakgrunni baráttu
föður míns; feiknalega sterka
lífsreynslu fólks sem kom frá
Ungverjalandi til Islands árið
1956. Faðir minn var þá fram-
kvæmdastjóri Rauða krossins,
fór til Ungverjalands og kom
aftur á Þorláksmessu með
þetta fátæka fólk. Fyrir vikið
var hann kallaður „hvíti þræla-
salinn" á síðum Þjóðviljans og
fólkið var í langan tíma lagt í
einelti af vissum hópum þjóð-
ernissinnuðum öfgahópum. I
þessu efni er bíómynd sem
sparkar undir belti og mér
finnst stundum að sé að koma.
Ég man alltaf þessi jól árið
1956 og hvað ég var reiður sem
barn út í það að jólin leystust
nánast upp. Mér fannst flótta-
fólkið hafa rænt mig jólunum.
Ég skildi ekki þvílíkur hugrekk-
is- og hugsjónamaður faðir
minn var, en ég lærði að meta
það þegar frá leið og gerði mér
þá grein fyrir því að ég hafði
eignast besta föður sem nokkur
maður hefði getað fengið.“
- Hvenær voru erfiðustu tt'mar
þínir t kvikmyndagerð?
„Ég Iifði afar erfiða tfma í
kringum Hrafninn flýgur. En
ég var svo lánsamur að Ingmar
Bergman uppgötvaði þá mynd
og það varð til þess að hún var
gerð að mynd ársins í Svíþjóð,
seldist víða um heim og ég
komst út úr hrikalegu gjald-
þroti þar sem átti að fara að
selja ofan af báðum foreldrum
mínum sem höfðu gengið í
ábyrgð fyrir mig.“
- Hvernig leið þér á þeim
tíma?
„Ég var svo örvæntingarfullur
að ég fæ höfuðverk bara við að
hugsa um það. Ég íhugaði í
raun og veru að kaupa mér háa
Iíftryggingu og láta mig hverfa.
En svo fór ég á kvikmyndahátíð
til Indlands og þegar ég sá
neyðina á Indlandi urðu öll
mín vandamál lítilfjörleg miðað
við þann hrylling og vanda sem
ég sá annað fólk berjast við. Að
verða gjaldþrota á Islandi var
bara eitthvert grín miðað við að
liggja holdsveikur í götunni á
Indlandi.
Mér finnst eftir á að hyggja
næstum því eins og það hafi
verið eins konar handleiðsla að
ofan, að kvikmyndahátíðin í
Delí á Indlandi skyldi hafa
uppgötvað Hrafninn flýgur og
boðið mér á kvikmyndahátíð
þegar ég var að gefast upp í
sjálfsvorkunn og hélt að öll
vandamál heimsins væru mín, -
það var högg og um leið hand-
leiðsla, ef handleiðsla er til á
annað borð. I framhaldi af
þessu sló Hrafninn flýgur í
gegn.“
- En leiðist þér ekkert að vera
jafn umdeildur og þú ert?
„Ég fékk að mörgu leyti gott
hugmyndafræðilegt uppeldi.
Faðir minn sagði snemma við
mig þessi orð sem hafa fylgt
mér: „Ef þú ætlar að verða
listamaður og gera eitthvað
sem skiptir máli þá skaltu búa
þig undir að verða mjög um-
deildur. Ef þú ert ekki um-
deildur, þá ertu að gera establ-
ismentinu til hæfis og slík list
hefur aldrei skipt máli. Það er
með þá list eins og veggfóðrið,
það er veggfóðrað yfir það
veggfóður eftir nokkur ár þegar
annað mynstur kemst í tísku.
En ef þú ert að búa til lista-
verk, þá ertu að búa til verk
sem hanga algjörlega sjálfstæð
og verða hengd yfir nýtt og nýtt
tískuveggfóður."
Þegar ég átti í sem mestum
fjárhagslegum erfiðleikum hér
á árum áður hefði ekkert verið
auðveldara fyrir mig en að
byrja að gera auglýsingar til að
bjarga fjárhagnum. Það vantaði
ekki að félagar manns margir
vildu rétta manni hjálparhönd
og fá manni slík verkefni, en
það vildi ég ekki. Ég hugsaði
með mér að ef ég byrjaði á því
myndi ég aldrei losna.“
- Nú trúa allir á eitthvað, á
hvað trúir þú?
„Ætli ég trúi ekki á erfðaefn-
ið sem ferðast stöðugt frá móð-
ur til afkvæmis. Mér finnst
heillandi hugmynd að erfðaefn-
ið lifi eigin lífi og sé í sífelldri
tilraunastarfsemi. Noti okkur
mannfólkið til að experimenta.
En aðailega trúi ég á fólk með
gott hjartalag. Ég hef miklu
meiri trú á því en hugmynda-
kerfum eða pólitískum lausn-
um.“
„Annars er ég orðinn mikill femínisti í seinni tíð, kannski vegna þess að ég á þrjár dætur. Innst inni hefég trúlega alltaf
verið femínisti."