Dagur - 04.03.2000, Side 11

Dagur - 04.03.2000, Side 11
 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 27 MATARGA71Ð Bolludagurinn er á mánudag. Sá siður að halda upp á hann í föstubyrjun hér á íslandi er um það bil aldargam- all. Hann er talinn hafa borist hingað frá Dan- mörku eins og fleira gott í bakkelsismálum. Bolludagurinn er tilhlökkunar- efni flestra. Þá úða menn í sig bollum, hver sem betur getur og margir taka forskot á sæluna og byrja um helgina. Margar hús- rnæður (og eflaust húsfeður líka) kjósa að baka sínar bollur sjálfar/ir enda mun hagkvæmara en kaupa þær tilbúnar. Mikið annríki er þó hjá bökurum landsins þessa helgi. Einn þeirra er Þorvaldur Borgar Hauksson bakari hjá Bjömsbakaríi á Sel- tjarnarnesi. Þótt hann sé með tröllauknari uppskriftir í bakarí- inu en gengur og gerist í heima- húsum þá var hann ekki í vand- ræðum með að laga þær að þörf- um þeirra sem vilja spreyta sig í heimabakstri og miðla okkur hugmyndum að nokkrum mis- munandi fyllingum. Þorvaldur gaukaði lfka að okk- ur smá sögu og við látum hana flakka hér: Arið 1926 veitti Björnsbakarí viðskiptavinum sínum verðlaun fyrir að geta upp á hversu marg- ar bollur mundu seljast á bollu- daginn það árið. Átta peninga- verðlaun voru í boði, frá 25,- kr. niður í 5.- kr. Glögg kona sem hlutskörpust varð giskaði á 20.840 og reyndin varð sú að 20.830 bollur seldust. Þarna skeikaði aðeins 10 bollum og hin getspaka frú varð að sjálf- sögðu 25 krónum ríkari. Hér koma svo uppskriftirnar: Vatnsdeigsbolliir 4 dl vatn 160 gr. smjör 240 gr. hveiti _____________5-6 egg___________ hnífsoddur af salti Bræðið smjörið og yljið mjólkina. Gerið er sett út í þurrefnin og þeim blandað saman við vökvann. Eggin sett síðust. Hrært vel og hnoðað létt. Látið standa í tuttugu mínútur og lyfta sér. Hnoðað upp aftur og mótaðar bollur sem látnar eru lyfta sér vel áður en þær eru bakaðar í 180 gráðu heitum ofni í 8 -12 mín- útur. Vatn og smjörlíki er soðið saman og hveitinu með salti bætt út í pottinn. Hrært vel þar til degið losnar við pott og sleif. Þá er degið kælt og eggjunum bætt £ einu og einu í senn þeytt vel á rneðan. Degið er sett í sprautupoka og sprautað á plötu sem bökunar- SænskarbolliiT 100 gr smjör eða sjörlíki 3 dlmjólk 1 bréf þurrger 1/2 salt 1 dl sykur 1 egg pappír hefur verið breiddur á. Bakað í 200 gráðu hita í 20 -30 mínút- ur. Varast skal að opna ofn- inn meðan á bakstri stendur, að minnsta kosti ekki fyrstu 10 mínúturnar, því þá er hætt við að bollurnar falli. Gerbollur 1 kg. hveiti 2 dl mjólk _____________2 egg 300 dl vatn 1 tesk. salt 100 gr sykur 100 gr ger kardimommudropar 1/2 tesk. hjartarsalt 1 kg hveiti Bræðið smjör- ið og hellið mjólkinni í. Velgið upp £37 gráður. Hveiti, þurrgeri, sykri, salti og hjartar- salti blandað sam- an og það sett út £ vökvann, eggjunum blandað £. Hrært og hnoðað. Látið lyfta sér f hálftfma. Síðan eru bollurnar mótaðar og settar á plötu. Látnar lyfta sér vel und- ir hreinu viskastykki. Bollurnar bakaðar í 8-10 mínútur í 180 gráðu heitum ofni. Svfar borða bollurnar, eða „semlorna" eins og þeir nefna þær, með möndlumassa inni í ásamt rjóma og strá flórsykri yfir eða setja glassúr. Ostabollur 900 gr hveiti (Fimm stjörnu hveiti frá Kornax) 6 dl vatn (hitastig ca 37 gráður) 1 tsk. sykur 2 tsk. salt 1 dl olía (bragðlaus) 50 gr pressuger (Fæst í Fjarðarkaupum Hafnarfirði) eða 1 bréf þurrger ca 1/2 -1 bolli rifinn ostur Vatn, sykur og ger sett saman í skál. Ef notað er þurrger má vatnið vera örlítið heitara. Látið freyða. Setjið hveiti og salt sam- an við, hnoðið saman og bætið olíunni síðast saman við. Hnoðið vel. Látið lyfta sér þar til degið hefur tvöfaldast að rúm- máli. Hnoðið aftur og skiptið í ca 20 bollur. Dýfið hverri bollu ofan í rifna ostinn. Látið boll- urnar lyfta sér á plötu í ca 20 mfnútur. Bakið við 200 gr. miðjum ofni í 15 - 20 mínútur. Þessar eru boiðaðar með smjöri. Fyllingar Sherryíylling Gott er að þeyta saman eggja- rauður og púðursykur í jöfnum hlutföllum. Bæta við ögn af sherryi og mylja makkarónukök- ur út f. Blanda svo saman við þeyttan rjóma. Sólbeijafylling Einnig fæst góð fylling með því að setja sólbeijasultu út í þeyttan rjóma. Gæta þess þó að gera það varlega og hræra með sleif en ekki þeyta. Karamellufylling Núggat brætt og kælt, þó ekki meira en svo að hægt sé að hella því út f rjóma. Vanillufylling Upplagt er líka að nota kaldan búðing í fiyllingarnar, t.d. vanillubúðing. Bæði má nota duftið beint út í þeyttan rjóma og einnig er mjög gott að búa til búðinginn, setja sultu í botn bollunnar , búðinginn þar ofan á og rjóma efst áður en lokinu er skellt á. Ekki má svo gleyma því ' sem sett er ofan á, þar getur verið um að ræða bæði þurran flórsykur, brætt súkkulaði eða glassúr úr flór- sykri, kakói, smá smjöri og heitu vatni. Þorvaldur segir mörg handtök liggja í gerð einnar bollu frá því skrúfað er frá kran- anum og vatnið sett í pott þar til bollan er komin á borð með fyll- ingu og súkkulaði ofan á. „Ég held menn mundu borða bollurnar með meiri lotningu ef þeir vissu hvaða vinna liggur á bak við þetta. Vona bara að allir geti borðað bollur og fíli það al- veg í botn,“ sagði Þorvaldur að lokum. GUN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.