Dagur - 04.03.2000, Síða 19
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 - 35
T>gptr_
í nær fjóra áratugi
hefur trésmiðurinn
Helgi Hóseason
barist fýrir því að fá
skírnarsáttmála
sinn við „Himna-
feðgana" ógildan
og fá það staðfest
með skráningu í
þjóðskrá. Yfirvöld hafa ekki
treyst sér til að verða við þess-
um kröfum eða að minnsta
kosti ekki fundið leið til þess.
Hér segir frá afgreiðslu dóm-
stólanna í þessu sérstæða
mannréttindamáli.
Friörik Þóp
Guömundsson
skrifar
Baráttusaga Helga Hóseasonar er löng og
flókin og hér aðeins stildað á stóru. Nefna
má þó að yfirvöld hér á landi létu alveg
eiga sig að höfða mál gegn Helga, þótt
tœldfærin hafi ekki vantað eftir skyraustur-
inn á forseta landsins, biskup og þingmenn
(1972), tvær atlögur að stjórnarráðinu með
tjöru (1974) og ryðvarnarefni (1981),
rúðuhrot í þinghúsinu (1976) og fleira,
svosem svokallað guðlast.
Um 1962 fór Helgi fyrir alvöru að berjast
l\rir ónýtingu skírnarsáttmála síns, en við-
ræður og bónferðir til presta og biskups
skiluðu engu; þeir sögðust ekki gcta ógilt
sáttmála sem væri milli einstaklings og
guðs. 1 desember 1964 ákvað Helgi að
reyna dómstólaleiðina og stefndi biskupi
íslands. Málið var tekið fyrir af Magnúsi
Thoroddsen yfirborgardómara, eftir að Sig-
urhjörn biskup hafði hunsað sáttafund.
Klárkar hlýði landslögum
Helgi gerði þær kröfur í málinu að „herra
biskupinn hlutist til um, svo fljótt sem
kostur er á, að sáttmála þeim, er gerður var
við skírn mína og fermingu, verði rift,
þannig að Ijóst sé, að um fullkomna aftur-
köllun sé að ræða á því heiti, sem ég var á
sínum tíma látinn vinna við skírn mína og
síðar fermingu, og um grun sé gert, að
nafn mitt sé ekki tengt Jehóva lengur. Þar
sem ég tel mig skipta þetta miklu máli, en
mér hefur verið synjað um alla leiðrétt-
ingu, þetta varðandi, tel ég mig tilneyddan
að fara þessa leið til að ná þeim rétti, sem
ég tel mig ótvírætt eiga samkvæmt stjórn-
F/RIR MOÐSKRARWÆTTING SINN
ÞJÓFNAÐ DÓHAFÁRIÐ
RÍÖ BORGÍ REIKNING MINN
RÍKINU ÞETTA ÁRIÐ
Helgi Hóseason
mótmælir. Aldrei
fannst það
„skýrsluform“
sem gerði það
kleift að ónýta
skírnarsáttmála
hans.
Sáttmálinn
óhagganlegi
arskrá vorri".
Biskupinn hvorki mætti í dómsal né
sendi einhvern fyrir sig. Magnús var ekki
lengi að dæma: „Sakarefni þetta er þess
eðlis, að það heyrir ekki undir lögsögu
dómstóla. Ber því að vísa máli þessu frá
dómi“. Helgi áfrýjaði til Hæstaréttar, en
þar var niðurstaðan hin sama í febrúar
1965 og kemur fram að biskupinn hafi
hvorki sent greinargerð né haft uppi kröfur.
I greinargerð með málinu til Hæstaréttar
sagði l lelgi: „I Kirkjurétti er tekið fram, á
skilmerkilegan hátt, að þegar Islandslög og
Himnalög stángast á, eigi klárkar að halla
sér frá Himnafeðgum sem snöggvast og
hlýða landslögunT.
Ilelgi leitaði til Mannréttindadómstóls
Evrópu og skírskotaði til 9. greinar Evr-
ópusáttmálans um trúfrelsi, en menn þar
töldu að engin mannréttindi hefðu verið
hrotin og vísuðu málinu frá.
Fölsun og stjómarskrárbrot
1 felgi ákvað að reyna aðra leið; hann
stefndi Magnúsi Jónssyni ráðherra Hag-
stofu íslands og gerði þær kröfur að Magn-
úsi yrði gert „að viðurkenna á formlegan
hátt fyrir hönd ríkisvaldsins ónýtingu stefn-
anda á skírnarsáttmála með því að láta skrá
hana í þjóðskrána".
Kröfur sínar rökstuddi Helgi m.a. með
því að í fa'ðingarskýrslum Hagstofu íslands
væri bókað nafn stefnanda og skírnardagur.
„Sé nú ekki einnig ritað í þessa persónu-
heimild stefnanda, að skírnin sé ónýtt, sé í
fyrsta lagi um fölsun að ræða, í öðru lagi
séu þá brotin á stefnanda ákvæði í stjórnar-
skrá og í þriðja lagi sé stefnandi settur skör
lægra en aðrir, sem þar séu skráðir skírðir
og óskírðir".
Ráðherran hafði hvorki fyrir því að mæta
á sáttafund eða í dómssal, né senda full-
trúa eða plögg, þótt honum væri löglega
stefnt. Auður Þorkelsdóttir horgardómari
vísaði málinu frá dómi, en gerði ráðherra
að greiða málskostnað og ómarkslaun í
ljósi þess að hann hefði ekki mætt.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðuna f jan-
úar 1968. Helgi reyndi enn Strassborgar-
leiðina, en aftur var erindi hans vísað frá.
Helgi flutti öll mál sín sjálfur, enda þorði
enginn lögmaður að taka svona mál að sér,
nema hvað Pétur Þorsteinsson aðstoðaði
Helga nokkuð í blábyrjun.
Einskonar „sáttatilraun“
Eitt er að ónýta skírnarsáttmála og annað
að fá það skráð f þjóðskrá og ákvað Helgi
nú að framkvæma sjálfur fyrri hlutann.
Hann fór f guðþjónustu í Dómkirkjunni í
október 1966, meðtók oblátu hjá séra Jóni
Auðuns, en Iét í lófa sér og tók við messu-
vínsstaupinu. Ohlátan og vínið fóru í poka
sem merktur var „SORP" og ávarpaði síðan
kirkjugesti:
„Aheyrendur mínir! Þið eruð vottar þess
að ég, Helgi Hóseason, Skipasundi 48,
Reykjavík, kasta kjöti og blóði Jesú í ]renn-
an belg, sem er merktur sorp, til staðfest-
ingar á því, að ég ónýti hér með skírnar-
sáttmála þann, sem gerður var fyrir mína
hönd, reifabarns, og ég vélaður til að játa á
mig 13 ára við þá Jehóva, Jesú og Heilagan
anda, alla til heimilis á Himnum og nú hér
stadda. Enn fremur vottið þið, að nafn mitt
Helgi, er ekki tengt Himnafeðgum né
1 Icilögum anda, ég er Iaus allra skuldhind-
inga við þá og mótmæli þeim mannhaturs-
sjónarmiðum sem eru uppistaða þess
endemis kristins dóms. Þökk fyrir!“
Þrotlaus barátta fyrir því að fá ónýting-
una skráða bar engan árangur. Lengst náði
„tilhliðrun" yfirvalda þegar Klemens hag-
stofustjóri bauðst til að láta skrá í sérstakan
reit: „Helgi Hóseason telur sig hafa ónýtt
skírnarsáttmála sinn 16. október 1966“.
Skilyrði Klemensar var að Helgi myndi
aldrei undir nokkrum kringumstæðum fá
afrit eða ljósrit af skráningunni! Helgi
hafriaði hoðinu og krafðist þess að skráð
yrði að Helgi hefði ónýtt sáttmálann, en
ckki að hann „teldi“ sig hafa gert það.
„Sáttatilraunin" náði ekki lengra.
Biskup: Sáttmálinn ónýtur
Síðar meir lylgdu íjölbreytilegar aðgerðir
Helga og eigi sjaldnar en 20-30 sinnum var
hann handtekinn fyrir mótmæli. Aldrei var
hann þó saksóttur.
Kannski komst hann næst markmiði
sínu með ummælum Péturs Sigurgeirsson-
ar biskups í HP árið 1982, þar sem Pétur
lýsti því yfir að enginn gæti ónýtt skírnar-
sáttmála sinn nema sá sem er skírður. Pét-
ur kvaðst álíta, að skírnarsáttmáli Helga
væri ónýttur, en ekki yrðu gefnar neinar yf-
irlýsingar um það, þar sem það væri ekki
mál kirkjunnar, heldur væri það mál Helga
hvort hann gengi inn eða út. „Frá sjónar-
hóli kirkjunnar er ekki hægt að gera það á
annan hátt cn Helgi hefur gert“.
fridrik@ff.is
Englarnir. Kvikmyndin Englar al-
heimsins hefur hlotið almennt lof,
enda er myndin snilldargóð. Hver er
leikarinn sem fer með hlutverk aðal-
söguhetjunnar, Páls, í myndinni?
Pakkarnir dularfullu. Afar dularfullir
pakkar, þar sem ef til vill er ýmsan
fróðleik að hafa um ævi og störf Dav-
íðs Stefánssonar frá Fagraskógi eru
geymdir í Amtsbókasafninu á Akur-
eyri. Það er þó ekki fyrr en eftir óra-
langan tima sem opna má þessa
pakka. Hvenær er það?
Ríkisstjórnin. Þetta er ríkisstjórnin
sem tók við völdum í ágústlok 1927 og
sattil 1932. Ráðherrann sem er lengst
til vinstri naut skammt við, lést 1928.
En hverjir eru þessir þrír ráðherrar
sem hér sjást, sem í upphafi skipuðu
þessa ríkisstjórn sem var dáð, um-
deild, en í öllu falli starfsöm?
Heklugosið. Öllum að óvörum fór
Hekla að gjósa sl. laugardag og hafði
þá ekki látið lengi kræla á sér. En
hvenær varð fyrsta Heklugosið á öld-
inni, þegar fjallið gaus í fyrsta skipi
eftir 102ja ára værðarsvefn?
Eurovision. Örlygur Smári var
kampakátur þegar hann hampaði sig-
urlaununum í Eurovision-keppninni sl.
laugardagskvöld, en lag hans verður
sent í keppnina sem að þessu sinni er
haldin í Stokkhólmi. Hvað heitir lagið
og hverjir eru söngvararnir?
LflHID OG
ÞJOÐ
1. Hvert er það hverfi í Reykjavík þar
sem götunöfnin virðast flest vera nefnd
eftir söguhetjum Laxdælu?
2. Hver var forstjóri Sambands íslenskra
samvinnufélaga, á síðustu dögum þess
sem stórveldis?
3. Spurt er um þjóðþekktan mann sem
lengi var yfirlæknir á Reykalundi og síð-
ar þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Reykjanesi. Hver var hann?
4. Geirólfsgnúpur. Hvar á landinu er
hann?
5. Afturelding og KA eru þau tvö lið sem
hafa átt hvað bestu gengi að fagna á ís-
landsmeistaramótinu í handknattleik nú
í vetur. Hverjir eru þjálfarar þessara
tveggja liða og hverjir eru fyrirliðarnir.
6. Hvar á landinu eru Meyjarsæti og
Hofmannaflöt?
7. Hvaða nafn hefur veríð gefið nýju
flaggskipi Samherja, sem vænst er að
komi til heimahafnar á Akureyrí í sumar?
8. Hver er kappinn sem skipaður var
landlæknir 1931, var héraðslæknir á
ísafirði þar á undan og þingmaður fyrir
Alþýðuflokkinn með hléum frá 1931 til
1941?
skrifar
9. Tæpast verður sagt að Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalagið séu til lengur,
þegar þessir tveir flokkar eru nú sem
óðast að ganga inn í Samfylkinguna
sem stefnir að því að verða formlegur
stjórnmálaflokkur nú í vor. Hverjir eru
varaforntenn þessara flokka?
10. Hvar er Hampiðjutorgið.
S|B
-jn>|j/\ ueuuns 'uinpjofjiSBA jb in jdnfp ipæASjpiBA jb p!6joinfpidLUBH '01 'nu!6e|epueqnpýc||v) npois uessecj Jiu6a6 |epjiog uueqor 6o uossupjajs |ujy Jnpunujpng J9 sujS>j>jognpÁcj|v jnpeuuojejBA '6 'uossupp jnpunui
-|!A '8 'uossuiaisjoq ui|9q|iA 1 'iuuqpu je ddn ede]sn|i9>| uin6e| je p]6ajp ja ujeu pecj ua - qæsjef/teiAi paui ddn uiprai jn66g luuaq jv qpijeuueuijoH e P|uio>| pejq js p!9|jef66íjqjexn ein ujn||OA6u!d bjj js qi>|s je6aq 'g
uossuueqpf' g uueqop ipgjuÁ) 6o uossjbuihh ||1V J3 V>l !JBJI?fd 'nujof ngo pe ‘uosspjn6|s !>|JBfg js ipgjuÁj 6o uossujaisuung !|n>|S Ja je6uip|9jn)jv uej|efq 'g n|sAsjBpjefjesj-jnpjofvj 6o -epuejis qjouin|s/is ef66i| uuidnué uif| 'iunpuoj)sujOH
e jepjefjef>|Aay 6o uinpuoj)s e jn>pAjeuje[qjep|e[>|s !||!Ui uibjj ofs j jn6ua6 uias ‘pæq e 'ui egy 'uefj js jndnu6sj|pj]9g y uossjeig Jnppo £ uossjeig 'g uofpng z ajj'S'o eie6e||og 'eie6sue]je!x 'e]e6jeurupng rna piA ja pe uias jeujnioé
6o npujauoAs euuýuunpjoN uin pnds ja jph ' i ']sn6y JBujg 6o Ji)]pps)sn6y euqai ma jbjba6uos 6o ja uias jjsah jqiaq P!6eq , zveL pue jba peq , ejjaqpejeieuisuipp uossupp seuof 6o ejuaqpejsqæsioj uossneqjpq ia66Aij ‘ejjaqpejeieuuefj
uossuqsux snu6e|A| 'pqe) ujsujA bjj ‘rua jucj jiujejjaqpey , 'pipuei e pedjBA ipjaA uinf6uajdsuip)e euiau ‘0S22 pue efpucj uuecj 6o OOLZ 99? Budo essacj eqxed oaj eui puaA ejeq pas uias ujnpjA|!>js unacj )uiæA>|ujes , 'uosspjn6|s -g jba6u| ,
UOAS