Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 20

Dagur - 04.03.2000, Qupperneq 20
36- LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 VMjfiT R A Ð AUGLÝSINGAR Ý M 1 S L E G T TILBOÐ ATVINNA Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð með aðgengi að vinnuaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, Menntamálaráðuneytisins og Seðlabanka íslands. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Þeir, sem í stofunni dvelja, greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna, ásamt fleiri listamannaíbúðum og miðast við kostnað af rekstri hennar. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í París og verða á árinu 2000 1.660 ffr. á mánuði fyrir einstakling en 2.110 ffr. á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn skv. reglum Cité.Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu tímabilið 1. ágúst 2000 til 31. júlí 2001. Umsóknir skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í upplýsingaþjónustunni á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar iiggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 23. mars 2000. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu A T V I N N A Blaðamennska Starf blaðamanns á ritstjórn Dags er laust til umsóknar. í boði er spennandi starf fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskum þjóðmálum og mannlífi. Ritstjórn Dags er bæði á Akureyri og í Reykjavík og skulu umsækjendur taka fram á hvorum staðn- um þeir vildu frekar starfa. Umsóknir sendist til ritstjórnar Dags, Þverholti 14,105 Reykjavík eða Strandgötu 31,600 Akureyri. Blaðbera vantar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, bæði í afleysingar og föst hverfi. Upplýsingar í síma 800 7080 Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. Volvo 440 árg. 1995 2. MMC Colt árg. 1992 3. Mazda 323 árg. 1987 4. Mazda 323 árg. 1985 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS Furuvöllum 11, mánudaginn 6. mars n.k. kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. F U N D I R Ferðaþjónustuaðilar athugið Fundir um sérhæfð ferðamál Eins og flestir vita höfum við hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar ákveðið að bjóða upp á fundi varðandi ferðamál á 3ja vikna fresti. Þeim verður þannig háttað að fenginn verður sérfræðingur á ákveðnu sviði ferðamála til að halda stuttan fyrirlestur, síðan verða umræður og fyrirspurnir. Þarna gefst mönnum kostur á að fræðast um ýmsa þætti sem snúa að ferðamálum. Fundirnir verða haldnir á Stássinu (Greifanum) frá 12-13.30. Geta menn þar einnig keypt sér léttan hádegisverð. Fyrirlesarar voru ákveðnir á fyrstu þremur fundunum og er einum lokið. Ætlunin er að eftir það komi ósk frá ferðaþjónustu-aðilum um hverja þeir vildu fá sem fyrirlesara. Næstu fundir á Stássinu kl. 12-13.30 eru: Þriðjudaginn 7. mars. Erna Hauksdóttir fjallar um Samtök Ferðaþjónustunnar (SAF)og það sem er efst á baugi hjá þeim Þriðjudaginn 28. mars. Haukur Birgisson Ferðamálaráði fjallar um markaðsráðið og ráðstefnuskrifstofuna. Atvinnuþróunarfélag Kvjaljarðar Atvinþróunarfélag Eyjafjarðar Strandgata 29 600 Akureyri s. 461-2740 24. FEBRÚAR TIL 5. MARS Vel yfir r i Irl'j- t r Ífr'p’ P E R L A N ytómalist Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni, Reykjavik, sími 562 9701 og Blómalist Hafnarstræti 26, Akureyri, simi 897 6427. Hjá okkur finnur þú m.a. ferðabækur barnabækur • handbækur Ijóð • hestabækur spennusögur • ævisögur myndabækur • ættfræðirit fræðsluefni • spennuefni afþreyingu • skáldskap • skemmtun útivisl • dulspeki • tækni andkynningarefni • ferðalög • íþróttir • matreiðslubækur og margt fleira. Bokamarkaðurinn stendur aðeins yfir í nokkra daga. Ekki láta þetta í einstaka tækifæri 1 framhjá þér fara. Menningarsjóður íslands og Finnlands. Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands. í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari hluta árs 2000 og fyrri hluta árs 2001 skulu berast sjóðsstjórninni fyrir 31. mars 2000. Ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum verður tekin á fundi sjóðsstjórnar í lok júní nk. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands, 2. mars 2000. ORLOFSHÚS Umsóknarfrestur fyrir orlofshús um páskana er frá 6. mars til 15. mars. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 30, einnig í síma 535-6020 og í bréfsíma 553-9375. Síðasti umsóknardagur er 15. mars. Úthlutun verður lokið 20. mars. Stjórnin L

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.