Dagur - 08.03.2000, Page 5
MIDVIKUDAGUR 8. MARS 2000 - S
FRÉTTIR
Stjómarformaður
Byggðastofimnar telur
það efla stofininina að
fá til sín Nýsköpunar-
sjóð. Stjómarformanni
sjóðsins líst illa á hug-
myndina.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, gagnrýndi
Nýsköpunarsjóð töluvert í ræðu
um atvinnumál í Óafsfirði um síð-
ustu helgi fyrir að standa ekki und-
ir nafni. Hún lýsti því þar að hún
vildi sjá sjóðinn færðan yfir til
Byggðastofnunar. Formaður
stjómar Byggðastofnunar er Krist-
inn H. Gunnarsson alþingismaður.
Hann var í gær spurður hvort ver-
ið væri að skoða það að sjóðurinn
fari yfir til Byggðastofnunar?
„Menn hafa verið að ræða um
þetta stofnanaumhverfi í byggða-
málunum og bera það saman við
Kristinn H. Gunnarsson.
það sem hefur gerst í Noregi. Þar
hafa ýmsir atvinnuvegatengdir
sjóðir verið sameinaðir undir
þeirra byggðastofnun, sem bæði er
með lánveitingar og styrkveitingar.
Nýsköpunarsjóður er auðvitað
uppbyggingasjóður í atvinnulífinu
eins og hlutverk Byggðastofnunar
er líka. Þess vegna er það ekkert
óeðlilegt að menn velti því fyrir sér
að færa þetta saman og hugsan-
lega fleiri sjóði,“ sagði Kristinn H.
Arnar Sigurmundsson.
Hann sagði of snemmt að segja
til um hvort af þessu yrði. Þetta
væru hlutir sem yrðu skoðaðir á
næstu mánuðum.
„Byggðastofnun er tiltölulega
veik stofnun til að sinna því hlut-
verki sem henni er ætlað. Það
myndi efla hana mjög mikið að fá
til sin Nýsköpunarsjóðinn og það
væri líka alveg í takt við hennar
hlutverk," sagði Kristinn H. Gunn-
arsson.
Lýst illa á
Arnar Sigurmundsson er formaður
stjórnar Nýsköpunarsjóðs og hann
sagði aðspurður um þessar hug-
myndir að ef þær yrðu fram-
kvæmdar litist sér illa á þær en að
hann hefði ekkert af þessu heyrt.
„Nýsköpunarsjóður er engin
Byggðastofnun og hefur ekki verið.
Þetta er sjóður sem settur var á
stofn samhliða því að Fjárfestinga-
banki atvinnulífsins var settur á
stofn. Það byggðist á samkomulagi
iðnaðar og sjávarútvegs og ríkis-
valdsins. Þessi sjóður er auðvitað
eins og annað í stöðugri endur-
skoðun sem slíkur, en ég hef engar
meldingar heyrt um að gera þarna
breytingar á. Eg vil benda á að
þetta er sjóður sem er fyrir allt
atvinnulíf í landinu og settur á
stofn af frumkvæði stjórnvalda,
sjávarútvegs og iðnaðar. Og þannig
hefur hann starfað með öllum sín-
um margbreytileika," sagði Amar
Sigurmundsson. — S.DÓR
Kaupmeiin gera uppreisn
Stjórn Kaupmannafélags Akur-
eyrar hefur ákveðið að segja fé-
lagið úr Kaupmannasamtöjuim
íslands. Til þessa hefur helmingi
félagsgjalda Kaupmannafélags
Akureyrar verið haldið eftir, en
hinn hlutinn greiddur til Kaup-
mannasamtaka Islands. Við inn-
göngu Kaupmannasamtakanna í
Samtök verslunar og þjónustu,
SVÞ, höfðu .Norðlendingar lof-
orð fyrir því að innheimta og sldl
félagsgjalda yrði óbréýtt, en það
síðan sríkið. Aðalfundur Kaup-
mannasamtaka Islands var hald-
inn í gær. Enginn fulltrúi var þar
frá Kaupmannafélagi Akureyrar.
1 bréfi Kaupmannafélags Akur-
eyrar til Kaupmannasamtak-
anna, þar sem úrsögnin er til-
kynnt, segir m.a. að félagið hafi
stutt eindregið inngöngu Kaup-
mannasamtakanna í SVÞ og þá
Akureyskir kaupmenn létu sig vanta á adalfund Kaupmannasamtaka Is-
lands í gær, enda farnir úr þeim félagsskap. - mynd: teitur
hafi forsvarsmenn Kaupmanna- breytingar yrðu gerðar á högum
samtaka Islands fullyrt að engar Kaupmannafélags Akureyrar við
stofnun þess. Nú hafi hins vegar
verið gerð krafa um grundvallar-
breytingar að greiðslur til hinna
nýju samtaka og Kaupmannafé-
lagið verði sviptar eigin tekju-
stofni, sjálfstæðið verði skert og
þar með gengið á bak fyTri lof-
orða. Þetta sé ómaklegt og við
slíka framkomu verði ekki unað.
„Nú vilja þeir fá allan pening-
inn suður og við eigum sfðan að
sækja þangað í sjóði vegna
ýmissa verkefna sem eru hér fyr-
ir norðan. Það getum við alls
ekki sætt okkur við, og viljum að
þetta verði eins og um var samið,
þ.e. óbreytt. Auðvitað veikir
þetta okkar félag en við látum
ekki ganga á sjálfsögðum rétti
okkar,“ segir Ragnar Sverrisson,
kaupmaður í Herradeild JMJ og
formaður Kaupmannafélags Ak-
ureyrar. — GG
Skipafélögm herða-
reglur gegn smygli
Eigendur Humarhússins taka við
viðurkenningunni. - mynd: þök
Humar-
húsið
verðlaimað
Humarhúsið á Bernhöftstorf-
unni var í gær útnefnt veitinga-
hús febrúarmánaðar af Klúbbi
matreiðslumeistara, í samráði
við Visa Island og menningar-
borgarverkefni Reykjavíkur árið
2000. Þessir aðilar ætla að út-
nefna veitingahús mánaðarins út
þetta ár.
Bæði Eimskip og Samskip hafa
tekið upp strangar vinnureglur
til að sporna gegn því að starfs-
menn þeirra taki þátt í fíkniefna-
og áfengissmygli til landsins.
Reglur voru til staðar fyrir, en
stórmál undanfarinna mánaða
hafa leitt til þess að skipafélögin
ganga nú hart eftir því að hert-
um reglum sé framfylgt og að
vandað sé til verka við manna-
ráðningar.
„Flutningafyrirtækin eru skot-
mörk glæpamanna um heim all-
an. Við höfum tekið upp ákveðn-
ar vinnuaðferðir í okkar fyrir-
tæki, sem ég hvorki get né vil
greina frá, en hafa með ráðning-
armál og fleira að gera. Bæði
hafa reglur okkar verið hertar og
sömuleiðis hafa lykilmenn hjá
okkur verið sendir á sérstök
Óiafur Ólafsson, Þórður
forstjóri Sverrisson hjá
Samskipa. Eimskip.
námskeið," segir Ólafur Ólafs-
son forstjóri Samskipa.
Reynt að stoppa í götin
Ólafur segir þrjár smyglleiðir
mögulegar; utan á skipunum, án
vitundar áhafnar, í eða á skipum,
með vitund áhafnar eða einhvers
í henni, eða í farmi skips af hálfu
farmeigenda. „Menn hér leggja
sig alla fram í að stoppa í götin.
Það hefur gengið vel að draga úr
áfengissmygli og vonandi gengur
hitt jafnvel og til þess höfum við
hert eftirlit með starfsfólki og
með aðgangi að tólum og tækj-
um,“ segir Ölafur.
Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri flutningasviðs
Eimskipafélagsins, tekur í sama
streng og Ólafur. „Við höfum
uppi ýmsar aðgerðir til þess að
ekki komi upp smyglmál eða
annað ólöglegt í okkar starfsemi.
Hér gilda ákveðnar reglur, bæði
fyrir starfsmenn og við ráðningar
og við beitum ýmsum öðrum að-
ferðum til að reyna að útiloka
smygl,“ segir Þórður. — FÞG
FólM bjargað í Mýrdal
Kalla þurfti til björgunarsveitar-
menn frá Vík í Mýrdal í gærkvöldi
til að koma fólki á nokkrum bílum
til hjálpar er stöðvuðust í ófærð og
veðurofsa á þjóðveginum í Mýral.
Vindhraði var mikill, 20 til 30
metrar á sekúndu, og skafrenn-
ingur og kóf gerði ökumönnum
lífið leitt á frekar stuttum l<afla.
Veðrið var ekki mikið betra í Eyj-
um en þangað féllu flugferðir nið-
ur í gær.
Ami á Norður-
landi vestra
Sjávarútvegsráð-
herra, Arni M.
Mathiesen, hef-
ur í dag, mið-
vikudag, heim-
sóknir til sjávar-
útvegsfyrirtækja
á Norðurlandi
Árni Mathiesen,
sjávarútvegsráð-
herra.
vestra, og er
þetta sjöunda
heimsókn ráð-
herrans í kjör- ____
dæmi landsins á
síðustu mánuðum. Heimsóknin
hefst hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi
á Sauðárkróki og síðan liggur leið-
in til fleiri sjávarútvegsfyrirtækja.
Almennur fundur um sjávarút-
vegsmál verður haldinn í hádeg-
inu á Kaffi Krók. Síðdegis fer
hann svo til Sigluljarðar, og heim-
sækir m.a. Þormóð ramma-Sæ-
berg og SR-mjöl, hann mun eiga
fund með bæjarstjórn Siglufjarðar
og heldur fund í kvöld á Hótel
Læk. A fimmtudag heimsækir
sjávarútvegsráðherra Skagstrend-
ing og fleiri fyrirtæld á Skaga-
strönd auk sjávarútvegsfyrirtækja
á Blönduósi og Hvammstanga.
- GG
Tryggvi í Seðlabankaim
Tryggvi Pálsson,
sem hefur starf-
að um áraraðir
hjá Islands-
banka, fyrst sem
bankastjóri og
síðar fram-
kvæmdastjóri,
hefur verið ráð-
inn til Seðla-
bankans sem
ráðgjafi banka-
stjórnar um „heilbrigði" fjármála-
kerfisins. Tryggvi er einn þeirra
sem mest unnu að undirbúningi
og stofnun Isiandsbanka á sínum
tíma og hefur alla tíð verið einn
helsti burðarás Islandsbankasveit-
arinnar, eins og bankinn orðaði
það í sinni tilkynningu í gær. I
stað Tryggva hjá Islandsbanka
kemur Guðmundur K. Tómasson
sem framkvæmdastjóri F&M,
verðbréfamiðlunar bankans.
Góður VISA-gróði
Á nýlegum aðalfundi Visa Islands
kom fram að hagnaður af reglu-
legri starfsemi í fyrra nam 162
milljónum króna. Heildarviðskipti
með VISA-kortum árið 1999
námu alls 156,7 milljörðum
króna, samanborið við 134,3
milljarða 1998 og 110 milljarða
árið 1997. Einar S. Einarsson læt-
ur af starfi framkvæmdastjóra 1.
júlí nk. og tekur Halldór Guð-
bjarnason þá við. Sigurður Haf-
stein var kjörinn stjórnarformaður
VISA á aðalfundinum.