Dagur - 08.03.2000, Síða 9
8- MIDVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 - 9
-Tfc^ur
Xk^ur.
FRÉTTA SKÝRING
Davíð varpar sprengjum
IRIK
ÞOR
GIIÐMUNDS
SON
SKRIFAR
Forsætisrádherra kast-
aði sprengjum í um-
ræðu um fjármál fiokk-
auna - og gekk síðau út.
Andleg vaulíðau, segir
formaður Öryrkja-
baudalagsins. Jóhauna
vill lög iiiii fjárreiður
fiokka, en nefnd for-
sætisráðherra hallast
að óhreyttu ástandi.
Óhætt er að segja að Davíð Odds-
son forsætisráðherra hafi varpað
sprengjum inn í umræðuna um
starfsemi og fjárreiður stjórn-
málaflokka á Alþingi á mánudag.
Hann sagði að umræðan, sem Jó-
hanna Sigurðardóttir átti frum-
kvæðið að því að færi fram, væri
hræsnisleikur og síðan hellti
hann sér yfir Samfylkinguna,
meðal annars með fullyrðingum
um að milljónir króna af pening-
um öryrkja hefðu verið notaðar til
áróðurs tengdum Samfylkingunni
í kosningabaráttunni og að í vara-
formannstíð Jóhönnu í Alþýðu-
flokknum hefði gjaldkeri flokks-
ins sagt af sér að því hann hefði
ekki fengið að sjá reikninga
flokksins. Davíð hellti síðan salti í
sárin með því að yfirgefa Alþing-
ishúsið þegar Jóhanna leitaðist
við að andmæla því sem hún kall-
aði dylgjur og ómálefnalegan
málflutning forsætisráðherra.
Ummæli Davíðs um öryrkja-
peningana voru svofelld: Mér
fannst einkar ógeðfellt í síðustu
kosningabaráttu hvernig peningar
öryrkja, milljónir króna afpening-
um samtaka öryrkja voru notaðir
til að birta áróðursauglýsingar
augljóslega tengdar Samfylking-
unni. Augljóslega tengdar Sam-
fylkingunni. Og ef maður tryði á
það, að þessir þingmenn væru
virkilega þess sinnis að vilja hafa
heiðarledui í þessum málum, þá
hefðu þeir fordæmt auglýsingar af
því tagi, að taka fjármuni Öryrkja-
bandalagsins og nota þá blygðun-
arlaust í kosningabaráttu eins og
þarna var gert, blygðunarlaust
með mjög ósmekklegum hætti, svo
ekki sé nú meira sagt.
Geðvonska og vanstillmg
Jóhanna Sigurðardóttir tók þess-
um ummælum Davíðs óstinnt
upp í umræðunum og sagði Dav-
íð „ráðast með heift að Öryrkja-
bandalaginu" og krafðist þess að
hann sannaði mál sitt. I samtali
við Dag segir Jóhanna að geð-
vonskan og vanstillingin í Davíð í
umræðunum hafí verið með ólík-
indum og ekki sæmandi forsætis-
ráðherra.
„Hann var þarna með dylgjur
og svívirðingar og jós úr skálum
reiði sinnar og tilefnið var ein-
faldlega það, að ég var að ganga
eftir rökum hjá honum fyrir því
að nefnd sem fjallaði um fjármál
flokkanna í 6 ár hefði skilað
auðu. Eg er ekkert óvön því að
forsætisráðherra missi stjórn á
skapi sínu þegar fjármál stjórn-
málaflokkanna eru rædd, það er
eins og það gerist alltaf. Eg er
búin að leggja þetta frumvarp
fram sex sinnum og aldrei hefur
hann gengið eins langt og núna,
þar sem hann lagðist í algjöra lág-
kúru. Hann var með dylgjur í
garð Öryrkjabandalagsins og það
sérstæða við það er að á Alþingi
höfum við oft rætt um málefni
öryrkja án þess að hann blandaði
sér oft inn í þá umræðu. Hann
telur sér sæmandi í alls óskyldu
máli að koma fram með þessar
dylgjur, sem eiga ekkert skylt við
raunveruleikann. Það er eins og
hann reyni alltaf að drepa málum
á dreif frá staðreyndum og rökum
til þess að komast hjá því að ræða
kjarna málsins".
Jóhanna segir forsætisráðherra
skulda öryrkjum skýringu og
raunar afsökun á framkomu
sinni. „Og þessari umræðu er
ekki lokið, því hann kórónaði
frammistöðu sína með því að
ganga á dyr í fússi eftir að hafa
kastað þessu fram á Alþingi".
Lýsa „andlegri vanlíðan“
Garðar Sverrisson, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, hefur ekki
dregið af sér við að mótmæla
þessum málflutningi Davíðs og í
fréttatíma Skjás 1 á mánudags-
kvöld sagði hann bert út að Dav-
íð hefði augljóslega verið í miklu
ójafnvægi og andlega slæmu
ástandi. I samtali við Dag segir
Garðar að það komi öryrkjum á
óvart að forsætisráðherra skuli
leggja þessa lykkju á Ieið sína til
að koma höggi á Öryrkjabanda-
lagið.
„Sérstaklega í ljósi þess að
hann er nýbúinn að verða sjálfum
sér og embætti sínu til minnkun-
ar með afar ósmekklegum um-
mælum. En í þessum auglýsing-
um, sem greinilega hafa sett
hann úr jafnvægi, vorum við að
vitna til ummæla málsmetandi
aðila um kjör öryrkja, ummæla
Mæðrastyrksnefndar, Hjálpar-
starfs kirkjunnar, Rauða kross Is-
lands, forseta ISI, Iandlæknis,
biskups Islands, ritstjóra Morg-
unblaðsins og Dags. Undir þau
sjónarmið sem þarna komu fram
tók fólk úr öllum stjórnmála-
flokkum og má þar m.a. nefna
formann Framsóknarflokksins."
Garðar segir að forsætisráð-
herra virðist telja að þessi kynn-
ingarherferð beindist sérstaklega
gegn sér. „Þetta er alveg nýr vink-
ill hjá honum, að þarna hafi verið
um að ræða stuðning við tiltekinn
stjórnmálaflokk. Það væri að
minnsta kosti synd að segja að
hugur hans væri ekki kvikur og
fijór um þessar mundir, þótt ein-
hverjum kynni að fínnast að emb-
ættis síns vegna mætti hann gefa
þjóðinni ögn meiri frið fyrir sínu
líflega ímyndunarafli. Það sér
hver sæmilega yfirvegaður maður
að ummæli Davíðs eru ekki að-
eins Ijarstæðukennd, heldur lýsa
þau fyrst og fremst andlegri van-
Iíðan, sem ekki nokkur maður er
öfundsverður af,“ segir Garðar.
Davíð Oddsson og frú heilsa öryrkjum við komuna a landsfund Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda síðustu kosninga. Davið segir öryrkja hafa auglýst blygðunarlaust tengt Samfylkingunni i kosningabar-
áttunni. Hvorki öryrkjar né Samfylkingin kannast við slíkt.
Sekux mn tvöfaldan ragling?
Ummæli Davíðs um gjaldkera AI-
þýðuflokksins voru svofelld: [Jó-
hannaj var íAlþýðuflokknum þeg-
ar Alþýðuflokkurinn tilkynnti að
hann fyrstur flokka hefði gert fjár-
mál sín hrein og Ijós fyrir dyrum.
Hann birti einhverjar fáeinar töl-
ur. Sex mánuðum seinna eða svo
sagði gjaldkeri Alþýðuflokksins af
sér, [jóhannaj var þá varaformað-
ur Alþýðuflokksins, þessi ágæti
þingmaður. Og af hverju sagði
gjaldkeri Alþýðuflokksins af sér?
Af þvt' að gjaldkerinn fékk ekki að
sjá reikningana... hvers konar
hræsni er þetta allt saman?
Þeir Alþýðuflokksmenn sem
Dagur ræddi við áttu bágt með að
koma þessum ummælum Davíðs
heim og saman. Sighvatur Björg-
vinsson, formaður flokksins, seg-
ir ekki heila brú í þessum mál-
flutningi. „I fyrsta lagi segir hann
að flokkurinn hafi birt „einhverj-
ar tölur“. Flokkurinn birtir árs-
reikning áritaðan af Iöggiltum
endurskoðendum og það er nú
meira en einhverjar tölur. I öðru
Iagi man ég ekki eftir því á mín-
um 30 ára ferli að nokkur gjald-
keri flokksins hafi sagt af sér.“
Sighvatur segir að eftir vand-
lega ígrundun telji hann að Davíð
geti aðeins átt við deilur sem
komu upp milli Sigurðar Tómas-
ar Björgvinssonar, framkvæmda-
stjóra flokksins, og Sigurðar Arn-
órssonar gjaldkera flokksins
1996. „Þeir deildu hart um
launamál framkvæmdastjórans
og um málefni Alþýðublaðsins.
Þá sagði enginn gjaldkeri af sér,
heldur var framkvæmdastjóran-
um boðið að segja af sér vegna
samskiptaörðugleikanna. Gjald-
kerinn ekki einasta sá reikning-
ana heldur birti þá í tengslum við
flokksþing,“ segir Sighvatur.
Samkvæmt þessu hefur forsæt-
isráðherra hvoru tveggja ruglast á
framkvæmdastjóra og gjaldkera
Alþýðuflokksins og einnig ruglast
í tímatalinu, því þetta var þó
nokkru eftir að Jóhanna var farin
úr Alþýðuflokknum og þá að sjálf-
sögðu ekki lengur varaformaður
floldcsins.
Fjármálm verði opin
og sýnileg
En víkjum þá að því máli sem var
til umræðu á Alþingi þegar hin
umdeildu ummæli féllu. Sex lög-
gjafarþing í röð hefur Jóhanna og
meðflutningsmenn hennar beitt
sér fyrir lagasetningu um starf-
semi og fjárreiður stjórnmála-
samtaka. Markmið frumvarps Jó-
hönnu er „að gera fjármál stjórn-
málaflokka opin og sýnileg, enda
er slík leynd einungis til þess fall-
in að auka tortryggni almennings
í garð stjórnmálasamtaka. Stjórn-
málasamtök eru bókhaldsskyld
en hér er lagt til að þau verði
einnig framtalsskyld og að þau
leggi fram endurskoðaða reikn-
inga árlega í dómsmálaráðuneyt-
inu“. Þess er getið í greinargerð að
á Islandi hafi lengi tíðkast að ein-
staklingar og fyrirtæki styrki fjár-
hagslega þá stjórnmálaflokka sem
þeir styðja. „Það getur skapað tor-
tryggni að leynd skuli hvíla yfir
háum styrkjum frá einstakJingum
eða fyrirtækjum, enda er það
óeðlilegt. Hætta getur einnig ver-
ið á hagsmunaárekstrum".
I greinargerðinni er farið yfir
hvernig svona málum er háttað á
hinum Norðurlöndunum. Þar séu
engin heildarlög um stjórnmála-
flokka nema í Finnlandi. „I Nor-
egi fær stjórnmálaflokkur, sem
býður fram til Stórþingsins, fram-
Iag af fjárlögum hafi hann boðið
fram í a.m.k. helmingi kjördæma
og hlotið meira en 2,5% heildarat-
kvæða yfir landið. Flokkar, sem
bjóða fram til sveitarstjórna, fá
einnig ríkisstyrk. í Svíþjóð voru
lögfestar reglur um ríkisframlög
til stjórnmálaflokka árið 1972.
Þar eru þau bundin við þá stjórn-
málaflokka sem bjóða fram til
þings. Arið 1986 voru samþykkt
lög f Danmörku um fjárframlög
frá rfkinu til stjórnmálaflokka,
hæði í tengslum við lands- og
Davíö Oddsson:
Fannst „einkar ógeðfellt ísíðustu
kosningabaráttu hvernig peningar
öryrkja, milljónir króna afpeningum
samtaka öryrkja voru notaðir til að
birta áróðursauglýsingar augljós-
lega tengdar Samfýlkingunni".
Jóhanna Sigurðardóttir:
Ekki „óvön því að forsætisráðherra
missi stjórn á skapi sínu þegar fjár-
mál stjórnmálaflokkanna eru
rædd... aldrei hefur hann gengið
eins langt og núna, þar sem hann
lagðist í algjöra lágkúru".
Garðar Sverrisson:
„Það sér hver sæmilega yfirvegaður
maður að ummæli Davíðs eru ekki
aðeins fjarstæðukennd, heldur lýsa
þau fyrst og fremst andiegri vanlíð-
an, sem ekki nokkur maður er öf-
undsverður af“.
Sighvatur Björgvinsson:
„Flokkurinn birti ársreikning áritaðan
af löggiltum endurskoðendum og
það er nú meira en einhverjar tölur.
í öðru lagi man ég ekki eftir því á
mínum 30 ára ferli að nokkur gjald-
keri flokksins hafi sagt afsér.“
sveitarstjórnarframboð. Framan-
greind lög taka ekki til starfsemi
stjórnmálaflokka að öðru leyti. í
Finnlandi voru lögfest ítarleg
ákvæði um starfsemi stjórnmála-
flokka árið 1969, svo og fjárfram-
lög til þeirra sem bjóða fram til
þings“.
Jóhanna bendir á að samkvæmt
upplýsingum stjórnmálafræðinga
við Háskóla íslands sé upplýsinga-
skylda stjórnvalda um fjárreiöur
undantekingalítið fyrir hendi í ná-
grannalöndum okkar. „Innan
stjórnmálafræðinnar er talið
nauðsynlegt að stjórnmálaflokkar
geri grein fyrir fjárreiðum sínum
hvort sem um er að ræða ráðstöf-
un íjármuna af opinberu fé eða
framlög frá fyrirtækjum og ein-
staldingum. Slík lagasetning í
anda þess sem frumvarpið gerir
ráð fyrir er nauðsynleg til að eyða
tortryggni og auka tiltrú almenn-
ings á stjórnmálaflokkum og lýð-
ræðislegum stjórnarháttum".
Ríkisskattstjóri tekur fram í um-
sögn um frumvarpið að telja verði
mjög til bóta að settar séu réttar-
reglur um fjárreiður á því sviði
sem til umfjöllunar sé í frumvarp-
Nefndin vildi óbreytt ástand
Inn í umræðuna um frumvarpið
blandast niðurstöður í skýrslu
nefndar sem forsætisráðherra
skipaði með fulltrúum flokltanna
árið 1994 um fjármál stjórnmála-
flokka, en nefndin var skipuð
gegn víðtækum stuðningi við þá
breytingu að gera framlög til
stjórnmálaflokka frádráttarbær frá
tekjuskattsstofni. Eftir nokkurra
ára meðgöngu kom skýrslan í des-
ember 1998. Davíð og Jóhönnu
greinir á um gildi þessara niður-
staðna, sem í grundvallaratriðum
felast í því að halda óbreyttu fyrir-
komulagi gagnvart flokkunum en
styrkja forsetaframbjóðendur.
Davíð segir þetta niðurstöðu full-
trúa allra flokka, en Jóhanna telur
þetta eingöngu vera það lágmark
sem allir gátu verið sammála um.
Jóhanna segir að rök þau sem
forsætisráðherra ber fram gegn
því að lög verði sett um Ijárreiður
flokkanna og koma einnig fram f
þessari skýrslu séu þau að hægt sé
að fara framhjá slíkum lögum.
„Þetta eru auðvitað fráleit rök, því
forsætisráðherra er um leið að
segja að stjórnmálaflokkarnir
muni brjóta lög sem Alþingi setur.
Og ef ætti að fara eftir þessum
rökum þýddi heldur ekld að setja
skattalög, því farið er framhjá
skattalögum með skattsvikum. I
skýrslunni eru og tefld fram þau
rök að nýtt ákvæði stjórnarskrár-
innar um félagafrelsi frá 1995
innihaldi einhverja löghelgun og
vernd fyrir starfsemi stjórnmála-
flokka og því sé ekki hægt að setja
lög um fjárreiður þeirra. Með
sama hætti má halda því fram að
ákvæðið tryggi að ekki sé um
neina íhlutun í t.d. starfsemi
verkalýðshreyfingarinnar, sem þó
hefur aldeilis gerst með lögunum
um stéttarfélög og vinnudeilur, í
gífurlegri andstöðu við verkalýðs-
hreyfinguna sjálfa. Rökin standast
ekki, heldur liggur hitt fyrir að
menn vilja ekki þessar upplýsingar
upp á borðið,“ segir Jóhanna.
Ósk um að fá viðhorf forsætis-
ráðherra var ekki svarað f ráðu-
neytinu í gær.
FRÉTTIR
Utgerðarfélag Akureyrínga er eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á
hlutabréfamarkaði.
Aðeins 10% kvót-
ans í bokhaldinu
Kvótaeignin hefui'
ekki haft afgerandi
áhrif á verðlagningu
þeirra 20 sjávarútvegs-
fyritækja sem eru á
hlutabréfamarkaði að
mati Seðlabankans.
„Greinilegt er að markaðurinn
hefur metið verðmæti sjávarút-
vegsfyrirtækja mjög varlega miðað
við verðmæti kvótaeignar þessara
íyrirtækja. Að hámarki hefur um
þriðjungur af kvótaverðmæti sjáv-
arútvegsfyrirtækjanna verið met-
inn inn í markaðsverðið en senni-
lega er þetta hlutfall mun lægra.
Kvótaeignin hefur þyí ekki haft af-
gerandi áhrif á verðlagningu þeirra
sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á
hlutabréfamarkaði," segir í árs-
fjórðungsriti Seðlabankans um
peningamál.
Markaðsvirðið 70 milljarðar
Markaðsvirði þeirra 20 sjávarút-
vegsfyrirtækja sem eru á hluta-
bréfamarkaði nam rúmlega 70
milljörðum í árslok 1999. Á miðju
því sama ári var bókfært eigið fé
þessara fyrirtækja rúmlega 33
milljarðar. Á sama tíma var bók-
fært verðmæti kvóta þeirra, þ.e.
kvóti sem fyrirtækin hafa orðið sér
úti um með kaupum eða samruna,
rúmlega 13 milljarðar, eða um
40% af bókfærðu eigin fé þessara
fyrirtækja. Hlutfallið milli mark-
aðsvirðis og eigin ljár, þ.e. V/E
hlutfallið, var því um 2,1 um síð-
ustu áramót, eða lægra en meðal-
tal sama gildis allra fyrirtækja á
VÞÍ, sem var 3,9 um áramót.
Kvótinn 114 milljarðar
Verðmæti aflaheimilda eða kvóta
þessara 20 fyrirtækja segir Seðla-
bankinn hafa numið 114 milljörð-
um miðað við kvótaverð um síð-
ustu áramót og kvótaeign þeirra á
yfirstandandi fiskveiðiári. „Það
má því Ijóst vera þegar litið er til
markaðsvirðis sjávarútvegsfyri-
tækjananna, samanburðar á V/E-
hlutfalli fyrirtækja á hlutabtéfa-
markaði og kvótaeignar þessara
sjávarútvegsfyrirtækja, að kvóta-
eignin er að eins að litlum hluta
metin inn í markaðsvirði fyrirtækj-
anna.“ - HEI
Umsdkn í óþökk
sveitarstjomar
Ungmennasamband Skagafjarðar
(UMSS) hefur sótt um að halda
landsmót UMFÍ árið 2004. Ósk-
að var eftir umsóknum frá UMFÍ,
og bárust umsóknir frá
Héraðssambandi Bolung-
arvíkur, Héraðssambandi
Vestur-ísfirðinga og Kefla-
vík-íþrótta og ungmenna-
félagi auk UMSS. Viðræð-
ur við þá aðila og þau
sveitarfélög sem hlut eiga
að máli munu hefjast inn-
an tíðar og í framhaldi af
því verður tekin ákvörðun
um hvar mótið verður
haldið. Herdís Á. Sæmundardótt-
ir, formaður byggðaráðs Skaga-
Ijarðar, segir UMSS að sjálfsögðu
heimilt að sækja um landsmót án
sérstaks samþykkis sveitarstjórn-
ar, en ákveðið hafi verið að vera
ekki með landsmót á dagskrá, þar
sem svo mörg verkefni eru í gangi
á vegum sveitarstjórnarinnar sem
snerta íþróttamál, svo sem stækk-
un íþróttahúss og bygging skíða-
svæðis. Það er gert í framhaldi
samþykktar menningar-, íþrótta-
og æskulýðsnefndar sveitarfélags-
ins, sem ákvað í haust að sækja
ekki um það halda Iandsmót að
svo stöddu.
Herdís A. Sæ-
mundardóttir.
Meimingarhús í lagi
Um þessar mundir er að hefjast
vinna við áætlanagerð um svo-
kallað menningarhús, en eitt
þeirra á að vera á Sauðár-
króki samkvæmt sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar.
Nýlega var haldinn fund-
ur með menntamálaráð-
herra, Birni Bjarnasyni, í
framhaldi af þvf er stefnt
að því að halda opinn
borgarafund um menn-
ingarhús á Sauðárkróki.
Vonast er til að þar megi
safna saman hugmyndum
um það hvernig best sé að standa
að þessu.
- Allt kostar þetta peninga. Er
þetta ekki erfill í Ijósi þess að fjár-
hagsstaða sveitarfélagsins er mjög
erftð?
„Við erum á þessu stigi ekki að
tala um byggingu á stórhýsi.
Menningarhús gæti t.d. tengst
þeim íjölmörgu söfnum sem hér
eru. Tilgangurinn var sá að
styrkja menningu á landsbyggð-
inni en heimamenn verða síðan
að finna það út hvernig það er
best gert,“ segir Herdís. - GG
i