Alþýðublaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 13
Þreyttur eiginmaSur ítölsk-frönsk djörf gamanmynd. Sýnd kl. 7 og 9 Bönnub börnum Hinsr dæmdu háfa enga von Spennandi amerísk stórmvnd. 'COlUMBm PICnJRESpieswís nm mm nim.SMnu íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 IVIeS ástarkveðju frá Rússlandi Heimsfræg, ensk sakamála- mynd í litum. SEAN CONNERY Sýnd kl. 6,45 og 9. PÉTUR í FULLU FJÖRI Bráðskemmtileg dönsk litmynd Sýnd kl. 5 Sigurgeir Sigurjónsson Málaf iutningsskrifstof a. Óðinsgötu 4 — Sími 11043. Jén Finnsson hri. Sölvhólsgata 4 (Sambandshúsið). Símar: 23338 — 12343, Framhaldssaga effir Molly Lillis: GILDRAN ÓSVNILEGA sleit sig lausa. — Þarna er bíll- inn. Þau gengu að honum. — Ég er boðinn heim til bróður þíns ann- að kvöld, sagði Keith. — Kem- ur þú? Sara hristi höfuðið. — Þau hafa ekki talað við mig, síðan þau komu heim. Hún óskaði þess nú að hún hefði tekið á móti boði hans um að heimsækja móð ur hans, þvi þá hefðu þau verið lengur saman en Laurie var greiniiega í hættu enn. Svo minntist hún Wedgewood skálar innar og sagði: — Ég var að hugsa um að koina með Wedge- wood skálina annað kvöld, en það skiptir engu máli. Ég get komið seinna. — Ég hafði steingleymt skál- inni! Auðvitað kemur þú. Hann opnaði bíldyrnar fyrir hana. — Ég skal sækja þig ef þú vilt en ég kemst ekki fyrr en upp úr sex. — En ég hélt að þú hefðir lofað að fara heim til Bills? — Ég hafði það líka, en að- eins af því að ég vonaðist til að hitta þig þar. Keith leit á hana og hún leit niður fyrir sig til að leyna sigurhrósinu, sem skein úr augum hennar. Hún lét sem hún væri að hugsa sig um. — Já, ég get verið tilbúin klukkan sex. — Gott! Þá hef ég eitthvað að hlakka til. Hann rétti fram hönd- ina og snart kinn hennar. Hún greip andann á lofti við þessa óvæntu snertingu. Svo skellti hann dyrunum og fór. Áður en hún fór fyrir hornið lyfti hún höndinni og veifaði. — Bless! Augu hennar ljómuðu við tilhugsunina um sigurinn sem hún hafði unnið, þcgar hún ók heim á leið. Keith hafði hætt við að fara! Það sýndi að áhugi hans fyrir Laurie var að hverfa. I SJÖUNDI KAFLI. Það var ljós í öllum gluggum þegar Sara nam staðar fyrir framan íbúðarhúsið. Hún steig út úr bílnum og slétti yfir pilsið á smaragðgrænu dragtinni sinni. Áður en hún hafði tekið í gamal- dags klukkustrenginn, sem hékk við dyrnar opnuðust þær og fyr- ir framan liana stóð há, grönn kona, með stutt, silfurgrátt hár. — Þér liljótið að vera frú New- man, sagði konan sem leit út fyrir að véra á sextugsaldri og rétti báðar hendurnar fram á móti Söru. — Komið inn fyrir, vina mín. Keith kemur fljótlega og við förum inn í borðstofuna. Allt í einu mundi Sara eftir erindinu. — Ég tók Wedwood skálin með, frú Lavalle, en hún er úti í bílnum. Á ég ekki að sækja hana? — Nei, láttu hana bara vera vina mín. Keith sækir hana síð- ar, sagði frúin og ge,kk yfir að íornskáp. — Viljið þér fá glas meðan við bíðum? — Já, þakk fyrir — eitt glas af sherry, frú Lavalle. — Kallið mig bara Helen. Við erum ekki svo formleg hér, sagði frú Lavalle um leið og hún rétti Söru glas. — Og ég heiti Sara. — Ég veit það. Helen brosti yfir glasbrúnina. — Ég má til með að segja yður hve fegin ég er að hafa hitt yður. Sara leit spyrjandi á hana. —■ Fegin? Hvers vegna? Helen lagði glasið frá sér á ar- inhilluna og lagði nýtt brenni á eldinn áður en hún svaraði. — Ég varð auðvitað forvitin þegar sonur minn talaði sýknt og 7 ........................ heilagt um frú Newman, en þeg- ar hann fór að tala um Söru, vissi ég ekki hvað ég átti að á- líta. — Þér vissuð náttúrlega ekki að ég er ekkja, sagði Sara hugs- andi. — En við Keith höfum að eins átt viðskipti saman. — Nú varð ég fyrir vonbrigð- um, hló Helen. Sara settist í breiðan hæginda stólinn og leit umhverfis sig í sto unni. — Ég verð að segja yð- stofunni. — Ég verð að segja yð- afar smekklega innréttað, sagði hún til að skipta um umræðu- efni. — Hér var svo dimmt áð- ur. — Hafið þér komið hingað fyrr? — Ekki síðan ég var barn. — Kapteinn Alters bjó hér einu sinni og Valerie, dóttir hans var vinkona mín. Alters fór til Ástra- líu fyrir fimm árum og ég þekkti ekki fólkið, sem kom á eftir þeim. — Hér var allt afar dökkt, þegar við Keith komum. En hvít málning gerir kraftaverk og ljós gluggatjöld og skrautlegir púðar gera sitt. Ilún þagnaði þegar bar- ið var að dyrum. — Hr. Keith kom fyrir fimm mínútum og mig langaði að vita livort ég mætti ekki koma inn með teborðið? spurði feitlagin stúlka. — Komið þér bara með það, Gladys, sagði Helen, og opnaði dyrnar upp á gátt, þannig, að stúlkan gat ýtt borðinu inn. — Þér megið fara núna, ef þér vilj- ið. Mamma yðar sagði, að yður langaði í bíó með Tom. — Þakka yður fyrir, frú. Góða nótt. Stúlkan brosti feimnislega áður en hún fór ú.t úr stofunni. — Móðir Gladys er ráðskona mín, .sagði Helen við Söru. — Þessi flesk og eggjakaka er einn sérréttur iiennar, sagði hún með- an hún tók kökuna og fleira góð- gæti og setti á borðið. Augnabliki síðar opnuðust dyrnar og Keith kom inn. — Fyr- irgefið að ég iét ykkur biða, sagði hann brosandi og leit á borðið. — Ég sé að frú Wick hefur lagt sig alla fram. Ég vona að þú sért ekki í megrun. Hann brosti glettnislega til Söru. — Mér veitti víst ekki af, ef ég gæti eldað svona góðan mat, svaraði hún. Þau skeggræddu fram og aftur meðan þau drukku teið. — Ég kann vel við gömul hús, sagði Sara. — Ég líka, svaraði Helen. En mér finnst ekki gaman að hugsa um það. — Mamma hugsar ekki um neitt. Augu Keiths leiftruðu af glettni. Hún lætur frú Wicks sjá um allt. Helen fékk sér sneið af á- ávaxtaköku áður en hún svaraði. — Það má vera, að svo sé, Keith, en þú verður að viður- kenna að enginn af þjónunum hefur verið óánægður hjá mér. — Hvað eigum við að gera í kvöld? spurði Keith, þegar þau voru komin inn í stofuna. — Þið Sara getið gert hvað sem þið viljið — ég ætla að horfa á sjónvarpið, sagði móðir hans. — Eigum við að ganga niður í þorpið — þar er skemmtileg krá! Keith brosti til Söru. — Það vil ég gjarnan. Hún liugsaði sem snöggvast til Laur- ie og það gladdi hana að ekk- ert hafði orðið af heimboðinu. Það fór hrollur um Söru, þeg- ar hún kom út í kvöldkuldailn. Þau ákváðu, að aka í bíl hennar ‘og hún sá pakkann með skálinni um leið og hún opnaði bíldyrn- ar. — Það er víst betra að láta mömmu fá hana núna, ef við skyldum koma seint heim, sa'gði Keith. Hann tók um hönd henn- ar meðan þau gengu heimleiðis. Helen var hrifin af hvítu óg bláu skálinni. Hún sagði Söru, að hún hefði safnað þessu heims fræga stelli síðan eiginmaður hennar gaf henni sykurkar fyrir mörgum árum. — Ég vona, að þér komið aft- ur, sagði hún, þegar hún fylgdi þeim í annað skipti til dyra. Ég geri ráð fyrir að þér verðið hjá bróður yðar og mágkonu um jól- in? — Nei, ekki í ár. — Þá ættuð þér að vera hjá okkur. Það myndi gleðja okkur að hafa yður. Er það ekki, Keith? En áður en hann gat svarað, hafði Sara sagt, að hún ætlaði að vera hjá vinum sínum. — Alan fer með mig til for- eldra hans uppi í sveit. Við för- um um leið og ég hef lokað á aðfangadagskvöld, sagði hún. — Þá verður þú að þiggja fá- eina fasana af mér, svo þú legg- ir eitthvað með mér á borðið, sagði Keith, en rödd hans var kuldaleg. Það voru engin bílastæði við þorpskrána, en meðferðin var ekki mikil og Sara lagði bílnum dálítið ofar í götunni. Reykur- innfrá reykháfum kránnar lagði til himins. Herbergið var reykmettað og Söru sveið í augun. Tveir háaldr- aðir menn sátu í horninu við annan barinn og spiluðu dóminó meðan þeir drukku bjór úr leir- krúsum. Þeir virtu Söru fyrir sér, svo dró annar þeirra fram Laugavegi 31 - Sími 11822. Massey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENÐUR Nú er rétti tíminn til a5 láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐH)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.