Alþýðublaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 11
ksRitstiórTOm Eidsson ÍR vann KFR og KR ÍKF í 1. deild í körfubolta ingar, sem skipa nú efsta sætið í mótinu, hafa mjög góðu og vel leikandi liði á að skipa, en ÍFK virðist ætla að verða erfitt að ná árangri, þótt ekki skorti bar- áttuviljann í liðið. ÍR:KFR 73:52 Leikur þessara liða hafa oft- ast verið jafnir og skemmtilegir og svo var einnig nú. í fyrstu virtist leikurinn ætla að verða jafn, liðin skiptust á um að skora, en um miðjan hálfleikinn hafði ÍR náð forystu, sem þeir juku lítið eitt til loka leiksins. Þeir léku mjög vel á köflum og nýttu vel langskot ásamt gegn- umbrotum bakvarðanna. KFRi ingar veittu harða mótspyrnu all an leikinn og léku oft mjög veL Bar mest á F.inari og Ólafi, en Marinó og Þórir sáu um að skora. í hálfleik var staðan 35:20 fyr- ir ÍR, eða annars svipaður þeim, fyrri. Einkenndi leik liðanna mikill- hraði í sókn og vel nýtt tækifæri. KFR lék svæðisvörn, sem oft hefur komið þeim í góðar þarfir, en hún er ekki vel til þess fall- in að stöðva lið, sem. einkum byggir sókn sína á langskotum, eins og ÍR gerir. ÍR-ingar léku maður-á-manil vörn allan leikinn, sem hentar Framhald á 14. síðu. ! LANDSLIÐSÆFINGARI ! KÖRFUKNATTLEIK ! EFTIRTALDIR leikmenn hafa verið valdir til æfinga vegna landsleiks í körfuknattleik við Dani hinn 2. apríl n.k.: Frá Ármanni: Birgir . Örn Birgis, Hallgrímur Gunnai|- son og Kristinn Pálsson. Frá ÍR: Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson, Hólmsteinn Sigurðsson, Jón Jónasson, Pét ur Böðvarsson, Skúli Jóhanns- son og Tómas Zoega. Frá KFR: Einar Matthíasson, Marinó Sveinsson og Þórir Magnússon. Frá KR: Ágúst Svavarsson, Einar Bollason, Gunnar Gunn- arsson, Guttormur Ólafsson, Hjörtur Hansson, Kolbeinn Pálsson og Kristinn Stefáns- son. Leikmenn þessir eru tutt- u'gu talsins. Úr þessum hópi verður síðan valinn 10 manna hópur til að mynda landslið ís- lands í fyrrigreindum landsleik. Það er landsliðsnefnd KKÍ sem flokk þennan velur, en í nefnd- inni eiga sæti: Helgi Jóhann- esson, landsliðsþjálfari, Guð- mundur Þorsteinsson og Þráinn Scheving. Á fimmtudagskvöld fóru fram ( tveir leikir í fyrstu deild íslands mótsins í körfuknattleik. Fyrst léku ÍR og KFR og KR og ÍFK. Fyrri leikurinn var skemmti- legur og vel leikinn á báða bóga. ÍR hafði greinilega yfirburði í leiknum, KFR-ingar sýndu oft góðan leik. Síðari leikurinn var hins vegar ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, til þess var styrkleikamun urinn á liðunum of mikill. KR- Handbolti um helgina Beztu menn IR í leiknum við KFR, Birgir Jakobsson meff boltann og Agnar Friffriksson til hægri. Firmakeppni TBR fer fram í dag Úrslitaleikur firmakeppni TBR, fara fram í íþróttahúsi Vals, í hefst kl. 2 í dag og hefst kl. 2 e.h. Til úrslita leika 16 eftirtalin fyr- írtæki: 1. Radióstofa Vilbergs og Þor- steins, Laugav. 72. 2. Axel Sigurgeirsson, Barma- hlíð 8. 3. Trygging h.f., Laugav. 178. 4. Harmonikuhurðir h.f., Lind- argötu 25. 5. Sportval Laugav. 48. i 6. Biljardstofa Skipholti 2. 7. Rakarastofa Vilhelms Ing- ólfssonar, Lönghlíð. 8. TTésmiðja Birgis Ágústsson- ar, Brautarholti 6. 9. Morgunblaðið, Aðalstræti 6. Framhald á 14. síðu Borðtennisdeild NÆSTU LEIKIR íslandsmótsins í handknattleik verða að Háloga- ♦landi laugardaginn 18. febrúar kl. 20.15. Leikið verður í eftirtöldum flokkum: 2. flokkur kvenna A-rið- ill: Valur—Víkingur. 2. deild kvenna: Breiðablik—Grindavík. 1. flokkur karla A-riðill. Ármann —FH. Víkingur—Valur. Sunnudaginn 19. febr. kl. 20.15 í Laugardalshöllinni verður svo 1. deild karla haldið áfram og leika þá þessi félög: Ármann—FH og Valur —Fram. Staðan í 1. deild karla er þessi: FH 5 5 0 0 10 118— 74 Valur 6 4 0 2 8 128-109 Fram 5 3 0 2 6 109— 75 Vík. 5 2 0 3 4 90— 92 Haukar 5 2 0 3 4 92-100 Ármann 6 0 0 6 0 89 — 176 Ungur piltur nær góðum árangri í sundi á Akranesi Akranesi, 16. febr. Hdan. Sundmót Gagnfræðaskóla Akra- ness fór fram í Bjarnalaug sl. þriðjudag. Alls voru keppendur nm 120 og náðist góður árangur í mörgum greinum. Finnur Garðarsson setti tvö ný Akranesmet, i 50 m skriðsundi á 27.3 sek. og 100 m skriðstundi á 1.00:1 min. Þessi 'árangur Finns er mjög athyglisverður, þar sem hann er aðeins 14 ára gamall. Það skal tekið fram að lengd sund- íaugarinnar á Akranesi er 12,5 m. Finnur vann á mótinu títilinn Sundkóngur GSA, en Sigurlaug Jóhannsdóttir varð Sunddröttn- Ing. Ármanns stofnuð í dag Ákveðið hejur verið að stofna Borðtennisdeild innan Glímufé- lagsins Ármanns. Stofnfundur deildarinnar verður í dag laugar- dag kl. 4 síðdegis í félagsheimili Ármanns við Sigtún. Stjórn Ármanns hefur þegar fest kaup á þremur borðtennis- | borðum ásamt tilheyrandi og munu æfingar í borðtennis fara fram í Ármannsfelli við Sigtún. í íþróttahúsinu við Sigtún er mátu lega stór salur fyrir þessi þrjú borð. Einnig eru þar böð og góð snyrtiherbergi. Þeir sem áhuga hafa fyrir því að iðka borðtennis á vegum Glímu félagsins Ármanns eru vinsamleg- ast beðnir að mæta á stofnfundin- um, í félagsheimilinu kl. 4 síð- degis í dag. Keppt er um þessi verfflaun í Firmakeppni TBR í dag. 18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1|,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.