Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2 000 - 7 Ð^ýu- RITSTJÓRNARSPJALL Gjorbreytt viðhorf ELIAS SNÆLAND JÓNSSON SKRIFAR Umhverfissinnar segja að for- ráðamenn Norsk Hydro hafi upp á síðkastið séð fyrir sér þá ímyndarlegu martröð að Eyja- bökkum yrði sökkt í beinni sjón- varpsútsendingu, með tilheyr- andi áfalli fyrir það jákvæða álit sem fyrirtækið hefur reynt að afla sér í Noregi og víðar í þá veru að Norsk Hydro fylgi sæmi- lega umhverfisvænni , fram- kvæmdastefnu. Þar af leiðandi hafi Norðmennirnir lagt allt kapp á að finna aðrar leiðir til að reisa álver á Islandi en þá sem knúin var fram á-Alþingi fyrir áramótin. Hversu mikil áhrif þessi þáttur málsins hafði á þá ákvörðun Norsk Hydro og íslenskra fjár- festa að heimta uppstokkun á virkjunarhugmyndum norðan Vatnajökuls skal ósagt Iátið. En vendingarnar í álmálinu í vik- unni hafa að minnsta kosti í för með sér að martröðinni er vikið til hliðar. Eyjabökkum verður ekki sökkt úr þessu. Og auðvitað er það rétt að umhverfisverndar- sinnar geta þakkað sér þá niður- stöðu að hluta, þótt fjárhagshlið- in hafi væntanlega vegið mjög þungt - sérstakalega þó af hálfu hugsanlegra íslenskra fjárfesta. Ástæðulaust stríð Eins og málin standa í dag blasir við að Norsk Hydro og stjórnvöld tóku rangan pól í hæðina þegar ákveðið var að láta stærð fyrsta ál’anga álversins ráðast af raf- orkunni sem hægt væri að fá með þeirri gömlu útfærslu af Fljótsdalsvirkjun sem samþykkt hafði verið á Alþingi fyrir mörg- um árum, og að knýja þá virkjun í gegn án lögformlegs umhverfis- mats. Vafalaust hefur þar ráðið för sú trú að hægt væri að drífa fram- kvæmdirnar af stað með skömm- um fyrirvara ef þessi leið væri far- in. En sú hjartsýni reyndist óraunhæf. Þess í stað magnaði ákvörðunin upp nær einstæða andstöðu verulegs hluta þjóðar- ínnar gegn opinberri framkvæmd. Nú er auðvitað ljóst að þetta var styrjöld seni ástæðulaust var að hefja, hvað þá að tefla til úrslita á Alþingi eins og gert var. Fyrrverandi iðnaðarráðherra lagði á það ofuráherslu að ef ekki yrði farin þessi leið þá væri allt málið í uppnámi og mikil hætta á að Norsk Hydro kippti að sér hendinni og segði bless við Ís- lendinga. Það verður að segja forystumönnum Norsk Hydro til alvarlegs hnjóðs að þeir tóku fullan þátt í þeim ljóta leik og Iétu hvað eftir annað á sér heyra að ef hvikað yrði frá þeim tfmaramma sem samið hafði ver- ið um síðastliðið sumar þá væri allt í óvissu um frekari þátttöku þeirra í framkvæmdunum. Nú kemur á daginn að þetta var tómt kjaftæði og áróðursrugl. Talsmenn Norsk Hydro segja núna að nýtt álver sé Iangtíma- mál og að það skipti þá engu máli þótt framkvæmdum sér frestað um nokkur ár. Þetta Kárahnjúkavirkjun mun hafa mikil áhrifá þessu risavöxnu gljúfur. Hver þau verða nákvæmiega mun skýrast nánar í lögformlegu umhverfismati sem fram fer vegna virkjunnarinnar. - mynd: gva gengur þvert á fyrri yfirlýsingar þeirra. Hvernig er yfirleitt hægt að treysta orðum forráðamanna stórfyrirtækja sem haga sér með svo ótrúverðugum hætti? Sein aðkoma fjárfesta Sú meginskýring sem gefin er á kúvendingunni í álversmálinu er tjárhagshliðin. Það hefur lengi legið fyrir að 120 þúsund tonna álver er ekki fjárhagslega arð- bært - nema þá að orkuverðið sé svo Iágt að virkjunin sem fram- leiði rafmagnið fari niður fyrir rauða strikið. Þetta er ekkert nýtt. Þvert á móti hefur þessu verið haldið fram í nokkur miss- eri við litlar undirtektir álvers- manna. Þess vegna hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna ekki var lögð meiri áhersla á að tryggja arðsemi álversins strax. Var það kannski vegna þess að Norsk Hydro ætlaði sér aldrei að Ieggja fram nema mjög lílið af hlutafé hins nýja fyrirtækis og þurfti því ekki að hafa svo miklar áhyggjur af arðseminni? Og þá um leið vegna þess að það er fyrst síð- ustu mánuðina sem fulltrúar þeirra sem líklegastir eru til að setja fjármagn í álverið hafa „Raimsætt er hins vegar að benda á að þessi breytta stefna þýðir alls ekki að það sé öruggt að af þess- u ni framkvæmdiun verði. Mikið vatn á eftir að renna til sjáv- ar áður en það verður endanlega ljóst.“ komið að málinu í alvöru og far- ið rækilega ofan í saumana á hagkvæmninni? Vafalaust má Ieiða líkum að því að ef fulltrúar íslenskra fjár- festa hefðu skoðaö málið ræki- lega fyrir cinu ári eða svo þá hefði mátt koma í veg fyrir að þjóðinni væri skipt í tvær fylking- ar í hastarlegum deilum um Eyjabakka. Það hlýtur að vekja undrun að við slíka stórframkvæmd sem hér er á ferðinni skyldi ítarleg arð- semiskönnun þeirra sem eiga að borga brúsann ekki liggja á borð- inu sem hluti af hinni opinberu umræðu, ekki síst þar sem hér er að umtalsverðum hluta um að ræða fjármuni almennings - það er ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna. En betra er seint en aldrei. Nú verður líka að gera þá sjálf- sögðu kröfu að þeir forystumenn samtaka vinnumarkaðarins sem ráðstafa fé lífeyrisþega og launa- fólks, sýni almcnningi opinber- lega arðsemina af að fjárfesta í því álveri sem nú er til umræðu áður en þeir taka endanlcgar ákvarðanir um að setja peninga fólksins í framkvæmdina. Breytt vinnubrögð En þótt auðvitað skipti máli að kryfja fortíðina til mergjar, er framtíðin mikilvægust. Hvað boðar hin nýja stefna? 1 fyrsta lagi að framhald máls- ins verður að öllu leyti í sam- ræmi við þær leikreglur sem kall- ast lögformlegt umhverfismat. Það gefur hagsmunasamtökum og einstaklingum, landsmönnum öllum, tækifæri til að tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa áhrif á þær á meðan málið er á vinnslustigi. I öðru lagi ætti að vera tryggt að ef til framkvæmdanna kemur þá verði valdar þær leiðir sem eru í senn fjárhagslega hag- kvæmastar og valda ekki meiri röskun á umhverfinu en þjóðin er reiðubúin að sætta sig við. Þar munar auðvitað mest um friðun Eyjabakkanna. En einnig verður nú gert ítarlegt umhverfismat á Káraknjúkavirkjun og áhrifum stíflunnar miklu sem þar á að reisa til að mynda svonefnt Háls- lón þar sem nú eru hin hrikalegu Hafrahvamms- og Dimmugljúf- ur. A grundvelli allra þeirra upp- lýsinga verða kostir og gallar metnir og ákvörðun sfðan tekin um hvað gera skal. I þriðja lagi ætti að liggja Ijóst fyrir hvort sú áhætta sem lífeyr- issjóðirnir og aðrir íslenskir fjár- festar hyggjast taka í þessu efni sé þess virði - það er að segja hvort fjármagnið sé bæði öruggt og skili þeim arði sem krefjast verður af fjárfestingum sjóð- anna. Eaunsætt er hins vegar að benda á að þessi breytta stefna þýðir alls ekki að það sé öruggt að af þessum framkvæmdum verði. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en það verður end- anlega ljóst. Sorgarsaga Hin breytta stefna veldur auðvit- að vonbrigðuni hjá þeim Aust- firðingum sem töldu nánast frá- gengið að vinna við Fljótsdals- \drkjun og álver mvndi hefjast innan skamms. Þeim er auðvitað vorkunn eins og málið var af- greitt á Alþingi. En það hefur margsýnt sig að óvarlegt er að treysta um of á að stóriðjuáform verði á veruleika á þeim tíma sem að er stefnt. Slík reynsla er Austfirðingum vafalaust ofarlega í huga, enda er kúvendingin í ál- versmálunum núna aðeins enn ein frestunin á því að stóriðjuver rísi á Reyðarfirði. Sú sorgarsaga hófst eins og margir vita fyrir nokkrum áratugum. En það er ekki aðeins að fram- kvæmdir muni dragast um að minnsta kosti 2-3 ár frá því sem að var stefnt fyrir áramótin, heldur þarf líka að meta upp á nýtt áhrif stórs álvers á um- hverfi, byggð og mannlíf á Reyð- arfirði og í nágrannabæjunum. Þau verða auðvitað miklu meiri og afdrifaríkari en ef um lítið ál- ver væri að ræða. Það þarf að meta þá kosti og galla af full- komnu raunsæi þannig að íbú- arnir geti gert sér fulla grein fyr- ir afleiðingunum - góðum og slæmum - strax í upphafi. Forystumenn Austfirðinga gera sér vafalaust fulla grein fyr- ir því að vinna þarf af dugnaði af upphyggingu annars atvinnulífs í fjórðungnum en stóriðju á næstu árum til að reyna að hamla gegn fólksflóttanum. Tíðindi vikunnar mega ekki draga úr mönnum kraft heldur efla Austfirðinga til dáða á öðrum sviðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.