Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 12
12- LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 ÍÞRÓTTIR Ferguson í góðuni málum Þó enn séu átta umrerðir eftir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og þar með 24 stig ennþá í pottinum, eru margir af stuðningsmönnum Manchester United þeg- ar farnir að fagna sigri í deildinni, eftir að félagið náði sjö stiga forystu á Leeds um síðustu helgi. Meistararn- ir eru með 67 stig eftir 30 leiki, hafa unnið tuttugu leiki, gert sjö jafntefli og tapað þremur leikjum, gegn Chelsea (0-5), gegn Tottenham 1-3) og Newcastle (0- 3). I dag fær United Lundúnaliðið West Ham í heim- sókn á Old Trafford, eða í „Draumaleikhúsið" eins og sumir kalla völlinn og ætti sá leikur að vera auðunninn fyrir „Rauöu djöflana", miðað við árangur Hamranna á útivöllum í vetur. Þeir hafa aðeins unnið þijá útileiki í deildinni í vetur og mæta United taplausu á heimavelli á leiktíðinni. West Ham hefur heldur ekki riðið feitum hesti frá Old Trafford í gegnum tíðina og hafa tapað þar níu síðustu leikjum sínum og ekki bæt- ir úr skák að tveir sterkustu varnarmenn liðsins, þeir Steve Potts og Neil Ruddock, eru frá vegna meiðsla, auk þess sem Króatinn Igor Stimac er í leikbanni. Það mun því mikið hvíla á 21-árs landsliðsmanninum Rio Ferdinand, sem Harry Rcdknapp, stjóri West Ham, ætlar það hlutverk að stjórna varnarleiknum gegn Ryan Giggs og félögum í fremstu víglínu Manchester United. Alex Ferguson er aftur á móti í góðum málum hvað varðar leikmanna- hópinn og ætti að geta still upp sínu sterkasta liði, þar sem þeir Ryan Giggs, Ole Gunnar Solskjær, Henning Rerg, Jaap Stam og Mark Bosn- ich koma allir ómeiddir frá landsleikjunum á miðvikudaginn. Það verð- ur því örugglega á brattan að sækja fyrir West Ham og líklegt að stigin þrjú lendi hjá toppliðinu. Harður slagur um Meistaradeildarsæti Einn af atyglisverðustu leikjum helgarinnar í enska boltanum er leikur Leeds gegn Chelsea á Elland Road í Leeds, en bæði liðin berjast nú um eitt af þremur Meistaradeildarsætum ensku úrvalsdeildarinnar. Leeds var lengst af í baráttunni um meistaratitilinn, en eftir tapið gegn Leicester um síðustu helgi er sá draumur eflaust fokinn út í veður og vind. Alla vega hefur það aldrei gerst að lið sem hefur tapað átta leikj- um í deildinni hafí orðið meistari, en Leeds er nú í öðru sæti deildarinnar með 60 stig eftír nítján sigra, þijú jafntefli og átta töp, sem er engan veginn meist- aravæn staða. Leikmenn Cheslea, sem er í fimmta sæti deildarinnar með 52 stig eft- ir 30 leiki, hafa átt í mestu erfiðleikum með að fínna netmöskvana í úti- leikjum vetrarins og aðeins Coventry City ásamt þremur öðrum liðum á botninum eru með verri árangur. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, verður því að gefa markfælnum framherjum sínum spark í afturendann ef hann ætlar að vera áfram með í baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð, því þar er harður slagur í vændum. Leikur Leeds og Chelsea verður sýnur í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Owen aftur í byrjunarlidið Liverpool sem einnig á möguleika á Meistaradeildar- sæti, mætir Coventry City á Highfield Road í Coventry og má þar örugglega búast við hörkuleik. Strákarnir hans Strachans, stjóra Coventry, hafa náð góðum ár- angri á heimavelli í vetur og hafa unnið þar tíu leiki. Arangurinn á útivöllum er aftur á móti ömurlegur, þar sem liðið hefur ekki unnið einn einasta leik. Eftir 4-0 heimasigur gegn Bradford í síðasta heimaleik, tapaði Coventry illa gegn Arsenal á Highbury um síðustu helgi, þannig að liðið er algjörlega óútreiknalegt. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, lét hafa eftir sér í gær að líldega yrði Michael Owen aftur í byrjunarliðinu í dag, þó hann vildi ekki staðfesta það. Owen var nefnilega mjög óhress með að vera settur út í leiknum gegn Newcastle um síðustu helgi og vill ólmur í byrjunarliðið aftur. Houllier er þó ekki á neinu flæðiskeri staddur hvað varðar framherja, því í þeim hópi hefur hann einnig þá Titi Camara og Emily Heskey. Liverpool er nú í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig, fjórum minna en Le-eds. Arsenal hefiir vinningiim Arsenal, sem er enn eitt liðið sem berst fyrir Meistara- deildarsæti, er nú í ljórða sæti deildarinnar með 54 stig eftir 30 leiki. Þeir mæta Hermanni Hreiðarssyni og fé- lögum hjá Wimbledon í dag á Selhurst Park í Lundún- um, þar sem búast má við spennandi viðureign. Arsenal sem vann fjórða deildarleikinn í röð um síð- ustu helgi, hefur aðeins tapað Ijórum sinnum á Sel- hurst Park í þrettán deildarleikjum og spurning hvort þeim tekst að bijóta niður sterkan varnarmúr Donanna hans Eglis Drilló Olsens. Liðin gerðu I -1 jafntefli í fyrri leik liðanna á Higbury fyrr í vetur og er Wimbledon eitt af aðeins fjórum liðum sem þaðan hafa haft með sér stig á leiktíðinni. Leikir helgarinnar: Laugarclagur: Coventry - Liverpool, Everton - Watford, Leeds - Chel- sea, Man. United - West Ham, Newcastle - Bradford, Sheff. Wed. - Aston Villa, Southampton - Sunderland og Wimbledon - Arsenal. Sunnudagur: Derby County - Leicester. Mánudagur: Tottenham - Middlesbrough. Hermann Hreiðarsson. ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 1. apríl ■ HANDBOLTI Urvalsdeild kvenna - úrslit KI. 16:00 ÍBV - Grótta/KR 2. deild karla Kl. 16:30 Völsungur - Fjölnir KI. 13:30 Þór Ak. - Fram b Kl. 16:00 Grótta/KR - ÍR b ■ blak Bikarkeppni karla Kl. 16:00 Stjarnan - Þróttur Nes. ■ fótbolti Deildarbikar karla Ásvellir: Kl. 14:00 Dalvík - Víðir Laugardalur: KI. 12:00 Leiftur - Fylkir Kl. 14:00 Sindri - Afturelding Kl. 16:00 ÍR - ÍBV Siuinud. 2. apríl ■ FÓTBOLTI Deildarbikar karla Ásvellir: Kl. 12:00 Selfoss - KÍB Kl. 14:00 Breiðabl. Ham./Ægir Kl. 16:00 Léttir - Dalvík Laugardalur: Kl. 14:00 Vík. R - Þróttur R. Kl. 16:00 Fram - KR KI. 18:00 Stjarnan - Skallagr. ■ körfubolti Úrvalsd. karla - 4-Iiða úrslit Kl. 20:00 Grindav. - Haukar Kl. 20:00 KR - Njarðvík ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 1. april Fótbolti Kl. 13:25 Þýska knattspyman 1860 Múnchen - B. Leverkusen Skíði Kl. 15:20 Skíðalandsmótið Handbolti Kl. 16:00 Leikur dagsins Orslitakeppni kvenna. STÖÐ 2 Fótbolti KI. 13:45 Enski boltinn Leeds - Chelsea Körfubolti Kl. 12:30 NBA-tilþrif Hnefaleikar KI. 22:35 Hnefaleikakeppni Á meðal þeirra sem mætast eru Erik Morales og Marco A. Barrera. Suunud. 2. apríl Skíði Kl. 10:30 Skíðalandsmótið Keppni í svigi. Körfubolti Kl. 12:20 NBA-leikur vikunnar Fótbolti Kl. 11:45 Enski boltinn Derby - Leicester Kl. 13:55 Enski boltinn Undanúrslit enska bikarsins Bolton - Aston Villa Kl. 18:25 ítalski boltinn Parma - AC Milan Körfubolti Kl. 20:20 Úrvalsdeild karla 4-Iiða úrslit Golf Kl. 17:00 Golfmót í Evrópu Kl. 21:45 Meistarar meistaranna Rakin saga (US Masters). Körfubolti Kl. 22:30 NBA-leikur vikunnar LA Lakers - New York Knicks. JiÚUjjJ Íl'ij'UjUÍJJ: STIGMATA Simi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio atH I.1U1G | Ninelttfus Laugard. kl. 15.40,17.50,20,22.10 Laugard. kl. 20 & 22.20 & 00.20 nætursýning Sunnud. kl. 20 Sunnud. kl. 15.40,17.50,20 Mánud.kl. 17.50,20 & 22.10 Laugard. og sunnud. kl. 14 Miðaverð 400,- kr. DOLHY DQLBY Laugard. kl. 18 og 20 Sunnud. kl. 18 og 20 Mánud. kl. 20 RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 mmm . . 1HX Laugard. kl. 15.50,17.50,20 og 22.10 Sunnud. kl. 15.50,17.50,20 og 22.10 Mánud. kl. 18,20 og 22.10 Laugard. m/ísl. tali kl. 14 Sunnud. m/ísl. tali kl. 14 TILBOÐ 300 KR. Laugard. kl. 22 Sunnud. kl. 22 Mánud. kl. 22

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.