Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 - 9 FRÉTTASKÝRING SDwptr Dwytr. Viðskiptaráðherra segir að nú fari vinnan við sameiningu Lands- banka og Búnaðar- banka af stað í fullri al- vöru. Framsóknarmenn vildu þennan kost miklu íreiuur en sam- einingu Landsbanka og íslandsbanka. Svo miklar breytingar hafa átt sér stað í fjármálaheiminum á aflra síð- ustu árum, el<ki síst hvaða alla tækni varðar, þar sem er netvæðing og aukin umsvif verðbréfamarkaða, að staða hins venjulega wðskipta- hanka, sem fólk hcfur þckkt í ára- tugi, er gerbreytt. Því er haldið fram af þeim sem vit hafa á að við- skiptabankar um allan heim eigi ekki annan kost sem svar \nð þess- um miklu breytingum en að sam- einast og eflast með því móti. Þess vegna hafa menn verið að ræða og velta fyrir scr þeim möguleikum sem blasa við um sameiningu banka á Islandi. Ymsir möguleikar hafa verið ræddir um einhverskon- ar sameiningu viðskiptabankanna þriggja og FBA. Kolkrabbinn í Is- landsbanka hefur sóst mjög eftir sameiningu við Landsbankann. Þannig hefðu gróðamöguleikar hans verið hámarkaðir. Framsóknarmenn hafa ekki verið mjög hrifnir af þessari hugmynd. Þegar Kristján Ragnarsson, for- maður bankaráðs Islandsbanka, var orðinn óþolinmóður og skammaði viðskiptaráðherra vegna þess að hún dansaði ekki eftir hans nótum í þessu máli, fékk hann viðvörun sem ekki varð misskilin. Kristján er ekki vanur því að vera tekinn á beinið af ráðherrum. Valgerður Sverrisdóttir gerði það hins vegar og benti Kristjáni og öðrum á að sameining Landsbanka og Búnað- arbanka gæti verið jafn góður kost- ur. Og nú blasir það við eftir að ís- landsbanki og FBA fóru í viðræður um sameiningu að Valgerður stefn- ir á sameiningu ríkisviðskiptabank- anna. Margir halda því fram að smá- kóngaveldið í þessum tveimur við- skiptabönkum muni verða erfiðast við að eiga í sambandi við samein- ingu. Hátt í tíu bankastjórar og að- stoðarbankastjórar. Útibústjórar um alla borg og allt land og síðast en ekki síst tvö bankaráð. Einhverj- ir verða að víkja. Lagasetning sem þarf til að sameina bankana er auð- veld en smákóngaveldið erfiðast og svo er auðvitað hið ofur viðkvæma mál sem uppsagnir hundruða starfsmanna bankanna verður. Nú starfa hjá þessum tveimur bönkum um 1 500 manns og Ijóst að útibú- um mun fækka og fjöldi manns missa vinnuna. Af stað í Itillri alvöru „Menn þurfa ekkert að hrökkva við þegar nú er rætt um sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Þessi möguleiki hefur alltaf verið til staðar og hefur aldrei lognast út af enda þótt ekki sé hægt að segja að formlegar viðræður hafi verið í gangi. Hugmyndin hefur alltaf lif- að, í gengum alla umræðuna um hina ýmsu möguleika til samein- ingar banka. Jafnvel þegar umræð- an um sameiningu Landsbanka og Islandsbanka var hvað háværust lifði hin hugmyndin alltaf," segir Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra. Hún staðfestir það sem haldið hcfur verið fram að framsóknar- mönnum hugnist niun betur sam- eining Landsbanka við Búnaðar- banka en Islandsbanka. Valgerður segir að ef af sameiningu ríkisvið- skiptabankanna verður sé mikil vinna framundan við að búa til einn góðan banka. Þetta sé ekki eitthvað sem gengur í gegn fvrir- hafnarlaust. Það þurfi að huga að ofurviðkvæmum starfsmannamál- um og fæklcun eða sameiningu úti- búa, svo dæmi séu tekin. „En ég tel að nú fari vinnan við þessa sameiningu af stað í fullri al- vöru. Það tel ég Iiggja alveg ljóst lýrir,” segir Valgerður Sverrisdóttir. Betri kostux Sverrir Hermannsson, alþingis- maður og fyrrum bankastjóri Landsbankans, segir að sér lítist ekki illa á sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. „Mér leist hins vegar furðulega á það ef ríkið hefði ætlað að fara að sameina Landsbanka og íslands- banka. Astæðan er sú að ríkið á yf- irgnæfandi meirihluta í Lands- banka og Búnaðarbanka og ef það er stór gróði af sameiningu banka vegna sparnaðar í rekstri og svo franrvegis, þá á ríkið að taka þann sparnað allan til sín en ekki að rétta einhverjum hluthöfum í Islands- banka hálfa gommuna," segir Sverrir. „Margir halda að allt sé fengið með sameiningu. Það er mesti mis- skilningur. Þeir eru stundum að sameina tvo mínusa í fýrirtækjum og ætla sér að fá einhvern plús út úr því. Þessi ógnarlega einkavæðing og útboð á eignum eykur auðvitað spennuna í þjóðfélaginu sem er að verða óþolandi. Útlán bankanna jukust skelfilega á síðasta ári og einstaklingar og heimili eru bundin Valgerður Sverrisdóttir: „Ég tel að nú fari vinnan viö þessa sameiningu afstað í fullri aivöru." á óborgandi skuldaklafa með dráps- vexti á herðiinum. Þetta er nú allur stöðugleikinn sem gumað er af,“ segir Sverrir. „Hcfði hins vegar verið haldið áfram með hugmyndina um að sameina Islandsbanka og Lands- banka hefði það bara verið áfram- hald á einkavinavæðingunni. En sameining Islandsbanka og FBA getur hljómað dálítið einkennilega vegna þess að þar koma við sögu menn sem forsætisráðherra kallaði eitulvfjabaróna og mafíósa í frægri ræðu í Hóladómkirkju. Það er því Ijóst að LIÚ foringinn Kristján og kolkrabbinn fá þarna verðuga aðila við að fást,“ segir Sverrir Her- mannsson. Nauðvöm Guðni Agústsson, landbúnaðarráð- herra og íýrrum bankaráðsformað- ur Búnaðarbankans, hefur jafnan borið hag þess banka fyrir brjósti. Dagur náði tali af honum mínútu fyrr en hann steig upp í flugvél á Keflavíkurllugvelli og hélt áleiðis til Kína í gær. „Eg er ekkert hrifinn af þessari þróun í bankamálunum. Eg er fé- lagshyggjumaður og hræðist því hönd kolkrabbans, stærð hans og djöfulskap. Eg viðurkenni að sam- eining Landsbanka og Búnaðar- banka er skárri kostur en ef Is- landsbanki hefði fengið Lands- bankann. Ef lslandsbanki og FBA sameinast er sameining ríkisbank- anna því nauðvörn í málinu. Það er eðlilegra að ríkið setji sín fýrirtæki saman Irekar en að láta einhverja aðila hafa þau fjrír lítið," sagði Guðni Agústsson. Þegar Herodes og Pflatus urðu vinir Sighvatur Björgvinsson, alþingis- maður og fyrrverandi viðskiptaráð- herra, segist telja það góða þróun að FBA taki þátt í endurskipulagn- ingu íslenska bankakerfisins vegna þess að FBA sé með sterka eigin- fjárstöðu. Auk þess sem bankinn hafi mikla þekkingu á íslenskum fyrirtækjum. „Það sem mér finnst aftur á móti merkilegast við sameiningu Is- landsbanka og FBA er að fjárfestar sem eru í forsvari fýrir FBA og þeir sem eru fýrir Islandsbanka skuli taka höndum saman. Þama er um að ræða tvo hópa sem hafa til þessa staðið vígbúnir hvor gegn öðrum. Annars vegar hópurinn sem kennd- ur er við kolkrabbann og hins vegar Orca-hópurinn. Og cru menn ef til vill búnir að gleyma Hóladóm- kirkjuræðu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra? Eg kalla þann dag Sverrir Hermannsson: „Það er því Ijóst að LÍÚ foringinn Kristján og koikrabbinn fá þarna verðuga aðiia við að fást." sem þessir bankar verða sameinað- ir, daginn sem Heródes og Pílatus urðu vinur,“ segir Sighvatur. Hann segir að sameining Lands- banka og Búnaðarbanka kalli á miklu meiri breytingar en samein- ing hinna bankanna. Þar rekist ekki á útibúanet og fleira. Þess í stað kemur FBA þama inn með yfir- gripsmikla þekkingu á verðbréfa- viðskiptum og sambönd erlendis. Hann var spurður hvort hann teldi að fækkun útibúa og um leið fækk- un starfsfólks hjá sameinuðum Landsbanka og Búnaðarbanka kalli á lakari þjónustu ríð landsmenn en nú er. „Það held ég ekki. Þvert á móti tel ég Iíkur á að slíkur banki geti boðið upp á víðtækari þjónustu. Þeir þurfa að endurskipuleggja þjónustu sína við almenning og efla ýmsa aðra þætti í sinni starfsemi. Síðan er það spurningin hvernig samkeppnin gengur upp milli ann- ars vegar algjörlega einkavædds banka og hins vegar ríldsbanka sem Guðni Ágústsson: „Ég er féiagshyggjumaður og hræðist því hönd kolkrabbans, stærð hans og djöfulskap." báðir eru með álíka öfluga eigin- fjárstöðu. Mun hinn opinberi rekst- ur standast samkeppni?" spyr Sig- hvatur Björgvinsson. Enga nauðhyggju „Þegar rætt er um sameiningu banka tel ég nauðsynlegt að skoða þessi mál í langtíma samhengi. Ég hef alltaf verið hlynntur því að skoða þá hugmynd að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka ef menn ætla í sameiningu á annað borð. Reyndar hef ég alltaf verið því fylgjandi að hafa hér stóran og traustan ríkisbanka og þess vegna þykir mér þessi sameining skyn- samlegust af þeim kostum sem menn hafa verið með uppi á borð- inu. Mér hefur alltaf þótt það frá- leitur kostur að sameina lslands- banka og Landsbanka og þá er ég að horfa til jafnvægis í fjármálalíf- inu,“ segir Ogmundur Jónasson, þingflokksformaður VG. Hann segir að ein af ástæðum þess að hann vilji skoða þessi mál í Sighvatur Björgvinsson: „Ég kalla þann dag sem íslandsbanki og FBA verða sameinaðir, daginn sem Herodes og Píiatus urðu vinir." langtíma samhengi sé ekki síst sú að það séu ekki hagsmunir þjóðfé- lagsins að fara að leggjast í fjölda uppsagnir bankastarfsmanna. Stór og dýr banki Landsbankinn og Búnaðarbank- inn, sem ríkið á mikinn meirihluta í þrátt fyrir blutafélagavæðingu, og kalla má enn ríkisbanka, áttu um síðustu áramót 310 milljarða króna eignir og Landsbankinn þar af 193 milljarða. Markaðsvirði þeirra á Verðbréfaþingi er í kringum 53 milljarða króna og er Landsbank- inn mun verðmætari, eða upp á 30 milljarða miðað við gengi bréfanna að undanförnu. Svokölluð sam- legðaráhrif þeirra eru töluverð, þótt ekki séu þau eins mikil og el' Landsbanki hefði sameinast ís- landsbanka. í nýlegri skýrslu Landsbankans kemur fram að kostnaður bankanna hafi hækkað töluvert milli áranna 1998 og 1999 og því megi ná fram töluverðri hag- ræðingu. Þannig hækkaði kostnað- Ögmundur Jónasson: „Skoðum málin vel og flýtum okkur hægt í þessum málum." ur Landsbankans um 15% upp í 6,4 milljarða á síðasta ári. Kostnað- ur Búnaöarbanka nam 4 milljörð- um í Ivrra og hækkaði um 20% milli ára. A sama tíma jókst rekst- rarkostnaður Islandsbanka urn 10% og nafm 4,5 milljörðum í fvrra. Útibúin skarast vída Stöðugildi í ríkisbönkunum eru í dag um 1.540, þar af eru um 940 í Landsbankanum og 600 í Búnaðar- bankanum. Útibú bankanna eru alls í kringum 100 úti um allt land, og víða eru bankarnir í sömu bæj- um á landsbyggðinni eða sömu hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Útibú og afgreiðslur Landsbankans eru 64, þar af 22 á höfuðborgar- svæðinu, og Búnaðarbankinn starf- rækir 36 útibú, þar af 12 á höfuð- borgarsvæðinu. A sex stöðum á landsbyggðinni eru útibú beggja bankanna. Þetta eru Akranes, Grundarfjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss. Samruni hefur þegar átt Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka: „Eina haid- fasta staðreyndin er sú að starfs- mönnum mun fækka. Til þess er leikurinn gerður, svo minnka megi kostnaðinn." sér stað í Vík í Mýrdal, þar sem Búnaðarbankinn tók nýlega til sín útibú Landsbankans í Vík og af- greiðslu á Kirkjubæjarklaustri. Síð- an eru bankarnir báðir með útibú í Hafnarfirði, Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi. 1 helstu hverfum Reykjavíkur eru bankarnir báðir með útibú, eins og t.d. í miðborg- inni, við Háaleitisbraut, í vestur- bænum og Breiðholti. Fjarlægðirn- ar á milli eru mismiklar, sumstaðar aðeins nokkrir tugir metra. Vilji til viðræðna Svo virðist sem almennur vilji sé fyrir samruna ríkisbankanna, bæði í röðum stjórnmálamanna og bankamanna. Þetta má m.a. glöggt sjá í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér á fimmtudaginn, þar sem sagði m.a. að samruni bankanna blasti við, nú þegar íslandsbanki og FBA væru að sameinast. Samlegðaráhrifin væru að vísu ekki eins mikil og með Landsbanka og íslandsbanka en þetta væri næstbesti kosturinn í stöðunni. Helgi S. Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans, sagði við Dag að hagræðing væri nauð- synleg fýrír íslenska bankakerfíð. Það væri best gert með samein- ingu. „Lengi hefur verð talað um að Landsbanki og íslandsbanki færu saman. Nú er það búið. Samkvæmt mælingum hjá okkur um samlegð- aráhrif þá er næsti kosturinn sam- eining Landsbanka og Búnaðar- banka. Starfsinönnum mun lækka Spurður hvort það lægi ekki beinl fýrir að starlsmönnum bankanna fækkaði verulega sem sameining- unni sagði Helgi það alltaf hafa leg- ið fýrir. Hagræðingin yrði mest í útibúaneti bankanna. „Tæknin er orðin þaö mikil í bankaviðskiptum að innlendir bankar líkt og erlendir þurfa mjög að huga að henni, eins og viðskiptum á Internetinu. Eftir nokkur ár verða útibú ekki mörg til að þjóna þessum daglegu viðskipt- um manna, heldur verður einhvers konar ráðgjafarþjónusta í fýrirrúmi. Greiðsla á gíórseðlum og reikning- um og aðrar millifærslur munu fara fram á heimilum landsmanna í enn ríkari mæli en gert er í dag. Þróun- in er svo ör að þótt fækkun starfs- manna sé vissulega sár þá liggur þetta hreinlega fýrir. Ef hagræðing verður ekki í bankakerfinu þá leggst það af, málið er ekki flóknara en svo,“ sagði Helgi. Á undanförnum árum hefur starfsmönnum Landsbankans Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka: „Fljótt á litið sýnist mér að ef ráðist yrði í einhverjar stórbreytingar þá sé nærtækast að skoða sameiningu þessara tveggja banka." fækkað hægt og hljótt. Þannig voru stöðugildi í Landsbankanum árið 1995 að meðaltali 993 en voru 944 í íýrra. Fækkunin á fjórum árum nemur 5%. Athygli vekur að á sama tíma Ijölgaði útibúum og algreiðsl- um sama og ekkert. Þetta er öfug þróun við Búnaðarbankann hvað starfsmannaljölda áhrærir. Frá ár- inu 1996 hefur stöðugildum við bankann fjölgað unn tæp 17%, voru 617 að meðaltali í fyrra en 529 árið 1996. Munar þar rnestu um Ijölgun starfsmanna með tilkomu verð- bréfaþjónustu bankans en starfs- fólki í útibúunum sjálfum hefur um leið fækkað álíka mikið og í úti- búum Landsbankans. Helgi sagði það ekki liggja ná- kvæmlega íý'rir hvað starfsfólki bankanna myndi fækka með sam- einingu. Hann taldi fækkun ekki gerast hratt til að byrja með. Ljóst væri að víða þar sem bankarnir væru með útibú á sama stað myndu þau renna í eitt. „Eina haldfasta staðreyndin er sú að starfsmönnum mun la'kka. Til þess er leikurinn gerður, svo minnka megi kostnað- inn,“ sagði Helgi S. Guðmundsson. Staðan metin upp á nýtt Pálmi Jónsson, förmaður banka- ráðs Búnaðarbanka, sagði ráðið ekki hafa komið sarnan vegna þess- ara mála að undanförnu. Næstí fundur væri hoðaður í annarri viku af apríl. „Eg tel sjálfsagt að taka þátt í við- ræðum við Landsbankann með já- kvæðum hætti og fara vandlega yfír málin. Sjálfsagt vilja menn líta yfír sviðið og skoða hvaða mögulcikar eru í stöðunni. Fljótt á litið sýnist mér að ef ráðist yrði í einhverjar stórbreytingar þá sé nærtækast að skoða sameiningu þessara tveggja banka,“ sagði Pálmi. Ekki er langt um liðið síðan for- ráðamenn Búnaðarbankans töldu hann geta lifað góðu líf’i einn og sér, staða hans væri það sterk, og dauf- lega var tekið í hugmyndir um sam- einingu. Pálmi sagði þetta rétt, bankinn stæði vel, en skoða þyrfti stöðuna upp á nýtt ef mælingar sýndu að samruni bankanna væri hagkvæmur. „Við höfum aldrei lok- að fyrir hugsanlega sameiningu þessara tveggja banka þó að það hafi aldrei kornist á ákvörðunarstig. Búnaðarbankinn hefur verið að efl- ast og styrkjast síðastliðin ár í þeirri samkeppni sem bankarnir hafa ver- ið í. Miðað við það umhverfi hefur ekki þótt ástæða til að sameinast öðrum. Nú þarf að skoða stöðuna upp á nýtt og það munum við auð- vitað gera,“ sagði Pálmi. Hvort það sé einnig inni í mynd- Friðbert Traustason, formaður Samb. fsl. bankamanna: „Ef menn nota skynsemina þá vona ég að ef bankarnir verði sameinaðir þá fari þeir ekki út í neina vitleysu með stórfelldum uppsögnum." inni að Búnaðarbankinn horfi t.d. til sparisjóðanna sagðist Pálmi ekki vilja útiloka eitt né neitt á þessari stundu. Fyrst væri að skoða málin með Landsbankanum. Baiikaineiin hræddir Samband íslenskra bankamanna hefur vissulega áhyggjur af þróun mála og yfirvofandi fækkun starfs- fólks í bönkunum. Formaðurinn, Friðbert Traustason, sagði sitt fólk vissulega hrætt við afleiðingarnar, sérstaklega þegar um þessa banka væri að ræða, Búnaðarbanka og Landsbanka. Útibúanet þeirra væri svipað og stutt á milli margra úti- búa. „Það er Ijóst að áfram verða ekki rekin tvö útibú frá sama bankanum á þessum minni stöðum sérstak- lega, og kannski á nokkrum stöðum í þéttbýlinu. Eg minni svo á að við höfum farið í gegnum svona sam- einingar áður, bæði þegar Lands- banki keypti Samvinnubankann og þegar íslandsbanki varði til. Þá tókst að gera þetta með þeim hætti að uppsagnir urðu sárafáar. Starfs- mannaveltan var frekar látin sjá um það, sem undanfarin ár hefur minnkað um 8 til 9% á ári,“ sagði Friðbert. Biðlaunaréttur hægir á Hann sagði að ekki mætti gleyma biðlaunaréttinum, sem líklega væri stærsta atriðið í þessu öllu og kæmi í veg fýrir að stjórnendur bankanna segðu u]rp fólki í stórum stíl. Sam- kvæmt nýlegum hæstaréttardómi væru starfsmenn b;mk;i með bið- launarétt líkt og opinberir starfs- menn. Fjölmargir bankamenn væru með langa starfsreynslu en starfsmaður 45 ára og eldri eða með 10 ára starfsreynslu eða meira, er með 6 mánaða uppsagnarfrest. Þar að auki ætti sá bankamaður rétt á 6 til 12 mánaða biðlaunum. Friðbert benti einnig á að meðal- aldur starfsmanna í gömlu ríkis- bönkunum væri nokkuð hár, eða um 44 ár, og starfsaldur að meðal- tali 12-14 ár. „Ef menn nota skynsemina þá vona ég að ef bankarnir verði sam- einaðir, sem ég hef að vísu ekki séð ennþá, að þeir fari ekki út í neina vitleysu með stórfelldum uppsögn- um. Slíkar aðgerðir eru heldur ekld vænlegar til árangurs,” sagði Frið- bert. Fækkun uui 200 til 300? Friðbert minnti á að starfsmenn sjóðanna sem runnu inn í FBA þefðu áður verið 55 og þeim átti að fækka niður í 30. I dag væru starfs- menn FBA hins vegar orðnir um 100. Þetta væri því fljótt að breyt- ast. Þannig hefðu starfsmenn Landsbankans og Samvinnubank- ans v'erið alls 1.300 á sínum tírna en væru ríflega 900 í dag og starfs- menn íslandsbanka væru ríflega 700 en voru um 1.000 við stofnun. Friðbert sagðist hafa séð í einhverj- um gögnum að starfsmönnum Búnaðarbanka og Landsbanka myndi fækka um 200 til 300 á fímm árum eða svo. „Við setjum það traust á ríkið, sem aðaleiganda, að það fari ekki meira offari í þessum málum en þegar einkaaðilar stofnuðu íslands- banka. Eg trúi þv4 að biðlaunarétt- urinn hamli uppsögnum. Ef menn fara að fækka vegna hagræðingar þá er veriö að leggja niöur störl. Ef störf eru lögð niður þá myndast biðlaunaréttur," sagði Friðbert Traustason. Skiljanlega eru bankamenn uggandi um sig, verði af sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Svo gæti farið að þeim fækkaði um allt að 300 á nokkrum árum. Á sex stöðum á landsbyggðinni eru báðir bankar með útibú, þar á meðal á Akureyri. - mynd: brink

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.