Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 - 5 T^mt- [ FRÉTTIR Eins og vUlidýr eftír stj órmausa neyslu Espigerði 4, þar sem voðaverkið átti sér stað. Eftir verknaðirm fór hinn ákærði í ríkið í Kringlunni og hélt sukki sínu áfram. - mynd: teitur Hinn ákærói ákvað að myrða einhvem og svipta sig svo lífi. Fullfær um að stjóma gerðiun síniun, segir ákæmvaldið. „Þetta var ekki hann, heldur einhver allt annar per- sónuleiM,“ sagði vitni um ástand hans. Dæmisaga um eyði- leggjandi áhrif vímu- efna. Við aðalmeðferðina á Espigerðis- morðmálinu, máli ákæruvaldsins gegn EIísi Helga Ævarssyni, var enginn efi uppi um sekt eða sak- Ieysi hins ákærða. Játning lá fyrir í smáatriðum, auk óhrekjandi sönnunargagna og vitnisburða. Ljóst lá fyrir að síðdegis föstudag- inn 3. desember 1999 banaði Elís hinni áttræðu Sigurbjörgu Ein- arsdóttur á heimili hennar, fyrir- vara- og tilefnislaust. Hann stakk hana nokkrum sinnum, ein stungan sem gekk á hol var sann- anlega banamein konunnar. Og þar sem hún lá á gólfinu taldi hinn ákærði sig heyra hljóð frá henni. Greip hann þá báðum höndum Ijögurra kílóa styttu og keyrði í enni hennar, til að ljúka verkinu. Því næst rjátlaði hann eitthvað um íbúð konunnar, þvoði blóðið af hnífnum, faldi styttuna og stal 2-3 þúsund krónum úr veski hennar. Þetta er framburður hins ákærða, sem hefur játað verknað- inn greiðlega. Við aðalmeðferðina í gær var fyrst og fremst reynt að leiða í ljós hvers vegna hann framdi voðaverkið og þá einkum hvort hann hafi verið með réttu ráði og meðvitaður um gjörðir sín- ar. Ákæruvaldið leitaðist við að sanna að hinn ákærði hafi verið að fullu meðvitaður um afleiðing- ar gerða sinna og geðrannsókn hefur leitt af sér þá niðurstöðu að Elís Helgi er sakhæfur. Verjand- inn, Örn Höskuldsson, leitaðist við að sýna fram á að Elís hafi ver- ið gjörsamlega stjórnlaus gerða sinna vegna gífurlegrar áfengis- og fíkniefnaneyslu. Einnig leiddi hann vitnisburð að því að þótt hinn ákærði hafi tekið fé úr veski konunnar hafi rán alls ekki verið undirlag manndrápsins. Talaði tiuigum: Ég var vitstola Þegar gögn málsins og framburð- ur vitna eru metin í heild kemur fram órækur vitnisburður um hvernig hörð áfengis- og fíkni- efnaneysla getur leikið einstak- ling grátt. Elís virðist edrú hafa „Landssíminn er að nýta sér gríð- arlega hækkun fastagjalda til að lækka símagjöld þar sem um sam- keppni er að ræða á sama tíma og símgjöld almennra talsímanot- enda stórhækka. Slíkt er óviðun- verið ljúfur og þægilegur einstak- lingur, þótt merkja hafi mátt und- irliggjandi persónuleikaröskun. En hann er fíkill sem byrjaði að drekka 9-10 ára og nota fíkniefni fyrst 12 ára og hefur margoft far- ið í meðferð en jafnharðan fallið. Þegar voðaverkið átti sér stað hafði hann staðiö í mikilli neyslu samfleytt í 7-8 daga á áfengi, e- pillum, kókaíni, amfetamíni, kannabis, Mogadon og Diazepan. Hans nánustu voru orðin hrædd við hann og um hann, því hann talaði um sjálfsvíg, þegar hann ekki beinlínis „talaði tungum" með óskiljanlegum ruglanda. Sól- arhringinn sem voðaverkið var framið hringdi hann 150 sinnum úr farsíma sínum. „Eg var reiður og stjórnlaus,“ sagði hinn ákærði um aðdragand- ann. Æddi af stað og tilviljun réði hver yrði á vegi hans. Sú hugsun kviknaði hjá honum að fremja morð og svipta sig síðan lífi. „Eg vildi refsa mér með því að gera eitthvað illt. Mér fannst þetta vera leið til að öskra út. Eg var vit- stola," sagði Elís og taldi að hann hafi viljað gera eitthvað til að eiga skilið þá refsingu sem honum fannst að hann væri þegar byrjað- ur að taka út. Hann bankaði uppá í íbúðinni beint á móti og fékk að hringja þar, en þar var gestkvæmt og hann fór. Með hanska á hönd- andi“ segja Neytendasamtökin, sem telja að Landssíminn fari ekki að tilmælum um Póst- og Fjarskiptastofnunar uni að lækka önnur símgjöld á móti hækkun fastagjaldsins. Á móti alnrennri um fór hann á hæðina fyrir neðan og fékk inngöngu hjá gömlu kon- unni undir því yfirskini að fá að hringja. Þegar hún rétti honum símann tók hann upp hníf sinn og hóf sína fyrirvara- og tilefnislausu árás. Stjómlaus eða fær uui að meta gerðir sínar? Eftir árásina fór hinn ákærði í leigubíl til kunningja sína að halda sukkinu áfram. Fékk þar að setja blóðugar gallabuxur sínar í þvottavél. Ljóst er að Elís hefur verið rnjög langt leiddur þegar hann framdi verknaðinn. Hann talaði linnulaust en samhengislítið í far- síma og æsti sig upp út af litlu til- efni. Um kvöldið hitti hann tvær stúlkur, óvirka alkóhólista sem vissu af falli hans og vildu reyna að hjálpa honurn. Sögðu þær að hann hafi verið óþekkjanlegur og þær beinlínis hræddar við hann. „Eg var gersamlega stjórnlaus og alls ekki sjálfráða," segir hinn ákærði og hafnar alfarið fullyrð- ingu ákæruvaldsins um að hann hafi verið fullfær um að stjórna gerðum sínum. Sigurður Pálsson geðlæknir kvað það sína niðurstöðu að Elís væri sakhæfur og ekki haldinn neinum geðsjúkdómum, þótt per- sónuleikaraskanir væru fyrir hækkun á alla Ifnutengda sínta ætti að konta alinenn lækkun sím- gjalda. En ekki sértækar lækkan- ir sem erfitt er að sjá hvorl hafi rnikla þýðingu fyrir almenning. Neytendasamtökin krefjast því að hendi. Ýmis vitni báru aftur á móti um annarlegt ástand hans þennan örlagaríka dag. „Hann var uppdópaður og í mjög annarlegu ástandi," sagði nágranni. „Greini- Iega mjög ruglaöur,“ sagði leigu- bílstjóri, fjölskyldukunningi sem ók hinum ákærða þennan sama dag og trúði ekki óljósum orðum hans um að hafa „drepið kerl- ingu“. „Eg var hálf skelkaður. Það var svakalegt að sjá hann,“ sagði sukkfélagi hans. „Mér brá. Eg hef aldrei séð jafn dópaða mann- eskju," sagði vitni. „Þetta var ekki hann, heldur einhver allt annar persónuleiki," sagði vinkona. „Ástandið á honum var sorglegt. Ég sá mikia vanlíðan," sagði vin- ur. „Eg var mjög hrædd um hann,“ sagði móðir hans og bar að hann hefði sífellt talað um sjálfs- víg dagana á undan. Þennan dag talaði hann tungum, sat á gólfinu og talaði í sífellu einhvern rugl- anda í farsíma sinn. „Ég hef oft séð hann í neyslu, en aldrei séð neitt í líkingu við þetta," sagði hún. En andstætt þessu liggur fyrir það mat geðlæknisins að þrátt fyr- ir áhrif vímuefna með tilheyrandi dómgreindarbrest þá hafi hinn ákærði verið það skýr í hugsun að hann var lullfær um að stjórna gerðum sínum. Landssíminn felli niður upphafs- gjald símtala (kr. 3.20) og lækki mínútugjaldið í almennum tal- símum. Ella verði ríkisstjórnin að knýja fyrirtæki sitt til lækkunar al- mennra símgjalda. — HEl Eiríkur S. Jóhannsson. Hagnaður hjáKEA Hagnaður varð af rekstri Kaup- félags Eyfirðinga og dótturfélaga á síðasta ári og nam hann 383 milljónum króna að teknu tilliti til skatta og annarra tekna. Þetta er mun betri afkoma en árið 1998 þegar félagið var gert upp með 528 milljón króna tapi. Tap varð af rcglulegri starfsemi KEA samstæðunnar að fjárhæð 271 milljón króna, samanborið við 788 milljónir árið áður. „1 öllum aðalatriðum er ég sáttur við útkomuna á liðnu ári. Við gengum í gegnum einhverja mestu breytingatíma í sögu fé- lagsins og náðum samtímis að snúa rekstrinum til betri vegar. Þegar menn skoða ársreikning- inn verður að sjálfsögðu að hafa í huga allar þær breytingar sem urðu á árinu og valda því að ekki er allt sem sýnist. Sumir kunna t.d. að setja spurningamerki við þá útkomu að tap móðurfélags- ins fyrir fjármagnsgjöld eykst á milli ára. Þessi niðurstöðutala ein og sér gefur ekki rétta mynd af rekstrinum og á sínar eðlilegu skýringar. Þessar miklu breyt- ingar sem félagið er nú að ganga í gegnum kosta töluverð fjárút- lát í dag sem við teljum að muni skila sér í bættum rekstri í fram- tíðinni," segir Eiríkur S. Jó- hannsson, kaupfélagsstjóri. Níu sækja UIIl þjóðminja- vordinn Umsóknarfrestur um embætti þjóðminjavarðar rann út í gær og bárust menntamálaráðuneyt- inu níu umsóknir um embættið. Umsækjendur eru: Adolf Frið- riksson, Dr. Bjarni F. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, Hjörleifur Stefánsson, Dr. Margrét Her- manns Auðardóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Ólína Þorvarð- ardóttir og Steinunn Kristjáns- dóttir. Menntamálaráðuneytið mun senda umsóknirnar til um- sagnar þjóðminjaráðs í samræmi við ákvæði þjóðminjalaga. Eldurá Amamesi Einbýlis hús við Mávanes f Garðabæ gjöreyðilagðist af völd- um elds í fy'rrinótt. Eldurinn kom upp um klukkan hálffimm. Þegar slökkvilið Hafnarfjarðar kom á brunastað var húsið al- elda og voru reykkafarar sendir inn í húsið að leita fólki en hús- ið reyndist mannlaust. Slökkvi- starfi lauk á áttunda tímanum í gærmorgun en nærliggjandi hús ntunu ekki hafa verið í hættu. Óvidimandi hækkim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.