Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 10
10- LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRÉTTIR Landsbyggðin líka í vísitölima Við útreikning vísitölu neysluverðs verður framvegis tekið tillit til breytinga á íbúðaverði utan höfuðborgarsvæðisins við mat á verð- breytingum á reiknaðri húsaleigu (í eigin íbúð), en ekki bara breyt- inga íbúðaverðs á höfuborgarsvæðinu eins og hingað til. Greidd húsaleiga hefur einnig verið endurskoðuð í kjölfar húsaleigukönn- unar sem Hagstofan gerði í fyrra. Heildarniðurstaðan reyndist sú, að greidd húsaleiga hafi verið venmetin að undanförnu en reiknuð húsaleiga ofmetin. En í heild jafni breytingarnar hvor aðra upp. Við vísitöluútreikninga í aprílmánuði hefur Hagstofan gert að reglu að endurskoða hlut ákveðinna útgjaldaþátta, einkum bílakaup og símakostnað. Jafnframt hefur útreikningi á tryggingum og happ- drættum verið breytt til samræmis við það sem tíðkast í samræmdri neysluverðsvísitölu EES-ríkja. Og félagsgjöld eru nú felld út eins og í EES-vísitölunni. - HEl Fjallamót í Nýjadal Um komandi helgi, 1 .-2. apríl, gengst Félag vélsleðamanna í Eyja- firði fyrir fjallamóti í Nýjadal við Sprengisandsleið. Þarna hefur fé- lagið haldið sambærileg mót þrjá undanfarna vetur sem hafa tekist með ágætum. Einnig má segja að Nýidalur hafi ákveðna sérstöðu hvað varðar fjallaferðir á vélsleðum því þar var Landssamband ís- lenskra vélsleðamanna stofnað fyrir rúmum 1 5 árum. Mótið um helgina er kjörinn vetvangur fyrir fólk sem hefur hug á að kynnast fjallaferðum á vélsleðum því þarna er hægt að komast í óbyggðaferð undir leiðsögn kunnugra. Reynsla undanfarinna ára er líka sú að á mótin hefur komið margt fólk sem er að fara í vetrarferð á fjöll í fyrsta skipti. Þeir sem áhuga hafa að taka þátt geta haft sam- band í síma 894 4238. - GG Fljúgandi fellihýsi við Seglagerdina I dag, 1. apríl, og á morgun verður opnunarsýning í Tjaldvagnalandi Seglagerðarinnar við Eyjarslóð í Reykjavík. Tjaldvagnaland er einn stærsti tjaldvagnasöluaðili landsins. A sýningunni verður glæsilegt úrval tjaldvagna, fellihýsa og fellihjólhýsa. Þar verður einnig hægt að skoða það nýjasta og heitasta á þessum markaði, heilsársbústaði á hjólum! Frá og með 1. apríl verður hægt að nálgast allar upplýsingar um það sem Tjaldvagnaland er með til sölu í sumar á slóðinni www.seglagerdin.is. Klukkan 1 5 í dag verður hægt að fylgjast með einstæðum viðburði við Seglagerðina. Þá verður fullbúnu Palomino fellihýsi sleppt í tveim 25 fermetra fallhlífum úr þyrlu í 10 þúsund feta hæð. Fellihýsinu verður stýrt með sérstökum búnaði inn á flöt- ina fyrir framan Seglagerðina og lendir þar skömmu eftir kl. þrjú. Ef veður leyfir munu 3 fellihýsi koma svífandi til jarðar. Ástæða er til þess að biðja þá sem vilja fylgjast með þessu að fara gætilega ef eitt- hvað skyldi misfarast í Iendingunni. ÞJÓÐMÁL Ég hef luinið Marteinn Sverrisson mannastjórinn var ráðinn fólst skipulagsstjóri Iðn- skólans í Reykjavík hefur sent Degi eftir- farandi yfirlýsingu um málefni skólans: „I tilefni af frétt í dagblaðinu Degi, 30. mars 2000, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Þegar þeir kjarasamningar sem nú eru í gildi voru gerðir þurfti að endurskoða launa- vinnslu í öllum framhaldsskól- um. Þetta átti við um Iðnskólann jafnt sem aðra skóla. Iðnskólinn hafði ekki á þeim tíma starfs- krafta til að sinna jafn flóknum launaútreikningum og prófakafli kjarasamninganna gerði kröfu um. Á þessum tíma var fundað all oft um úrvinnslu launamála og leitað leiða til að leysa þessi mál. Eg lagði strax á það milda áherslu að fenginn yrði starfs- kraftur scm gæti alfarið séð um þessa útreikninga. Þetta fékkst ekki strax en þess í stað var verk- inu skipt á nokkra aðila, þar með talið á mig. Seinna var síðan ráðinn starfs- mannastjóri sem tók alfarið við umsjón með launa- og starfs- mannamálum. Eftir að starfs- mín vinna við launaútreikninga í að færa gögn á milli kerfa og að- stoða starfsmannastjóra við tölvuvinnslu. Eg hef ekki á nein- um tíma haft yfirumsjón með launamálum skólans né heldur séð um túlkun á kjarasamning- um. Mér vitandi hefur aldrei stað- ið til að hýrudraga nokkurn starfsmann við skólann. Hins vegar gerðu fjármálaráðuneytið og kennarafélögin kjarasamning sem er mjög flókinn í meðförum og fellur illa að starfsmennta- skólum. í kjarasamningnum er innifalin mikil launamismunun og hefur það ollið reiði meðal kennara. Kennarar hafa beint þessari reiði að stjórnendum skólanna og er Iðnskólinn langt frá því að vera eini skólinn þar sem komið hafa upp ósættir. Rétt er að benda á að í Iðn- skólanum hafa lengi verið tíðkuð vinnubrögð sem falla illa að nú- tíma skipulagsháttum. Þar má t.d. nefna að nemendur hafa fengið inngöngu í skólann löngu eftir að skólinn er hafinn að hausti og eftir áramót. Þetta hef- ur haft í för meö sér ákveðna lausung í skráningarmálum sem ég hef lengi barist fyrir að yrði færð til betri vegar. Nokkuð hef- ur þokast í þeim málum en enn .D^wr Skaðlaust eldi á norskum laxi Gísli Jónsson, dýra- læknir fisksjúkdóma á Keldum, segir sjó- kviaeldi á norskum laxi með öllu hættu- laust. Sérfræðingar í þessum málum mæla með sjókvíaeldinu við landhúnaðarráðherra. Eigendur laxveiðiáa og veiðirétt- areigendur hafa mótmælt kröft- uglega að leyft verði að fara af stað með sjókvíaeldi á norskum laxi eins og sótt hefur verið um leyfi á til landbúnaðarráðherra. Veiðiréttareigendur benda á vonda reynslu af sjókvíaeldi á Sundunum við Reykjavík á ní- unda áratugnum. Þar voru menn með íslenskan lax, sem oft slapp úr kvíunum, blandaðist laxi úr Elliðaánum og var eldislax um tíma orðinn 30% af laxveiðinni í ánum. Sérfræðingar mæla nú með því að leyft verði að fara af stað með eldi á norskum laxi í sjó- kvíum. Meðal þeirra sem þessu halda fram og hefur mælt með við landbúnaðarráðherra að leyfið verði veitt er Gísli Jónsson, dýra- læknir fisksjúkdóma að Keldum. „Mínir skjólstæðingar eru bæði Iaxveiðimenn og laxeldismenn. Eg er þarna mitt á milli og reyni að veija báða. Við erum búin að liggja yfir þessu máli og þá sér- staklega hvað varðar sjúkdóma- hættuna og okkar niðurstaða er sú að fullkomlega sé óhætt að leyfa þetta eldi á norska laxinum í Hvalfirði," segir Gísli. Óskyld mál Hann var þá spurður hvað liði hættunni á blöndun norska og ís- lenska laxsins, sem veiðimennirn- ir hafa verið að benda á? „Eftir miklar rannsóknir hafa menn engar staðreyndir um að erfða- blöndun hafi neikvæð áhrif. Ef við tökum kvíaeldi í Hvalfirði er fyrirhugað að gera tilraun í tvö ár og þá með svo kallað skiptieldi. Það felst í því að farið er með út í kvíarnar stálpaðan fisk, hálft til eitt kfló, að vori til og síðan að slátra honum öllum um áramót. Þá verði allar kvíar teknar á Iand og stöðin hvíld fram að næsta vori. Þessi norski lax, sem þarna er um að ræða, verður ekki kyn- þroska fyrr en hann er þriggja ára. Ef fiskur sleppur úr kvíum mun hann ekki sækja í ár vegna þess að það er svo langt í að hann verði kynþroska. Hann mun því sækja á haf út. Þar á hann eftir að fara í gegnum eins til tveggja ára feril. Þegar hann kemur til baka eru yfirgnæfandi h'kur á að hann myndi sækja í sína upprunastöð en ekki neina á þar sem hann hefur aldrei verið,“ segir Gísli. Það sem gerðist á níunda ára- tugnum í laxeldinu hér á Sund- unum og blöndun þess lax við laxastofninn í Elliðaánum segir Gísli að sé allt annað og óskylt mál. Þar hafi verið um að ræða ís- lenskan Iax sem varð kynþroska strax á fyrsta ári. Fyrir bragðið óx hann ekki neitt og var í raun óhæfur til eldis. Smá rindils lax sem slapp úr kvíunum var orðinn kynþroska og sótti í árnar. „Þarna er um allt annað dæmi að ræða,“ segir Gísli Jónsson og segist hik- laust mæla með eldi á norska lax- inum. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segist enn vera undir feldi varðandi þetta mál. Hann segist ætla að íhuga það gaum- gæfilega áður en hann tekur ákvörðun. - S.DÓR af fu! luiii heilindiun „Þaö er furðulegt að ákveðnir aðilar innan skólans skuli síendurtekið sjá ástæðu til að bendla mig við málefni sem ekki heyra undir mína stjórn, “ segir greinarhöfundur. er þó langt í land að þau ntál verði viðunandi. Meðan ekki verður komist fyrir þennan vanda verða villur í útreikningum sem byggja á upplýsingum eins og t.d. nemendafjölda. Það hefur ekki verið í mínu valdi að lag- færa villur sem stafa af röngum skráningum, því eins og áður segir þá hef ég séð um að færa þessi gögn milli kerfa en ekki haft neitt með skráninguna sjálfa eða túlkun að gera. Það er furðulcgt að ákveðnir aðilar innan skólans skuli síend- urtekið sjá ástæðu til að bendla mig við málefni sem eldd heyra undir mína stjórn. Þessir aðilar mættu einnig hafa í huga að sú endurskoðun sem Halldór Hauksson vann með starfs- mannastjóra byggir á sömu gögn- um og fyrr, þ.e. þeim gögnum sem ég útvegaði starfsmanna- stjóra úr töflugerðarforriti skól- ans. Hefði það einhvertíman verið minn ásetningur að hýru- draga kennara skólans þá hefði væntanlega verið rétt að endur- skoða þennan þáttin einnig, það var hins vegar ekki talið nauð- synlegt. Það virðist vera að stjórn kennarafélagsins, undir stjórn Valgerðar Guðjónsdóttur, hafi það eitt að markmiði að koma höggi á ákveðna starfsmenn en ekki að vinna beint að hags- munamálum kennara. Síendur- tekið hefur verið reynt að draga hæfi starfsmanna í efa og jafnvel gengið svo Iangt að fara fram á ýtarlegar úttektir vegna ráðninga þar sem aðeins einn umsækjandi hefur verið. Það er rétt að ég bað um leyfi frá störfum. Eg treysti mér ekki til að standa í þessum illdeilum, sérstaklega þar sem skólameistari var frá störfum. Skólameistari er sá sem hefur skipt störfum og ábyrgð á milli starfsmanna og því taldi ég eðlilegast að hann leið- rétti þau ósannindi sem á mig voru borin. Þar sem skólameist- ari hefur nú ákveðið að hætta störfum vegna veikinda sinna reikna ég með að ég byðji ráð- herra að rannsaka þann rógburð sem nú er kominn í gang. Það er mér mjög sárt að þurfa að standa í illdeilum af þessu tagi, hvað þá að þurfa að hverfa frá störfum. Eg hef reynt að Ieggja mig fram í starfi og tel mig hafa unnið af fullum heilindum í þágu skólans í þau tíu ár sem ég hef starfað þar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.