Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRÉTTIR L a Guö víkur fyrir fótboltanum í Sjónvarpinu. Úrslitaleíkurum á EM í fótbolta. Skarast á við kristnitökuhátíð- ina á Þingvöllum. Stærstu atriðin af- staðin. Forráðamenn Sjónvarpsins og Kristnitökuhátíðar munu hafa svitnað ofurlítið þegar ljóst var að úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni landsliða í fótbolta í sum- ar færi fram á sama tíma og bein útsending stendur yfir frá kristnitökuhátíðinni á Þingvöll- um. Niðurstaða varð hinsvegar sú að leikurinn verður sýndur beint klukkan 18 sunnudaginn 2. júlí næstkomandi. Fyrir vikið verður ekki um beina útsend- ingu að ræða frá síðustu 90 mín- útum kristnitökuhátfðar scm lýk- ur klukkan 19:30 þá um kvöldið. Aftur á móti er óvíst hvort leikur- inn um þriðja sætið verður sýnd- ur beint daginn áður vegna út- sendinga frá Þingvöllum. Gleymdu úrslitaleikniun Þetta mál kom til umræðu á út- varpsráðsfundi fyrir skömmu, en þar var þó ekki tekin nein ákvörðun. Mörður Árnason full- trúi Samfylkingarinnar í útvarps- ráði segist þó hafa á fundinum lagt þunga áherslu á það að leik- urinn yrði sýndur í beinni út- sendingu. Hann segir að það sé ekki Sjónvarpinu eða áhuga- mönnum um knattspyrnu að kenna þótt kristnihátíðarnefnd og framkvæmdastjóri hennar hafi gleymt úrslitaleiknum í Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer í Belgíu og Hollandi í sumar. Stærstu atriöin afstadin Júlíus Hafstein framkvæmda- stjóri kristnitökuhátíðarnefndar segir að vissulega skarist þarna útsendingin frá úrslitaleiknum í Evrópukeppninni og frá hátíð- inni á Þingvöllum. Hann segist þó ekki hafa fengið það staðfest bréflega frá Sjónvarpinu að út- sending falli niður vegna úrslita- Ieiksins. Flann bendir hinsvegar á að þegar kemur að úrslitaleikn- um séu öll stærstu atriðin á Þingvallahátíðinni afstaðin. Engu að síður gerir hann ráð fyr- ir því að hátíðarnefndinni muni falla það miður að útsending hætti vegna fótboltans. Nefndin hefur þó ekki fjallað um málið og óvíst hvort hún gerir það, enda hefur það ekki formlega verið tekið á dagskrá að sögn Júlíusar. 1 nefndinni eru forseti Islands, forsætisráðherra, biskup, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar. A þeim tíma sem úrslitaleikurinn fer fram verða á Þingvöllum tón- leikar yngri kynslóðarinnar þar sem fram koma ýmsar af þekkt- ari tónlistarstjörnum landsins. Fram að úrslitaleiknum veröur bein útsending frá hátíðinni frá klukkan 9:30 á sunnudeginum 2. júlí og fram eftir degin. Að sama skapi verður einnig bein útsending frá hátíðinni laugar- daginn 1. júlí sem endar með tónleikum um kvöldið. — GRH Leyndum varðsldp Smíðanefnd að nýju varðskipi hefur afhent Sólveigu Péturs- dóttur dóms- og kirkjumálaráð- herra smíðalýsingu að skipinu. Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar og for- maður smíðanefndarinnar segir að á þessu stigi málsins sé ekki hægt að kynna tillögurnar í smá- atriðum. Það sé vegna hættu á að viðskiptahagsmunir geti skaðast ef viðsemjendur um smíðina hafa fengið upplýsingar um hana sem þeir geta síðan notað við tilboðsgerð. Báðherra sagði á blaðamanna- fundi í gær að næstu skref sé að bjóða út smíðina á nýju 3 þús- und tonna og 105 metra löngu varðskipi. Áætlaður smíðatími er um 3-5 ár. Hinsvegar er unn- ið að því að leysa ágreining við Eftirlitsstofnun EFTA vegna þeirrar ákvörðunar að Iáta að innlendar skipasmíðastöðvar sjá um smíðina. Stofnunin telur að það brjóti í bága við EES-samn- inginn. A fundinum kom fram að kostnaðaráætlun fyrir smíði varðsldpsins sé um 2.423 milj- ónir króna en heildarkostnaðar með viðbótarbúnaði getur þó orðið allt að 2.803 miljónum. - GRH Bjóða síma með lægra fastagjaldi Starfsmaður Radíónausts tekur hér utan af einum hinna nýju heimilissíma. Þeir verda fboði í tvo tíma í dag, ki. 12-14 í Radíónausti á Akureyri og í sérstöku sölutjaldi við Austurvöll I Reykjavík. Ný tegund heimilissíma kemur á markað í dag og verður fastagjald fyrir þessa síma mun lægra en ver- ið hefur. Það er Islandssími sem flytur inn þessa síma og býður með því verðbólgunni og hækkunum á fastagjöldum hjá Landssímanum byrginn. Símarnir munu vera framleiddir með nýrri tækni sem gerir það mögulegt að bjóða mjög lágt fastagjald og standa jafnvel vonir til þess í framtíðinni að gjöld fyrir símnotkun verði mun lægri en þau eru nú. Með því að bjóða þessa síma til sölu er Islandssími að svara þeim hækkunum sem verða á fastagjaldi hjá Landssímanum og um leið að taka þátt í baráttu fyrirtækja gegn verðbólgunni, eins og Bónus ákvað á dögunum. „Með þessu vill ís- landssími sýna fram á að hár sím- kostnaður heimilana þarf ekki að vera náttúrulögmál hér á landi. ís- landssími mun ávallt leita hag- kvæmustu leiða fyrir neytendur á hverjum tíma,“ segir talsmaður fyrirtækisins. Vegna þess hve nýir þessir símar eru á markaðnum hefur Islands- sími takmarkað magn til sölu nú en í fyrstu lotu verða símarnir til sölu á Akureyri og í Beykjavík frá ldukkan 12-14 í dag. A Akureyri verða símamir seldir í Radíónaust sem einmitt fagnar þrettán ára af- mæli sínu í dag en í Reykjavík verða símarnir boðnir til sölu í sér- stöku sölutjaldi á Austurvelli, skammt frá höfuðstöðvum Lands- símans. — H1 Hagnaður hjá Norðurljósum Hagnaður fjölmiðlasamstæðunnar Norðurljósa nam 527 milljónum króna árið 1999, en á árinu 1998 var tap á starfseminni 261 milljón. Aíkoman er því 788 milljónum króna betri árið 1999 en árið 1998. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 884 milljónum sem er 31,6% aukning frá fyrra ári. Sem kunnugt er varð á síðasta ári til öflugasta fyrirtæki Iandsins í fjölmiðlun og afþreyingariðnaði undir heitinu Norðurljós. Félagið tók við eignarhaldi og rekstri ls- lenska útvarpsfélagsins hf., Sýnar hf. og Skífunnar hf., auk þess sem það á ríflega þriðjungs hlut í fjar- skiptafyrirtækinu Tal. Stærsta olíusMpið sem lagst hefur að Nú er lokið við að dæla úr stærsta olíuskipi sem lagst hefur að hafn- arbakka í Reykjavík til þessa. Und- anfarin misseri hefur verið unnið að því að lengja viðlegukant Eyja- garðs í Orfirisey til að hægt sé að losa þar olíu úr stórum flutninga- skipum í stað þess að Iáta þau liggja við legufæri og taka farminn í land um neðansjávarleiðslur. Þannig hefur verið staðið að losun olíu úr flutningaskipum í Reykja- vík í nær hálfa öld en í vikunni urðu tímamót þegar hingað kom flutningaskipið Lista frá Mongstad í Noregi og lagðist að Eyjagarði. Skipið er nær 28 þúsund tonn, 1 70 metra langt og 24 metra breitt. Um borð voru 24 þúsund tonn af flota- olíu og dísilolíu fyrir Olíufélagið hf. og Olíuverslun íslands hf. Þetta er eitt stærsta skip sem lagst hefur að hafnarbakka í Reykjavík og stærsta olíuskipið sem það hefur gert. Lista, stærsta olíuflutningaskip sem lagst hefur aö bryggju I Reykjavík sést hér við Eyjagarð I Úrfirsey I vik- unni. - mynd: e.ól. Yfirlýsing iðnskólákeimara Degi hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Við undirrituð kennarar við lðn- skólann í Reykjavík hörmum þann féttafluttning af málefnum skólans sem birtist í forsíðufrétt í Degi fimmtudaginn 30. mars. Ásakanir og full- yrðingar um gerðir einstakra starfsmanna þjóna í engu hagsmunum skól- ans eða kennara. Ekki hefur enn farið fram rannsókn á orsökum rangrar gagnavinnslu og því ekki hægt að fullyrða neitt um þátt einstakra stjórn- enda IR í Iaunauppgjöri kennara. Uppi hefur verið málefnalegur ágrein- ingur innan skólans og ekki rétt að færa umræðuna inn á persónulegar brautir. Skólastarfið er á viðkvæmum tímamótum og upphlaup og órök- studdar ásakanir bæta síst úr fyrir skólann eins og málum er nú komið. Við horfum full bjartsýni fram á komandi skólaár og vonum að alll starfs- lið skólans leggist á eitt um að vinna að bættu skólastarfi." Undir þetta rita Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir, EgiII Guðmundsson, Kolbrún Kolbeinsdóttir, Valborg S. Ingólfsdóttir og Pétur I Guðniundsson kenn- arar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.