Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 Thypir ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.ooo KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Netföng augiýsingadeiidar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: creykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason CREYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeiidar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Bankasameining í fyrsta lagi Hlutirnir gerast hratt á íslenskum fjármálamarkaði eins og frumlegt sameiningarútspil íslandsbanka og Fjárfestingar- banka atvinnulífsins er til vitnis um. Þar er á ferðinni áhuga- verður sameiningarkostur af allt öðru tagi en menn hafa verið að ræða um til þessa, kostur sem byggir á nýjum sóknarfærum frekar en hefðbundinni hagræðingu með sameiningu útibúa og stórfelldri fækkun starfsfólks. En jafn afgerandi leikur og hér um ræðir á taflborði fjármálaheimsins breytir að sjálf- sögðu allri stöðunni og setur hana að mörgu leyti í uppnám. í öðru lagi Enda er þegar farið að skoða mögulega þess að sameina Bún- aðarbanka og Landsbanka til mótvægis við hina sameining- una. Það er augljósasti mótleikurinn í stöðunni og slík samein- ing myndi hiklaust skila gríðarlegri hagræðingu, þó til sanns vegar megi færa að hún verði ekki alveg eins mikil og hefði orðið með sameiningu Islandsbanka og Landsbanka. Engu að síður er sameining ríkisbankanna nú orðinn raunverulegur og mjög áhugaverður kostur, sem stjórnvöld horfa sem betur fer til með áhuga. í þriðjalagi Fullyrt hefur verið að þessar vendingar sýni yfirburði einka- framtaksins fram yfir starfshætti hins opinbera þar sem póli- tísk sjónarmið koma að. Sú krafa hefur líka verið reifuð í her- búðum sjálfstæðismanna, m.a. í leiðara Morgunblaðsins, að heppilegt kynni að vera að einkavæða ríkisbankana áður en þeir eru seldir. Slíkt væri mikið glapræði - einkavinavæðing verði til þess eins fallin að ríkið yrði af þeim gríðarlegu viðbót- arverðmætum sem yrðu til við sameiningu bankanna. Þó það sé sjaldgæft á þessum vettvangi nú í seinni tíð, að taka undir orð Davíð Oddssonar, þá er full ástæða til þess nú. Hann hef- ur einmitt bent á að hin breytta staða gefi svigrúm til að huga að sameiningu ríkisbankanna og bíða með sölu þeirra, þannig að samlegðaráhrif sameiningarinnar skili sér til skattborgar- anna í gegnum ríldssjóð. Birgir Guðmimdsson Valgerður Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra er ör- ugglega ekld mjög vinsæl hjá tilteknum hópi manna þessa dagana. Og þá er ekki átt við Garra og þorra þjóðarinnar, sem vita að Valgerður er valin- kunn sómakona og dugnaðar- forkur eins og þær Lómatjarn- arsystur raunar allar. Nei, það eru kollegar Valgerðar í ríkis- stjórn sem vafalaust hugsa henni þegandi þörfina lyrír að gera þeim óvænta slnáveifu. Og ekki síður munu þeir stjórnmálamenn sem ganga með ráðherrann í maganum vera fúlir út í frú Valgerði. Hún hefur sem sé tekið upp á þeim fjanda að gera það sem enginn ráð- herra með sjálfsvirð- ingu hefur gert í ára- tugi, nefnilega að vilja greiða eitthvað úr eigin vasa! Og mun athæfi af þessu tagi og raunar hugtakið sjálft, vera flestum íslenskum ráð- herrum með öllu ókunnugt. Siunarsjóður Valgerður fagnaði sum sé fimmtugsafmæli sínu á dög- unum. Og sýndi kjósendum sínum og dreifbýlinu þá virð- ingu að halda veisluna t heimabyggð, nánar tiltekið norður í Grenivík, en ekki suð- ur í Perlu. En þar sem vinnu- staður Valgerðar, ráðuneytið, er staðsett í Reykjavík, var Ijóst að nokkur kostnaður væri þvf samfara fyrir samstarfs- mcnn hennar að komast í af- mælið. Því var brugðið á það ráð að breyta árlegri sumar- ferð ráðuneytisfólks í afmælis- ferð að vetri og sumarferðar- sjóðurinn nýttur til að greiða ferðakostnað starfsfólks norð- ur og gistingu þar. Þarna var sem sé ekki um að ræða aukaútgjöld ráðuneytis- V ins, heldur tilfærslu á útgjöld- um. Eftir að DV vakti athygli á málinu lagðist Valgerður hins- vegar undir feld (minkafeld?) og komst að þeirri niðurstöðu að hugsanlega orkaði þetta tví- mælis og lýsti því síðan yfir, að hún myndi greiða kostnaðinn úr eigin vasa! Afturvirkt ? Og nú er auðvitað spurning hvort fordæmi ráðherrans er afturvirkt. Hvað um veisluna sem Friðrik Sófussson hélt gömlum skólafélögum um árið og lét ráðuneytið borga? Og hvað um ríkiskjaravínið sem Jón Baldvin reddaði vini sín- um fyrir margt löngu? Og hvað um allar veislurnar og partíin og veiðiferðirnar sem DV hefur ekki þefað uppi, en ráðherrar hafa haldið fyrir vini og vildarmenn gegn- um tíðina, án þess að borga úr eigin vasa? Er tími endurgreiðslunnar að renna upp? Og allt Valgerði að kenna? Ymsir hafa haldið því fram að Davíð Oddsson hafi alla ráðherra rfkisstjórnarinnar í vasanum. Atburðir síðustu daga hafa ekki beinlínis af- sannað það. En það er alltént ljóst að Valgerður Sverrisdóttir er eini ráðherrann í marga áratugi sem er með eigin vasa. Og Garri sér því ekki eftir því að hafa kosið hana síðast og hann mun gera það aftur næst. Því ráðherra, jafnvel þó hann/hún sé sannfærður um réttmæti eigin gerða, sem er tilbúinn til að viðurkenna að þær geti orkað tvímælis og brugðist við samkvæmt því, er fáheyrt fyrirbæri á Islandi. GARRI Valgerður Sverrisdóttir. Samtímis því að verkalýðurinn passar upp á stöðugleikann í efnahagsmálunum er allt á ferð og flugi í stjórnsýslu og peninga- viðskiptum. Ríkisendurskoðandi átelur bruðlið í ráðuneytum við- skipta og iðnaðar, sem splæstu 300 þúsundum í afmælisboð norður í land, en segir ekki orð um nokkurra milljarða rann- sóknarverkefni sem farið er í súginn, þar sem búið er að ákveða að gæsin ein skuli ríkja á Eyjabökkum. En þetta eru smámunir einir f umsvifunum. Nú á að skella Kárahnúkavirkjun í löggilt um- hverfismat og óbyggðavinir sem sigruðu í síðustu orrustu búa sig undir að sigra ríkisstjórnina, Landsvirkjun, Austfirðinga og Norsk Hydro í þeirri næstu. Þeir munu aldrei líða að fljótin fyrir austan verði sameinuð af hag- kvæmnisástæðum eins og bank- ar og matvöruverslanir og nú síð- Órói í stöðugleikanimi ast kúabúin í Eyjafirðinum, sem orðin eru að stóriðju. Reitum ruglað Sömu daga og virkjanir og álver fyrir austan eru slegin af eru bankaeigendur á þeysispretti að sundra og sameina. Um miðja viku ætluðu Landsbanki og FBA að ganga saman í eina sæng, en trúlofunin varð endaslepp þegar parið fór að kynnast. En strax á eftir urðu Fram- kvæmdabankinn og Is- Iandsbanki par og gang- ast fjármálaveldin nú undir skemmriskírn og sameinast um að græða meira en nokkru sinni fýrr. Og svo ætla gömlu hróin, Lands- banki og Búnaðarbanki að rugla saman reitunum til að mæta ímyndaðri sanikeppni hinnar samsteyptunnar, og allt ætlar þetta að æða út á alþjóðamark- aðinn þar sem íslenskt efnahags- lff býður ekki upp á starfsemi slíkra peningarisa, sem samein- aðir bankar verða, að sögn þeirra sem þar ráða rfkjum. Um leið og virkjanir og stóriðja fyrir austan eru blásin af, tilkynna stjórnvöld- in, að upp sé runnin tími hinna miklu jarð- gangnagerða. Sem vænta mátti verða for- gangsverkefni þar fjalla- göt sem tengja eiga stóriðjuna við aust- firskar byggðir. Síðan þarf nokkur göng fyrir vestan til að styrkja samgöngur milli kvótalausra sjávarþorpa, sem eru að kikna undan oki félagslegra íbúðabygginga. Svo þarf að greiða fyrir Siglfirðingum sem eiga erindi í Hagstofuna eftir að hún flytur til Olafsfjarðar. Þenslulausar framkvæmdir Það ríkir því síst af öllu stöðnun í þjóðfélaginu í þeirri viku sem er að líða þótt verkalýðurinn sjái um stöðugleikann. Eina merkið um að hið opinbera reyni að slá á þensluna er að moka yfir ný- grafnar bílageymslur Alþingis og slá byggingu nýja þinghússins á frest. Það á að koma í veg fyrir þenslu íverktaka- og vinnumark- aði í Reykjavík. Samtímis er hafin lagning nýs Miðbæjarflugvallar, sem kosta mun nokkra milljarða á ári fram eftir öldinni en öll sú ofboðs- þensla sem sú framkvæmd veld- ur er eldd talin með,enda er litið á hana sem samgöngubót fyrir hinar dreifðu byggðir. Allt er þetta gott og blessað meðan ríkið græðir á viðskipta- hallanum og bankarnir cru færir um að stórauka skuldir fyrir- tækja og heimila. Allt á útopnu hjá iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Erþað réttákvörðun hjá Válgerði Sverrisdótturað endurgreiðaferðakostn- aðinn? (Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- ið greiddi ferðakostnað starfs- manna vegna „sumarferðar" þar sem meðal annars var farið í af- mælisveislu ráðherrans á Greni- vík. Valgerður hefur ákveðið að endurgreiða þennan kostnað úr eigin vasa.) Kolbrún Halldórsdóttir þingmaðurVinstri hreyfingarinnar - græns jramboðs. „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því vegna þess að mér finnst það vera stærri mál sem við erum að fást við þessa dag- ana. A hinn bóginn er auðvitað fyrsta viðbragð manns þegar maður heyrir svona: Er ekki ver- ið að misnota aðstöðu. Það er alltaf fyrsta viðbragðið án þess að ég hafi farið ofan í saumana á þessu sérstaka máli. Mér finnst skipta afskaplega mildu máli að ráðherrar séu ráðdeildarsamir og fari vel með fé þjóðarinnar, þannig að þeir geti alltaf staðið klárir og réttlætt hlutina af sann- færingu fýrir þeim sem eiga fjár- munina, og það er þjóðin sem á þá.“ Þóruim Sveinbjamardóttir þingmaðnrSamJylkingarinnar. „Ekki spurn- ing. Það má segja að iðnað- ar- og við- skiptaráðherra hafi bjargað í horn í þessu máli. Það er gott að vita til þess að hún er ekki höll undir hina spilltu íslensku stjórnmála- hefð sem hefði þýtt það að hún hefði reynt að þæfa málið um lengri tíma áður en hún sneri af villu síns vegar." Vilborg Gimnarsdóttir bæjarfiilltníi Sjálfstæðisflokksins áAk- ureyri. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá henni að gera það. Hún sagði sjálf að þetta væri óþægileg um- ræða og ég held að það hljóti að vera einhver ástæða lýr- ir því að henni þótti umræðan óþægileg." Jón Kristjánsson þingmaðnrFramsóknaiflokksins. „Já. Ég tek undir hennar rökstuðning í þessu máli. Hún hefur sagt að hún vilji ekki blanda slíkum málum saman við sín- ar minningar um afmælisdaginn. Ég hef ekkert meira um það að segja og tel að þetta sé rétt ákvörðun hjá henni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.