Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 01.04.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 - 11 thypr. ERLENDAR FRÉTTIR Hvaö á að gera við Kosovo? Frá bænum Mitrovica i Kosovo: Rúmiega heimingur þeirra Serba sem enn eru eftir í Kosovo búa þar í bæ, rammlega afgirtir. Um þessar mimilir er árliðið fráþví loft- árásir Nató á Júgóslavíu hófust. Þótt allir fréttatímar hafi verið yfirfullir af umfjöllun um Kosovo meðan loftárásirnar stóðu yfir heyrðust sjaldan raddir þeirra sem bjuggu á staðnum. Undan- tekning frá því var þó fréttaþjón- usta sem nefnist Institute for War and Peace Reporting (IWPR), eða Stofnun um frétta- flutning í stríði og friði, sem staðsett er í Bretlandi og dreifði reglulega fréttapistlum frá fólki sem bjó í Kosovo eða Serbíu og fylgdist með gangi mála af eigin raun. Oftar en ekki voru þessir pistlar birtir án nafns höfundar, enda 'ekki óhætt að segja hvað sem er undir fullu nafni á þeim tíma. Nú í vikunni sendi IWPR frá sér nokkrar greinar í tilefni af því að þann 24. mars var Iiðið ár frá því loftárásirnar hófust. Þar eru bæði Serbar og Albanir, ásamt erlendum fréttamönnum, að leggja mat á ástandið eins og það er í dag, ári síðar. Meðal annars er þarna viðtal við Veton Surroi, útgefanda dag- blaðsins Koha Ditore í Kosovo, en hann er einn þeirra sem lengi hefur starfað með IWPR. Ringulreið og lögleysa Það sem að hans mati skortir núna er fyrst og fremst lög og regla, allar meginstoðir réttarrík- isins. I Kosovo ríkir ringulreið og óvissa. Hann bætir því þó við að þolgæði Kosovobúa gagnvart slíku ástandi sé óvenju mikið. „Ef þið þyrftuö í ykkar landi að þola ekki níu mánuði eins og við höfum þurft heldur bara níu daga án lögreglu, dómstóla, raf- magns, vatns og allra Iaga, þá myndi allt standa í ljósum logum hjá ykkur.“ Surroi telur, Iíkt og fleiri Alb- anir, hrýna nauðsyn á því að Kosovo verði í einhverjum skiln- ingi sjálfstætt ríki. „Eg er ekki að segja alþjóðlega viðurkennt," segir Surroi, „en með hefð- bundnum hlutverkum ríkis." Hann er líka tiltölulega bjart- sýnn á framtíðina. „Við erum við upphaf sögulegs ferlis sem teng- ir allt svæðið í Suðaustur-Evrópu við meginstraumana í Evrópu," segir Surroi. „Þessari þróun tel ég að verði ekki snúið við. Hún getur numið staðar af og til; það verða erfiðleikar. En í stórum dráttum verður hröð þróun á næstu 50 árum í áttina að sam- þættingu." Svartlivítar andstæður Sonja Nikolic er serbnesk, en helur engu síður en Surroi trú á því að hægt sé að finna Iausnir til þess að brjóta u]tp vítahring hefnda og ofljeldis. Til þess að svo megi verða telur hún að báð- ir aðilar verði að horfast í augu við að öfgaöfl eru innan beggja raða og að báðir aðilar hafi þurl’t að líða margt. „Albanir hafa liðið margt slæmt á síðustu tíu árum," segir hún „En Serbar máttu þola mikið á þeim tíu árum sem fóru á undan, þegar Kosovo naut sjálfstjórnar og Albanir höfðu völdin þar. Það er ckki það sama og Serbar gerðu, en við verðum að geta tal- að um það. Og nú eru Albanir farnir að grípa til hefnda á ný.“ Hún segir að það verði að brjóta upp þá svart-hvítu mynd tveggja andstæðra póla sem dreg- in hefur verið upp: „Albanir í hlutverki fórnarlambanna og þess vegna allir saklausir, og Serbar sem gerendur og þess vegna allir sekir.“ Aldrei verið verra Vojislav Kostunica er sömuleiðis Serbi, en hann er leiðtogi Serbneska lýðræðisflokksins, sem er í stjórnarandstöðu. Hann er ekki jafn bjartsýnn á framtíð- ina eins og Surroi og Nikolic: „Ástandið nú er verra en fyrir ári, verra en nokkru sinni. I Serbíu, í Kosovo og víðar á Balkanskaga eru ekki bara hús og kirkjur rústir einar, heldur hafa möguleikarnir á því að fólk af ólíku þjóðerni og trúarhrögð- um búi aftur saman verið eyði- lagðir.“ Hann bendir á að hver mistök- in á fætur öðrum hafi verið gerð í Kosovo eftir að loftárásunum lauk, og það verði aðeins til þess að gera illt ennþá verra að festa núverandi ástand í sessi, hvað þá ef stefnt verður að sjálfstæði hér- aðsins. Veradarsvæði Sameinuðu þjóðanua Fréttamaðurinn Dan Damon, sem fylgdist með átökunum í Kosovo fyrir fréttastofu Sky-sjón- varpsstöðvarinnar í Bretlandi, telur þó einu lausnina vera að gera Kosovo formlega að vernd- arsvæði Sameinuðu þjóðanna til Iengri tíma, sem endurskoðað verði á fjögurra ára fresti. „Serbar hafa þá áfram aðgang að sögulegum og trúarlegum stöðum," segir Damon. Og „póli- tískir leiðtogar Albana yrðu þátt- takendur í ferli sem gæfi þeim í raun virkt vald og tækifæri til þess að byggja upp siðað samfé- lag.“ „Þetta væri hægt að gera með atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, og komast þannig hjá neitunarvaldi í Örygg- isráðinu." - GB HEIMURINN Pútín ætlar að hraða untbótiun Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skýrði frá því í gær að hann ætli að mynda nýja ríkisstjórn með það l’yrir augum að hraða unibótastarfi í landinu. Nýju ráðherrarnir eiga að einbeita sér að „eflingu ríkisins og markaðsumbótum,“ eins og hann orðar það. Ríkið á að vera fært um að tryggja það að lögin gildi jafnt fyrir alla og sérstaklega verður lögð áhersla á að tryggja eignarréttinn. Þá sagðist Pútín í gær ætla að sjá til þess að svonefndur START-II samningur Bandaríkjanna og Rússlands, sem kveður á um að fækk- að verði í kjarnorkuvopnabúri beggja ríkjanna, verði sem fyrst stað- festur af hálfu Rússlands. Sömuleiðis ætlar hann að hraða viðræðum um framhaldssamninginn START-III. Eldgos í Usu JAPAN - Eldgos hófst í fyrrinótt f fjallinu Usu í Japan, en fjallið er á eyjunni Hokkaídó um 770 km norður af Tókíó. Osku og grjóti rigndi yfir nágrennið, sem var snævi þakið fyri r. Jarðfræðingar höfðu fyrr í vikunni varað við því að eldgos væri yfirvofandi, og höfðu um 11.000 manns sem búa í nágrenninu verið lluttir á brott áður en gosið hófst. Rúmlega 50.000 manns búa í grennd við fjallið, flestir í sjávarþorpinu Date. I gær virtist gosið vera í rénun, en sérfræðingar sögðu þó ekki hægt að treysta því og sögðu hættuna ekki vera liðna hjá. Þykkan mökk lagði frá fjallinu Usu. KYNNING LAUGARDAG13 - 16 NÝR MAZDA DEMIO NÝR MAZDA PREMACY NÝR MAZDA 626 NÝR MAZDA B 2500 NÝJUNGARNAR KOMA FRÁ MAZDA FALLEGIR HAGKVÆMIR í REKSTRI RÍKULEGA ÚTBÚNIR. BSA hf, Laufásgötu 9, Akureyri Sími 462 6300 Opið mán-föstd frá 9-18 Laugardaga frá 13-16. Nýr Suzuki Jimmy Aðeins kr 1.459.000,- Notaðir bílar Suzuki Swift 09/06 ek 45þ. kr. 720.þ. Ford Escort 5d AT 10/97 ek 17þ kr. 1,040þ. Suzuki Vitara 05/98 ek 42þ. kr. 1,630.þ. Mazda 323sed AT ek 44þ. kr. 1,030þ. MMC Gallant GLSI AT 06/93 ek 90þ kr 900.þ. MMC Lancer GLX AT 10/90 ek 156þ kr. 350.þ. Toyota Corolla sed 06/94 ek 93þ kr. 780.þ. Toyota Corolla LB 11/87 ek 181 þ kr. 160,þ. Toyota Corolla 5d AT 04/96 ek 22Þ kr. 990.þ. Toyota Carina II 06/87 ek 190þ kr. 70.þ. Toyota Avensis St 06/99 ek 10þ kr. 1,660.þ. BSA hf, Laufásgötu 9, Akureyri Sími 462 6300 Opið mán-föstd frá 9-18 Laugardaga frá 13-16. Ó'JOTUN Málningar 15-40% afsláttur af allri Jotun mábiingu HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.