Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 - 7 Tkre«i-_ RIT STJÓRN ARSPJ ALL f' 1 m í ■ 1 ■ 1 & * fc > ■■ ■Hh tes ÍSf 1 ■ & * Bw 1 wm i 1 í i B , * - i; j j i i. j-i j&gfj Í| Ijj ' ‘ * I Á i í mŒjgEgí & \ 1 i 1 ! I 1 i ( Upphaf verkalýðshreyfingarinnar má einmitt rekja tii þess að nógu margir neituðu að sætta sig við að vera olnbogabörn samfélagsins og gripu til aðgerða til þess að bæta kjör sín og annarra þeirra sem svipað var ástatt um.“ Myndin er frá baráttudegi verkalýðsins. Dagur verkafólksins ELIAS SNÆLAND JONSSON SKRIFAR Fyrsti maí er á mánudaginn, al- þjóðlegur baráttudagur verka- lýðshreyfingarinnar, sá fyrsti á nýrri öld. Það gefur gott tilefni til að líta til baka og velta fyrir sér bvernig hreyfingin hefur þró- ast á tuttugustu öldinni, jafn- framt því sem staðan í dag er vegin og metin. Erfitt er íý'rir marga sem nú eru að vaxa úr grasi að gera sér grein fyrir þeirri fórnfúsu bar- áttu sem frumherjar samtaka launamanna þurftu að leggja á sig og sína nánustu til að ná fram einföldustu grundvallar mannréttindum almennings. Þessir baráttumenn áttu mestan þátt í að byggja upp þá hreyfingu sem margir hinna yngri nú á dögum líta því miður á sem að- eins eina af mörgum stofnunum þjóðfélagsins, en ekki sem lif- andi hreyfingu fjöldans. Þegar litið er til fyrstu ára og áratuga aldarinnar má segja að Island hafi verið vanþróað ríki, en það er hugtak sem þykir ekki lengur nógu fínt á tungu hins pólitíska rétttrúnaðar en lýsir þó ástandinu betur en orðið „þró- unarríki" - einkum vegna þess að í mörgum slíkum löndum er alls engin framþróun. En hvað um það, fyrir hundrað árum var rétt- ur almennings nánast enginn. Það tók hin nýju stéttarfélög alþýðunnar nokkra áratugi að berjast fyrir viðurkenningu þess að þau væru eðlilegur og sjálf- sagður samningaðili um kaup og kjör félagsmanna sinna. Jafnvel á fjórða áratugnum kom til harkalegra átaka um slík grund- vallar mannréttindi launafólks víða um land, ekki síst vestur á fjörðum þar sem verkalýðsfor- inginn Hannibal Valdimarsson var handtekinn af atvinnurek- endum og handbendum þeirra og fluttur nauðugur frá Bolung- arvík til ísafjarðar. Sá réttur til samninga sem nú þykir sjálf- sagður fékkst þannig einungis eftir langvarandi baráttu. Pólitískar deilur A þeim miklu átakatímum sem einkenndu fyrstu áratugi raun- verulegrar verkalýðsbaráttu hér á landi, sýndi það sig fljótt að sam- tök Iaunafólks þurftu ekki aðeins að skipuleggja sig félagslega heldur einnig að hafa sterkan pólitískan bakhjarl. Það var ekki fyrr en vinstristjórnir Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks tóku við stjórnartaumunum að ýmis mik- ilvæg réttindamál alþýðunnar hlutu náð hjá meirihluta Alþing- is. Nægir þar að nefna lagasetn- ingu um stéttarfélög og vinnu- deilur sem kom fyrst á fjórða ára- tugnum, en þar voru loksins fest í landslög sjálfsögð réttindi stétt- arfélaga launafólks. En tuttugast öldin geymir einnig langa sögu harkalegra pólitískra deilna innan verka- lýðshreyfingarinnar. Þar voru sí- felldar flokkspólitískar erjur sem leiddu til hatrammra kosninga þar sem stjórnmálaflokkarnir stóðu fyrir smölun eins og f þing- kosningum. Slík átök voru mjög áberandi á sjötta og sjöunda ára- tugnum og reyndar árviss við- burður um Iangt skeið. Ekki fer á milli mála að þessi flokkspólitísku innbyrðis slags- mál höfðu mjög skaðleg áhrif á verkalýðshreyfinguna um ára- tuga skeið. Hin síðari ár hefur lítið borið á flokkspólitískum hjaðningarvígum innan stéttar- félaganna. Sá ágreiningur sem nú sundrar hreyfingunni er af öðrum toga sem kunnugt er - snýst meðal annars um skipulag samtakanna og ólíka hagsmuni félaganna eftir landshlutum. Sambandsleysi Það hefur gerst innan verkalýðs- hreyfingarinnar eins og víðar í samfélaginu að áhrif einstald- ingsins á gang mála í stéttarfé- lagi sfnu hafa minnkað verulega. Halldór Björnsson, formaður Eflingar, lýsti ágætlega þeirri miklu breytingu sem orðið hefur á tengslum milli forystu og fé- lagsmanna í viðtali við helgar- blað Dags fyrir skömmu. Áður fyrr þekktu forystumenn Dags- brúnar þannig flesta félagsmenn sem unnu til dæmis við höfnina. Slík tengsl er liðin tíð hjá öllum stærri stéttarfélögum. Ein afleiðing þessa sambands- rofs er vafalaust það hættulega áhugaleysi sem einkennt hefur atkvæðagreiðslur um kjarasamn- inga að undanförnu. Einungis lítill hluti félagsmanna innan Flóabandalagsins hafði þannig fyrir því að koma heimsendum atkvæðaseðlum í póst, og var þó verið að greiða atkvæði um kjör þeirra mörg næstu árin. Forystu- menn félaganna hafa að sjálf- sögðu áhyggjur af þessari þróun, en þeim hefur samt ekki enn tek- ist að finna leið til ná betur til fjöldans. Það er brýnt verkefni. Hagsmunaárekstíar? Um langt árabil var talað um samvinnuhreyfinguna og verka- lýðshreyfinguna sem kvisti af sama meiði. Hjá frumherjunum voru enda báðar hreyfingarnar fyrst og fremst tæki til að bæta kjör fátæks fólks. Nú er samvinnuhreyfingin sem slík að mestu fyrir bí, en eft- ir sitja fyrirtæki sem eru rekin á sömu forsendum og önnur slík í landinu, nema hvað stundum virðist enginn vita hver á þau. Verkalýðshreyfingunni hefur tekist betur að aðlagast breyttum tímum, en þau eru einnig að sumu leyti að breytast í stofnan- ir eða „fyrirtæki" sem bafa óbeint mikilla hagsmuna að gæta í atvinnulífinu sem eigend- ur. Þetta hefur gerst í gegnum lífeyrissjóðakerfið þar sem full- trúar stéttarfélaganna taka þátt í að kaupa hlutabréf í stórum stíl í fyrirtækjum innanlands og er- lendis, stórum og smáum. Það hefur aldrei þótt vænlegt til árangurs að þjóna tveimur herrum samtímis. Sú spurning hlýtur að vakna hvort og þá hvenær kemur til vandræðalegra hagsmunaárekstra af þessum sökum. Ef eignarhlutur lífeyris- sjóða í íslenskum fyrirtækjum heldur áfram að vaxa með sama hraða og undanfarin ár, kemur fyrr en síðar upp sú staða að stéttarfélög þurfi að meta hversu harkalega eigi að sækja launa- hækkanir til fyrirtækja sem líf- eyrissjóðir þeirra eiga að umtals- verðu leyti. Olnbogabðm Samningaferlið nú í vor fór fram með þeim hætti sem fyrirsjáan- legt var strax og Flóabandalagið ákvað að sjá um sín mál sjálft án samstarfs við landsbyggðarfélög- in. Eins og bent var á í Degi á sínum tíma gat slíkt aðeins leitt til annars af tvennu; að lands- byggðin yrði að sætta sig við samninga Flóabandalagsins í öll- um meginatriðum, eða að fara út í harðvítuga og vonlitla verkfalls- baráttu. Þetta gekk eftir. Fulltrú- ar landsbyggðarfélaganna náðu litlu fram nema því sem sumir hafa kallað Ijósrit af samningum Flóabandalagsins. Ljóst er að innan Verkamanna- sambandsins var alvarlegur ágreiningur um bvernig standa ætti að kjarasamningum. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið. Þess er hins vegar að vænta að þegar samningaferlið er að baki sameinist allir um að reyna að finna Iausn á þeim ágreiningi sem uppi er og þar með samstarfsleið sem dugar til að brúa bilið og tryggja aukna samstöðu á ný í framtíðinni. Meginkosturinn við nýgerða kjarasamninga er að sjálfsögðu sú sérstaka áhersla sem lögð var á hækkun lægstu launanna. Mikill þrýstingur er á alla þá sem eftir eiga að semja á næstu mán- uðum og misserum að halda sig innan þess rannna sem settur var í samningum Flóabandalagsins. Engu skal um það spáð hér hvort það gengur eftir, ekki síst í Ijósi þess hvernig staðið hef’ur verið að kjarabótum til æðstu embætt- ismanna og ýmissa annarra opin- berra starfsmanna síðustu árin. Hins vegar er slæmt til þess að vita að kjarabætur til öryrkja og aldraðra skyldu ekki fylgja hækk- unum annarra láglauna í land- inu. Það er til vansæmdar í vel- megunarsamfélagi samtímans að gera margt það fólk sem býr við alvarlega örorku að olnboga- börnum þjóðfélagsins. Hið sama á við um aldraða sem hafa ekki aðrar tekjur en almennar lífeyris- bætur. Upphaf verkalýðshreyfingar- innar má einmitt rekja til þess að nógu margir neituðu að sætta sig við að vera olnbogabörn samfé- lagsins og gripu til aðgerða til þess að bæta kjör sín og annarra þeirra sem svipað var ástatt um. Það er því í fullu samræmi við upphaf og markmið hreyfingar- innar að hugsa ekki einungis um eigin félagsmenn heldur einnig aðra þá sem standa höllum fæti í samfélaginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.