Dagur - 03.05.2000, Side 1

Dagur - 03.05.2000, Side 1
Samningar rútubílstjóra i VMSÍ hafa ekki vakið hrifningu meðal Sleipnismanna. Sleipnis- mennæfir utíVMSI Forráðamenn Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis, eru æfir út í Verkamannasamband Islands fyrir að hafa samið fyrir lang- ferðabifreiðastjóra á tveimur stöðum á landinu, Húsavík og Borgarnesi, en um er að ræða 4 til 6 bílstjóra sem eru ekki á fé- lagssvæði Sleipnis og eru í Verkamannasambandinu. Oskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir að VMSÍ hafi komið aftan að þeim með því að taka allt það sem Sleipnir hafi verið með í kröfugerðinni í samningavið- ræðunum við atvinnurekendur, og sett það óbreytt inn í sinn samning, og jafnvel lækkað það niður fyrir núverandi kjara- samning Sleipnis. Rýtmgsstunga „Verkamannasambandið er með rýtingsstungu í okkar bak og fé- lagsmenn í Bifreiðastjórafélag- inu Sleipni líta ekki á þetta mál á engan hátt öðruvísi en skemmd- arverk í okkar garð. Næsta skref okkar er að birta opið bréf til Verkamannasambands Islands með mörgum spurningum sem við viljum fá svör við. Það er ekki nema gott eitt um það að þessi bílstjórar hafi kjarasamning, en það er mjög óeðlilega að þessum samningi staðið. Okkar kjaradeila er hjá Ríkis- sáttasemjara, en það hefur verið lítil nálgun enn sem komið er. Það verður samningafundur í upphafi næstu viku en málið er ekki komið á það stig að farið sé að hóta verkfalli," segir Oskar Stefánsson, formaður Sleipnis. - GG Atyrtur fyrir það að vera frá Húsavík Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar og formaður afmælisnefndar Húsa- víkur varð fyrir óskemmtilegri reynslu í Reykjavík s.l. sunnu- dag. Hann var að vinna í Laugar- dagshöllinni við uppsetningu á sýningarbás fyrir Norðurland eystra og var í skyrtu sem merkt var Húsavík, þegar tveir menn sem hann hafði aldrei séð, vinda sér að honum með hávaða og látum og byrja að ausa hann sví- virðingum fyrir að vera frá Húsa- vík og töluðu um viðbjóðslegan stað, nauðgarabæli og ýmislegt annað óprenthæft fylgdi með. „Eg er ennþá miður mín eftir þetta og sjálfsagt er það eins- dæmi að Húsvíkingur verði fyrir aðkasti bara íyrir það að vera frá Húsavík,1' sagði Ásbjörn. Um þetta mál er ítarlega fjallað í Vík- urblaði Dags í dag. Það var vorlegt um að litast á Akureyri í gær. Sól skein í heiði og himinninn var heiður og blár. Á gróðarstöð bæjarins voru menn að huga að sumarblómunum sem prýða eiga bæinn i sumar. - mynd: brnk Kostar 11 þúsxmd á hverja fj olskyldu 760 miUjónir í kristnihátíð með vegábótum. 2.800 krónur á hvert maimsbarii. „Dans í kringum gullkálliini“ segir lögsögumaður Ásatrúarfélagsins. Heildarkostnaður við kristnihátíð að Þingvöllum í sumar og fram á páska næsta ár samsvarar því að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu hafi lagt fram 11.200 krónur til veisluhaldanna, en hér er átt við stórhátíðina sjálfá, há- tíðir víða um land og vega- og umhverfisbætur vegna hátíðar- innar. Kostnaðurinn er uppá um 760 milljónir króna eða 2.800 krónur á hvert mannsbarn í Iand- inu. Kostnaður á vegum kristnihá- tíðarnefndar er uppá um 410 milljónir króna. Þar af féll 50 milljón króna undirbúnings- kostnaður á árunum 1997-1999. I ár fær nefndin 324,5 milljónir til ráðstöfunar og samkvæmt heimildum blaðsins má gera ráð fyrir 35-40 milljónum til viðbótar á næsta ári. Inn í þessum tölum er meðal annars allur stjórnunar- kostnaður og svo sérstakur lög- gæslu- og sjúkra- kostnaður, að sögn Fjólu Granz, fjármálastjóra há- tíðarinnar. Annarra að dæma Ofan á þennan kostnað kemur fjárveiting til Vegagerðarinnar vegna verkefna sem sérstaklega eru eyrnarmerkt kristnihátíðinni að Þingvöllum, samtals um 350 milljónir. Kostnaður vegna Grafningsvegar er uppá I 11 milljónir króna. I Gjábakkaveg og Uxahryggjarveg fara samtals 50 milljónir. Vegabætur í Mosfells- bæ kosta 30 milljónir. Þá falla ýmsar framkvæmdir á Þingvöll- um undir Vegagerðina; bílastæði, stígar, reiðvegir, göngupallar og fleira, sem alls munu kosta 160 milljónir. Rúmur helmingur kostnaðarins á vegum Vegagerð- arinnar er ekki varanleg fjárfest- ing. „Eg ætla ekki að gerast dóm- bær á það,“ svar- aði Júlíus Haf- stein, fram- kvæmdastjóri kristnihátíðar- nefndar, aðspurð- ur hvort hér væri ekki heldur mikið í Iagt. „En ég veit að ef á að halda svona hátíð, sem teygir sig yfir drjúgan tfma, þarf langan aðdraganda og undirbún- ing og það verður ekki gert öðru- vísi en að leggja í það töluvert fé. 400 milljónir í hátíðarhöldin sjálf eru vissulega töluverðir peningar, en hvort það er réttmæt upphæð læt ég aðra um að dæma,“ segir Júlíus. Heljarmnar skemmtana- skattur Framkvæmdasýsla ríkisins ákvað að rukka Ásatrúarfélagið um 1,5 milljónir króna f)TÍr afnot af sal- ernisaðstöðu þeirri sem rís vegna kristnihátíðarinnar. Hvað finnst Jónasi Þ. Sigurðssyni lögsögu- manni félagsins um kristnihátíð- arkostnaðinn? „Þetta er heljarinnar skemmt- anaskattur á þjóðina og sýnist mér að allir hlutaðeigandi geti dansað glaðir í kringum gull- kálfinn. Við ásatrúarmenn erum neyddir til að taka þátt í þessum kostnaði og að auki er ætlast til þess að við greiðum auka- skemmtanaskatt fyrir salernisað- stöðuna eða yfir fjögur þúsund krónur á hvern borgandi félaga í Ásatrúarfélaginu," segir Jónas. Til að sjá kostnaðinn við kristnihátíðina í enn öðru ljósi má nefna, að það kostar, að sögn biskups Islands, 5.000 krónur að leysa indverskt barn úr skuldaá- nauð. Með 760 milljónum króna mætti þannig leysa 152.000 ind- versk börn úr slíkri prísund. - fþg Á Þingvöllum. Bær og kirkja. mmmmi wm DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhiið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavöm • Loudness þrískiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðariausu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.