Dagur - 03.05.2000, Síða 8

Dagur - 03.05.2000, Síða 8
8 -MIDVIKUDAGV R 3. MAÍ 2000 Thgur MIDVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 - 9 Tkytu-. SAMANTEKT Tvær vikiir í örvæiitiiigu GUDMUNDUR RÚNAR HEBDARSSON Kaupskipaflotiim að stöðvast í 100 mauua verkííilli. Möimun áhafna í brennidepli. Stefnir í vöruskort eft- ir hálfan mánuð. Reynt að hrjóta mark- aða launastefnu Verkfall um 100 háseta og báts- manna í Sjómannafélagi Reykja- víkur á kaupskipaflotanum sem hófst í fyrradag getur víðtæk áhrif um allt þjóðfélagið ef það verður langvinnt. Talið er að hirgðastaða verslana og þjónustufyrirtækja sé ekki meiri en svo að skortur geti orðið á einhverjum vörutegund- um í landinu eftir hálfan mánuð hafi ekki samist lyrir þann tíma. Það snertir ekki aðeins heimilin í landinu heldur og einnig vel flest- ar greinar atvinnulífsins sem þurfa á innfluttum aðföngum að halda. Þá stöðvar verkfallið út- flutning á sjávarafurðum sem get- ur haft slæm áhrif á markaðs- stöðu þeirra. A meðan munu menn reyna að nýta allar frysti- geymslur til hins ítrasta og sigla jafnvel frystiskipum. Þótt verk- fallið sé einkum tilkomið vegna deilna um kaup og kjör með áherslu á hækkun grunnlauna úr 78 þúsund krónum í 100 þúsund á mánuði á tveimur árum, þá veg- ur þungt í afstöðu farmanna það sjónarmið þeirra að áhafnir kaup- skipa sem stunda reglulegar sigl- ingar til landsins séu mannaðar fslenskum áhöfnum. Atvinnurek- endur telja að heildarkröfur far- manna hljóði uppá 44% kostnað- arhækkun útgerða. Næsti sátta- fundur í deilunni hefur verið boðaður á morgun, fimmtudag Áhersla á innlenda farmenn Ahrifa verkfailsins er þegar farið að gæta og hafa sex kaupskip stöðvast. Fleiri munu bætast í hópinn þegar líða tekur á vikuna en alls tekur verkfallið til á annan tug kaupskipa. Vegna mönnunar- mála hafa forystumenn Sjó- mannafélags Reykjavíkur gefið til kynna að þeir munu skoða það já- kvætt ef fram kemur beiðni um undanþágu frá verkfallinu frá Samskipum. Það skipafélag er með aiíslenskar áhafnir á öllum skipum sínum sem sigla reglulega til landsins, öndvert við Eimskip. Þá hefur Sjómannafélagið ritað verkalýðsfélögum vítt og breitt um landið ósk um samúðarverk- fall til að koma í veg fyrir lósun úr leiguskipum Eimskipa. Þær beiðnir eru til skoðunar hjá félög- unum. Þessi áhersla Sjómannafé- Iagsins á mönnunarþáttinn á ekki að koma óvart, enda hefur ís- lenskum farmönnum fækkaðjafn og þétt á undanförnum árum, eða um nokkur hundruð. Það flækir hinsvegar málið að mönnunar- málið er ekki samningsatriði í kjarasamningum. Þá hefur félag- ið oft þurft að hafa afskipti af kjaramálum erlendra áhafna á kaupskipum sem hingað hafa komið vegna þess að kjör þeirra hafa ekki verið í neinu samræmi við alþjóða samninga. Tvær vikur í örvæntingu Enn sem komið er virðist hvorki almenningur né fyrirtæki og verslanir hafa gert neinar sérstak- ar ráðstafanir af ótta við lang- vinnt farmannaverkfall. Sigurður Á. Sigurðsson framkvæmdastjóri Búrs, sem sér um aðföng fyrir margar verslanir á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni, tel- ur að menn verði farnir að verða örvæntingarfullir um miðjan mánuðinn Ieysist deilan ekki fyrir þann tíma. Þá sé viðbúið að skortur verði á einhverjum vöru- tegundum í verslunum lands- manna. Enda sé það liðin tíð að menn séu með miklar birgðir. Undir þetta tekur Sigurður Jóns- son framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sem telur að langvinnt verkfall muni hægja á öllum framkvæmdum í þjóðlíf- inu með tilheyrandi kostnaði og tjónum. Framkvæmdastjóri Búrs segist ekki hafa orðið var við að fólk sé byrjað að hamstra gegn yf- irvofandi vöruskorti né heldur að verslanir og önnur fyrirtæki hafi gert einhverjar ráðstafanir í að- drættum í aðdraganda verkfalls- ins. Hann segist binda vonir við að næsti samningafundur í deil- unni muni bera einhvern árang- ur. Í það minnsta segist hann ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef allt fer á versta veg með tilheyr- andi vöruskorti og öðrum búsifj- um fyrir almenning og atvinnulíf landsmanna. Eimskip í kuldanum Þrátt fyrir kaupsldpin séu farin að stöðvast hvert á fætur öðru sáu verkfallsmenn ekki ástæðu til að viðhafa neina sérstaka verk- failsvakt vegna þeirra í gær hvað sem síðar kann að verða. Birgir Björgwnsson stjórnarmaður í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur segir að farmennirnir í félaginu séu það stéttvísir að enn sé ekki þörf á verkfallsvakt. Það verði ekki brýnt lyrr en leiguskip Emskipa í áætl- unarsiglingum koma til hafnar. Þessi skip Eimskipa eru þrjú og mönnuð útlendingum. Áætlað er að þau fyrstu komi til hafnar um næstu helgi. Þá reynir á hvort tekst að koma í veg fyrir losun þeirra með aðstoð almennra stéttarfélaga. Birgir segir að fé- lagið sé einnig búið að óska eftir aðstoð til að stöðva þessi leigu- skip Eimskipa hjá Norræna flutn- ingaverkamannasambandsins og sömuleiðis hjá Alþjóða flutninga- verkamannasambandinu. Hann minnir á að þótt verkfallsmenn séu ekki fjölmennir, eða um 100 manns, þá sé um öflugan hóp að ræða. Þeir viti h'ka sem er að það hjálpar þeim enginn nema þeir sjálfir. Hann segir að félagið muni taka góðfúslega til athug- unar ef undanþágubeiðnir frá verkfallinu koma frá Samskipum. Ástæðan fyrir því sé sú að þeirra skip séu alfarið mönnum islend- ingum, öndvert við Eimskip. „Deilan snýst dálítið um það,“ segir Birgir. Hann segir að ástæð- an fyrir hörku félagsins gegn Eimskipum sé einmitt vegna mönnunarmála. I því sambandi bendir hann á að í síðustu kjara- Skip eru þegar bundin við bryggju vegna verkfalls farmanna. Hér sést Bakkafoss í Sundahöfn i gær. samningum hefði Eimskipsmenn sagt að íslenskum farmönnum yrði ekki fækkað í þeirra skipum. Birgir segir að félagið hafi ekki staðið við þau fyrirheit. Þess í stað hefði félagið fækkað íslend- ingum í áhöfnum sínum sem nemur tveimur áhöfnum á sl. þremur árum. Ú1 úr launakví í kröfugerð farmanna er farið fram á að grunnlaun hækki úr 78 þúsund krónum á mánuði í 100 þúsund krónur á tveggja ára samningatíma. Til samanburðar má geta að lægstu laun í samn- ingum Flóabandalagsins hækka í 91 þúsund og í 93 þúsund hjá VMSI á mun Iengri samnings- tíma. Heildarlaun farmanna eru hinsvegar mun hærri en sem nemur grunnlaunum vegna yfir- tíðar. Lætur nærri að heildar- launin séu einatt um 200 - 300 þúsund á mánuði, eða eftir því hvað mikil vinna liggur að baki. Birgir Björgvinsson segist per- sónulega vera þeirrar skoðunar að þessi krafa um 100 þúsund króna grunnlaun á mánuði sé í lægra lagi ef eitthvað sé. Hinsveg- ar sé engin launung á því að menn séu að reyna að komast út úr þeim launaförum sem mörkuð hafa verið í þeim samningum sem gerðir hafa verið uppá síðkastið. Aðspurður um viðbrögð annarra launamanna við baráttu far- manna segir Birgir að þau séu öll jákvæð. Mikið sé hringt á skrif- stofuna með baráttukveðjur. Hinsvegar sé ekkert um gagnrýni þess efnis að farmenn séu að skemma fyrir öðrum með því að fara fram á meira en aðrir hafa fengið, nema síður sé. Máli sínu til stuðnings bendir Birgir m.a. á að almennt launafólk sé búið að fá uppí háls af „talanda auð- jöfrana" og fyrirtækja sem séu að skila miljarða hagnaði en geta ekki á sama tíma séð af krónu til almennings. Hann segir að í síð- asta tilboði atvinnurekenda hafi einfaldlega verið vísað til baka vegna þess að þar hefði ekki verið neitt bitastætt að finna. Af þeim sökum sé það ekki rétt það þeir hafi ekki svarað tilboðinu eins og atvinnurekendur hafa fullyrt. Birgir segir að tilboð atvinnurek- enda hafi hljóðað upp á hækkun grunnlauna í 95 þúsund krónur á 3,5 ára samningstíma og það sé einfaldlega ekki inni í kortunum hjá farmönnum. Hann vill þó ekki gefa upp hvað félagið á mik- ið í verkfallsjóði, annað en að lít- il félög eiga ekki stóra sjóði. Fé- lagið og farmenn eigi hinsvegar vini víða að sem munu eflaust verða þeim innan handar ef á þarf að halda. Ósanngjamt Olafur Olafsson forstjóri Sam- skipa sagði um miðjan í dag í gær að það lægi ekki fyrir hvort félag- ið mundi sækja um undanþágu frá vcrkfallinu og það mál sé í skoð- un. Á hinn bóginn sé álitamál hvort stéttarfélagið geti veitt und- anþágu í allsherjarverkialli. Hann bendir hinsvegar á að verkfall far- manna sé að stórum hluta boðað vegna mönnunarmála. Af þeim sökum þykir Samskipsmönnum það ákaflega hart og ósanngjarnt að ætlunin sé að stöðva þeirra skip sem öll séu mönnuð lslendingum. Hann minnir á að fyrir nokkrum árum hefði félagið kynnt þá stefnu sína fyrir öllum stéttarfélögum farmanna og síðan hrint henni í framkvæmd með ærnum tilkostn- aði. Þrátt íyrir það stefnir í að fé- lagið verði einna harðast úti í þessu verkfalli. Forstjóri Samskipa segir það ekkert launungarmál að verkfall farmanna sé fyrst og fremst út af mönnunarþættinum fremur en vegna deilna um kaup og kjör. Hann segir að það sem af er samningaviðræðum hafi menn nánast ekkert rætt um launaliðina í kröfugerð farmanna heldur sé fýrst og fremst verið að reyna að setja pressu á mönnunarmálin. Sá þáttur sé hinsvegar ekki samn- ingsatriði við kaupskipaútgerðir. Olafur segir að félagið verði fyrir verulegum skakkaföllum eftir því sem verkfallið dregst á langinn og hvert skipið á l'ætur öðru stöðvast. Fyrir vikið verður félagið af veru- legum tekjum. Þá sé viðbúið að ýmsar vörur verði fluttar inn með ærnum tilkostnaði þegar þar kem- ur vegna þess að skipin geta þá ekki annað þeirri eftirspurn sem þá verður í framhaldi af þeirri stíflu sem verkfallið hefur á allan inn- og útflutning. Hann telur einnig að verkfallið sé afar ósann- gjart gagnvart þeim hópum launa- fólks sem þegar hafa samþykkt samninga scm séu innan þess launaramma sem samið hefur ver- ið um. í þvf ljósi telur hann að það verði fróðlegt að fylgjast með því hvort t.d. Efling - stéttarfélag muni fara í samúðarverkfall hafn- arverkamanna til að brjóta niður þá launastefnu sem félagið átti stóran þátt í að móta í samningum Flóabandalagsins við Samtök at- vinnulífsins. Forstjóri Samskipa segist ckki trúa þva' að Efling muni hjálpa öðrum til að pína fram önn- ur kjör en þeir sjálfir hafa sam- þykkt. í heljargreipum Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að í tilboði þeirra til farmanna hafi þeir reynt að teygja sig til hins ítrasta eins og frekast sé mögulegt gagnvart öðrum þeim samningum sem gcrðir hafa verið. I síðasta til- boði atvinnurekenda hefðu þeir komið til móts við sjónarmið far- manna um hækkun grunnlauna í 100 þúsund krónur á mánuði og þvf ætti sú tala ekki að vera neinn ásteytingarsteinn. Hann segir að ef það getur ekki verið grundv'öll- ur viðræðna og leitt til niðurstöðu í þessari kjaradeilu, þá sé þessi 100 manna hópur farmanna að lýsa því ylir að hann ætli sér að brjóta á bak aftur þá kaupmáttar- samninga sem gerðir hafa verið við almennt launalólk í iandinu. Það mundi valda miklu tjóni fyrir Iífskjörin í landinu og því andstætt hagsmunum Iaunafólks í landinu. Hann segir að tregðan hjá Sjó- mannafélaginu til að ræða efni kjaradcilunnar við atvinnurekend- ur sé ekkert eðlileg. Þá sé allt tal þeirra um hugsanlega misbeitingu verkfallsins með einhverjum hætti til að vekja grunsemdir um að það snúist um eitthvað allt annað en knýja fram kröfurnar í kjaradeil- unni eins og t.d. um mönnunar- mál áhafna. Ari bendir hinsvegar á þeir séu að vinna kjarasamningum lýrir íslenskar kaupskipaútgerðir en hafi ckki umboð fyrir erlendar útgerðir né útgerðir tímaleigu- skipa. Hann vekur jafnframt at- hygli á því að samkvæmt upplýs- ingum frá Eimskip þá stendur til að fækka leiguskipum þess um eitt þegar nýtt skip verður keypt. Eftir það verður félagið aðeins með tvö tímaleiguskip í notkun. Annað af þeim sé danskt með þarlendum kjarasamningum. Hitt leiguskipið uppfyllir kröfur Alþjóða verka- mannasambandsins og gott betur. Þá séu tveir íslenskir hásetar um borð í þessum tveimur skipum. Hann telur því að mönnunarmál- in séu ekki í því horfi að það gefi ekki neitt tilefni til að halda þess- ari kjaradeilu í heljargreipum. Þaðan af síður að neita að koma til viðræðna um efnisatriði henn- Ari Edwald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins: Ekkert tilefni til að halda deilunni í heljargreipum. Úlafur Ólafsson forstjóri Samskipa: Verkall fyrst og fremst út afmönn- unarþætti kaupskipa. Birgir Björgvinsson stjórnarmaður i Sjómannafélagi Reykjavíkur: Auð- jöfrarnir græða en vilja ekki sjá af krónu 1/7 almennings. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Lið- in tið að menn séu með miklar birgðir. FRETTIR Karl Sigurbjörnsson bað Önfirðinga fyrirgefningar Biskup baðst fyrirgefiningar Skömmu fyrir páska prédikaði biskup Islands, berra Karl Sigur- björnsson, í Flateyrarkirkju, en ferð hans tengdist heimsókn til sóknarbarna Holtsprestakalls og til að ræða við málshefjendur í máli þeirra gegn fráfarandi sókn- arpresti í Holti, sr. Gunnari Björnssyni. Biskup bað söfnuðinn fyrir- gefningar á því scm hann taldi hafa farið miður i' Holtspresta- kalli undanfarin misseri og á þvf seinlæti sem hann viðurkenndi að hefði átt sér stað hjá honum sjálfum í tilraunum við að leysa ágreininginn. Þess má geta að nýstofnaður kirkjukór sóknanna þriggja í Holtsprestakalli, Holts- sóknar, Kirkjubólssóknar og Flateyrarsóknar, söng við athöfn- ina, en um alllanga hríð hefur þar enginn kirkjukór verið starf- andi vegna deilumálanna í söfn- uðinum. - GG Sendinefhd í Seattle Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sóirún Gísladóttir, fcr íýrir sendinefnd sem stödd er í Seattle í Bandaríkjunum og lýk- ur heimsókn sinni í dag. Fulltrú- arnir eru frá Reykjavíkurborg, Landafundanefnd og fulltrúum íýrirtækja á sviði sjávarútvegs, hátækni, fjarskipta og sam- gangna. Seattle er ein af vina- horgum Reykjavíkur. Borgirnar gerði með sér samkomulag árið 1986 sem kveður á um samstarf á ýmsum sviðum, m.a. að efla viðskipti og samstarf á sviði menningar og menntunar. Tilefni heimsóknarinnar er að þess er minnst í Vesturheimi að 1000 ár eru liðin frá því að Leif- ur Eiríksson nam land í Amerík- ur fyrstur Evrópubúa. Heim- sóknin er Iiður í dagskrá Landa- fundanefndar sem víðast um Ingibjörg Sólrún kemur heim í dag. Bandaríkin og Kanada. Sérstök kynning var á Reykjavík sem einni af 9 menningarborgum Evrópu árið 2000. - GG Engin miskuim í vaskmiun Greiðandi virðisaukaskatts sem stóð ekki skil á greiðslu á réttum tíma kærði álag á skattinn. Bar hann því við að vanskilin hafi orðið vegna erils og vinnuálags á skrifstofu sinni í tengslum við endurnýjun tölvukosts um þær mundir er standa bar skil á skatt- inum. Vísaði kærandi einnig til góðra skila sinna á virðisauka- skatti á Iiðnum árum og fór þess á leit að á grundvelli sanngirnis- ástæðna að álagið yrði fcllt niður eða lækkað. Yfirskattanefnd sagði óumdeilt að kærandi greiddi ekki skattinn í tæka tíð. Gleymska vegna erils og vinnuá- Iags sakir umbreytinga á skril- stofu teljist ekki málsbætur sem leyst geti kæranda undan greiðslu álags og hann hafi held- ur ekki fært fram neinar aðrar skýringar sem leiða ættu til nið- urfellingar. - HEI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.