Dagur - 03.05.2000, Qupperneq 6

Dagur - 03.05.2000, Qupperneq 6
6 - MIDVIKUDAGVR 3. MAÍ 2000 Tkyfir' ÞJÓDMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: el(as snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (reykjavík) Boðskapur fyrsta maí í fyrsta lagi Haldið var upp á fyrsta maí með hefðbundnu sniði en þátttaka var með minnsta móti í höfuðborginni. Nýgerðir kjarasamn- ingar og nauðsyn á meiri samstöðu hreyfingarinnar voru efst á baugi hér á landi, en erlendis beindust sjónir manna að bar- áttu gegn alþjóðavæðingunni sem er að breyta efnahagslegu umhverfi, skapa mikla veltu og mikinn gróða en jafnframt stóraukið misrétti milli ríkra og fátækra. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands, benti réttilega á það í ræðu sinni að alþjóðavæðingin yrði að snúast um fólk, kjör þess og réttindi, en ekki aðeins um verslun. í öðru lagi I sumum nágrannalandanna voru það ekki hin hefðbundnu stéttarfélög sem vöktu mesta athygli á baráttudegi verkalýðs- ins heldur aðgangsharðir hópar sem telja sig vera að berjast gegn ógnarvaldi auðhringanna, það er fjölþjóðlegu stórfyrir- tækjanna, sem beita alþjóðavæðingunni markvisst til þess eins að ná fram sem mestum hagnaði og eru því stöðugt að leita að launafólki sem hefur rýrust kjörin og minnst réttindin. Islend- ingar hafa þegar kynnst þessum vinnubrögðum með viðkomu hentifánaskipa hér á landi, en þau hafa mörg hver réttilega verið kölluð þrælakistur. Þar blasa hin neikvæðu áhrif alþjóða- væðingar við hveijum þeim sem vill opna augun. Og eru af- leiðingarnar þó enn smávægilegar hér miðað við það sem þekkist í öðrum heimsálfum. í jþriöja lagi Forseti Alþýðusambandsins þakkaði réttilega stéttarfélögun- um íyrir að hafa í nýgerðum kjarasamningum lagt mesta áher- slu á hækkun lægstu launa og náð þar áfangasigri skili breyt- ingarnar sér í auknum kaupmætti. Til þess þarf að koma bönd- um á verðbólgu og þenslu á suðvesturhorni landsins. Annars er hætt við að kaupmáttur hækki lítið ef nokkuð. I því efni er hlutur stjórnvalda lang mikilvægastur. Ríkisvaldið og bæjarfé- lögin verða að ganga á undan með góðu fordæmi ef forsendur kjarasamninga eiga að standast. Þeirra er mesta ábyrgðin. Ellas Snæland Jónsson Tvær stilliiigar Því hefur verið haldið fram að það séu einungis tvær stilling- ar á Birni Bjarnasyni. Sé stillt á aðra stillinguna tali hann í föðurlegum umvöndunartón við pólitíska andstæðinga og sé stillt á hina tali hann af virðngu og hlýju um Sjálf- stæðisflokkinn og hinn mikla Ieiðtoga hans, sjálfan Davíð Oddsson. Nýjasti fréttapistill Björns á heimasíðu hans er eins konar staðfesting á þess- ari reglu. Þar er vandað um við fyrrum og núverandi póli- tíska andstæðinga og fjölmiðlamenn fá þar raunar sinn skammt líka, og Davíð Oddsson fær hjartnæma lofgjörð fyrir stjórnvisku og mannkosti almennt. HLutiir íslenskra stjómvalda Meðal þess misskilnings sem Björn Bjarnason nær að leið- rétta í þessum fréttapistli sín- um er hlutur íslendinga og þó sérstaklega íslenskra stjórn- valda í því hvernig víkingasýn- ingin á Smithsonian safninu þróaðist. í þeim efnum eru það fjölmiðlar sem fá um- vöndunarfyrirlesturinn. Þeir hafa einmitt flutt dálítið af fréttum um það að sýning sem þessi hafi þróast eins og hún þróaðist m.a. fyrir til- verknað ýmissa íslenskra ráðamanna. Utanríkisráðu- neytið og utanríkisráðherra hafi þannig beitt sér í málinu, en sérstaklega hefur þó verið greint frá hlut forseta íslands, Olafs Ragnars Grímssonar í málinu. Raunar hefur bein- línis verið fullyrt að samræður hans við ameríska forustu- V menn fyrir þremur árurn hafi haft afgerandi áhrif á það að víkingaþemað varð jafn áber- andi á sýningunni og raun ber vitni. Og Garri horfði á sjón- varpsviðtal við Olaf Ragnar þar sem forsetinn tók einmitt undir þessa túlkun. Heimasíðan En sem betur fer höfum við Björn Bjarnason til að rétta okkur við þegar við vöðum í villu og svíma í málum sem þessu. Og varðandi víkinga- sýninguna hafa greinilega fleiri en Garri verið á villi- götum. Þannig segir Björn á heimasíðu sinni: „Látið hefur verið í veðri vaka í fjölmiðlum, að þessa mildu sýningu megi rekja til ein- hvers sérstaks frum- kvæðis af Islands hálfu eða íslenskra stjórn- valda. Mér þykir það meira en hæpin sagnfræði, hitt er Ijóst, að við íslendingar hvöttum víða til þess, að staðið yrði sem mest og best á bakvið þetta einstaka framtak.“ Garri neitar að trúa því að þessar Ieiðréttingar Björns beri að skilja þannig að hann sé vísvitandi að gera Iítið úr framlagi forsetans eða jafnvel utanríkisráðherra bara vegna þess að þeir eru ekki sjálf- stæðismenn og Davíð kemur hvergi nærri í þessu vel heppnaða máli. En á móti kemur óneitanlega sú áleitna kenning að ef maðurinn hefur bara tvær stillingar, og er greinilega ekld stilltur á lof- gjörðarrullu um Davíð, þá hljóti hann að vera stillur á hina stillinguna! GARRI BIRGIR GUÐMUNDS SON skrifar Samband Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Dorritar Mussaieff er augljóslega orðið mjög alvarlegs eðlis. I síðustu viku var það meira að segja upplýst í Ríkis- sjónvarpinu að ef til hjónabands kæmi væru það ckki skattaleg sjónarmið sem réðu ákvörðun fröken Mussaieff um að ganga í hjónaband með forsetanum - því þótt hún yrði skattlaus sem for- setamaki á Islandi, yrði hún að greiða skatta og skyldur af um- talsverðum eignum sínum er- lendis. Það er sannarlega léttir í því að vita að þetta yrði ekki bara eins og hver önnur sparimerkja- gifting!" En hins vegar heí’ur ekkert verið gefið út um hugsan- lega gifingu þannig að e.t.v. er það ekki alvegt tímabært hjá Sjónvarpinu að velta mikið fyrir sér hvötunum að baki henni ef hún hugsanlega yrði. Sjö mánaöa pistill Fyrir rétt rúmum sjö mánuðum Svigrúmið biíið Sjónvarpið hefur upplýst að ef til hjónabands kemur verður það ekki einhver sparimerkjagifting! ritaði sá sem þetta skrifar pis- tíl á þessum sama stað hér í blaðinu þar sem fjallað var um samband forset- ans og fröken Mussaieff. Sá pistill var skrifað- ur daginn eftir slysið Landsveitinni þegar forsetinn féll af hestbaki. Þar segir m.a.: „Eftir slysið má segja að atburða- rásin hafi öðlast sitt eigið líf. Það er ekki lengur hægt að gæla við tilhugsunina um að stýra um- fjölluninni og þróuninni, jafnvel þótt menn væru allir af vilja gerðír til að skapa forsetanum meiri tíma. Það hlýtur því að koma að því fyrr en síðar að for- setinn skilgreini fyrir okkur hver staða Dorritar Mussaieff er í hans lífi og gagnvart forsetaemb- ættinu. Hvort hún muni hafa eitthvert opinbert hlutverk og þá hvað? Og hver verður staða hennar í forsetakosningum næsta vor?“ Tíml skilgreminga Og í þessum sjö mánaða gamla pistli segir síðan enn fremur: „Það er augljóst nú þegar, að al- menningur tckur hreyttum að- stæðum forsetans með hlýhug og velvilja og allir eru tilbúnir að gefa forsetanum svigrúm. Hins vegar er ljóst að þetta svigrúm getur úr þessu ekki orðið sér- staklega langt.“ Síðan hefur all nokkuð vatn runnið til sjávar og enn hefur staða fröken Mussai- eff ekki verið skilgreind þrátt fyr- ir að hún komi nú fram við hlið forsetans við opinber tækifæri. Hafi tímabili hins tillínningalega svigrúms ekki verið lokð lýrir sjö mánuðum þá er því örugglega lokið núna. Tími skilgreininga er runninn upp. Það felur þó eldd endilega í sér ltröfu um hjóna- band, heldur einungis að útskýrt sé með formlegum hætti hver staðan er í þessum málaflokld forsetaemhættisins. Er DNA-bankinn sem kynntur hefur veriðgóð hugmynd? Pétur Hauksson lækttir ogfonmðnrMamtvemdar. „Hugmyndin lítur mjög vel út við fyrstu sýn og fær auð- veldlega póli- tískt fylgi. En reynslan er- lendis frá sýnir að þessir DNA-bankar eru not- aðir í öðrum tilgangi en upphaf- lega var til ætlast og því skiptir mestu að koma í veg fyrir mis- notkun á þessum gangagrunni - eins og öðrum - sem væntanlega mun verða. Sumstaðar í Banda- ríkjunum eru tekin lífsýni af öll- um þeim sem handteknir eru sem og úr bandarískum her- mönnum. Þar eru þessar upplýs- ingar ekki aðeins notaðar í að upplýsa glæpi, heldur hefur ver- ið mikil ásókn í að nálgast og kaupa þessar upplýsingar sem mörgum eru mikilvægar." Helgi Guimlaugsson dósent og afbrotafræðingur. “Tæknilega er þetta mjög góð hugmynd, en við þurfum að einnig að velta fyrir okkur ýmsum sið- ferðislegum spurningum til dæmis um per- sónuvernd. Eg trúi því að upplýs- ingar af þessu tagi gætu orðið okkur að liði við að upplýsa ein- staka afbrotamál, en þetta er tæplega lykillinn að Iausn allra mála - þó ég vilji ekki hafna þessu alfarið. Menn mega ekki um of vera haldnir blindu tækni- hyggjunnar og trúa því að í litlu samfélagi sé hægt að leysa öll mál einsog gerist í stórborgum og hjá FBI.“ Guðrún Ögmundsdóttir þingmaðnrSamfylkingar. “Nei, ég held að nú sé tíma- bært að við stöldrum að- eins við og ræðum málið aðeins út frá sjónarhóli sið- eigum við að ræða hver eigi hvað og hvað megi gera - því tæknin bíður uppá endalausa möguleika. Að um- ræðu lokinni má ræða hvort DNA-banki sé framtíðin." fræðinnar. Þar Ililmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður. “Ef ég á að segja eins og er þá finnst mér þessi hugmynd um DNA- gagnabanka ganga ansi langt inn á einkalíf og persónufrelsi fólks. Eg held að menn hljóti að staldra við og hugsa sinn gang. Þó svona gagnabankar séu að einhverju leyti komnir á hjá frændum okk- ar á Norðurlöndunum er ekki nauðsynlegt að taka þetta upp - aðeins þessvegna."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.