Dagur - 03.05.2000, Qupperneq 4

Dagur - 03.05.2000, Qupperneq 4
4 - MIÐVIKVDAGVR 3. MAÍ 2000 FRÉTTIR Ríkisskattstjóri reiknar með ad 45 til 50 þúsund skattgreiðendur skili framtölum sínum á tölvutæku formi í ár. Um 135% aukning framtala á Netinu Nær fjórðungi framtala er skilað á tölvutæku formi í ár sem er langt umfram björtustu vonir skattyfirvalda og að miunsta kosti 135% fjölguu milli ára. Allt stefnir í að framtölum 45 til 50 þús- und einstaklinga verði skilað á tölvu- tæku formi í ár, sem er langt umfram björtustu vonir manna hjá ríkisskatt- stjóra, enda um 135% aukning frá síð- asta ári, samkvæmt upplýsingum Har- aldar Hanssonar deildarstjóra í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra. Alls eru framteljendur um 210 á grunnskrá þan- nig að tölvuskilin nálgast íjórða hvert framtal í ár og gert er ráð fyrir að þau haldi áfram að aukast jafnt og þétt á næstu árum. Og sömuleiðis að mestur hluti launa verði færður inn á framtalið af skattyfirvöldum þegar á næsta ári. Um 38 þúsund net-framtöl Þegar framtölin fóru að berast í febrúar segir Haraldur menn hafa gert sér vonir um að fá um 35 þúsund framtöl á tölvu- tæku formi. I fyrra, á fyrsta ári netfram- tala, hafí heildartalan verið um 20 þús- und, hvar af tæp 16 þúsund manns skil- uðu á netinu en um fjögur þúsund fram- töl einstaldinga hafi borist á tölvutæku formi frá bókurum og endurskoðendum. Við lok framtalsfrests 10. apríl höfðu hins vegar um 38 þúsund manns skilað á netinu, sem var yfir 140% aukning milli ára og langt umfram væntingar. Þar til viðbótar höfðu endurskoðendur og bókarar þá skilað um 8 þúsund tölvu- tækum framtölum. Þannig að þótt enn væri nokkuð eftir af þeim þeim festi sem endurskoðendur hafi til að skila framtöl- um manna með eigin atvinnurekstur segir Haraldur Ijóst að aukningin verði allavega um eða yfir 135% milli ára. Netframtöl úr öllum heimsálfum Hann segir netffamtöl líka hafa borist frá Qölmörgum löndum og úr öllum heimsálfum. Framteljendum sem bú- settir eru erlendis hafi nú í fyrsta sinn boðist að sækja um veflykil til að geta talið fram á netinu og hafi skattstjórum borist alls 800 umsóknir um slíkt. Is- lenskir námsmenn erlendis fá þó veflyk- la án umsóknar. Tæknilega hafi allt gengið mjög vel og án þess að nokkur al- varleg vandamál hafi komið upp. Netálagning strax pftir framtalskU? Fyrírtæki geta nú skilað framtölum á tölvutæku formi í fjórða sinn og segir Haraldur svo komið að nánast öll fyrir- tæki með einhvern rekstur skili þannig. Pappírsskil heyri þar greinilega sögunni til áður en langt um líður. Til viðbótar iyrirframútfyllingu lífeyrisgreiðslna og atvinnuleysisbóta segir Haraldur að gera megi ráð fyrir að strax á næsta ári verði mestur hluti Iauna færður inn á framtal- ið af skattyfirvöldum. Og meðal þess sem komi til skoðunar á næstu misser- um sé að gefa framteljendum kost á að fá útreikning á gjöldum sínum á netinu strax og þeir hafi skilað netframtali. — HEI Hinn nýi Leif- ur Eiríksson. í pottinum varð göml- um flugmanni tíðrætt um að Flugleiöir væru búnar að fá nýja þotu og hefðu skýrt hana Leifur Eiríksson. Honum þótti vænt um að Flugleiðamenn væru famir að taka upp gömlu Loft- leiðanöfnin, en vélar þess fé- lags báru nöfn íslenskra fom- kappa. Þannig hefðu nokkrar vélar heitið Leifur Eiríksson eða allt þar til þotan með því nafni fórst á Sri Lanka árið 1978. Sami flugmaður var að furða sig á því að Flugleiðir ætli að draga saman Atlantshafs- flugið vegna þess að sætanýting væri ekki nema 5S%. Hann kvaðst eiga nokkra árganga af hinu virta fagtímariti „Air Transport World“ og þar hefði flugfélagið greint frá 75- 80% sætanýtingu undanfarin ár. Annað hvort sé þvl að eldri tölumar hafi verið ýkjugrobb eða þá að sætanýtingin hafi af torkennilegum ástæðum hmnið á einu ári. Annars bíða pott- verjir spenntir eftir nafngift næstu þotu. Verð- ur það kannski Guðríður Þorbjamardóttir? Pottverjar tóku um helgina eft- ir all skemmtilegu myndbandi með fráfarandi forseta Banda ríkjanna, Bill Clinton, þar sem hann gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér við hin ýmsu dags- verk. Höfðu pottverjar fregnað frá löndum sínum í Was- hington að Clinton kallinn væri nú svo vinsæll þar vestra að Kaninn hor- fði til þess með eymdarsvip að kallinn væri að hætta og leiðindaskarfamir Gore eða Bush yngri að taka við. Við þetta fóm pottveijar að hugsa heim og reiknuðu með að líklega fengju íslenskir sjónvarpsáhorfendur tæpast að sjá viðlíka myndband með Ólafi Ragnari og Dor- ritt á Bessastöðum. Aldrei skyldi þó segja aldrei... Bill Clinton í stuði. Veðurfræðin irndir í samkeppni Magnús Jónsson Veáurstofustjóri. Vegna skorts á veðwjræðing- um, sem nú eruaðeins 15 hjá Veðurstojunni, færri en 1964, geturhún aðeins mannað einfalda vaktallan sólarhringinn í sumar. -Afhverju shortir veðurfræðinga? „Vafalaust eru margar ástæður fyrir því. í fyrsta lagi er mjög hörð samkeppni um allt það fólk sem vill fara í raungreinar á Islandi í dag og veðurfræðin hefur einfaldlega orðið undir í þeirri samkeppni. I öðru lagi þá skipt- ir máli við námsval hvaða möguleika menn hafa síðan til að velja sér starfsvettvang. Til skamms tíma hefur það aðeins verið eitt ríkis- lýrirtæki. Þó maður hafi ekki sjálfur velt því mikið fyrir sér, þá held ég að kynslóð bam- anna minna hugsi mildu meira í þá veru að velja námsbraut með tilliti til þess að geta val- ið úr störfum og skipt um starf, en vera ekki bundin einum vinnuveitanda. I þriðja lagi er stöðugt verra að fá háskólamenntað fólk tii að vinna í vaktavinnu og þar finn ég líka mikinn kynslóðamun." - Er yngri kynslóðin orðin íflestu kröfu- harðari? „Já, gerir meiri kröfur til lífs utan vinnunn- ar en mín kynslóð gerði. Ungt fólk er tregara til að fórna því félagslega umhverfi sem vakta- vinnu fylgir. Síðast en ekki síst held ég að þeim sem farið hafa í háskólanám í raun- greinum hafi hlutfallslega verið að fækka. Það hefur verið of Iítil „framleiðsla" á verk- fræðingum, tölvunarfræðingum, náttúru- fræðingum margs konar, þó ekki öllum, en einkum og sér í Iagi í greinum þar sem menn þurfa að fara í gegn um milda stærðfræði og eðlisfræði. Þetta er vandamál sem ég held að menn finni fyrir með meiri og meiri þunga í okkar samfélagi." - Eru einhverjir veðurfræðingar núna í námi? „Já, já nokkrir. En af því að þeir þurfa að sækja nám sitt til annarra Ianda og vinnu- markaðurinn sífellt að verða alþjóðlegri þá hefur þeim fjölgað sem hefja störf og setjast að í námslandinu. Það er því engin trygging fyrir þvf að við fáum það fólk sem fer utan til náms aftur heim til starfa." - Sækja veðutfræðingar kannski líka í önnur störf? „Það er ekki mikið um það, en þó 2 eða 3 hér heima sem hafa skipt um starfssvið. Ekki bætti það heldur stöðuna þegar einn af okkar Iykilmönnum í veðurþjónustunni fór, a.m.k. tímaoundið, í starf sem aðstoðarmaður um- hverfisráðherra." - Getur Veðurstofan ekki nýtt „leiðbein- ettdur"? ,Að hluta til gerum við það, þvf sum verk- efni sem veðurffæðingar hafa unnið eru nú flutt yfir á aðstoðarmenn, sem vissulega hafa oft á tíðum fengið verulega starfsþjálfun." - Hvemig bitnarfækkun á vakt á notend- utn? „Einna helst þannig að við verðum nánast algerlega að hætta að veita þá persónulegu þjónustu og ráðgjöf sem við höfum gefið gegnum síma, sem oft á tíðum hefur verið ansi tímafrek. Almenna þjónustan gegnum útvarp og ekki síst flugið verða að sitja fyrir. í staðinn vísum við á upplýsingar gegnum textavarp, netið og veðursímann. Við höfum á ýmsan hátt verið að hagræða verkefnum og dreifa þeim öðruvísi á daginn. Þannig höfum við t.d. orðið að fella niður landsskipta veður- spá klukkan 10.03 á morgnanna sem við svo bætum upp klukkan 16.00.“ - Áttu ekki von áfjölgun með haustinu? „Það koma 3 eða 4 veðurfræðingar næsta vetur. Meðal þeira eru 2 doktorar í veður- fræði, sem hafa verið svo lengi ytra að ég taldi allt eins Iíklegt að kæmu ekki. Astandið á ís- landi virðist því þannig að áhugi fólks að snúa heim hafi aukist. Við erum orðnir nær því að vera samkeppnisfær við önnur Iönd í launum, en áður. En samt verðum við með of fátt fólk.“ - HEI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.