Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 - 11 Ttoptr. FRÉTTIR Himdiir í fangelsi eftir hópslagsmál AimríJd lögregliumar var með mesta móti um helgina, enda aukafrídagur í tilefni 1. maí. Sum verkefn- in voru æði skra utleg. Lögreglan segir ástandið í mið- borginni aðfaranótt laugardags hafa verið þokkalegt. Þegar flest var telur lögreglan að 400 manns hafi verið utan dyra þessa nótt. Fimm fullorðnir voru handteknir vegna ölvunar og til- kynnt var tvisvar um rúðubrot. Svipað ástand var aðrar nætur uni helgina í miðborginni og hafði lögreglan í nógu að snúast við að sinna ölvuðu fólki sem sumt hafði lent í átökum innan og utan veitingastaða. Á 146 á Sæbrautlnni Um helgina voru 34 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Lögreglan segir allnokkuð hafa borið á hættulegum hraðakstri. Þannig hafi einn verið tekinn á 146 km hraða á bíl sínum á Sæ- brautinni, þar sem leyfilegur há- markshraði er 60 km. Alls voru 113 ökumenn bókaðir um helg- ina fyrir of hraðan akstur á göt- um horgarinnar. Nokkur óhöpp urðu í umferðinni, flest minni- háttar. Lögreglan minnir for- eldra á að hleypa börnum sínum ekki of ungum á hjólum út á um- ferðargötur en tvö börn meidd- ust um helgina við að hjóla utan í bíla. Allt á rúi og stúl Samkvæmt dagbókinni var nokk- uð um innbrot og þjófnaði um helgina. Sem fyrr voru innbrot í bíla býsna algeng og þaðan stolið ýmsum verðmætum. Enn eru ökumenn minntir á að læsa öku- tækjum sínum og skilja ekki eft- ir verðmæti að óþörfu. Aðfaranótt sunnudags fókk lögreglan tilkynningu um mann sem brotiö hafði rúðu í verslun í miðborginni og gripið með sér eitthvað af vörum úr glugganum. Manninum var veitt eftirför að Amtmannsstíg, en þar var hann handtekinn af lögreglu og færð- ur á lögreglustöð. A manninum fannst meint þýfi og veruleg verðmæti, að sögn lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot í sumar- bústað í Kjósinni og að morgni sunnudags var tilkynnt um inn- brot í kjallaraíbúð í Bústaða- hverfi. Þar hurfu mikil verðmæti en útidyr voru opnar upp á gátt þegar húsráðandi kom heim og allt á rúi og stúi í íbúðinni. Blóðnasir, kúlur og bit Náungakærleikurinn er ekki alltaf til staðar í skemmtanalífi borgarbúa og þurfti lögreglan að sinnna nokkrum lemstruðum slagsmálahundum. Þannig flutti hún fjóra á slysadeild eftir átök á ónefndu veitingahúsi aðfaranótt laugardags. Voru þeir með blóð- nasir, kúlu á enni og bitför á fingrum, eins og það er orðað í dagbókinni. Sömu nótt kom maður inn á veitingastað við Laugaveg, illa skorinn á kvið. Hafði hann verið skorinn fyrir utan staðinn af manni, sem skömmu síðar var handtekinn á Grettisgötu. Síðar þessa sömu nótt kom „FólMð og hiindur- iun var flutt á lög- reglustöðina og hafn- aði parið í fanga- geymslu en hundur- inn á samsvarandi stað fyrir hunda.“ maður til lögreglumanna, sem voru á gangi eftir Laugavegi, og kvaðst hann hafa verið barinn af 3-4 mönnum. Lögreglan segir manninn hafa verið bólginn á nefi og blóðugan í framan og var honum ekið á slysadeild. Næstu nótt braut ölvaður maður rúðu í anddyri lögreglu- stöðvarinnar við Hverfisgötu, kom svo á móti Iögreglumönn- um með gangstéttarhellu á lofti. „Gasi var beitt á manninn, hann síðan færður á slysadeild þar sem skolað var úr augum hans og gert að eldra sári á höfði," segir í dagbókinni um þetta at- vik. Aðfaranótt laugardags deildu tvær konur á veitingastað og var þeim vfsað út vegna slagsmála. I dagbókinni segir að þá hafi önn- ur konan tekið „dýr“ gleraugu af hinni og hent þeim frá sér svo að þau brotnuðu. Sprengiug í alelda bíl Votviðrið var kærkomið af slökkviliði og Iögreglu og sinu- brunar urðu ekki nema 5, allir minniháttar. Næstum jafnoft kviknaði hins vegar í bílum víða um borg. 1 einu tilvikinu var um númerslausa „druslu“ að ræða en í öðru slasaðist maður í and- liti og á höndum. Þetta var uin þrjúleytið í fyrrinótt þegar kvikn- aði í bíl í Dísarási. Þegar vinur bíleigandans sá eldbjarmann þá fór hann út til að kanna aðstæð- ur. Varð þá sprenging í bílnum og hlaut maðurinn áverka á and- liti og vinstri hendi. Hann var fluttur á slysadeild. I fyrrinótt var óskað eftir að- stoð lögreglu inni á veitingastað á Laugavegi. Þar var sagt að væri verið að fara illa með hund. Rætt var við eigandann sem ætlaði út með hundinn. Vinkona hans sem ætlaði með honum lenti í átökum við aðra konu á leiðinni út. Lögreglumenn skildu þær að og vísuðu vinkonunni út. Hún brást illa við, neitaði að yfirgefa staðinn og neitaði að hlýða fyrir- mælum lögreglu. Var konan því handtekin og færð í lögreglubif- reið. „Eftir að konan hafði verið handtekin kom eigandi hundsins að og reyndi að hindra að lög- regla gæti farið af vettvangi. Fólkið og hundurinn var flutt á lögreglustöðina og hafnaði parið í fangageymslu en hundurinn á samsvarandi stað fyrir hunda,“ segir lögreglan um þetta skraut- Iega útkall. — BJB Liiyjían vill fleira fólk Ríkislögreglu- stjóri stendur þessa dagana í ströngu við að hvetja fólk til að gerast nýnemar í Lögregluskóla ríkisins. Til marks um áhugann á því Alltaf er þörf á að fá fleira fólk fleiri lögreglu- til sín er frum- mönnum. varp sem fyrir Alþingi liggur þar sem að við aldursákvæði við inntöku í skól- ann, sem nú er 20 til 35 ára, bætist setningin „en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstak- ar aðstæður" og svo hitt, að í stað tveggja ára almenns fram- haldsnáms fyrir Iögregluskólann á nú að bæta við að starfsþjálfun geti komið f staðinn sem jafna má við slíkt nám. — FÞG vsHHuetchl&cÍct MMM t. Höfudstöðvar Nýherja hafa verið fluttar úr Skaftahlíðinni í nýtt og glæsilegt hús við Borgartún. Þegar flutningurinn fór formiega fram sl. föstudag örkuðu starfsmenn í skrúðgöngu milli þessara staða. Fjölskyldumeðlimir fengu að ganga með og héldu uppi „kröfuspjöldum" um betri vinnuaðstöðu og því um líkt. - mynd: teitur VESTFIRÐIR Ríkisvaldið tregt Stjórn Fjórðungssamband Vest- firðinga (FV) lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirra tregðu rík- isvaldsins að flytja verkefhi út á land, til vinnslu í gegnum Ijar- vinnslubúnað. Fjórðungssam- bandið telur að um tíma hafi því verið borið við að ekki væri að- staða, tækjakostur og tækni til að sinna þessu á landsbyggðinni, en allt slíkt heyrir iyrir löngu sögunni til. Stofnuð hafa verið íyrirtæki gagngert til að gera út á þennan markað enda hafa yfirlýsingar stjórnvalda um flutning verkefna verið mjög afdráttarlausar. Stjórn FV segir að í dag sé til staðar fyr- irtæki í mörgum byggðalögum sem eru sérhæfð á þessum sviði, með fullkominn tækjakost og þjálfað starfsfólk. Atvinnuöryggi þessa fólks sé stefnt í voða vegna seinagangs stjórnvalda. FV ítrekar nauðsyn þess að staðið verði við gefin fyrirheit í þessum efnum. Úttekt á félagslega kerfínu Stjórn FV lýsir yfir ánægju með skipan starfshóps sem vinnur að úttekt á stöðu félagslega íbúakerf- isins á Vestfjörðum og er ætlað að koma með tillögur um lausn á vanda þess. Fjórðungssambandið bendir á að búið sé að gera úttekt- ir í þessum efnum, án þess að það hafi leitt til lausna. Stjórn FV bendir á að tillögur um lausn á vandanum hafa ekki gildi nema fyrir liggi vilyrði um íjármagn til að fylgja þeim lausnum eftir. — GG Er Orkubúið til sölu? Aðalfundur Orkubús Vestfjarða var haldinn á föstudag í mjög menningarlegu umhverfi, í Hömr- um, nýjum tónleikasal Isfirðinga. Orkubúið er að 60% f eigu sveitar- félaganna á Vestfjörðum og 40% í eigu ríkisins. Erfið Ijárhagsstaða vestfirskra sveitarfélaga, einkum Vesturbyggðar, hefur vakið upp urnræðu um að selja Orkubúið til að létta á skuldastöðunni, og hef- ur meðal annars verið rætt um að leggja Orkubúið inn í Rafmagns- veitur ríkisins, sem hefðu höfuð- stöðvar á Akureyri. — GG ENGIN HÚS fíft ÁNHITA JjJ Snjóbræðslurör, mótar og tengi Hagstætt verð Verslið vi& fagmenn. DRAUPNISGÖTU 2 ■ AKUREYRI SÍMI 462 2360 • FAX 462 6088 Op/ð ó laugardögum kl. 10-12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.