Dagur - 03.05.2000, Page 13

Dagur - 03.05.2000, Page 13
MIÐVIKUDAGV R 3. MAÍ 2000 - 13 Ðufýir. ÍÞRÓTTIR Arsenal, Liverpool og Leeds slást mn meistaradeildarsætin Mikill slagur er nú í uppsiglingu á loka- spretti ensku úrvals- deildarinnar í knatt- spymu, þar sem þrju lið, Arsenal, Liverpool og Leeds slást um tvö laus meistaradeildar- sæti. Á botni deildar- iimar slást önnur þrjú lið, Bradford, Wim- bedon og Sheff. Wed. um að halda sætum sínum í deildinni. Sigurganga Manchester United heldur áfram í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu þrátt fyrir að lið- ið hafi þegar tryggt sér Englands- meistarartitilinn og um helgina var það botnlið Watford, sem þegar er fallið í 1. deild, sem nú varð fyrir barðinu á meisturunum á heima- velli sínum Vicarage Road. Alex Ferguson, stjóri United stillti upp hálfgerðu varaliði þar sem þeir Jaap Stam, David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Andy Cole voru ekki einu sinni á vara- mannabekknum, auk þess sem Roy Keane var meiddur. Þrátt fyrir þýðingarleysi leiksins var hart barist, svo hart að eínum leik- manni ffá hvoru liði var vikið af Ieikvelli þegar um tugttugu mínút- ur voru liðnar af seinni hélfleikn- um. Það voru þeir Nicky Butt hjá United og Micah Hyde hjá Watford sem fengu að líta rauða spjaldið eftir Iæti sem upp komu eftir að Hyde hafði brotið illa á Butt, sem lét hendur skipta eftir brotið. Tuttugasta mark Yorke Ryan Giggs var eins og í síðustu leikjum besti maður United og skoraði hann annað mark liðsins í 3-2 útisigri á fallliðinu. Það var aftur á móti Watford sem skoraði fyrsta mark leiksins og var þar að verki Islendingurinn Heiðar Helguson, sem skallaði í netið eft- ir aukaspyrnu frá Micah Hyde og var það eina markið í fyrri hálf- leiknum. Leikmenn Watford sem höfðu sótt stíft eftir markið héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, eða þar til þeim Butt og Hyde var vikið af leikvelli. Þá náði United að snúa leiknum sér í hag og í kjölfarið fylgdi jöfnunarmark frá varamanninum Dwight Yorke, sem skoraði sitt 20. deildarmark á Ieiktíðinni. Þá var komið að Giggs sem kom United í 2-1 áður en Tommy Smith jafnaði í 2-2 fyrir Warford þremur mínútum seinna. Jordi Cruyff átti síðan lokaorðið þegar hann skoraði sigurmark United og tryggði meisturunum þar með níunda sigurinn í deild- inni í röð. Barátta um sættn Eftir að United tryggði sér enska meistaratitilinn um páskana hefur baráttan um meistardeildarsætin, harðnað til muna þar sem þrjú lið Arsenal, Liverpool og Leeds berj- ast um tvö laus sæti. Arsenal hefur þar besta stöðu, með 66 stig í öðru sætinu eftir 34 leiki, eða jafnmörg stig og Liverpool sem er í þriðja sætinu eftir 35 leiki. Leeds er í fjórða sætinu með 64 stig eftir 35 leiki og í fímmta sætinu er svo Chelsea, sem enn á tölfræðilega möguleika, sem verða þó að teljast litlir sem engir, þar sem liðið er með 62 stig eftir 36 leiki. Arsenal átti að Ieika gegn West Ham í gær- kvöld og á síðan eftir leiki gegn Chelsea (H), Sheffield Wednesday (H), Newcastle (U) á meðan Liverpool á eftir leiki gegn Leicest- er (H) í kvöld, Southampton (H) og Bradford (U). Leeds á eftir að leika gegn Warford (H) annað kvöld og síðan Everton (H) og West Ham (Ú). Samkvæmt því verða möguleikar Iiðanna þriggja að teljast nokkuð jafnir og víst að ekkert er hægt að bóka fyrirfram. Fimmtíu metía sprettur Overmars Um helgina vann Arsenal 0-1 úti- sigur á Everton, þar sem Marc Overmars skoraði sigurmarkið á 34. mínútu leiksins eftir fimmtíu metra sprett með boltann áður en hann sendi hann í netið. Þar með hoppaði Arsenal upp fyrir Liver- pool á stigatöflunni, þar sem Liverpool tapaði á sama tíma 2-0 gegn Chelsea á Stamford Bridge, þar sem þeir George Weah og Ro- berto di Matteo skoruðu fyrir Chelsea. Hörð botnbarátta Á botninum er háð hörð barátta þar sem þijú lið, Sheffield Wed- nesday, Wimbledon og Bradford, reyna öll að forðast fallið á meðan Watford er þegar fallið í 1. deild, en þrjú lið falla um deild. Þar er staða „miðvikudagsliðsins“ frá Sheffield öllu verst, þar sem liðið er í næst neðsta sætinu með 27 stig eftir 35 leiki, eða fimm stigum minna en Wimbledon sem er einu sæti ofar á stigatöflunni með 27 stig eftir 36 leiki. Bradford er svo einu stigi á undan Wimbledon með 33 stig eftir 36 ieiki. Bradford og Wimbledon mættust um helg- ina þar sem Bradford vann 3-0 heimasigur á Hermanni Hreiðars- syni og félögum í Wimbledon og kræktu þér þar með í þrjú dýrmæt stig sem gætu vegið þungt í lokin. Wimbledon tapaði þar með sínum áttunda deildarleik í röð og eftir leikinn var Egil „Drillo“ Olsen, knattspyrnustjóra Iiðsins, sagt upp störfum og Terry Burton, aðstoð- arstjóra falið að stýra liðinu í síð- ustu tveimur Ieikjunum sem eru gegn Aston Villa (H) og Sout- hampton (Ú). Sheffied Wednes- day, sem tapaði illa 0-3 gegn Ledds á heimavelli um helgina á eftir að leika þrjá Ieiki í deildinni, gegn Coventry (Ú), Arsenal (Ú) og Leicester (H) og mun sá róður ef- laust reynast Iiðinu erfiður. Brad- ford á síðan eftir tvo leiki sem eru gegn Leicester (Ú) og Liverpool (H). Það stefnir því í áframhald- andi harða baráttu á botninum, þar sem liðin þijú munu Ieggja allt í sölumar til að halda sæti sínu í deildinni. Úrslit um helgina: Aston Villa - Sunderland 1-1 Barry (60.) - Quinn (85.) Chelsea - Liverpool 2-0 Weah (2.), Di Matteo (14.) Everton - Arsenal 0-1 Overmars (34.) Newcastle - Coventry 2-0 Shearer (78. v.), Gavilan (84.) Southampt. - Leicester 1-2 Kachloul (4.) - Cottee (22.), Izzet (60.) Tottenham - Derby 1-1 Clemence (90.) - Carbonari (63.) Watford - Man. Utd 2-3 Helguson (34.), Smith (78.) - Yorke (68.), Giggs (75.), Cruyff (87.) West Ham - Middlesbr. 0-1 Deane (60. víti) Bradford - Wimbled. 3-0 Beagrie (42. v. og 49.), Windass (82.) Sheff. Wed. - Leeds 0-3 Hopkin (1.), Bridges (53.), Kewell (69.) Fhillips greinilega gráöugastur Keviii Phillis og David Ginola eru þeir leik meim í ensku úrvals- deildinni sem mestum usla hafa valdið í vet- ur. Kevin er gráðugast- ur, en David er sá leiknasti. Þegar tölfræðiupplýsingar úr enska boltanum eru skoðaðar sést að það er engin tilviljun að Sund- erlandleikmaðurinn, Kevin Phillips, er markahæstur í úrvals- deildinni á sínu fyrsta ári meðal þeirra bestu. Hann hefur ekki bara skorað flest mörk í deildinni held- ur á hann líka flest skot á mark og einnig flest skot sem hitt hafa ram- mann. Tölfræðin fyrir David Gin- ola er einnig allrar athygli verð. Hann er sá leikmaður sem oftast er brotið á. Það er kannski ekki að ástæðulausu því hann er einnig sá sem oftast tekur einhveijar rispur með boltann. Hér að neðan gefur að líta nokkrar glefsur úr tölfræð- Kevin Phillips. inni í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar. Tölfræði leikmaima Flest mörk: Kevin Phillips, Sunderland Flest skot: 29 Kevin PhiIIips, Sunderland Flest skot á mark: 117 Kevin Phillips, Sunderland Flest skotframhjá: 62 Harry Kewell, Leeds Flestar sendingar: 55 Roy Keane, Man. Utd 1919 David Ginola. Flestar „tæklingar“: John Collins, Everton 156 Knattleikni og hlaup: David Ginola, Tottenham 397 Flestar fyrirgjaji r: David Beckham, Man. Utd 361 Oftast rangstæður: Paulo Wanchope, West Ham 66 Oftast hrotlegur: Paulo Wanchope, West Ham 103 Oftast brotið á: David Ginola, Tottenham 94 Flest varin skot: Mark Schwarzer, Sunderl. 162 Markahæstir: 29 mörk: K. Phillips (Sunderl.) 22 mörk: A. Shearer (Newcastle) 20 mörk: D. Yorke (Man. Utd) 19 mörk: A. Cole (Man. Utd) 17 mörk: M. Bridges (Leeds) 15 mörk: P. Di Canio (West Ham) 14 mörk: S. Iversen (Tottenh.), T. Henry (Arsenal), N. Quinn (Sund- erl.) 13 mörk: C. Armstrong (Tottenh.) 12 mörk: K. Campbell (Evert.), R. Keane (Coventry), C. Armstrong (Tottenh.), P. Wanchope (West Ham), H. Ricard (Middlesbr.), M. Pahars (Southampt.) 11 rnörk: M. Owen (Liverp.), D. Dublin (Aston Villa), N. Kanu (Arsenal), Ole G. Solskjær (Man. Utd), T. Cottee (Leicester) 10 mörk: E. Heskey (Liverp./- Leicester), D. Windass (Bradf.), H. Kewell (Leeds) 9 mörk: Tore A. FIo (Chelsea), C. Cort (Wimbled.), T. Camara (Liverp.), P. Berger (Liverp.), P. Scholes (Man. Utd), G. McAllist- er (Coventry) Tölfræði liðaima Flestar aukaspymur: Sunderland 569 Flest skot: Arsenal 469 Flestar sendingar: Manchester United 17.333 Flestar „tæklingar“: Tottenham 1.026 Dómarar Mike Reed frá Birmingham er hættulegasti dómarinn samkvæmt tölfræðinni. I 17 leikjum, sem hann hefur dæmt í úrvalsdeildinni í vetur, hefur hann sjötfu sinnum veifað gula spjaldinu framan í leik- menn og sex sinnum því rauða. Aðeins Urian Rennie, frá Sheffi- eld, hefur veifað rauða spjaldinu oftar en Reed, eða átta sinnum í 17 leikjum í úrvalsdeildinni. Aimar fróðleikur Sextán sinnum hefur tréverkið í mörkunum þvælst fyrir skotum leikmanna Arsenal. Leeds hefur tekið 246 homspymur það sem af er vetri. Derby er grófasta lið deildarinnar. Leikmenn þess hafa áttatíu og sex sinnum litið gula spjaldið. Leikmenn West Ham hafa oftast fengið rauða kortið í andlitið. Átta sinnum hefur þeim verið vikið af leikvelli það sem af er leiktíðinni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.