Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ Laugardagur 29. júlí 2000 '..............&............................................ Símstöðvar TŒJhí Mikið úrval símstöðva frá einum stærsta framleiðanda símkerfa í heiminum. Allt frá 4 uppí 12.000 innanhússnúmer. Hafðu samband, við kynnum þér málið. MATRA NgRTEL COMMUNICATIONS BRÆÐURNIR Glerárgötu 32 • Sími 462 3626 RðDio-smiisr © ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Verð ílausasölu 200 kr. 83. og 84. árgangur - 143. tölublað Lokun þýska hrossa- markaðarins er að knésetja íslenska hrossaræktendur. Áður voru seld um eitt þúsund hross á ári til Þýskalands. Opinber aðstoð nauð- synleg ef ekki á illa að fara, segir Sigur- bjöm Bárðarson. Hrossaræktendur hér á landi eiga mjög erfitt um þessar mundir vegna þess að aðalmark- aður þeirra sem er í Þýskaland er lokaður og hefur verið það um langan tíma eða allt frá því að rannsókn á tollsvikum þýskra hestakaupmanna hófst. Aður en markaðurinn lokaðist voru flutt úr um 1.000 hross á ári til Þýskalands. „Það er mikil deyfð yfir allri hrossasölu til útlanda núna. Það er að vísu alltaf sala ef algerir topphestar bjóðast en markaður- inn er hægur. Það er auðvitað fyrst og fremst vegna lokun- ar þýska markaðar- ins vegna skatta- og tollamála þar í landi. Það mál er langt frá því að vera leyst. Aðgerðir vegna þess eru nú í gangi og eru raunar að hvolfast yfir. Er- Iendir kaupahéðnar halda því algerlega að sér höndum og ekkert sem bendir til betri tíðar hjá íslenskum hrossaræktendum. Það gerist ekkert í sölumálunum fyrr en þessu tolla- og skattamáli er lok- ið,“ segir sá kunni hestamaður Sigurbjörn Bárðarson. Konmir upp að vegg Fjöldi hrossaræktenda eiga allt sitt undir að geta selt jafnt og þétt þau hross sem þeir rækta upp. Þeir hafa lagt í milljóna kostnað vegna búa sinna. Hvern- ig standa þeir nú? „Þeir standa mjög illa. Það hriktir óskaplega í stoðum ræktenda á Islandi um þessar mundir. Það hlað- ast upp birgðir því það selst svo sára- litið núna. Það er ekki hægt að tala um neina sölu þótt örfáir topphestar seljist enda er þar um að ræða örlítið brot af markaðin- um. Eg fæ ekki séð annað en að opinber aðstoð verði að koma til ef ekki á illa að fara í íslenskri hrossarækt vegna þessa. Hrossaræktendur eru nú á sökkvandi skútu ef aðstoð kemur ekki til,“ segir Sigurbjörn. Hann var spurður hvort menn séu komnir að því að gefast upp? „Það er engin spurning að margir hrossaræktendur eru al- veg komnir upp að vegg nú þeg- ar og eru að síga niður á hnén,“ segir Sigurbjörn. Markaður vestra mögnleiki Hann segir að Qöldinn allur af hrossainnflytjendum í Þýska- landi hafí verið kallaður til yfir- heyrslu hjá þýskum tollayfírvöld- um síðan málið hófst. Síðan eigi eftir að koma í Ijós hverjir eftir- málarnir verða. Hann segir að vel geti verið að einhver hluti þessa máls komi heim til Islands en fyrst og fremst sé um inna- sveitarkróniku hjá þýskum að ræða. Hann var spurður um aðra markaði eins og til að mynda í Bandaríkjunum og Kanada, sem verið var að ræða um í fyrra. „Sá markaður er vissulega á uppleið en það gengur afskap- lega hægt og markaðssetning tekur alltaf langan tíma þannig að markaðir vestra eiga mjög langt í land að fylla það skarð sem þýski markaðurinn skilur eftir sig,“ segir Sigurbjörn Bárð- arson. - S.DÓR Sigurbjörn Bárðarson. Brjóta verður uppþetta kerfi sérhagsmuna „Við þurfum þá leið samstöðunn- ar sem var farin árið 1990 þegar þjóðarsáttin var gerð. Samstaða þarf að nást milli stjórnmála- flokka, verkalýðshreyfingar, at- vinnurekenda og sveitarfélaga um skammtímaaðgerðir. Við búum við himinháa vexti, stórfelldan viðskiptahalla, eitt hæsta matar- verð í Evrópu, gífurlega há trygg- ingaiðgjöld og sívaxandi skuldir heimilanna, olíuverð er hærra en í nágrannalöndum og okrað er á landsmönnum í flugfargjöldum. Astæða þessa er fákeppni og veldi fákeppnisfyrirtækja sem ríkis- stjórnarflokkarnir hafa varið með oddi og egg. Við verðum að brjóta upp þetta kerfi sérhagsmuna," segir Agúst Einarsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, í helgarviðtali Dags. Hvernig er að heita óvenjuleg- um nöfnum? Til dæmis Vatnar, Sýta, Snekkja eða Engilbjört? Dagur kannaði málið og ræddi við nokkra Islendinga sem heita fágætum nöfnum. Garðurinn að Hrísateigi 6 í Reykjavík er enginn venjulegur garður og húsið þar ekkert venju- Iegt hús - hvort tveggja eru fágæt- ar minjar. Plöntutegundir eru þar einstakar og ótölulegar og íbúðar- húsið er steinbær frá 1912, Ijós og hlaða. Helgarblað Dags fór í heimsókn. Fótboltagarp- arnir Eyjólfur og Sverrir Sverris- synir léku saman í landsleiknum gegn Möltu á Bræður og fimmtudags- fótboltakappar. kvöldið. í viðtali — við Dag Iáta bræðurnir hugann reika, rifja upp gamlar minningar frá Króknum, velta framtíðinni fyrir sér. Og svo er það allt fasta efnið þar sem fjallað er um menningu, bækur og bfó, veiðiskap og matar- gerð, Iíf, stíl og heilsu og margt margt fleira. Góða helgil Vilja safna Mikill vilji er fyrir því að geyma tekjuafgang ríkisins þar til sam- dráttur verður á ný í efnahags- málum þjóðarinnar. Þetta kemur skýrt fram f at- kvæðagreiðslu um spurningu Dags á Vísisvefnum. Þar var spurt: A að geyma tekjuafgang ríkisins til mögru áranna? Yfir- gnæfandi meirihluti, eða 79 prósent þeirra sem greiddu at- kvæði, sögðu já, en aðeins 21 prósent var á móti. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja spurningu Dags á vefn- um, svohljóðandi: A að stór- herða refsingu við hraðakstri? Slóðin er sem fyrr visir.is Heiti potturinn í nýgerðri ylströnd í Nauthólsvík er nú að verða sannkallaður lukkupottur höfuðborgarbúa. Þangað liggur leið fjöldans, ekki síst á blíðviðrisdögum eins og voru í Reykjavík í gær. Góða veðrið kætir sál og sinni og á sólardögum langar alla í sund. mynd: -ingó vísir.is Hrossaræktin er komin á hnéii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.