Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
FRÉTTIR
Heímilislæknar vísa
frá sér og fara í frí
Afkastaminni heimil-
islæknar og tilfærsla
aðgerða frá sjukra-
húsum til einka-
væddra læknastofa.
400 milljón króna
framúrkeyrsla.
Heilsugæslan í
Reykjavík sendir ráð-
herra greinargerð.
Meginskýringin á um það bil
400 milljón króna framúrkeyrslu
í útgjöldum sjúkratrygginga
vegna sérfræðilækna fyrri hluta
þessa árs Iiggur í því að læknar
heilsugæslustöðva vísa sjúkling-
um í verulega auknum mæli
strax til sérfræðinga. Sama skýr-
ing liggur að baki því að biðtími
eftir læknaþjónustu hefur lengst.
Jafnframt hefur mikill fjöldi að-
gerða verið færður frá sjúkrahús-
unum yfir til sjálf-
stætt starfandi
lækna, sem er
anda einkavæð-
ingarstefnu nnar.
Fjallað var um
minni afköst
heilsugæslulækna
á fundi stjórnar
Heilsugæslunnar
í Reykjavík á mið-
vikudag og menn
þar eru að reyna
að bregðast við
breyttum aðstæð-
um frá því að
kjaranefndarúr-
skurður féll vorið 1998. Þá var
launakerfi hcilsugæslulækna
breytt og fóru heimilislæknar á
föst mánaðarlaun en hættu að fá
greitt í samræmi við fjölda sjúk-
linga og Qölda heimsókna.
Orlof og engin akkorðsvinna
„Við erum ásamt yfirlæknum
heilsugæslustöðvanna að vinna
að greinargerð út af þessu máli,
sem við hyggj-
umst senda
ráðherra eftir
helgi. A þessari
stundu tel ég
ekki rétt að tjá
mig nánar um
þessa stöðu,“
segir Guð-
mundur Ein-
arsson forstjóri
Heilsugæsl-
unnar í Reykja-
vík.
Um leið og
þessir „afkasta-
hvetjandi þætt-
ir“ voru fjarlægðir fækkaði kom-
um til og samskiptum við heimil-
islækna og aukning á rukkunum
sérfræðinga til Tryggingastofn-
unar var 30%. Hins vegar telja
stjórnendur heilsugæslustöðva
að mögulega skýri orlofsmál
mest alla breytinguna hjá heilsu-
gæslulæknum: Vegna
„akkorðsvinnunnar" fyrir kjara-
nefndarúrskurðinn tóku lækn-
arnir ekki út sumarleyfi sín
nema að litlu leyti. Úrskurður-
inn breytti kerfinu og nú er
óheimilt að greiða ótekið sumar-
leyfi - og nú taka læknarnir sitt
orlof.
Beint 1 eútkapraxísinn
„Læknarnir á heilsugæslustöðv-
unum eru farnir að vísa sjúkling-
um í stórauknum mæli beint til
sérfræðinga og læknastofurnar
fá í vaxandi mæli aðgerðir sem
sjúkrahúsin framkvæmdu áður.
Svo einfalt er það,“ segir yfir-
maður í heilbrigðisgeira ríkisins
og telur breytt orlofsmál Iangt
frá þvf að skýra þróunina.
Skýrsla Rikisendurskoðunar
staðfestir þessa þróun. Innan
kerfisins er talað um alvarlegt
stjórnunarvandamál og þar ríkir
ótti við að þótt aðgerðum hafi
fækkað á sjúkrahúsunum verði
kostnaðurinn þar hinn sami, en
Iækki ekki til móts við aukinn
kostnað vegna Ij'ölgunar aðgerða
á einkastofunum. — fþg
Mörg vandamál eru uppi í heil-
brigðisþjónustunni ekki sístyfir
sumarið.
Borgarráð Reykjavíkur vill ekki fleiri
nektarstaði i miðborginni.
Enn saiunað
aðnektinni
Borgarráð hefur samþykkt tillögu
þar sem nánar er kveðið á um
skipulagsskilmála fyrir miðborg-
ina og fleiri svæði, þar sem styrk-
ari stoðum er rennt undir þá
stefnu að koma í veg fyrir fleiri
nektarstaði.
Að óbreyttu þótti sýnt að unnt
væri að fara í kringum ákvæði
þessarar Stefnumótunar. Við leit
fundust pkvaeði í lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur, sem lúta að
allsherjarfcglu og velsæmi. Fyrir
utan samþykkt borgarráðs nú
mun vinna halda áfram við að
tryggja „bann við nektardansi og
annarri háttscmi, sem jafna megi
við nektarsans, á veitingastöðum
í miðborg Reykjavíkur". — FÞG
Lagasmíð um
fj ármálamarkað
Ossur Skarphéðinsson bendir á
það í samtali við Dag í gær að
Fjármálaeftirlitið fullyrði að
Kaupþing hafi ekki brotið !ög.
Eigi að síður hafi viðskiptahættir
þess ekki verið í samræmi við
eðlilega viðskiptahætti í viðskipt-
um með hlutabréf í FBA í fyrra.
Þar með sé Ijóst að Iögin séu
gölluð.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra segir að
síðan þetta var hafi lögunum ver-
ið breytt og að verið sé að reyna
að koma málum þannig fyrir allt
siðferði á þessum fjármálamark-
aði verði betra en það hefur ver-
ið.
„Það er bæði gert með því að
breyta lögum og eins er verið að
setja þessar nýju verklagsreglur,
sem fjármálaeftirlitið fer með og
það eru þær sem verið hafa til
umsagnar að undanförnu. En
Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta-
ráðherra.
það er ekki allt búið enn. Við
þurfum sennilega að fara í frek-
ari lagabreytingar vegna fjár-
málamarkaðarins á Alþingi
næsta vetur. Sú Iagasmíð mun
fyrst og fremst varða innherja-
viðskiptin," segir Valgerður
Sverrisdóttir.
Ekki allt fengið með lögum
- Ef Kaupþing braut ekki lög en
viðskiptahættir þess voru þó ekki
í samræmi við eðlilega viðskipta-
hætti, voru þessi lög þá ekki
meingölluð?
„Það er nú ekki hægt að njörva
allt niður í lögum. Auðvitað er
það best að í gildi séu reglur,
unnar í samráði við fyrirtækin,
sem fólk virðir. Það þarf auðvitað
að gæta þess að hefta ekki mark-
aðinn og því verða reglurnar að
vera í samræmi við það. Það þarf
alls staðar að gæta meðalhófs.
Við erum enn að fikra okkur
áfram því þessi fjármálamarkað-
ur er tiltolulega ný grein hér á
landi. Við leitum í smiðju ná-
grannaþjóða okkar og annarra
þjóða sem eru komnar lengra á
þessu sviði," segir Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. — S.DÓR
Ólafur Noregskonungur og Sonja kona hans komu til íslands í gær i einkaheimsókn en í dag munu þau verða
viðstödd hátiðahöldin í Reykholti og á morgun verða þau i Vestmannaeyjum þar sem Stafkirkja verður vigð.
Ópnítnir þjófar á Akureyri
Farið var inn í forstofu hjá aldraðri konu á Akureyri um miðjan dag á
fimmtudag. Konan hafði brugðið sér frá og þar sem hún fór mcð strætó
tók hún ekki stafinn sinn með. „Stafinn tek ég annars alltaf með mér
hvert sem ég fer. Þetta er fallegur stafur sem vinir mínir gáfu mér. Staf-
urinn sem svartur á lit og hann má brjóta saman svo hann komist í veski.
Eg sé mikið eftir honum og \dldi gjarnan fá hann attur í hendur sem
fyrst," segir Helga Halldórsdóttir sem býr á Norðurgötu 52 á Akureyri.
Skyrið selst og selst
Ævintýralegur vöxtur í sölu á KEA-ávaxtaskyri að undanförnu. Sala á því
nemur nú um 68 tonnum á mánuði og helur salan aukist mikið frá því í
október sl., en þá var frá því greint að á einu ári hefði mánaðarsalan auk-
ist um 200% - eða úr 8,5 tonnum í 28 tonn. Á heimasíðu KEA er haft eft-
ir Hólmgeiri Karlssyni mjólkursamlagsstjóra hjá MSKEA að þessi sölu-
aukning helgist af mörgu.
„Við erum með góða vöru og hún hefur eiginleika sem falla vel að því
mataræði sem nú tíðkast. Þar á ég við þá hollustuvitund, en skyrið er fitu-
laust en próteinríkt. Einnig höfum við farið nýjar leiðir í markaðssetn-
ingu, stílað inn á yngri markhópa og það hefur skilað tilætluðum ár-
angri,“segir Hólmgeir. Þá hefur verið opuð heimasíða skyrsins og er slóð-
in að henni www.keaskyr.is. - sbs.
Brautarholtsfegðar kaupa Síld og fisk
Gengið hefur verið frá kaupum
Svínabúsins á Brautarholti ehf. á
meirihluta hlutaíjár í Síld og fiski
og á fasteignum félagsins að
Dalshrauni í Hafnarfirði og á
Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysu-
strönd. Kaupsamningar voru
undirritaðir í gær. Kristinn Gylfi
Jónsson, sem tekur við fram-
kvæmdastjórn Síld og fisks, sagði
við það tilefni vera afar ánægður
með þesSi kaup og sagði nýja eig-
endur taka við góðu búi.
Framundan væru spennandi tím-
ar. Á 6. tug starfsmanna vinna hjá
Síld og fiski og munu þeir allir starfa áfram undir stjórn nýrra eigenda.
Að Brautarholti á Kjalarnesi er nú rekið stærsta svínabú landsins, en
þar hefur svínarækt verið stunduð í áratugi. Eigendur þess eru Jón Olafs-
son - og synir hans Olafur, Kristinn Gylfi, Björn og Jón Bjarni. Þeir feðg-
ar voru fyrir þessi kaup langstærstu búvöruframlciðendur landsins og
eykst veldi þeirra enn við þessi kaup. Auk svínaræktarinnar eiga þeir og
reka Nesbú á Vatnsleysuströnd sem er stærsta eggjabú landsins og eru að
hálfu eigendur kjúklingabúsins að Móum á Kjalarnesi. Markmiðið með
kaupum á Síld og fiski er að auka hagræðingu í svínabúskap og full-
vinnslu svínaafurða. — sbs.
Stærstu búvöruframleiðendur verða
stærri. Brautarholtsfeðgar kaupa Síld
og fisk. Kaupin handsöluð.