Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 FRÉTTIR Spurt um öryggi vélsleðamaima Mildar lunræöur hafa sprottið um öryggi vélsleðamaima í kjölfar hörmulegs slyss á Langjökli fyrr í vikunni. Það var ekki laust við að um mig færi hrollur þegar ég heyrði í fréttum tveimur dögum eftir að ég var sjálf í snjósleðaferð að banasiys hefði orðið á þessum sama stað,“ segir ung kona sem ásamt fyrirtæki sínu í Reykjavík fór upp á Langjökul í snjósleðaferð fyr- ir rúmri viku. Konan segir að ferðafélagar hennar hafi verið sammála um að ekki hafi verið hugsað nægjanlega mikið um ör- yggi þeirra í ferðinni. „Þegar við kom- um upp á jökul var beðið eftir okkur og við fengum öll galla og hjálma. Þá fengum við öll sleða til að keyra. Ekk- ert okkar var spurt út í hvort við hefð- um keyrt sleða áður eða hvort við hefð- um réttindi til að aka slíku farartæki. Okkur var tjáð að fremsti og aftasti maður kæmi frá vélsleðaleigunni og að FRÉTTA VIDTALID við ættum að vera í einni halarófu þar á milli." Fljótlega var Iagt af stað og var veður ekki alveg eins gott og það getur orðið. „Það var skafrenningur og stundum sá ég ekki í manninn sem var fyrir framan mig. Það var óþægileg tilfinning því ég hef ekki áður keyrt við þessar aðstæð- ur og það var ekki laust við að ég væri smeyk," segir ung stúlka sem einnig var í hópnum. Vitað var að fyrstu tfu mínúturnar væri keyrt um sprungu- svæði en fyrsti maður gaf aldrei nein viðvörunarmerki ef farið var framhjá sprungu. „Eg hef áður farið í sleðaferð upp á jökul en þá rétti fyrsti maður upp hönd þegar aðgátar var þörf. Þarna var ekkert slíkt. Ekki einu sinni þegar við keyrðum upp á klaka á slóð- inni á allt of mikilli ferð en við þann árekstur ultu þrír sleðar og farþegar þeirra köstuðust út í loftið. Þá vorum við í því að festa skíði sleðanna ofan í sprungum." Slysin erfiöust fyrir okkur sjálfa „Eg á erfitt með að tjá mig um svona mál án þess að hafa náð að fara ræki- Iega ofan í saumana á því. Við viðhöf- um vissar öryggisreglur og þeir farar- stjórar sem fara með fóiki upp á jökul eru allir reyndir íjallamenn sem hafa fengið sína þjálfun hjá björgunarsveit- um. Fremsti maður er með GPS stað- setningartæki á sleðanum sínum og þar getur hann séð um leið ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er ef einhver heltist úr lestinni. Við pössum upp á að halda hraða niðri og fólki er gerð grein fyrir því áður en lagt er upp að óheimilt er með öllu að fara framúr eða stunda glæfralegan akstur uppi á jöldi. Við höfum þvert á móti verið gagnrýndir fyrir að fara of hægt með hópana okk- ar. Slys eins og það sem varð fyrr í vik- unni er erfiðast fyrir okkur sjálfa og við gerum alltaf allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að siys verði. Það er jú maður frá okkur sem fer fremstur og hann væri að stofna fyrst og fremst sér sjálfum í hættu með þvf að fara ógætilega,“ seg- ir Þór Kjartansson framkvæmdastjóri Langjökuls. - GJ X^ur' Úgmundur Jónasson. R-listamemi fuUyrða nú að stund sé nú mfUi stríða í til- raunuin Sjálfstæðisflokks- ins til að kljúfa Rekajvíkur- listann. Er í því sambandi bent á að þegar liafi verið gerðar tvær tilramúr til að kynda undir átökmn, scm gætu leitt til klofn- ings. Seinna skiptið var þegar sjálfstæðismemi voru að reyna að rugla framsóknarmeim í ríminu á dögunum. Fyrra skiptið hins veg- ar var þegar sjálfstæðismenn og „hægripressan" fór af stað vegna þess að Ögmundur Jónasson gagmýndi R-listann og taldi að ymislegt mætti þar betur fara. Þá hafl sjálf- stæðismenn tekið midir með Ögmundi og gert hvað þeir gátu til að pcppa hann upp. Ögmundur er hins vegar löngu þagnaður, og í pottinum fullyrða menn að sú þögn hafl komi eftir mikinn herráðsfund í for- ustusveit VG, þar sem Ögmundur, Stemgrímur J. og fleiri hafl komist að þeirri niðurstöðu að best væri að láta gagmýnina niður falla... í pottiiiuin voru menn að ræða niðurstöðu nýrrar skoðanakönn- unar GaUup um vhisældir ráð- herra. Þar trjónar Gcir Haarde eftstur á blaói en Davíð Oddsson er komhm niður í fjórða sæti, neðan við þau Sólveigu Péturs og HaRdór Ásgrímsson. Pólitísldr andstæðingar hans eru þegar fam- ir að tala inn Davíð sem Davíð IV... Guóni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra er nú í opinberri heim- sókn í Noregi. Raunar hefur þessi heimsókn farið svo hljótt hér heima að ýmsir tala mn hana sem leinilegustu ophibera heimsókn sem faiin hafi verið. í pottinum telja meim hhis vegar augljóst að Guðni sé nú að skoða hinar um- deiklu norsku kýr, en hann mmi þurfa að úrskuröa um hmflutíúng þeirra upp úr mánaðamiótum. Velta memi fyrir sér hvorí ráðherraim muni horfa í augun á þeim norsku, en Guðiú lýsti því yfir hér um árið að „brúnaljósin hrúnu“ íslensku kúnna væru þau feg- urstu í heimi... Davíð Oddsson. Guðni Ágústsson. Þórólfur Sveinsson formaðnr tendssa mbands kúabænda Kúabúum í landinu hefur stórfækkað frá því að þau voru flest en þau sem eftireru hafa stæhkað. Þróunin ersvipuð hérog í nágrannalöndunum. AuMn tækni kallar á stærribú - Kúabændum fækkar og búin stækka, er langt síðan þessi þróun hófst? „Það hefur heldur fækkað í hópnum. Allt gerist þetta með frjálsum samningum, einn kaupir upp framleiðslurétt annars. Þetta er þróun sem er búin að vera í gangi hér í all- mörg ár. Sem dæmi má nefna að kúabú á svæði Mjólkubús Flóamanna voru árið 1960 fleiri en öll kúahú á landinu í dag. Þá sátu tveir gamlir menn og sáu um að reikna út verðið og fóru létt með það. Nú erum við með fullt af tölvum í þessu.“ - Hvað eru kúabú í landinu mörg um þessar mundir? „Síðustu tölur sem ég heyrði eru að kúabú- in séu um 1100. Eg hef ekki handbærar töl- ur um hve mörg þau voru þegar þau voru flest en þá voru á milli tvö og þrjú þúsund kúabú í Iandinu." - Hvað veldur því að búumfækkar og þau stækka? „Fyrst og frcmst er það að menn vilja nota tækni, sem er svipuð og í nágrannalöndun- um. Þar vegur þyngst aðstaða við mjaltir, svo sem mjaltabás, sem er fjárfcsting sem kallar á ákveðna lágmarks framleiðslu á mjólk til þess að það sé hagkvæmt að setja hann upp. Þá standa menn frammi fyrir því að svara spurningunni um hvort þeir vilji nota tækn- ina og svarið er oftast nær jákvætt, því menn vilja létta sér störfin. Til þess að það geti gengið verða einingarnar að þjappast saman og framleiðslan verður að vera á milli 100 og 200 þúsund Iítrar á ári. Þess vegna er þessi þróun með fækkun og stækkun ekki að koma á óvart. Þetta er alveg sama þróun og það sem ég kalla vestur-evrópska línuritið. Það sýnir þróunina í fjölda bænda og bústærð á íslandi og ef það er sett ofan í danska Iínurit- ið kemur í Ijós að þau eru nákvæmlega eins.“ - Ef ungur maður vill gerost kúabóndi í dag og vill nota alla þú tækni sem býðst, hvað barf hann að hafa margar mjólkandi kýr íjjósi? „Alltaf er það spurning um afköstin sem úr kúnum fást en sá sem ætlar sér þetta sem þú nefndir þarf að fá um 200 þúsund lítra af mjólk á ári. Til þess þarf hann að vera með á milli 40 og 50 kýr.“ - Mér skilst að kýr endist sketnur ett dðtir vegna aukintta krafna utn gæði tnjólkur, er það ekki rétt? „Jú, þetta er rétt og því þurfa bændur að vera með margar kvígur í eldi. Sá sem er með 40 mjólkandi kýr fær svona 15-20 kvígur á ári og menn setja á varla færri en 1 5 þeirra til endurnýjunar. Hér áður fyrr entust kýr lengur. Ástæðan fyrir því er sú að kröfur til afurðanna cru svo miklu meiri nú en áður var. Sem dæmi má nefna að fyrir 20 árum var frumutala í mjólk ekki til sem hugtak, en nú kostar það ótaldar milljónir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru varðandi það hugtak. Á þeim tíma máttu menn vera með fimm sinnum fleiri gerla í millilíter af mjólk en nú er til þess að mjólkin teljist 1. flokks." - Hvað koslar lítrinn af mjólkurkvóta þá setn vilja stækka búin sín? „í vor var verðið í kringum 200 krónur fyr- ir lítrann af varanlegum mjólkurkvóta. Þetta er verð sem myndast í frjálsum viðskiptum. Vissulega er það nokkuð hátt en ég tel víst að þeir sem eru að kaupa kvóta á þessu verði telji kaupin borga sig.“ — S.DÓR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.