Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. JULÍ 2000 - 11 Ðagur ERLENDAR FRÉTTIR Umbótastefnan gengur seint upp Uppþot í Hong Kong, þar sem mótmaelt var þriggja ára valdaskeiði Rauða-Kína í borgríkinu. Leiðtogar flokks og ríkis lifa í gömlum tíma og eru ekki færir um að leiða Kina inniii í nýja öld Margt bendir til að kommúnista- flokkurinn í Klna sé að missa tökin á þeim gríðarmildu völd- um sem hann hefur haft. Flokk- urinn hefur drottnað yfir öllu þjóðlífi Kína, auðlindum, at- vinnuvegum, menntun og jafn- vel hugsunarhætti fólksins. Það alræði er nú að láta undan. Þeir sem gjörla fyrlgjast með málum austur þar telja, að margt sé líkt með þeim umbyltingum sem nú eiga sér stað í Kína og voru í Sovétríkjunum þegar kommún- istaflokkurinn var að missa tökin og endaði með því að allt sjórn- kerfið hrundi. Þá reyndu leiðtog- ar að koma til móts við nýja tíma og nýjar kröfur, en og seint og af takmörkuðum skilningi á þeim umbreytingum sem voru að verða í heiminum. Öldungarnir sem ráða Kína eru börn liðinar aldar og eru búnir að missa stjórn á gangi mála. Ljós vottur um það er her- förin gegn hreyfingunni sem kölluð er Falun Gong. Það er ekki stjórnmálahreyfing og þeir sem aðhyllast hugmyndafræði Falun Gong eru ekki byltinga- menn sem ætla að umbylta þjóð- féllaginu. Hreyfingin er fremur trúarlegs eðlis og boðaðar eru vissar siðgæðishugmyndir innan hennar, sem raunar eru gamal- kunnar í Kína. En alræðishyggja kommún- ismans þolir ekki frjálsa hugsun og enn síður innhverfa íhugun og því leggur flokkurinn og stjórnvöld til atlögu við Falun Gong og eru þúsundir þeirra sem aðhyllast hugmyndir hreyf- ingarinnar og þögul mótmæli við hugmyndafræðilega kúgun stjórnvalda handtekir og ofsótt- ir. En því meira sem stjórnvöld hamast gegn hreyfingunni eflist hún og áhangendum fjölgar. Kommúnistaflokkur Kína tel- ur 60 milljónir meðlima. For- maður hans og forseti landsins, Jiang Zemin, er 73 ára gamall og varla fær um að leiða Kínaveldi inn í nýja öld. Hann er einn af gamlingunum í stjórnmálaráði flokksins sem nam sín fræði í Rússlandi Stalíns og var þar við nám í stjórnmálum og bílafram- leiðslu, en flestir Kínverjanna sem mestu ráða í flokki og stjórnmálaráði lærðu í verk- smiðjum Sovétríkjanna þegar öll áhersla var lögð á þungaiðnað- inn með tilheyrandi áætlanabú- skap. Það þykir ekki gott vega- nesti inn í öld upplýsinga og há- tækni. Stjórnin í Beijing er á góðri leið með að missa tökin á at- vinnulífinu því að helmingur allra fyrirtækja landsins eru komin í einkaeign og lýtur rekst- ur þeirra allt öðrum lögmálum en gömlu stalínistarnir í ríkis- stjórn og stjórnmálaráði þekkja. Lífskjörin eru afar misjöfn. 1 sumum héruðum hafa þau farið batnandi en annars staðar hrak- ar þeim. Þetta leiðir til missætt- is milli héraða og landshluta og meiri fólksflutninga ráðið verð- ur við. Fólk trúir ekki lengur á töfraformúlur kommúnismans og veit að betri kjör bjóðast í uppgangshéruðum á austur- ströndinni en í sveitaþorpum og samyrkjubúum inni í landi. Og í útlöndum eru lífskjörin enn betri og er flóttamannastraum- urinn frá Rauða-Kína glöggur vitnisburður um það. Bannað er að flytja búferlum til Hong Kong eða Taiwan þótt Beijingstjórnin telji bæði löndin tilheyra Kína, og rekur hótanastefnu gegn Tap- eistjórnini, sem býr við sífellda innrásarhættu. Ungir Kínverjar eru vel með- vitandi um þær breytingar sem eru að verða í umheiminum. Al- þjóðahyggja og upplýsingaþjóð- félagið eru skammt undan en valdahafarnir snúast gegn öllum nýjum hugmyndum af hlindum hroka, sem einkennir allar kommúnistastjórnir fyrr og síðar. Fleiri tugir bókatitla eru gerðir upptækir og útgáfufyrirtækjum lokað á ári hverju. Það eitt sýnir að það eru hræddir og óöruggir menn sem lifa í gömlum tíma, sem stjórna Kínaveldi. Fáum blandast hugur um að enn meiri breytingar eiga eftir að verða í Kína á næstu árum en þær sam orðið hafa frá því að Mao formaður féll frá og og gert var upp við fjórmenningarklík- una. En hvort það verður með eins snöggum og dramatískum hætti og þegar Sovétríkin leyst- ust upp leiðir tíminn í ljós. Hitt er nokkuð ljóst, að þótt flokks- ræðinu linni og alræðinu verði hnekkt munu Kínverjar eiga langa þrautagöngu fyrir höndum ef þeim á að takast að draga efn- aðar velmegunarþjóðir uppi. OO Mannlaus geimför til Mars WASHINGTON: Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að senda eitt eða tvö mannlaus geimför til Mars árið 2003. Dekk á Concorde-þotuuni spruugu PARIS: Sérfræðingar sem rannsaka flugslysið í París þegar Concor- de-þota fórst í fyrsta sinn, telja nú að tvö dekkja vélarinnar hafi lík- Iega sprungið rétt áður en þotan hóf sig á loft. Þá hefur fundist enn eitt lík á slysstaðnum þannig að þeir sem fórust voru 114 talsins. Aðild ekki á dagskrá fyrr eu 2005? OSLO: Einn af leiðtogum Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, Einar Stennsnæs, lýsti þeirri skoðun sinni í gær að engin ástæða væri til að helja umræðu um hugsanlega aðild Noregs að Evrópusambandinu fyrr en árið 2005. Hann er formaður utanríkisnefndar Stórþingsins. Flokkurinn mun heimta tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um málið; þá fyrri til að ákveða hvort sækja eigi um aðild að ESB en hina til að taka afstöðu til samningsniðurstöðunnar. Pitt og Auiston í hjónáband HOLLYWOOD: Leikarnir frægu Brad Pitt og Jennifer Aniston ganga í það heilaga nú um helgina í Malibu. Ráudýr flokksþiug í Ameríku WASHINGTON: Talið er að kostnaður við að halda flokksþing tveg- gja stóru stjórnmálaflokkanna bandarísku muni nema hátt í tuttugu milljörðum íslenskra króna. Flokkarnir þurfa að leita til bandarískra stórfyrirtækja um fjárhagsaðstoð til að greiða þennan mikla kostnað. Risabauki losar sig við 10.000 starfsmenn NEWYORK: Bank of America, sem er stærsti banld Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að hann myndi segja upp nærri tíu þúsund manns á næsta ári til þess að draga úr reksturskostnaði. Fækkunin nær til um sjö prósenta starfsmanna bankans. Leitað að „Springer“ morðiugj a FLORIDA: Lögreglan í Flórída Ieitar nú karlmanns sem grunaður er um að hafa drepið fyrrverandi eiginkonu sína skömmu eftir að þau komu saman fram í hinum alræmda sjónvarpsþætti Jerry Springer. Maðurinn er á flótta ásamt núverandi eiginkonu sinni og telur lög- reglan að hann muni reyna að komast úr landi. Skdgareldar við kjaruorkuver ÍDAHO: Miklir skógareldar geisa nú í Bandaríkjunum og hefur fjöldi fólks þurft að yfirgefa heimili sín. Yfirvöld hafa mestar áhyggjur af eldunum skammt frá kjarnorkuveri í Idaho, en einnig er mikið bál í Sequoia þjóðgarðinum í Kaliforníu. Sleppti flugstjórum NEW YORK: Vopnaour maður sem hafði rænt farþegaþotu á Kenn- edy-flugvelli gafst upp í gær. Farþegum og flugfreyjum hafði tekist að komast út úr vélinni án þess að ræninginn tæki eftir því, en seinna sleppti hann flugstjórum þotunnar og gaf sig fram við lögreglu. Hryðjuverkamönnum sleppt BELFAST: Tugir alræmdustu hryðjuverkamanna Norður-Irlands var sleppt úr Maze-fangelsinu í Belfast í gær. Þessi umdeilda ákvörðun ar tekin í samræmi við friðarsamkomulag deiluaðila. Margir þessara byssumanna, bæði mótmælendur og kaþólikkar, hafa mörg mannslíf á samviskunni. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000, 211. DAGUR ÁRSINS. Þau fæddust 29. julí • 1214 - Sturla Þórðarson, sagnaritari og lögmaður til forna. •1871 - Grigori Rasputin, heimsfrægur töfrakall síns tíma. • 1903 - Guðmundur Frímann rithöfund- ur. • 1916 - Hildur Kalman Ieikkona. • 1924 - Ingi R. Helgason, lögfræðingur og fyrrum forstjóri Brunatryggingafé- Iagsins og síðar stjórnarformaður VIS, nýlega fallinn frá. • 1936 - Elizabeth Dole, eiginkona Bobs Dole, fyrrum kandidats repúblikana til forsetakjörs í Bandaríkjunum. • 1949 - Sigríður Stefánsdóttir, þjóðfé- lagsfræðingur og fyrrum bæjarfulllrúi á Akureyri. • 1949 - Marilyn Quaylc, eiginkona fyrr- um varaforseta Bandaríkjanna, Dan Qu- ayle. Þetta gerðist 29. júlí • 1900 - Umberto I, konungur Italíu, var skotinn til bana af ítalskættuðum og bandarískum anarkista. • 1934 - Ríkisstjórn Hermanns Jónasson- ar, sú fyrsta undir hans stjórn, tók við völdum. Stjórnin sat í tæp 5 ár. • 1977 - Þýskur bankaræningi handtek- inn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. Fé hafði verið lagt til höfuðs honum er- lendis. • 1979 - Minnisvarði um Kollabúðarfundi afhjúpaður, en þar ræddu Vestfirðingar helstu framfaramál þjóðarinnar frá 1849 til 1895. • 1981 - Karl prins og Dfana prinsessa gengu í það heilaga í St. Pauls kirkju, sem 4 milljarðar manna í 64 löndum horfðu á í beinni sjónvarpsútsendingu. Fimmtán árum síðar voru þau skilin og haustið 1997 lést Díana í hörmulegu bílslysi. • 1985 - Þorlákskirkja í Þorlákshöfn vígð en þar hafði ekki verið guðshús frá 1770. Afmælisbam dagsins Peter Jenn- ings, einhver frægasti frétta- þulur heims, er 62 ára í dag. Hann er með- al stjórnenda þáttarins World News Tonight á ABC-sjón- varpsstöðinni. Hann hefur verið að í þessum bransa í 35 ár, t.d. flutt heimin- um fréttir af risi Berlínar-múrsins og falli og ýmsum öðrum stórviðburðum á friðar- og stríðstímum um víða veröld, alltaf á sömu stöðinni. Hefur fengið fjölda verðlauna frá kollegum sínum. Jennings hefur m.a. flutt fréttir frá Is- landi, fýrir framan Alþingi og frá Bláa lóninu. Vísa dagsins Sefur, sefur dúfan og sefur hi'm enn, ekki koma kóngsmenn að vitja hennar enn. Höf. ókunnur. Heilabrot dagsins Heimili mitt er dimmt og djúpt. Ég lifandi er en hrærist ei. Augu ég hef en get ei séð. Hvað er ég? Svar við síðasta heilabroti: Tíminn. Spakmæli dagsins „Ég hef gert mörg heimskupör og ætla að halda því áfram, því þau eru krydd tilvcr- unnar." Brigitte Bardot. Veffang dagsins Upplýsingavef um Reykjavík og borgarlífið almennl er að finna á vefnum www.reykjavik.com sem nýlega gerði stóran samning við bandarísk vefsctur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.