Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR m «»«><■ * ,< * »» v >* >'í ’» p o *; þ i> % j — í » LAUGARDAGVR 29. JÚLÍ 2 000 - 5 Kj aradómur er að kalla á launaskrió Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA. Alveg sannfærðux íim að lauu ráðherra, al- þiugismauua og æðstu embættis- mauna rjuka upp í kjölfar ákvörðunar Kjaradóms, segir Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Ákvörðun Kjaradóms um laun forseta Islands eftir lagabreyt- inguna sem Alþingi samþykkti f vor um að laun hans skuli ekki lengur vera skattfrí mun, að mati margra, hafa miklar breytingar í för með sér hvað varðar launa- mál á næstunni. „Eg er alveg sannfærður um að laun ráðherra, alþingismanna og æðstu embættismanna munu rjúka upp f kjölfar ákvörðunar Kjaradóms. Reglan er sú í öllum svona launakerfum að til þess að fá hreyfingu á það þarf að lyfta lok- inu af pottinum. Nú er búið að lyfta lokinu af pottinum um- talsvert. Öll reynsla segir það, að þrátt fyr- ir að Kjaradómur og aðrir hafi sagt að önnur laun eigi ekki að hækka vegna þessa, þá mun það samt gerast," segir Ari Skúla- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Islands. Það sem gleymdist Hann segir að þessi Iaunahækk- un komi ekki í ár, hennar gæti ef til vill lítið á næsta ári en hún muni koma. Það sé alltaf þróun í átt til meiri sam- virkni og því muni ráðherrar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar og æðstu emb- ættismenn muni leita upp í átt að launum forseta íslands. - Ari var spurður hvort hann teldi þetta geta haft áhrif út á hinn almenna vinnumarkað? „Ekki nema að það myndist aftur verulegt mis- ræmi í launaþróun á opinbera markaðnum, því þetta leitar auð- vitað niður á við, og því gætum við fengið svipað högg og við fengum þegar launakerfisbreyt- ingin var gerð fyrir tveimur árum, þegar allt var sett inn í grunnlaunin og opinberi mark- aðurinn æddi fram úr einka- markaðnum. Það er í sjálfu sér ekkert ótrúlegt að það gerist. Hvernig einkamarkaðurinn bregst við er miklu erfiðara að segja til um vegna þess að þar verða menn náttúrulega að eiga fyrir þessu. Við höfum bent á það að verulega hættulegt sé að setja svona mikla breytingu inn í launakerfi ríkisins. Forseti Is- lands skiptir engu máli í þessu sambandi enda er sagt að hann komi eins út í launum og ekkert við því að segja. Það er ekki stóra málið í þessu heldur allt hitt sem mun fylgja í kjölfarið,“ segir Ari. Hann bendir líka á það sem hefur verið að koma í Ijós sem ekki var spáð í. Það eru laun handhafa forsetavalds og eftir- Iaun þeirra tveggja sem njóta for- seta eftirlauna. Um þetta var aldrei neitt rætt í þinginu. - S.DÓR Umtalsvert tap hjá UA Útgerðarfélag Akureyringa hf. var rekið með 203 millj. kr. tapi fyrstu sex mánuði ársins. Veltu- fé frá rekstri var 353 millj. króna. Þetta er talsvert lakari af- koma en á sama tímabili í fyrra en þá var félagið rekið með um 180 millj. kr. hagnaði. í frétt frá ÚA segir að helstu skýringarnar séu gengistap skulda, sölutap eigna, auknar afskriftir og lægra afurðaverð. „Ég er ekki ánægður með að félagið sé gert upp með tapi. Miðað við aðstæður er ég þó vel sáttur við að veltufé frá rekstri skuli nema 353 millj. kr. og vænti þess að það aukist á sfðari hluta ársins. Teljum við að veltufé frá rekstri sé besti kvarð- inn á rekstrarárangur í sjáv- arútvegi," segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA. - SBS. Skammaðiir en sýknaður Biskupar í prósessíu á Kristnihátíð. Sigurbjörn Einarsson lengst til vinstri. Siðarnefnd telur að Sigurbjörn hafi ekki brotið siðareglur presta þegar hann sagðist m.a. efast um heilsufar þeirra sem gagnrýndu hátíðina. Hinsvegar er samlíkingarnar taldar óheppilegar. Siðanefnd presta telur að sr. Sig- urbjörn Einarsson fyrrum biskup hafi ekki gerst sekur um ámælis- vert brot á siðareglum, þegar hann líkti gagnrýni á kristnihátíð við „það allra versta sem verstu nasistar og kommúnistar höfðu fram að færa á sínum tíma“ og efaðist um að „eðlilegt heilsufar" lægi að baki gagnrýninni. Hins vegar telur siðanefndin samlík- ingar sr. Sigurbjörns óheppilegar og ónærgætið að blanda geðfötl- un í umræðuna. Úrskurður nefndarinnar er til- kominn vegna kæru Sigurðar Þórs Guðjónssonar á opinber ummæli sr. Sigurbjörns í útvarpi og DV í kjölfar kristnihátíðar. Auk ofangreindra tilvitnana lét hann flakka að gagnrýnin endur- speglaði „andkristin viðhorf1 og væri „nöldur, ólund og furðuleg árátta". Dómur án refsingar Siðanefndin tekur undir með Sigurði að óæskilegt hafi verið af sr. Sigurbirni að blanda heilsu- fari manna inn í umræðu um málefni með efasemdum sínum um andlega heilbrigði þeirra sem gagnrýnt hafa kristnihátíð- ina. Hún tekur ekki undir að samlíkingin við nasista og kommúnista eigi við um verk slíkra manna, heldur fyrst og fremst áróðurinn. Eftir sem áður sé samlíkingin vafasöm og óheppileg. „Betur hefði farið að velja hófsamari samlíkingu". Og siðanefndin bendir á að sr. Sig- urbjörn hafi ekki nafngreint gagnrýnendur og telur að „betur hefði farið að hann hefði fundið orðum sínum stað frekar en að beina þeim með þessum hætti til allra sem gagnrýnt hafa kristni- hátíð.“ Sigurður Þór segir í samtali við Dag athyglisvert að í greinar- gerðinni með úrskurðinum er fallist á bæði kæruatriðin og því þriðja bætt við, um að biskupinn fyrrverandi hafi átt að finna orð- um sínum stað. „Það er ákveðin mótsögn milli úrskurðarins og greinargerðarinnar. Mér virðist sjálfum að hann hafi verið dæmdur, en sleppi við refsingu,“ segir Sigurður Þór. — FÞG Hugslys í Þiugvallasveit Flugmaður vélknúins svifdreka slasaðist alvarlega þegar hann brotlenti í Stíflisdal í Þingvalla- sveit á sjötta tímanum í gær. Til- kynning barst lögreglu kl. 17:46 og fóru menn þegar á vettvang. Flugmaðurinn er alvarlega slas- aður, að sögn Lögreglunnar á Selfossi. Vélknúnir svifdrekar af eins og sá sem brotlenti taka að- eins einn mann. — SBS. Hafna ósk um starfslokasanmmg Stjórn Alþýðusambands Austurlands kom sam- an til fundar á Egilsstöðum í vikunni og var tilefni stjórnarfundarins beiðni Sigurðar Ingv- arssonar forseta ASA um starfslokasamning. Á fundinum hafnaði stjórnin beiðni Sigurðar um starfslokasamning. „Stjórnin samþykkir að hafna beiðni Sigurðar um starfslokasamning á þeim grundvelli sem hann hefur farið fram á. Stjórn ASA bendir á að hún hefur ekki gert at- hugasemdir við störf Sigurðar Ingvarssonar sem forseta og framkvæmdastjóra ASA, þar breytir engu persónulegt álit einstakra stjórn- armanna á aðgerðum sem Sigurður hefur stað- ið að sem stjórnarmaður í Verkamannasam- bandi Islands. Það er álit stjórnar ASA að Sig- urður hafi sem forseti og framkvæmdastjóri ASA unnið störf sín af trúmennsku og haft að leiðarljósi heildarhagsmuni verkafólks á Aust- urlandi.'1 Stjórn ASA lýsir hins vegar í bókun þessari fullum skilningi á því ef Sigurður ákveður að draga sig í hlé frá störfum hjá sambandinu og telur stjórnin þá eðlilegast að slíkt gerist í tengslum við næsta þing ASA sem ákveðið hefur verið að halda dagana 5 og 6. október n.k. Uppgjör við Sigurð hljóti bins vegar að fara eftir „ráðningarsamningi" og vera innan ramma samþykktrar fjárhagsáætlunar á hverjum tíma. Sigurður Ingvarsson. Olís kaupir Radíómiðun I gær var það tilkynnt til Verðbréfaþings íslands að Olíuverzlun ís- lands hf. hafi gengið frá kaupum á 20% eignarhlut í fyrirtækinu Rad- íómiðun hf. Þetta er 43 ára traust og rótgróið fjölskyldufyrirtæki, sem hefur verið eitt af leiðandi lýrirtækjum á alhliða sölu og þjónustu á tækjum og búnaði til skipa, einkum á sviði fjarskipta, skipstjórnar og tölvumála. Geir vinsælastur Samkvæmt nýrri könnun frá Gallup sem Ríkis- útvarpið greindi frá í gær er Geir Haarde nú vinsælastur ráðherranna. Hann nýtur hylli rétt tæpra 70% aðspurðra sem segjast ánægðir með störf hans. Halldór Ásrímsson formaður Fram- sóknarflokksins og utanríkisráðherra er í öðru sæti með um 58% stuðning. Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra er í þriðja sæti og þá Davíð Oddsson forsætisráherra í fjórða sæti og Björn Bjarnason menntamálaráðherra er í því fimmta. Geir Haarde.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.