Dagur - 12.08.2000, Síða 7

Dagur - 12.08.2000, Síða 7
 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 23 ^LÍFJB I IAjJDJjJÍ/ j inn á bak við hann. Hvað er til í þessu? „Þetta er ein af þeim goðsögn- um sem verða til þegar fólk verður þátttakendur í fjölmiðla- umræðunni. Fjölmiðlar koma sér oft upp goðsögnum, góðum og slæmum, þar sem verið er að fjalla fram og til baka um hluti sem eiga sér lilla eða stundum enga stoð í raunveruleikanum. Sagan um þessi daglegu tengsl er ekki rétt. Eg var hins vegar stuðningsmaður Davíðs Odds- sonar þegar hann var kosinn for- maður Sjálfstæðisflokksins og tel að sú niðurstaða hafi verið afar farsæl fyrir (lokkinn. Við Davíð tölum saman þegar við höfum áhuga á og megum vera að því en við eigum ekki daglega fundi og forsætisráðneytinu er ekki stjórnað frá Eimskip eins og einhverjir virðast vilja trúa. Það eru alls kyns sögur í gangi um valdaspil í þjóðfélaginu og ég átta mig stundum ekkert á þeim, þær eru oft svo langsóttar og óraunsæjar. Stundum hvarllar að mér að þessar sögur stafi af því hversu hugsunin urn völd er mönnum hugleikin. Hugmyndin um völd er þá af pólitískum grunni og tckur þá mið af þeim tíma þegar stjórnmálamenn réðu öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Vinnudagar mínar byggjast ekki á völdum og því að drottna yfir umhverfinu. Við sem erum f fórsvari í þessu fyrir- tæki höfum um langa tíð sett okkur ákveðin markmið og oft og tíðum liggja þau markmið mjög Ijós f)'rir og eru í aðalatrið- um efnahagsleg. Við höfum beitt þckkingu, reynslu og fjár- magni til að ná sem bestum ár- angi.“ - I DV stóð að þú hefðir stjórn- að Eimskip „af festu, hörku og framsýni". Eg rak augun í þetta orðalag „afhörku". „Það gerði ég líka. Ég áttaði mig ekki á að það hefði verið þannig. En þetta er auðvitað bara einhver ímynd sem menn hafa af mér. Það sem hefur verið gert hér í Eimskip þann tíma sem ég hef verið hérna er ekki eitthvað sem ég hef gert upp á eigin spýtur heldur verkefni stórs samstæðs hóps karla og kvenna. Ég hef verið í forsvari fyrir því að móta fyrirtækið en fyrst og fremst hefur jjessi upp- bygging verið samstarfsverkefni. Ég lít á mig sem lýðveldisbarn, af fyrstu kynslóðinni sem lifði f sjálfstæðu Islandi. Mér finnst sá árangur sem lýðveldiskynslóðin hefur náð vera ótrúlega mikill og mér finnst að mörgu leyti að á seinni árum þessa tímabils, þegar miðstýring minnkaði, höf- um við íslendingar verið Ieystir úr fjötrum. Að sumu leyti má segja að við af minni kynslóð séum fyrsta kynslóð af fólki sem hefur feng- ið sérmenntun í fyrirtækja- rekstri. Okkur gafst tækifæri til að flytja þá þekkingu inn í land- ið vegna þess að við höfðum tækifæri til að stunda fram- haldsnám erlendis. Það er þessi þekking sem er einn af lyklun- um að árangri en ekki valdabrölt eða drottnunarstíll." - En hvernig finnst þér að hafa það orðspor að vera höfuð Kol- krabbans? „I opinberri umræðu skiptir höfuð Kolbrabbans um ásjón eftir því hvað hverjum hentar. Það hafa ýmsir fengið það orð á sig að vera höfuð svonefnds Kol- brabba. Sjálfsagt hefur það trullað mig á einhverjum tíma hvernig þetta tal var notað í pólitísku stríði eða fjölmiðla- harki en ég cr meira og minna orðinn ónæmur fyrir því. Það er nú einu sinni þannig að þeir sem lenda í forsvari einhvers staðar, ekki síst ef hlutirnir ganga bærilega, verða að sæta umtali, oft með mjög ósann- gjörnum hætti. Þetta er ekkert einsdæmi hér á Iandi. Þetta ger- ist alls staðar í löndunum í kringum okkur. Oftast rís þetta tal af öfund og vanþekkingu." Jákvæð þróun í viðskiptalífi - Nií var talað um það hér áður fyrr að tvær blokkir tækjust á í ís- lensku viðskiptalífi, SIS veldið og Kolkrabbinn. Var þetta einhvers konar heilagt stríð? „Þetta voru örugglega raun- veruleg átök á þeim tíma þegar staða, afkoma og möguleikar fyrirtækja réðust mjög af stjórn- málalegum tengslum. Þetta hef- ur gjörbreyst eftir að miðstýring minnkaði í landinu og markaðs- stýring jókst og ég held að það þurfi ekki að hafa mörg orð um það hversu jákvæð sú þróun er.“ - Nú er SÍS hrunið og ný kyn- slóð fjármálamanna komin til skjalanna. Er hægt að tala um það í dag að ein blokk sé stærst og áhrifamest í atvinnulifinu? „Það held ég ekki. Það má finna ákveðnar leifar af gömlum tíma en viðskiptaheimurinn hef- ur stækkað og eflst og er mun áhugaverðari en áður var. Það eru ýmis önnur stór fyrirtæki en Eimskip sem eru í sviðsljósinu en það Ieiðir aftur til þess að menn fá áhuga á því að gagn- rýna þau og uppnefna og búa til sögur." - En hvað finust þér um þessa ungu athafnamenn sem láta svo mjög að sér kveða imt þessar mundir? „Ég er sáttur við það hversu ungt fólk með góða menntun er „Við Davíð tölum saman þegar við höfum áhuga á og megum vera að því en við eigum ekki dag- lega fundi og forsætis- ráðneytinu er ekki stjórnað frá Eimskip eins og einhverjir virðast vilja trúa. Það eru alls kyns sögur í gangi um valda- spil í þjóðfélaginu og ég átta mig stundum ekkert á þeim, þær eru oft svo langsóttar og óraunsæjar." „Að sumu leyti má segja að við af minni kynslóð séum fýrsta kynslóð af fólki sem hefur fengið sérmennt- un í fyrirtækjarekstri. Okkur gafst tækifæri til að flytja þá þekkingu inn í landið vegna þess að við höfðum tækifæri til að stunda framhalds- nám erlendis. Það er þessi þekking sem er einn af lyklunum að ár- angri en ekki valdabrölt eða drottnunarstíll.“ framtaksamt og beitir sinni þekkingu óspart til að vinna nýj- um hugmyndum brautargengi í fyrirtækjum landsins. Ég held að þessi endurnýjun sé óhjákvæmi- leg og ég held einnig að sú menntun sem menn búi hér yfir í vaxandi mæli hafi Iyft grettistaki. Mér finnst reyndar stundum vera farið nokkuð hratt yfir og að menn tefli stundum óþarflega í tvísýnu. En það er sennilega háttur ungs fólks að taka áhættur og fara ekki ætíð varlega meðan þeir eldri vilja fara hægar í sakirna r." - Það er oft talað um einokun og fákeppni t samgöngugeiran- um. Er þetta ekki bara satt? „Það er einfaldlega þannig í samgöngum og fjarskiptum að eðli fyrirtækjanna er með þeim hætti að í þau þarf mikið íjár- magn. Þá er yfirleitt ekki mögu- leiki á því eða skynsamlegt að þar séu starfandi mjög mörg fyr- irtæki, enda er reynslan sú að þau finna alltaf Ieiðir til þess að sameinast og fækka sjálfum sér. Þetta er viðurkennt fýrirbrigði á alþjóða vettvangi, hvert sem litið er. Erlendis eru flugfélög eða skipafélög ekki á sama markaði. Það er einfaldlega dæmigerð þróun alla þessa öld að fyrir- tækjum af þessu tagi fari fækk- andi. Síðan hafa verið sett sam- keppnislög til að fylgjast með hvernig fyrirtækin þróast á markaði og þeim eru settar ákveðnar leikreglur. Ég sé ekki fyrir mér ótal fyrirtæki sem keppa á samgöngumarkaði. Af hverju hafa þau ekki komið?“ Peningar vandmeðfarið fyrirbrigði - Nú haja margir áhyggjur af vaxandi gróðahyggju í þjóðfélg- inu. Nú ert þii maður á góðum launum, heldurðu að peningar færifólki hamingju? „Peningar eru mjög vandmeð- farið fyrirbrigði. Ég held að hamingja manna byggist f grundvallaratriðum ekki á pen- ingum. Hinsvegar er það svo að með peningum má gera ýmsa hluti sem menn ekki áður gátu, þannig að peningar hjálpa fólki almennt til að skapa sér um- hverfi sem gerir það sáttara við lífið en ella væri. En ég hef margoft séð að peningar einir og sér eru mjög fallvölt gæfa.“ - Hver heldurðu að sé lykillinn aðfarsælu lífi? „Hvað mig varðar er það að eiga góða ljölskyldu.“ - Ertu trúaður? „Ég hef mína barnatrú og hún nægir mér.“ - Og nú ertu að kveðja Eim- skip, hvað ætlarðu að gera næstu árin? „Ég er fyrir löngu búinn að sannlæra mig um það að þótt ég sitji ekki í þessurn stól þá muni ég finna viðfangsefni til að leysa, bæði fyrir sjálfan mig og aðra. Að sumu leyti kveð ég þetta starf með trega. Þetta hef- ur verið viðburðaríkur tími og ég hef haft mikla ánægju af starf- inu. Samt hefur þetta verið erfitt starf og það að vera for- stjóri í fyrirtæki af þessari gerð er vinna sem maður er í allan sólarhringinn. Þannig að ég kveð með vissri eftirsjá en líka með tilhlökkun til þess að fá að gera ýmsa þá hluti sem ég hef ekki haft tíma til að gera fyrir sjálfan mig og mína fjölskyldu. Ég held líka að það sé gaman að skipta um gír og takast á við ný viðfangsefni. Þetta er dálítið eins og að byrja upp á nýtt. Hins vegar hef ég engin áform í það að takast á við ný, sérstök meiri- háttar verkefni. Kannski geri ég ekkert annað en að nýta tímann fyrir sjálfan mig og mína fjöl- skyldu." - Heldurðu í alvöru að þú sért að setjast í helgan stein? „Það er mjög algengt að menn sem hafa verið í starfi eins og þessu hætti eða séu hættir um sextugt eða fljótlega þar á eftir. Gjarnan eru þeir þá eftir það þátttakendur í ráðgjafastörfum eða stjórnum, og í mörgum til- vikum held ég að á þessum aldri sé mest gagn í þeim í slíkum störfum. Hver mín verkcfni verða í framtíðinni mun tíminn leið í ljós.“ - Ef þú reynir að skyggnast tíu ár fram í tímann hvemig held- urðu þá að íslenskt viðskiptalíf líti l'lt? „Ég er sannfærður um að nýj- ar kynslóðir með ferska mennt- un og reynslu muni verða einkar framsæknar og umskapa og breyta íslensku þjóðfélagi. Sjáv- arútvegurinn er enn grunngrein í fslensku samfélagi og mun verða það að einhverju marki áfram, ekki einungis veiðarnar, heldur í ríkara mæli úrvinnslan úr aflanum og sala á honum. Þó er líklegt að hlutur sjávarútvegs fari hlutfallslega minnkandi og önnur starfsemi verði fyrirferð- armeiri. Ein af þeim greinum sem hefur vaxið ört að unda- förnu er ferðaþjónusta. Auk þess tel ég að nýjar greinar eins og upplýsingaþjónusta og erfða- fræöirannsóknir muni skipta afar miklu máli. Kannski verður fyrri hluti þessarar aldar kennd- ur við erfðafræðina. Ég held að við séum að sigla inn í framfaraskeið. En um Icið skiptir afar miklu máli að í lor- svari verði ötulir, sterkir og far- sælir forystumenn, því farsæl þróun byggir ekki síst á traustri forystu." „ Þannig að ég kveð með vissri eftirsjá en lika með tilhlökkun tiI þess að fá að gera ýmsa þá hluti sem ég hef ekki haft tíma til að gera fyrir sjálfan mig og mína fjölskyldui'

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.