Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 23

Dagur - 12.08.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 - 39 SKAKMOLAR UMSJÓN: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON sem gert hafa mönnum Iífið leitt hef ég ákveðið að birta dálkinn aftur. Fyrsta staðan kom upp í fyrstu skák minni á opna tékk- neska meistaramótinu sem fram fór í Pardubice á dögun- um. Eg var með hvítt gegn Tomes Zdenek (2098) frá Tékk- landi. Hvítur hafði fórnað manni snemma fyrir sókn sem að mestu var nú runnin út í sandinn, svartur þurfti þó að reka lokahnykkinn sem var að mörgu leyti nokkuð skondinn! 32. ,.Hb8!33.Dxc5 Hxb2 34.Da3 (að sjálfsögðu ekki Hxb2 þar sem eftir Dxb2+ Kdl lendir hvítur í mátneti.) 34. ...Heb8 35.Hxb2 Hxb2 36.Dd3 He2 37.Kdl Hxa2 og hvítur féll á tíma en sagði bara eftir skákina : þétta var tapað hvort sem er! v, , > Ég tefldi aðra lagléga skák í mótinu en í þetta sinn var það ég sem var mátaður! O © # J é <s JL É & H ÉA & © m ffi a S G) G 1? 0 ÍÍJ Ég hafði hvítt í þessari stöðu í næstsíðustu umferð gegn Skliba (2115) einnig frá Tékk- Iand. Ég taldi mig hafa ágæt- ustu stöðu og lék 31 ,exf5?'? 31...Rd4! (hótar gjörsamlega öllu! T.d. biskupnum á c2, skák á e2 og ef að ég drep riddarann kemur Hxg5 og drottningin fellur. 32.Dc7? Eini sjensinn hélt ég enn ég sá ekki lokahnykk- inn.. 32. ,.Hxg5+! 33. KÍ2 Hg2+ 34. Ke3 De8+ 35. Kf4 Re2# Ekki amalegt mát það! HEILRÆ <I NOTAR BARNIÐ ÞITT HJÁLM ÞEGAR ÞAÐ LEIKUR SÉR Á HJÓLASKAUTUM EÐA HJÓIABRETTI? SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUÐl KROSS ÍSLANDS Eftirsóttasti piparsveinninn Tímaritið People valdi Ge- orge Clooney eftirsóttasta piparsvein Bandaríkjanna. Leikarinn hefur átt í nokkrum ástarsambönd- um og lcærasta hans þessa dagana er sögð vera Lucy Liu sem leikur í Ally McBeal þátturium. Leik- arinn er sem 39 ára dregur enga dul á það að vinnan hefur forgang í lífi hans og hjónaband virðist ekki á döfinni. Leikkonurnar Michelle Pfeiffer og Nicole Kidman eru hvor um sig sagðar hafa veðjað einni milljón króna að Clooney verði orðinn faðir fyrir fertugt. Hann á ár í þann aldur og segir að leikkonurnar muni tapa veðmálinu. Clooney segist hafa sett sér það framtíð- arhlutverk að vanda enn betur valið á handritum en áður og leika sem fjöl- breyttust hlutverk. Clooney er þessa dagana að slá I gegn I myndinni The Perfect Storm. STJORNUSPA Vatnsberinn Þú færð engan lax um helgina. Nema hugsanlega ef þú ferð í lax um helg- ina. Fiskarnir Þú rekst á jap- anskan loðnufíkil í Atlavík. Nema náttúrlega þú verðir á Skaga- strönd. Hrúturinn Berjaspretta er góð í grennd en það kemur kart- öflubændum ekki til góða. Nautið Þú neyðist til að hlusta á allar plöt- ur Árna Johnsen og Hallbjarnar um helgina. Örlögin eru stundum grimm. Tvíburarnir Láttu ekki kring- umstæðurnar snúa ofan af áformum þínum. Haltu þínu striki og slepptu því ekki. Barnahornið Brandaxax Á veitingastaðnum: „Ég ætla að fá nautasteik." „Með ánægju..." „Nei, með kart- öflum!“ ** * * { sundlaugar- klefanum: Feita konan: „Ég er ekki ánægð með þessa tölvuvigt þarna við vegginn." Baðvörðurinn: „Nú, af hverju ekki?“ Feita konan: „ Vegna þess að um Ieið og ég steig á hana birtist stórum stöfum: Ekki fyrir lleiri en tvo í einu.“ ***„Ég var að spyrja þig, hvort þú hefðir einhvern tíma farið út að skemmta þér með ófríðari manni en mér!“ „Já ég heyrði það. Ég er bara enn að hugsa mig um.“ Hvernig komast andarimgiim og kiðlingiiriim heim? Andarunginn og litli kiðlingurinn eru týndir og rata ekki heim til mæðra sinna. Nú er spurningin hvort þú getir ekki hjálpað þeirn og fundið réttu leiðina? Krabbinn Þú átt það til að týna sjálfum þér í völundarhúsi eig- ín afsakana. Við- urkenndu van- mátt þinn. Ljónið Þú rekst á dansk- an hjólreiðamann, Preben að nafni. Það verður ást við fyrsta árekst- Meyjan Betri er skjólgóð- ur vermir en skammgóður. Leggðu eyra við pípulögn. Vogin Það er útlit fyrir miklar breytingar í lífi þínu á næst- unni. Reyndu að aðlagast hinu óhjákvæmilega. Sporðdrekinn Það er stundum erfitt að skilja sína nánustu. Einkum ef þeir tala kínversku en þú ekki. Bogmaðurinn Taktu viljann fyrir verkið. Það lækk- ar tímakaupið. Steingeitin Þú gefur snót undir fót. Hafðu grasið í skóna við hendina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.