Dagur


Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 2

Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 2
Ðagur 2 - ÞRIÐJUDAGUR 22. Á G Ú S T 2000 [ FRÉTTIR Um 24% hækkun tekjuskatta Miklar skipulags- breytingar flokka Framsókn kaunar af- stöðu flokksmanna til stefnu og starfshátta. Víðtæk endurskipu- lagning flokksstarfs vegna nýrrar kjör- dæmasMpunar. Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar breytingar á stefnu og skipulagi flokksins innan skamms tíma. Innan Framsóknarflokksins fór fram mjög viða mikil könnun meðal félaganna á því hvernig fólk vildi að stefna og starf flokksins væri. Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagði að verið væri að vinna úr könnun- inni og því óvíst hvenær niður- stöður hennar verða kynntar. Búist er við að þær breytingar á stefnu og skipulagi flokksins, sem Halldór Ásgrímsson talar um, verði kynntar á flokksþing- inu í mars á næsta ári. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins. Ljóst er að breytt kjördæma- skipan kallar á miklar breytingar á starfsemi stjórnmálaflokkanna í Iandinu. Búist er við að um leið fari fram róttæk uppstokkun á skipulagi flokkanna. Við kjör- dæmabreytinguna breytist allt varðandi fiokksfélögin í landinu sem og kjördæmaráðin og fleiri stofnanir flokkanna. Það eru einmitt þessar stofnanir sem sjá Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. um flokksstarfið í hverju kjör- dæmi og kjósa fulltrúa á flokks- þing og Iandsfundi stjórnmála- flokkanna. Vegna nýju kjör- dæmanna breytast þessar stofn- anir flokkanna. Verklok í september Ossur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði að stefnt væri að því að Ijúka þess- um breytingum í september. Hann segir að sennilega sé það minna verk fyrir Samfylkinguna, sem nýjan flokk, að gera þessar breytingar heldur en gömlu grónu flokkana enda hefði flokk- urinn orðið að byggja upp grunn- einingarnar hvort sem kjör- dæmabreytingin hefði átt sér stað eða ekki. „I reynd er flokksstofnunin ekki um garð gengin fyrr en búið er að skipa í ráð og nefndir flokksins. Samkvæmt lögum hans þurfa kjördæmisráðin að skipa nokkra fulltrúa í flokks- stjórn, sem er ekki fullskipuð fyrr en þessu verki er lokið,“ sagði Össur. Hann segir málin vera í gangi um allt land, lengst komin í Beykjanesi, og að stefnt sé að því að ljúka þessu af í september þegar sumarleyfin eru búin og allir komnir til starfa á ný. - S.DÓR Sjá einnig greinina „Framsókn, hvert?" eftir Jón Kristjánsson á bls. 7 Geir Haarde vörslumaður ríkissjóðs hafði ríflega fjórðungi meiri skatt- tekjur af tekj- um og fjár- magnstekjum einstaldinga og fyrirtækja nú fyrstu 7 mánuði ársins en í fyrra og 52% meiri en á sama tímabili 1998. Um 23,6 millj- arða tekjuskattar einstaklinga hafa flætt inn í rfkissjóð í ár, borið saman við 19,1 milljarð í fyrra og 16,4 milljarða á sama tíma 1998. Fjármálaráðuneytið segir þessa miklu (24%) hækkun á þessu ári að talsverðu Ieyti stafa af mun (1,8 milljarða) minni endurgeiðslum við skattá- Iagningu nú en í fyrra. Tekju- skattar Iögaðila skiluðu 4,5 milljörðum fyrstu 7 mánuðina sem einnig er 24% hækkun frá fyrra ári og 80% meira en fyrir tveim árum. Fjármagnstekju- skatturinn hefur þó hækkað mest allra skatta á þessu ári, eða 45% milli ára - í 4,2 milljarða núna fyrstu sjö mánuði ársins borið saman við 2,9 milljarða fyrir ári. En hækkunin er um 72% frá 1998. - hei Geir Haarde fjár- málaráðherra. Mestu sjpj öll í Islandssogunni VGvilja róttækar aö- gerðir til að hæta og jafna lífskjör en for- dæma stjömustríðsá- ætlun og óðagot við mat á umhverfisáhrif- um. „Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð krefst þess að íslensk stjórn- völd fordæmi stjörnustríðsáform Bandaríkjastjórnar og Iýsi því yfir að ekki komi til greina að aðstaða eða búnaður hér á landi tengist áætluninni", sagði Ögmundur Jónasson þingflokksformaður VG. ÁJyktun þessa efnis var sam- þykkt á fundi þingflokks og vara- þingmanna VG, sem haldinn var til undirbúnings þinghalds næsta vetrar. I ályktunum fundarins er jafnframt hvatt til róttækra að- gerða til að bæta og jafna Iífskjör, einkum með áherslu á bamafólk. Jafnframt er gagnrýnt að mat á umhverfisáhrifum álverksmiðju á Beyðarfirði og Kárahnjúkavirkj- unar skuli hafið án þess að vinnureglur hafí verið mótaðar. Stóriðjuáform, sjávarútvegsmál og Evrópumál voru önnur helstu mál fundarins. Ekkert land undir stjörnustríð Ögmundur segir nú að nýju verið að dusta rykið af stjörnustríðsá- ætluninni, sem áður var mjög til umræðu á stjórnarárum Reagans. Fréttir berist nú um að bandarísk stjórnvöld þrýsti á Grænlendinga að leyfa slíkt í landi sínu. „Við viljum að það komi til mjög af- dráttarlausrar yfirlýsingar af hendi íslendinga um að það komi ekki til greina að lánum land eða aðstöðu undir þátttöku í þessu“. Ymislegt hafi verið að gerast sem minni á nauðsyn þess að menn haldi vöku sinni gagnvart vígbún- aðaráformum og kjarnorkuvá. Nýlegar upplýsingar bendi til að kjarnorkuprengju sé að finna á hafsbotni nærri fíugstöð Banda- ríkjahers í Thule á Grænlandi, þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða. Og allir þekki hörmu- legar fréttir af kjarnorkukafbáts- slysinu við Murmansk. Bamabætur lækkað uiii helmmg VG minna á að engar efndir hafi orðið því að samspil launa, skatta og almannatrygginga yrði tekið til gagngerrar endurskoðunar eins og lýst hafí verið yfir við myndun fyrri ríkissjórnar Sjálfstæðisfíokks og Framsóknarflokks 1995. En síðan hafi aldraðir, öryrkjar, barn- fólk og íbúðakaupendur verið hlunnfamir um marga milljarða króna. Það beri því vott um ótrú- lega ósvífni þegar talsmenn stjórnarflokkanna birtist nú i fjöl- miðlum og segist sérstakir tals- menn þess að bæta kjör barna- fólks - sömu menn og beri ábyrgð á stórfelldri skerðingu barnabót- anna. Frá 1991 hafi barnabætur lækkað um 2,4 milljarða að raun- gildi og um helmig sem hlutfall af landsframleiðslu (úr 1,21% niður í 0,6%). Mestu náttúruspjöll íslands- sögunnar VG telur það leiða til óþolandi réttaróvissu að hefja mat á um- hverfisáhrifum álverksmiðju á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkj- unar án þess að vinnureglur um það hafi verið mótaðar. „Við vekj- um athygli á því að hér er um að ræða tramkvæmdir sem hafa í för með sér meiri náttúruspjöll af mannavöldum heldur en nokkur önnur framkvæmd í samanlagðri Islandssögunni", sagði Kolbrún Halldórsdóttir. - HEI Essó í Húsdýra- gaxðinn Nýlega var undirritaður sam- starfssamningur milli Olíufé- lagsins og Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins í Reykjavík um rekstur bensínstöðvar í garðin- um. Bensínstöðin sem er merkt ESSO er staðsett £ öku- skóla þar sem börn á aldrinum 6-12 ára hafa tældfæri á að þjálfa ökuleikni sína. Samn- ingurinn opnar ýmsa mögu- leika á samstarfi fyrirtækjanna. Esso bensínstöðin er opin á sama tíma og Fjölskyldugarð- urinn þ.e. kl: 10-18. Lítið um að göHuð Firestone dekk Skyndileg innköllun þriggja tegunda af Firestone hjólbörðum hefur lítil áhrif hér á Iandi og er það í samræmi við viðbrögð í öðrum Evr- ópulöndum. Hjólbarðarnir voru innkallaðir á Bandaríkjamarkaði fyr- ir skömmu vegna galla sem taldir eru orsök alvarlegra slysa þar í landi og ákváðu umboðsaðilar Firestone í Evrópu að gera slíkt hið sama í Evrópu. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Gúmmívinnslunni á Ak- ureyri sem er umboðsaðili hjólbarðanna hér. Aðeins bifreiðar af gerðinni Ford Explorer hafa verið seldar nýjar í Evrópu á umræddum gerðum hjólbarða. í flestum löndum hafa kaupendur fengið bifreið- arnar afhentar á stærri hjólbörðum en í sumum tilfellum hafa þau fýlgt með bifreiðunum til kaupenda. Þessi staðreynd undirstrikar enn hve áhrif innköllunarinnar eru lítil í Evrópu og hér á landi. Eftirspumin að mmnka Veltuskattar skiluðu aðeins 5,5% fleiri krónum í ríkiskassann fyrstu 7 mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, en þá hafði hækkunin hins vegar orðið 17,5% milli ára. Miðað við almennar verðlagshækk- anir (vísitölu neysluverðs) svarar þetta til þess að tekjur af veltuskött- um hafi ekkert aukist að raungildi á þessu ári. „Þetta er til marks um minnkandi eftirspurn í efnahagslífinu á þessu ári, enda kaup- máttur launa nánast óbreyttur frá fyrra ári“, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Virðisaukaskattur hækkaði úr 33 í 36 milljarða milli ára, eða aðeins 9% borið saman við 20% milli áranna 1998-99. Og hækkun annarra veltuskatta var aðeins tæplega 1% milli ára bor- ið saman við 13,5% í fyrra. -HEI Tómas Ú. Guðjónsson forstödumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins (tv.) og Jóhann P. Jónsson (th.) handsala sam- starfssamninginn milli fyrirtækjanna innan um unga ökumenn í ökuskólanum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.