Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJVDAGU R 22. ÁGÚST 2000 Tk^ur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: el(as snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng augiýsingadeiidar: augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is Símar augiýsingadeiidar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Ámundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (REYKJAVíK) Meimingm blómstrar í iyrsta lagi Segja má að þúsund menningarblóm hafi blómstrað í höfuð- borginni um helgina. Menningarnótt Reykjavíkur, sem reynd- ar stóð í tæpan sólarhring, sannaði hversu fjölbreytt og öflugt menningarstarf á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Einstakling- ar, félög, fyrirtæki og stofnanir stóðu fyrir kynningu á listvið- burðum af ólíklegasta tagi þar sem sköpunargleði og fjöl- breytni var í fyrirrúmi. Og fólkið lét ekki sitt eftir liggja, held- ur flykktist í miðbæinn tugþúsundum saman til að fylgjast með því sem listamenn höfðu uppá að bjóða og gera sér glað- an og eftirminnilegan dag. í öðru lagi Kvöldið áður var efnt til sýningar í Laugardalshöll á ballett sem saminn hefur verið við Baldur, hið flókna og óvenjulega sköpunarverk Jóns Leifs um átök góðs og ills í forníslenskum goðheimum. Þessi sýning er glæsilegasti árangurinn af margra ára baráttu tryggra aðdáenda Jóns Leifs fyrir að vekja áhuga samtímans á þessu sérstæða tónskáldi. Lerill Jóns Leifs og tónsköpun hefur lengi verið þjóðinni framandi, en það er smám saman að breytast. Nú er hægt að kynnast tónskáldinu í nýlegri kvikmynd og ævisögu og hlusta á sum stórvirki hans, eins og Baldur, í túlkun færustu listamanna. Því má segja að Jón Leifs sé loksins kominn heim til þjóðar sinnar. í þriðja lagi Gróskan í menningarlífinu segir einnig til sín í öflugra leiklist- arstarfi. Stóru leikhúsin tvö, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhús- ið, hafa fengið kraftmikinn keppinaut þar sem er nýtt atvinnu- leikhús Leikfélags Islands í Iðnó. Ljóst er að það verður hörð samkeppni á milli þessara þriggja leikhúsa á komandi vetri, auk þess sem minni leikhópar munu áfram bjóða upp á ýmsar sýningar. Vonandi verður þessi aukna samkeppni til að efla fjölbreytni og gera leikhúsin ekki aðeins að skemmtistað, sem er vissulega mikilvægt, heldur einnig að vettvangi þeirrar ögrunar sem fær áhorfendur til að hugsa og rökræða um lífs- gildi samtímans. Elías Snæland Jónsson —«S' Bestu skólarair Garri er dolfallinn yfir sam- hengi hlutanna í Reykjavík. Hann les dag eftir dag greinar í Morgunblaðinu og DV og Degi um það að höfuðborg Is- lands og ein af menningar- borgum Evrópu sé ekki ein- göngu fremst á sviði menning- ar og lista beldur sé verið að byggja þar upp eitt besta skóla- lcerfi í heimi. „Bestu skólar innan lands og utan“ er slag- orð sem gjarnan heyrist í þessu samhengi. Að sjálfsögðu hefur þetta allt haft veruleg áhrif á sveitamanninn Garra sem er af skóla Hriflu-Jónasar og Kristjáns Friðriks- sonar í Últímu hvað það varðar, að vilja allt leggja upp úr góðu almennu menntakerfi. Því er það að Garri ákvað að bregða búi í afdalnum þar sem hann fæddist til þess eins að tryggja börnum sínum sómasamlega menntun. Það kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en að flytja alla leið á mölina fyrir sunnan - þar sem bestu skóla innan lands og utan er að finna. Glæsileiki Og nú er Garri semsé kominn til fyrirheitna landsins og ekki vantar flottheitin. Glæsilegar skólabyggingar eru á hverju strái og þar hefur augljóslega engu verið til sparað þó sveita- manni eins og Garra yfirsjáist nú notagildið í hyggingarstíl sumra skólanna. En Garra þyldr það Iíka til marks um hversu vel settur hann er, að vera kominn með barnahópinn í höfuðstaðinn, að næstum öll stjórnmálabaráttan í borgar- stjórninni snýst um skólamál og aðbúnað skólanna. Bæði Reykjavíkurlistamenn og sjálf- stæðismenn eru æstir í að húa V börnunum glæsilega aðstöðu og ætla samkvæmt fréttum að leggja fleiri hundruð milljónir í að nettengja skólana með sér- stöku skólaneti. Um slíkan metnað hefur nú ekki einu sinni heyrst úti á landi. Eini ágreiningur aðila snýst um hver eigi að fá að leggja þetta net Landsfminn eða dótturfyr- irtæki Hitaveitunnar, en þeir hjá Hitaveitunni hafa sem kunngt er orðið ofan á og eru þegar byrjaðir að tengja. Skugga ber á Enda koma nú jafnt skólamenn sem hitaveitumenn fram og dásama skóla- borgina Reykjavík. Og Garri er glaður yfír því að hafa tekið sig upp með börnin og kon- una. En í allri þessari fölskvalausu gleði yfir því að hafa aðang að bestu skólum innanlands og utan - sem eru auk þess tengdir saman með sérstökum ljósleiðara - er að- eins eitt smáatriði sem skyggir á. Það er að það, að enginn virðist vilja kenna í þessum skólum. Samkvæmt fréttum í gær skilst Garra að menntaðir kennarar séu búnir að ráða sig í skóla alls staðar á Iandinu nema í Reykjavík, og að höfuð- staðurinn skeri sig algerlega úr hvað þetta varðar. Flest bendir því til þess að Garri verði að sætta sig við að börnin hans fái leiðbeinendur sem kennara, ef þau þá fá einhvern kennara. En það er þó auðvitað huggun harmi gegn í kennaraleysinu að vita, að börnin eru að sækja bestu skóla innanlands og utan, þar sem nettenging er fyrir hendi á sérstöku skólaneti og hvaðeina. Garri Dauðadæmd nekt fýrir norðan? f V JÓHANNES ’f £5 fií SIGUBJÓNS- SON ..... skrifar Dauðadómar eru yfirleitt ekki kveðnir upp á Islandi eins og kunnugt er. En í Degi fyrir helg- ina var reyndar kveðinn upp dauðadómur, en að vísu með spurningamerki áhangandi. Þar var verið að fjalla um nektar- dansstaði í þeim eðla bæ Akur- eyri við Eyjafjörð, í framhaldi af þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að synja eigendum slíkra staða um lengri opnunartíma, en þeir vilja fá að hafa opið til klukkan fjögur virka daga en til sjö um helgar. Þessi synjun hefur að þeirra sögn í för með sér dauða- dóm yfir nektarstöðum á Akur- eyri og jafnvel gjaldþrot í kjölfar- ið. Nú gæti það virst sem svo að bæjarfulltrúar á Akureyri séu harla innblásnir af púritanisma þetta sumarið. í fyrsta lagi vegna þess að tilvonandi sauðdrukkn- um unglingum var meinað að sækja bæinn heim um verslunar- mannahelgina nema í fylgd for- eldra. Og í annan stað vegna þeirrar ákvörðunar að hindra súludansmeyjar í því að gegna sínum störfum af faglegri sam- viskusemi og alúð svo langt fram eftir nóttu sem nauðsyn krefur. En hér er kannski ólíku saman að jafna og þó hugsanlega ekki. Framboð og eftir- spurn Flestir sem ekki áttu beinna hagsmuna að gæta lofuðu þá ákvörðn bæjaryf- irvalda að reyna að koma í veg fyrir hið taumlausa unglingafyll- erí sem fylgdi hátíðinni Halló Akureyri. Þarna var verið að hafa vit fý'rir óþroskuðum og ólögráða ungíingum. En það á varla við um nektarstaðina eða hvað? Eigendur nektardansstaðanna segja að aldurstakarmark á þeir- ra stöðum verði 22 ár fái þeir að hafa opið lengur. Staðirnir verða því eingöngu sóttir af fullorðnu fólki, fólki sem hefur kannski ekki vit til þess að kunna fótum sínum forráð á hálu svelli skemmtanalífsins, en hefur allt- ént til þess lagalegan rétt að verða þar fóta- skortur. Þama eru bæjaryfir- völd sem sé að ráðkast með rétt fullorðinna einstaklinga til að velja sér löglega afþreyingu og um leið, sem er al- varlegra, eru þau að krukka í Iög- mál framboðs og eftirspurnar og þar með að spilla eðlilegum við- skiptaháttum á heilögum frjáls- um markaði. Nekt og Bragakaffi Stóra spurningin í þessu máli og öðrum sambærilegum er auðvit- að sú hvern sé verið að vernda og fyrir hverju? Er verið að vernda unglinga (og fullorðna) fyrir kvenlegri nekt eða ofneyslu áfengis? Er verið vernda nektar- dansmeyjar gegn misnotkun og brotum á vinnulöggjöfinni? Og í framhaldi af því má svo spyrja hvort áhorf á nektardans hafa neikvæðari áhrif á unglinga en brennivín, fyrst unglinguni er meinaður aðgangur að vínveit- ingastöðum sem bjóða jafnframt upp á súludans, en fá að lepja sjennann óáreittir á stöðum þar sem allir koma fram kappklædd- ir. Þessu verður auðvitað ekki svarað fyrr en fyrsti vínlausi nektarstaðurinn verður opnaður á Akureyri. Og þá kemur líka í Ijós hvort hefur meira aðdráttar- afl, nektin eða brennivínið. Eða munu menn tilbúnir til þess að sitja og glápa á súludans fram undir morgun sötrandi einungis ómengað Bragakaffið svart og sykurlaust' Hafafjolmiðlar verið ósanngjamirí umfjöll- un sinni um kirhjunaað undanfömu? Sigurjón Benediktsson bxjarftdltníi og tamúæknirá Húsavík. “Pontíus Pílatus spurði á sinni tíð hvað væri sann- leikur. Því hljót- um við nútíma- menn að fara að dæmi hans og spyrja ekki ósvipaðrar spurning- ar; hvað er sanngirni?" Mörður Amason 1. “Nei, það hafa þeir ekki verið. Kirkjan hefur hins vegar verið mjög undarleg í sinni fjölmiðla- framkomu, hefur komið fram af talsverðum hroka og á stundum slegin blindu. Og það er líka undarlegt að þjóð- kirkjan hefur fús og glöð tekið á sig allan vandræðaganginn í kringum kristnihátíð, sem þó var að miklu Ieyti haldin ríkisstjórn- inni og Iandsfeðrunum til dýrð- Ami Þórður Jónsson Jjölntiðlaráðgjafi hjáAthygli hf. “Kirkjan er ekki hafin yfir gagn- rýni og eðlilegt er að fjallað sé um málefni hennar frá öllum hliðum, svo sem mikinn kostnað við kristnihátíð. Mér finnst að kirkjan hefði átt að geta nýtt sér betur þúsundára afmæli kristni í landinu, t.d. hefði þetta verðið kjörið tækifæri fyrir um- bætur af ýmsu tagi og breytingar á starfsháttum, þannig að kirkj- an höfði meira til fjöldans en nú er. Það verður annars að segjast að menn hafa verið afar óheppir í allri umfjöllun um kristnihátíð- ina - og sá vandræðagangur hef- ur verið alveg síðan kristnihátíð- arnefnd festist inn í Iyftunni á Biskupsstofu hér um árið.“ Geir Waage sóknarprestur í Reykhoiti í “I sumar hef ég stundum séð ótrúlega óvand- aða umfjöllun um kristnihátíð- ina, til dæmis í DV. Ég held að ekki sé hægt að setja þjóðmála- umræðu þar á sama bás og í öðr- um fjölmiðlum. Þá þótti mér undarlegt af hálfu Sjónvarpsins að rjúfa útsendingar frá hátíðar- messu á Þingvöllum fyrir kappakstur í Formulu 1, ekki síst í ljósi þess að þúsund ár eru í næstu messu. Umræða um lé- lega mætingu á kristnihátíð finnst mér ekki eiga að öllu leyti við rök að styðjast - hér í Borgar- firði höfum við til dæmis efnt til hátíða og messugjörða í öllum höfuðkirkjum héraðsins, sem hafa vcrið fjölsóttar og fólkið glatt. Og hvað meira er hægt að biðja um.“ Borgarfim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.