Dagur - 22.08.2000, Side 13
12- ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000
ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 - 13
-Dagur
X^«r_
FRETTASKYRING
Mimaö arlaus fj arviimsla
Sveitarfélögin bíöa í
ofvæni eftir því að
stjómvöld standi við
yfirlýsingar uin að
efla fjarvinnslu úti á
landi. Skýr stefna hef-
ur enn ekki verið
mörkuð.
Samráðshópur sveitarfélaga um
fjarvinnslu á landsbyggðinni
sendi frá sér harðorða tilkynningu
um helgina þar sem stjórnvöld
eru hvött til þess „að vakna af
dvala sínum og sinna skyldu
sinni, í samræmi við fyrri yfirlýs-
ingar og ályktanir."
Fulltrúar 18 sveitarlelaga víðs
vegar að af landinu átelja harð-
lega „tregðu stjórnvalda hvað
varðar virka þátttöku í þróun upp-
lýsingaiðnaðar utan höfuðhorgar-
svæðisins." 1 yfirlýsingunni segir
að hætt sé við að „sinnuleysi
stjórnvalda verði til þess að grafa
undan framtíðarmöguleikum
landsbyggðarinnar á þessu sviði“.
I yfirlýsingunni segir ennfrem-
ur: „Þrátt fyrir skýr fyrirheit og
hartnær heilu ári eftir útkomu
skýrsiu Jðntæknistofnunar um
möguleika til fjarvinnslu á lands-
byggðinni halda ráðamenn að sér
höndum og láta stefnumörkun í
þessum mikilvæga málaflokki
embættismönnum eftir, í stað
þess að taka það frumkvæði sem
þeim ber. IVleð yfirlýsingum sín-
um hafa stjórnvöld skapað miklar
væntingar, en óútskýrt aðgerðar-
leysi og skilningsleysi reyna nú
mjög á þolinmæði almennings um
allt land.“
Óvissan er alltof mildl
Asgeir Logi Asgeirsson, bæjar-
stjóri í Ólafsfirði, er talsmaður
samráðshópsins. Hann segir aðal-
atriðið vera að minna stjórnvöld á
að sveitarfélögin séu búin að bíða
eftir þvf að eitthvað áþreifanlcgt
liggi fyrir um það með hvaða
hætti menn ætla að vinna þessa
vinnu. Hann segir að sveitarfélög-
in séu nú þegar tilhúin að vinna
með stjórnvöldum að því að fjölga
þeim tækifærum sem byggja á
nýrri tækni og nýta þau. „Við
erum ekkert að hrópa á það að nú
þegar eigi að vera búið að fara
með eitthvað út á land. En vinnu-
ferlið þarf að vera orðið skýrara,
þannig að menn viti eftir hverju
þeir geta unnið," segir Asgeir.
„Þetta er málefni sem hefur
verið tekið ákaflega vel í af hinum
pólitískt kjörnu fulltrúum. En
þessu hefur ekki verið sinnt nógu
vel.“ Hann segist ekki vita hver
eigi að vinna þessa vinnu. „Þetta
er mjög munaðarlaust í apparat-
inu,“ segir Asgeir.
„Eins og þetta hefur verið, þá
hefur þessu verið dreift á milli
ráðuneytanna," segir Asgeir, „en
það þýðir að ráðuneytisstjórarnir
eiga að fara að skoða innan sinna
stofnana hvaða tækifæri henti til
fjarvinnslu. Og það er nú kannski
svolítið illa gert gagnvart þeim, að
þeir eiga að fara að líta á mannafl-
ann sinn og velja og hafna, hverj-
ir megi vera áfram og hverjir þurfi
að hætta. Þetta er náttúrlega
staða sem maður vildi ekki lenda í
sjálfur og þeir eru ekkert öfunds-
verðir af. Og kannski er þetta ekki
rétt, að fara að þessu með þeim
hætti.“
Byrja á nýju störfuniun
Asgeir telur rétt að til þess að
byrja með verði reynt að flytja út á
land þau nýju störf sem skapast í
opinberum stofnunum. „Það er
nóg að líta bara á allar þessar at-
vinnuauglýsingar. Það eru sífellt
að verða til ný störf og það er ver-
ið að fjölga í ýmsum oinberum
stofnunum vegna aukinnar þjón-
ustu. Við erum ekki að kalla eftir
því að það sé verið að rífa upp
stofnanir og segja upp fólki, eins
og þessu hefur oft verið stillt upp.
Við erum ekki að tala um það,
heldur að þessi nýju störf, sem til
verða, þau verði færð til. Það yrði
vonandi bæði til þess að minnka
þensluna hér á höfuðborgarsvæð-
inu og til þess að skapa störf á
landsbyggðinni," segir Ásgeir.
- JVtí hefur fjan'innsla verið
reynd á ýmsum stöðum, en ekki
alls staðar gengið nógu vel upp?
„Jú, þetta hefur gengið mjög vel
sums staðar. Þar sem verkefnin
hafa verið til staðar. Þetta hefur
gengið mjög vel á Raufarhöfn.
Þetta hefur gengið mjög vel á
Stöðvarfirði. Og til þess að nefna
dæmi, sem sýnir að þetta snýst
ekkert um Islenska miðlun, held-
ur um fjarvinnslu almennt, þá má
nefna að Kaupþing hefur farið
með hluta af sinni vinnslu til
Siglufjarðar, og það gengur mjög
vel. Sjóva-Almennar hafa einnig
farið með hluta af sinni vinnslu til
Isafjarðar, þar sem úrvinnsla
gagna er stunduð. Og það hefur
gengið bara mjög vel. Þannig að
reynslan, þar sem þetta hefur ver-
ið gert, hefur verið mjög góð. Og
þess vegna skilur maður ekki af
hverju þetta er svona ofboðslega
erfitt, að fá þessu hnikað."
Ekki síðasta vonin
Asgeir er spurður hvort fjarvinnsl-
an sé kannski orðin að síðustu
von Iandsbyggðarinnar, eftir að
sjávarútvegurinn hefur að ýmsu
leyti brugðist.
„Nei, þetta er nefnilega svolítið
hættuleg umræða ef hún fer inn á
þessar brautir. Fjarvinnslan cr
frekar einn þáttur í kaðalinn af
fleirum, sem gætu verið með að
byggja upp sterkan stofn. Fjar-
vinnslan ein og sér, hún bjargar
engu. En hún ásamt öðru getur
verið með í því að byggja upp auð-
ugra atvinnulíf og þá um leið
mannlíf á þessum stöðum."
Ásgeir bendir á að það sé nú
þegar verið „að fjárfesta geysilega
og tæknivæða á mörgum stöðum á
landsbyggðinni, sérstaklega í sjáv-
arútvegsbyggðunum. Og þá skipt-
ir engu hvort við erum að tala um
sjávarútvegsbyggð sem hefur mik-
inn kvóta eða lítinn kvóta. Sú sem
hefur mikinn kvóta er að lenda í
því að menn eru að fjárfesta meira
og tæknivæða til þess að geta
fækkað fólki. Þess vegna verður að
koma til sköpunar á fleiri atvinnu-
tækifærum á landsbyggðinni held-
ur en verið hefur. Sjávarútvegur-
inn ber ekki lengur þann fjölda
l’ólks sem þar einu sinni starfaði.
Það þarf fleiri fætur að standa á.“
Frá opnun fjarvinnslustöðvar íslenskrar miðlunar á Stöðvarfirði fyrir réttu ári síðan. Á myndinni eru Svavar Kristinsson stjórnarformaður fyrirtækisins og
sr. Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum sem blessaði starfsemina. mynd: sbs
Stjórnin hefur ekki staðið
við neitt
Kristján L. Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, er búsettur á
Siglufiröi. Hann segist fagna
þessu framtaki sveitarstjórnar-
manna og yfirlýsingunni frá
þeim. „Og ég er þeim alveg sam-
mála því það hefur ekki verið
staðið við nokkurn skapaðan hlut
af því sem stjórnvöld hafa sagt í
þessum efnum, eða gefið mönn-
um vonir um að hægt væri að
gera eitthvað. Það á bæði við um
flutning verkefna til þessara fjar-
vinnslustöðva."
„Þetta er svo sem f takt við ann-
að í byggðastefnu núverandi rík-
isstjórnar“, segir Kristján. „Þetta
er frekar fálmkennt. Byggða-
stefna ríkisstjórnarinnar núna
byggist á því að stjórnarþingmað-
urinn Kristinn H. Gunnarsson,
formaður Byggðastofnunar,
dundar sér við það að skrifa ráð-
herrum bréf og minnir þá á að
það sé byggðastefna í Iandinu, að
það sé til samþykkt þingsályktun-
artillaga um byggðaályktun.
Hann skrifar Valgerði og hann
skrifar öllum til að minna þá á að
Ásgeir Logi Ásgeirsson, segir aðalat-
riðið vera að minna stjórnvöld á að
sveitarfélögin séu búin að bíða eftir
því að eitthvað áþreifanlegt Hggi fyrir.
það eigi að gera eitthvað úti á
Iandi. Og það hefur engan árang-
ur borið. Þetta er byggðastefna
sumarsins í raun og veru.“
Kristján bendir einnig á annað
atriði, sem hann segir stjórnar-
flokkana hafa svikist um. „Og þar
er Landssíminn náttúrlega
fremstur í flokki,“ segir Kristján.
„Það er varðandi kostnaðinn við
leigulínurnar. Þar hafa fyrirtæki á
landsbyggðinni núna í meira en
heilt ár barist fyrir því að fá að
sitja jafnfætis sambærilegum fyr-
irtækjum á höfuðborgarsvæðinu.
En í dag, skulum við taka sem
dæmi, að leigja tveggja megabita
línu af Landssímanum hjá fyrir-
tæki í Reykjavík kostar 7 til 20
þúsund krónur á mánuði. Ef
þetta fyrirtæki væri á ísafirði eða
Akureyri, þá kostaði það rúmar
250 þúsund krónur á mánuði. Og
ef þetta fyrirtæki væri á Egils-
stöðum, þá kostaði þetta um 370
þúsund krónur á mánuði.“
Loftlengd eða línulega
Kristján segir að velflest lands-
símafyrirtæld á Norðurlöndum og
vfðar mæli gjaldið eftir Ioltlínu,
Kristján L. Möller, segist fagna
þessu framtaki sveitar-
stjórnarmanna og yfirlýsingunni frá
þeim.
en ekki eftir því hvar sjálf lírian
liggur eftir landinu. „Og Danir
nota aldrei meira en 75 kíló-
metra. Þótt vegalengdin sé 350
kílómctrar, þá er hætt að reikna í
75, það er hara toppurinn á gjald-
skránni. Eftir það er reiknað
sama gjald,“ segir Kristján
„En Landssíminn hér á Islandi
reiknar þetta allt eftir línulegu.
Loftleiðin mílli ísafjarðar og
Reykjavíkur er um 222 kílómetr-
ar, en línuleið Landssímans er
435 km. Og loftlínan milli
Reykjavíkur og Egilsstaða er 372
km, en Landssíminn notast við
vegalengdina 667 I<m.“
Þetta segir hann að íþyngi mjög
þeim fyrirtækjum, sem ætla að
fara út í (jarvinnslu á Iandsbyggð-
inni, og vill láta jafna þennan
kostnað. „Og við teljum að það
séu rök fyrir því. Talsímagjöld eru
á sama verði um allt land, sama
hvar er. Þannig að það er ekki
hægt að henda á það og segja að
Evrópusambandið myndi stoppa
þetta eða eitthvað svoleiðis. Því
fordæmi eru um þetta frá Dan-
mörku, og fordæmið cr í talsíma-
gjöldum hér hjá okkur.“
Páll Magnússon, sagði að verið
væri að vinna að þessum málum í
iðnaðar- og viðskráðuneytum og sú
vinna ætti eftir að skila árangri.
Kristján segir að Samfylkingin
ætli að flytja þingmál um þetta í
haust. Annars vegar veröur lögð
fram þingsályktunartillaga um að
hið opinbera ráðist í sérstakt átak
til að kynna einkafyrirtækjum kosti
fjarvinnslu ákveðinna verkefna á
landsbyggðinni. Hins vegar verður
lagt fram frumvarp um breytingar
á skattalögum þannig að fyrirtæki
sem flytja störf í upplýsingatækni á
Iandsbyggðina fái sérstakar tíma-
bundnar skattaívilnanir, t.d. heim-
ild til að draga tiltekinn kostnað
frá tekjum með álagi.
„Þannig að það er ótalmargt
hægt að gera í þessu,“ segir Krist-
ján. „Það sem vantar er vilja, og sá
vilji er ekki fyrir hendi hjá stjórnar-
flokkunum."
Verið er að viiina í inálinii
Ekki náðist í Valgerði Sverrisdótt-
ur, ráðherra byggðamála, vegna
þessa máls. Aðstoðarmaður henn-
ar, Páll Magnússon, sagði að verið
væri að vinna að þessum málum í
iönaðar- og viðskiptaráðuneytum
og sú vinna ætti eftir að skila ár-
angri. Valgcrður hefur sagst ætla
að taka þessi mál upp á ríkisstjórn-
Magnús Jónsson segir
að sér sýnist að margt í þessu
sé ekki nægilega vel
skilgreint.
arfundi í þessum mánuði. „Hún
hefur lýst því yfir að hún ætli að
fara yfir þessa skýrslu sem unnin
var fyrir forsætisráðuneytið á sín-
um tíma, og láta raða þeim verk-
efnum, sem þar eru talin upp, nið-
ur á það ráðuneyti sem hvert verk-
efni i'ellur undir. Það er í rauninni
á valdsviði hvers ráðherra að láta
vinna þetta mál. I iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu er verið að fara
yfir allar undirstofnanir ráðuneyt-
isins í þessu tilliti. I fyrsta lagi er
húið að ákveða að flytja Byggða-
stofnun og verið er að kanna með
Rarik. Þá hefur verið samið við
ráðgjafarfyrirtæki um að fara yfir
ailar stofnanir ráðuneytisins til
þess að kanna meðal annars með
fiutning verkefna út á Iand.“
Páll er spurður hvort með
skýrslu löntæknistofnunar og
kynningu á niðurstöðum hennar
hafi kannski verið gefnar of miklar
væntingar. „Það urðu alla vega
miklar væntingar," segir Páll. „En í
þessari skýrlu er fyrst og fremst
upptalning á alls konar hugmynd-
um og mögulegum verkefnum, en
alla nánari útfærslu vantar." Sú
vinna er einmitt í gangi núna, seg-
ir Páll.
Forstjórar eru engin hindrun
Magnús Jónsson veðurstofustjóri
er formaður Félags forstjóra ríkis-
stofnana. Hann segir þetta félag í
sjálfu sér ekki hafa mótað neina
stefnu varðandi fjarvinnslu á
landsbyggðinni. „En hvað bæði
mína stofnun áhrærir og víðar þar
sem ég þekki til, þá held ég að
þvergirðingsháttur forstöðumanna
sé nú ekki ástæðan fyrir því að ekki
hefur orðið meira úr þessu en raun
ber vitni. Það hefur verið talað um
að það þyrfti nánast að taka for-
stöðumenn ríkisstofnana og tuska
þá svolítið til, því við værum aðal-
hindrunin. Einhverjir hafa að
minnsta kosti orðað það þannig.
En ég held að málið sé nú ekki
svona einfalt, og við sem erum í
forsvari fyrir þessar stofnanir séum
nú ekki nein sérstök hindrun í
þessu máli. Eg hef nú ekki getað
séð það.“
„Hins vegar sýnist mér að margt
í þessu sé nú ekki nægilega vel
skilgreint," segir Magnús, „og
ákveðin stefna kannski ekki til í
málinu." Hann segir ýmis ríkisfyr-
irtæki nú þegar vera að reyna að fá
menn til þess að vinna þau verk-
efni sem hægt er utan stofnunar-
innar. „Og við gerum það alveg
hildaust. Og ég sem gamall lands-
byggðarmaður hef ekkert nema
gott um það að segja ef menn geta
skilgreint svoleiðis verkefni."
Þannig að það vanti fyrst og
fremst siefnu?
„Já, hæði stefnu, og líka að skil-
greina betur hvað menn eiga ná-
kvæmlega við þegar menn eru að
tala um að flytja einhverja hug-
búnaðarvinnu, og skilgreina hvaða
verkefni það ættu að vera. Því það
er enginn vandi setja þetta upp
með almennum orðum. Og til þess
að stofnanir fáist til þess að gera
þetta, þá þarf líka að vera citthvert
hagræði í þessu fyrir þær. Því
stofnanir geta auðvitað ekkert
staðið í því að reka einhverja starf-
semi sem er dýrari með þessum
hætti heldur en ef hún er unnin á
heimaslóðinni. Því okkur er nú
líka skipað að halda okkur í eins
hagkvæmum rekstri og nokkur
kostur er.“
Stjórnendur menningarborga Evrópu fóru í trjálund menningarborganna í Laugardalnum á laugardaginn og gróð-
ursettu þar tré fyrir aðalfundinn. Kvöldinu eyddu þeir á tölti með Þórunni Siguðardóttur á Menningarnótt.
mynd: einar j.
Spáð í framtíð
mennmgarborga
Um helgina hittust í
Reykjavík borgarstjór-
ar og stjómendur frá
níu menningarborg-
um Evrópu. Dagur leit
inn á upphaf aðal-
fundar í Ráðbusi
Reykjavíkur á laugar-
daginn þar sem breski
fræðimaðurinn og rit-
höfundurinn Charles
Landry hélt fyrirlest-
ur.
Fundurinn í Ráðhúsi Reykjavík-
ur á laugardaginn var upphaf að-
alfundar stjórnenda og stjórnar
Samtaka evrópsku menningar-
borganna árið 2000 (AECC),
sem Reykjavík er nú í forsæti fyr-
ir. Stjórn fundarins var í höndum
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra og Þórunnar Sigurð-
ardóttur stjórnanda Reykjavíkur
mcnningarborgar, en fundar-
stjóri var Georg Dolivo stjórn-
andi menningarhorgar Hclsinki.
Fundurinn hófst á því að
Charles Landry rithöfundur,
fræðimaður og stofnandi
Comedia, fyrirtækis sem sérhæf-
ir sig í skipulagningu alþjóðlcgra
ráðstefna, hélt erindi og síðan
voru umræður.
ÓsviMn iiieiiniify
Umræðuefni fundarins var
reynsla menningarhorganna af
undanförnum mánuðum, viðtök-
ur hcima fyrir og hvernig þær
sæju framtíðina fjrir sér. Það var
auðheyrt að menn litu menning-
arárið óiíkum augum eftir því
hvort þeir komu frá Bergen,
Prag, Kraká eða Compostella þó
allir virtust sammála um að það
ætti að skila einhverju inni í
framtíðina. Umræðurnar spunn-
ust út frá erindi Charles Landry
sem talaði á hlutverki menning-
ararfsins og heiðarleika í menn-
ingarstarfi.
Landry henti meðal annars á
að vel- eða illa hcppnað menn-
ingarár væri kannski ekki aðalat-
riðið heldur hvað borgirnar
lærðu af mistökum sínum og vel-
gengni. Hann fór yfir jákvæð og
neikvæð dæmi um markaðssetn-
ingu menningarinnar og bar hið
síðarnefnda saman við skyndi-
bitamat. Andstæða hans væri
„slow food“, þar sem aðalatriði er
að njóta og nýtur vaxandi vin-
sælda. Eftir að hafa tekið nokkur
dæmi sagðist Landry halda að
verðmætin í dag liggi ekki síst í
fólki sem hugsar, skipuleggur og
framkvæmir á skapandi hátt.
Slíkt sé samt ekki nóg ef það
gleymst að spyrja hvaða merk-
ingu við viljum leggja f orðin
menning og borg. Menning snú-
ist um það sem skipti máli og því
þurfum við að velta því fyrir okk-
ur hvað sé satt og ósvikið. Það
væri uppspretta menningarinnar
á hverjum stað, sem er orðin hún
jafn mikilvægt hráefni og olfa.
Sköpunin felst síðan í því að nota
uppsprettu ímyndanaraflins til
að auka verðmæti ósvikinna
þátta menningarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gróður-
setur fyrsta tréð í nýjum lundi sem
tileinkaður er menningarborgum
Evrópu árið 2000. mynd: einar j.
Umræður og óvissa
Á eftir erindinu vöknuðu spurn-
ingar um hvernig menningar-
borgirnar gætu skilið eftir þá
fjárfestingu sem þær hafa Iagt í
hugvit á árinu. Pablo Martinez
frá Santiago di Compostella vissi
það eitt að hann var búinn að
eyða miklum peningum og gat
alls ekki svarað því hvaða merk-
ingu menningarborgarárið hefði
fyrir borgina, sem hefur í
aldaraðir verið menningarhorg.
Michal Prokop frá Prag, sem
líka kcmur frá gróinni menning-
arhorg hafði allt aðra sögu að
segja. Menningarborgarárið
hefði vakið heitar umræður í
Tékklandi, þar sem enginn hefur
haft sömu skoðun á málinu. Við-
horf almennings, sem í upphafi
var tortygginn, sagði hann að
hefðu með tímanum orðið já-
kvæðari, en sjálfur hafði hann
áhyggjur af framhaldinu. Ástæð-
an er sú að engin samfelld
menningarstefna sé rekin í land-
inu, þar sem stjórnendur menn-
ingarstofnana fá að fjúka f hvert
sinn sem skipt er um ríkisstjórn.
Án titilsins
Térje Gloppen frá Bergen var
mun jákvæðari og leit á menn-
ingarárið sem hátíð þar sem allir
hefðu lagst á eitt um að eyða
miklum pcningum og tíma í
menninguna, bæði yfirvöld og
íhúar borgarinnar. Þeir hafi verið
duglegir að sækja nienningarvið-
hurði og það hafi liaft jákvæð
áhrif á borgarlífið. Þetta virðist
þó ekki þýða að norska menning-
arborgin hugsi ekki um framtíð-
ina, því eftir tvær vikur hefjast
formlegar umræður um þau mál.
Landry sagði að hátíðahöid væru
auðvitað af hinu góða, en spurn-
ing væri hvort borgirnar væru til
sem menningarborgir án titilsins
og hvort við myndum vilja finna
hann upp í dag ef hann væri ekki
til. Hann bætti því Iíka við að ef
hátíðin yrði ekki til þess að borg-
irnar færu að taka menninguna
alvarlega mæti Iíta svo á að
ávinningurinn af umstanginu
væri takmarkaður.
Boguslaw Sonik frá Kraká taldi
sig ekki eiga slíkt á hættu, þar
sem hann sá menningarborgar-
árið sem tækifæri til að lýsa upp
þá menningu sem fyrir er og
draga annars öflugt Iistalíf lengra
fram í dagsljósið. Hann taldi ein-
nig nauðsynlegt að nota tækifæri
til að fara yfir stöðu menningar-
lífins. Þannig væri hægt að forð-
ast vonbrigði. Niðurstaða þessar-
ar umræðna var sú að menning-
arborgirnar þyrfti að vera meðvit-
aðar um að markmið þeirra ættu
að ná Iengra en að sjálfu menn-
ingarárinu. - MEÓ.