Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 22.08.2000, Blaðsíða 18
18 - ÞRIÐJUDAGVR 22. ÁGÚST 2000 Akureyri-Norðurland Bara byrjun far- gjaldahækkunar Kristján Muller þingmaður Norðurlands vestra segir flugfargjaldahækkunina um daginn í innanlandsfluginu ein- ungis byrjunina. ílugleiðsögugj aldið mun verða 16,50 krón- ur á hvem floginn kíló- metra. Kostnaðurinn við flugleiðsöguna er 200 milljónir á ári. Heimild til að inn- heimta aUa upphæðina í flugfargjöldum. Hækkun flugfargjalda í innan- landsflugi á dögunum er bein af- leiðing af hinu nýja flugleiðsögu- gjaldi sem ríkið var að setja á. Kristján Mölier, alþingismaður á Norðurlandi vestra og fulltrúi í samgöngunefnd, segir að nefndar- mönnum hafi verið kynnt þetta flugleiðsögugjald á þann veg að það verði greitt af þeim sem nota þjónustuna. „Og þessi flugleiðsaga er talin munu kosta í ár tæpar 200 millj- ónir króna. Það kom fram að þessa upphæð ætti að sækja alla til þeir- ra sem nota innanlandsflugið cn byrja með 40 milljónir fyrir 6 mán- uði þessa árs. Síðan mun upphæð- in væntanlega verða 80 milljónir fyrir næsta ár en heimild er fyrir því að innheimta allt gjaldið 200 Vilja vemda Héðinsíjörð Stjórn Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi samþvkkti á fundi sínum sl. sunnudag ályktun þar sem lagt er til að jarðgöng við ut- anverðan Eyjafjörð liggi úr Fljót- um yfir í ÓlafsQörð og önnur úr Fljótum yfir til Siglufjarðar og enginn vegur kæmi í Héðinsljörð og vegurinn yfir Lágheiði yrði annaðhvort lagður niður eða nýtt- ur sem troðningur og göngustígur. „Með slíkum jarðgöngum varð- veitist Héðinsfjörður óbreyttur og Tröllaskagasvæðið yrði sterkarí heild,“ segir í ályktuninni. Hafa samtökin nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið verður að vega- framkvæmdum á þessu svæði og vilja reyna að koma í veg fyrir skemmdir á svo til ósnortinni nátt- úru í Héðinsfirði og einnig að leit- ast verði við að varðveita þá miklu heild sem fjalllendi Tröilaskaga er. Næstbesta kostinn telja Sam- tökin vera að leggja jarðgöng og veg yfir Héðinsfjörð á sama stað og áætlanir gera nú ráð fyrir en vinna gegn náttúruspjöflum með sérstökum mótvægísaðgerðum. Sem dæmi um síkar mótvægisað- gerðir nefna samtökun góða mót- töku fyrir gesti, bílastæði. göngu- stíga, brýr vfir læki og um mýr- iendi og e.t.v. yfirbyggingu vegar til að losna við sem mestan hávaða af honum. milljónir króna. Þessi flugfargjalda hækkun sem nú var verið að setja á er því bara byrjunin. Það fer bara eftir því hvemig Flugmálastjórn mun innheimta gjaldið,“ sagði Kristján Möller í samtali við Dag. Rúmar 16 krónur á kflómetra Hann segir að flugfélögin, samtök ferðaþjónustunnar og fleiri aðilar hafi mótmælt þessu gjaldi strax. Fulltrúar Samfylkingarinnar í samgöngunefnd, mótmæltu gjald- inu líka og bentu á að þetta myndi fara strax fara út í verðlagið, sem hafi heldur betur komið á daginn. „Það er talið að þetta muni kosta 16,50 krónur á hver floginn kíló- metra hjá Fokker 50 flugvélunum. Nú er fargjaldið frá Reykjavík til Egilsstaða komið í tæplega 19 þús- und krónur og rúmlega 12 þúsund krónur til Vestmannaeyja sem er tuttugu mínútna flug. Svo geta menn flogið til London fyrir 18 þúsund krónur. Er eitthvert vit í þessu," sagði Kristján L. Möller. - S.DÓR Knn sigra Þórsarar Þórsarar eru enn ósigraðir i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og hafa þeir unnið alla leiki sína í deildinni, /4 talsins. Þetta hlýtur að teljast einsdæmi og er út af fyrir sig íslandsmet eins og áður hefur komið fram i Degi. Þór lék gegn KlB um helgina og sigraði í þeim leik með 3 mörkum gegn 1. Það er Ijóst að Þór verður 2. deildar meistari í ár og var reyndar orðið Ijóst fyrir leikinn gegn KÍB sem myndin er úr. - mynd: brink Bókval - Penninn tók til pakka með þvi algengasta sem 6 ára barn þarf að eiga áður en það hefur skólagöngu. Lista með því sem þau eiga að kaupa fá þau af- hentan fyrsta skóladaginn. Skólamir hefjast Grunnskólar á Akureyri taka á móti nemendum sínum í fýrsta skipti á þessu hausti í næstu viku. Að mörgu er að huga áður en skól- inn byrjar og sérstaklega hjá þeim sem eru að fara í skóla í fyrsta skipti á ævinni. „Þetta er stór stund í Iífinu og án efa ein af þeim stærstu þegar maður er barn,“ segir Björn Þorleifsson, skólastjóri í Brekkuskóla. Áður en börnin fara í skólann verða þau að kaupa helstu nauð- synjar svo sem skólatösku, pcnna- veski og nestisbox. Líkt og svo oft áður þá eru tískusveiflur í þessu og í ár lítur út fyrir að Tígri frá Walt Disney og Legó verði í tísku. Fyrir unglingana er það hin svo- kallaða East pak lína auk þess sem þau eru farin að sækja í vandaða bakpoka með góðu baki og ólum. „Það er þetta árið ekkert sem slær mann út af laginu. Nema kannski pennaveskin sem eru vel skraut- leg,“ segir Ingþór Asgeirsson, verslunarstjóri í Bókval - Pennan- um. „Það er alltaf gaman að sjá þegar krakkarnir koma í fyrsta skipti að kaupa sér skólatöskur. Spennan er mikil og það verða oft heitar umræðurnar sem eiga sér stað þegar verið er að velja. Þau fá nú oftar en ekki að velja þetta sjálf enda eru það þau sem koma til með að hafa þetta á bakinu allan veturinn." Keimarinn verðux fyrirmynd Aður en 6 ára börnin, eða stubb- arnir eins og þau voru einu sinni kölluð, hefja að leika og læra fara j)au á fund kennara síns. „Þessi fundir eru til að kennarinn fái að hitta barniö og foreldra þess áður en skólastarf hefst. Tveir fyrstu dagarnir fara því í þessi viðtöl. Þá fær kennarinn oft á tíðum upplýs- ingar um barnið frá leikskólanum en það er aðeins gert með leyfi foreldra. Þá er þetta mikil breyting í lífi barnsins. Það fær ný viðmið og forcldið er ekki lengur eina fyr- irmyndin heldur bætist kennslu- konan við,“ segir Björn Þorleifs- son. Björn var áður kennari í grunn- skólanum í Svarfaðardal en þar þekkti hann alla nemendur. Hér er það erfiðara enda nemendur í Brekkuskóla 530 þetta skólaárið. „Foreldrar eru stundum að spyrja hvort ég kannist við börnin þeirra. Mitt svar er að þau séu heppin geri ég það ekki. Því þegar skólinn er þetta stór eru það yfirleitt börn- in sem eitthvað eiga erfitt sem ég kynnist. En vissulega væri gaman að hafa meiri tíma til að starfa með krökkunum en í þetta stórum skóla er það ekki hægt." — (.J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.